Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Qupperneq 10
SBMAVIÐTALIÐ VILL NÝJAN GULLFOSS — 19460! — Eimskipafélag fslands. — Er Óttarr Möller við? — Andartak, gjörið þér svo vel. — Já — Afsakið ónæðið, forstjóri, en nú tala allir um túrisma, flug félögin mala gull — og hafið þið ekki einhverjar ráðagerðir um að færa út kvíarnar á því sviði? Engar áætlanir um að endurnýja Gullfoss? — Við höfum gert margs kon ar áætlanir, bæði í sambandi við vöru- og fólksflutninga. En sannleikuririn er sá, að nú hefur verið gengið svo nærri Eim- Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins skipaféiaginu, að það er til- gangslaust að ræða um endur- byggingu. Um árabil hefur fé- lagið verið knúið til að flytja varning fyrir allt að þriðjung heimsmarkaðsverðs. Við höfum búið við miklu lakari aðstæður en keppinautar okkar og þess vegna eru sjóðir okkar þurrir, gersamiega tæmdir. Við vildum gjarnan halda áfram uppbygg- ingunni, eignast m. a. stærra far þegaskip — en um slíkt þýðir ekki að tala í bili. SONJA BACKMANN, kona Birgis ísleifs Gunnarssonar, hdl., svarar: Þessari spurningu vildi ég helzt svara með einni setn- ingu: Honum þykir allur matur góður. Sérvizka hans í matarræði er fólgin í því að hann vill hafa matinn „matreiddan“ eins og hann kallar það, þ. e. mjög ein- faldur matur er ekki sér- lega að hans smekk. Tilbreytni í mat líkar honum vel, og alltaf vekur það ánægju, ef ég ber fram einhvern rétt, sem ég hef aldrei haft áður. Hann er mikið fyrir súpur. Sósur, grjón og spaghetti getur hann borðað með næstum öllum mat. Af hátíðamat heldur hann mest upp á hamborgar- hfygg, aliendur eða kjúkl- inga. Annars er einn rétt- ur, sem alltaf líkar vel og er hann lagaður á eftirfar- andi hátt: Hakkað kjöt og smáskorn- ir fleskbitar er brúnað sam- an á pönnu. Síðan er það soðið í tómatsósu í u.þ.b. 15 mínútur. Þá er látinn út í smáskorinn ostur. Saltað og piprað eftir smekk. Með þessu er borið spaghetti. — Gullfoss annar þá ekki lengur flutningaþörfinni á sjó- leiðinni til Kaupmannahafnar? — Nei, því fer fjarri, þ.e.a.s. á sumrin. Fyrstu árin, sem við áttum nýja Gullfoss, var fremur lítið um farþegaflutninga yfir vetrarmánuðina. En þetta hefur breytzt mikið, aðalflutninga- tímabilið er alltaf að lengjast. Að vetrinum, þegar minna er um farþega, eru ferðirnar á þriggja vikna fresti í stað tveggja. Gefst þá tími til að full hlaða skipið af vörum og bætir það að nokkru leyti upp sam- dráttinn í farþegaflutningunum. — A hvaða hátt væri æski- legast að auka skipakost félags- ins til íarþegaflutninga? — Fyrst og fremst með því að smíða nýjan Gullfoss og stærri — mjög nýtízkulegt skip. Auk þess væri hugsanlegt að smíða stórt farþegaskip, sem að sumrinu annaðist ferðamanna- flutninga til íslands, en væri í förum suður í löndum að vetr- inum, færi þá með erlenda íerðamenn í skemmtiferðir. — Og hvað frekar um ástæð- una til þess, að Eimskipafélag íslands á í þvílíkum erfiðleik- um, að ekki er hægt að halda áfram að byggja upp flota fé- lagsins? ákvæðuin og þessi farmgjöld — Sagan er einfaldlega sú, að farmgjöld á sekkjavöru og stykkjavöru eru háð verðlags- eru nú svo lág, að þau hrökkva vart fyrir útskipunarkostnaði vörunnar í sumum erlendum höfnum. Þetta óraunhæfa farm- gjald hefur því dregið mikinn mátt úr félaginu — og ef þessu verður ekki kippt í lag mjög bráðlega ei ekki annað sýnt en við verðum að grípa til neyðar- ráðstafana. — Geta ekki önnur íslenzk skipafélög sagt sömu sögu? Hvað með Sambandsskipin? — Viðhorfin eru þar tölu- vert önnur, einfaldlega vegna þess, að Eimskipafélagið flytur 96% af allri þeirri vöru, sem háð er verðlagsákvæðunum. Sambandið sendir megnið af þess konar vöru, sem það flytur inn, með skipum Eimskips. — Og hvernig stendur á að þið haldið þessum flutningum Kinda.hau.sar eru herramansmatur NÝLEGA flutti brezka útvarp- iS BBC stutt viðtal við ferða- lang, sem kom til íslands í sumar. Var þetta í ferðamála- þætti útvarpsins. Jóhann Sig- urðsson, umboðsmaður Flugfé- lags íslands í London, sendi okkur þáttinn og fer hér á eftir úrdráttur, sem gefur góða hugmynd um spurningar, er vakna í huga útlendinga, þegar minnzt er á ísland. Og svörin eru jafn skemmtileg: Útvarpsmaður: Mér þætti gaman að vita hve mörg ykkar hafa ráðgert ferð til fslands í sumar. Það er sá staður, sem mér dytti sízt í hug að heim- sækja. En hér er kominn einn, sem verið hefur á fslandi — og hvernig stóð á því, að yður diatt í hug að fara þangað, Hr. Brian Walker? Mr. Walker: Mig langaði í rauninni til að komast í Durt frá hinni svokölluðu menningu, írá transistor útvarpstækjuim, sjónvarpstækjum, bílum og tjaldíbúðum — og öllu þvílíku. áfram — einir? Er ekki hægt að skipta þeim niður á skipaíé- lögin? —Eimskipafélag fslands er stofnað til þess að þjóna allri þjóðinni — og það hefur félagið ætíð gert. En þrátt fyrir að það hafi verið rekið vel og skynsam lega, þá er hag þess nú svo komið, að íllt er lengur við að una. Ef ekki fæst nein leiðrétt- ing á okkar málum, þá sé ég ekki annað en Eimskipafélagið verði innan tíðar að taka upp aðrar starfsaðferðir, fara inn á sömu braut og önnur sainbæri- leg fyrirtæki — og miða rekst- urinn að mestu leyti við að hann gefi sem mestan arð. — Við höfum nú snúið okkur til stjórnarvaldanna og óskað leiðréttingar þessara mála. Við höfum aðeins mætt skilningi og velvild — og við vonumst því til, að íélaginu verði í framtíð- inni gert fært að sinna verk- efnum sínum og halda áfram endurbyggingu skipastólsins. ' HUNDALÍF ■> þess vegna var það ofur eðlilegt að fara til íslands. Útvarpsmaður: Á hvaða tímia árs? Mr. Walker: Það var í júní, við fórum sjóleiðina. Útvarpsmaður: Hvernig ferð- uðust þér um íslánd, í bíl? Mr. Walker: Nei, Guð komi til. Það er ekki hægt. Auðvitað á reiðhjóli — með tjald. Auk Framh. á bls. 11 ©PIB."* cqp(NH/iG(N vý:"- —< Nýjasta tizka, maður, beint frá París. Ileldurðu að það sé munur að vera hundur í París? 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.