Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Side 16
aldrei vitaS um staðsetningu 'þeirra, en
það kom í ljós að slíkt íyrirkomulag
myndi auka kostnaðinn við hvert skeyti
um 60% svo ákveðið var að hætta við
þessa fyrirætlan og nota féð til að kaupa
fleiri Minuteman skeyti, sem geymd
væru á venjulegan hátt.
Þar sem Minuteman skeytin standa
reiðubúin í járnbentum, steinsteyptum
neðanjarðarbyrgjum sínum, geta þau
staðist allar kjarnorkusprengjur, sem
ekki spryngju beint ofan á byrginu
sjálfu, en auk þess er gert ráð fyrir að
tóm gefist til að skjóta öllum Minutman
skeytunum, er fyrstu óvinaskeytin
hæfðu markið. Bandaríski flugherinn
gerir ráð fyrir að árásaraðili myndi
þurfa að skjóta um 20 skeytum á
hverja Minuteman flugskeytabækistöð
til að hafa 90% möguleika á að eyði-
leggja hana. Skotbyrgin og skotmið-
stöðvarnar eru festar á risavaxna stál-
gorma, þannig að þau geta staðizt
jarðskjálftabylgjurnar frá kjarnorku-
sprengju sem spryngi í nágrenni þeirra.
Allur útbúnaður í stöðvunum er festur
á gúmmípúða í sama tilgangi. Hverju
flugskeytabyrgi er lokað með 45 tonna
stálhlerum, og ef nauðsyn krefur er
hægt að sprengja þær af byrginu, ef
nálæg kjarnorkusprengja hrúgaði mold
og grjóti ofan á þær.
Jr ar sem Minuteman bíður neðan-
jarðar, „starir" þögult gyroskóp raf-
eindastjórnkerfis þess stöðugt á Pól-
stjörnuna. í stjórnkerfi hvers skeytis
geymir rafeindaheili allar nauðsynlegar
upplýsingar til að stjórna skeytinu til
einhvers eins af nokkrum skotmörkum.
Rétt áður en skeytinu yrði skotið er
heilanum svo gefin skipun um hverju
þeirra skeytinu er ætlað að granda, og
síðan sér sjálfvirka stjórnkerfið um hitt.
Nákvæmni þessa kerfis er slík, að geig-
un þess nemur aðeins um 500 metrum
yfir 10.000 km vegalengd.
Ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi,
myndi hvert Minuteman skeytið eftir
annað þjóta upp úr skotbyrgi sínu, búið
vetnissprengju, sem er 50 sinnum öfl-
ugri en Hiroshimasprengjan, á leið til
skotmarks í allt að 10.000 km fjarlægð.
Slík staðreynd ætti að koma hverjum
væntanlegum árásaraðila til að hugsa
sig um tvisvar áður en hann hæfi árás
á Bandaríkin og bandamenn þeirra.
Hjálmar Sveinssoa
Flugskeytaviðvörunarkerfið er mikilvægur hluti í vörnum Bandaríkjanna. Hér sést hluti af hinni gífurlega langdrægu
radarstöð í Thule í Grænlandi, sem sér óvinaskeytin í 5600 km fjarlægð, 15—20 mín. áður en þau geta náð til N-Amer-
íku. Innan 60 sekúndna gætu Minuteman-skeytin þotið af stað til gagnárásar.
ANDARÍKJAMENN byggja
allar vamaáætlanir sínar
á því að ef til þriðju heimsstyrjald
arinnar kæmi, hæfist hún með flug-
skeytaárás frá Sovétríkjunum á all
ar helztu flugskeyta- og flugvéla
bækistöðvar Bandaríkjanna.
Til að gera Rússum Ijóst að slík áráf
myndi ekki borga sig, þarf bandarískj
flugherinn að hafa á að skipa fjölda ör-
uggra, einfaldra og traustra milliálfu-
skeyta, sem auðvelt er að framleiða í
fjöldaframleiðslu, geyma í einföldum,
traustum neðanjarðarbyrgjum og skjóta
þaðan innan þess 15—20 mínútna frests,
sem fengist frá því að fyrstu óvina-
skeytin kæmu í ljós á radarskífum við-
vörunarstöðvanna.
Það eru þrjár gífurlega langdrægar og
öflugar radarstöðvar í Alaska, Græn-
landi og Bretlandi. Nú hefur bandarísk-
um flugskeytasérfræðingum tekizt að
smíða skeyti, sem þeir nefna Minuteman.
Frá því í febrúar í fyrra hefur banda-
ríski flugherinn verið að gera tilraunir
með þetta nýja flugskeyti og hafa þær
gengið svo vel, að nú er verið að ljúka
undirbúningi að því að koma fyrstu 50
skeytunum fyrir í neðanjarðarbyrgjum
sínum nálægt Great Falls í Montana
fylki í Bandaríkjunum. Þegar þessi flug-
skeytastöð verður fullgerð, munu 150
Minuteman skeyti vera þar í skotstöðu
í skotbyrgjum sínum, sem dreift verður
yfir 23.000 ferkílómetra svæði. Fyrstu 50
skeytin verða komin í skotstöðu þarna
einhverntíma fyrir ágústlok. Árið 1965
I mun bandaríski flugherinn hafa á að
skipa milli 900 og 1400 Minuteman skeyt
im, sem staðsett verða í Montana,
Æissouri, Norður- og Suður-Dakota og
ieiri ríkjum Bandaríkjanna.
„Með Minuteman er ætlunin að fara
'"ingt fram úr Rússunum hvað snertir
i'jöida milliálfuskeyta tilbúinna til skots
með augnabliks fyrirvara," segir Samuel
Philiips hershöfðingi, yfirstjórnandi Min
uteman-áætlunarinnar. „Til þess að geta
það, verðúm við að halda framleiðslu-
og viðhaldskostnaði eins lágum og mögu
legt er.“
IVIinuteman hefur stundum verið
kallað „flugskeyti fátæka mannsins“
auðvitað í gamni. En það er í rauninni
réttnefni, svo miklu einfaldara og ódýr-
ara er það heldur en hin vel þekktu
Atlas og Titan milliálfuskeyti. Bæði
þessi skeyti eru af „eldri kynslóðinni"
eins og vísindamennirnir kalla það, en
það eru flugskeyti sem knúin eru hinum
mjög vandmeðförnu fljótandi drifefnum,
sem krefjast mjög flókins og viðkvæms
kerfis dælna, leiðslna og loka, sem aldrei
eru algerlega öruggar. Auk þess er
mjög vandasamt og seinlegt að setja
þessi drifefni á Atlas og Titan og skjóta
þeim. Minuteman er aftur á móti af
„yngri kynslóðinni," þ. e. knúið ein-
földu, gúmmíkendu, föstu drifefni, sem
framleitt er af Thiokol Chemical Corp-
oration. Þegar í eitt skipti er búið að
setja drifefnið í Minuteman, er hægt að
geyma það því sem næst óendanlega, og
það er tilbúið til skots með aðeins um
30 sekúndna fyrirvara, i stað 10-15 mín-
útna iyiir Atlas og Xnan.
Minuteman skeytið er um 54 fet á
lengd og vegur um 60.000 pund, eða nær
4 sinnum minna en Titan. Flugskeytdn
af „eldri kynslóðinni" eru svo flókin að
þau eru að mestu leyti handsmíðuð, en
Boeing verksmiðjurnar, sem framleiða
Minuteman, munu haga framleiðslu
þeirra á sama hátt og venjulegra flug-
véla, þ. e. á færiböndum, og mun þetta
gera framleiðsluna miklu ódýrari og
fljótari. Yfirverkfræðingur Boeing verk-
smiðjanna Ernest Boullioun segir: „Það
mun taka okkur um eitt ár að koma
fyrstu 150 skeytunum fyrir, níu mánuði
með næstu 150, þá sex mánuði, og þar
eftir gerum við ráð fyrir að koma 150
skeytum fyrir þriðja hvern mánuð.“
Hvert Atlas skeyti þarf fimm
manna skotáhöfn, en þrír menn sem að-
setur hafa í sprengjuheldri skotmiðstöð
60 fetum undir yfirborði jarðar, geta
skotið tíu Minuetman. Þetta, ásamt
mörgu öðru, gerir Minuteman langódýr-
asta milliálfuskeyti Bandaríkjamanna.
Hvert skeyti kostar um 3 milljónir doll-
ara, og er þá meðtalinn kostnaður við
að byggja neðanjarðarskotbyrgi fyrir
það, og öll tilheyrandi tæki. Kostnaður
við hverja neðanjarðarskotstöð fyrir
hver 150 skeyti er um 60 milljónir doll-
ara, eða aðeins um einn tíundi af kostn-
aðinum við að byggja skotstöðvar fyrir
150 Atlas eða Titan skeyti.
Upphaflega gerði bandaríski flugher-
inn ráð fyrir að um 150 Minuteman
skeytum yrði komið fyrir á sérstökum
járnbrautarvögnum, sem síðan væri
hægt að aka eftir öllu járnbrautakerfi
Bar.darikj anna, svo að árásaxaðili gæti
PRENTMYNDAGERÐÍN ■■
MYNDAMÓT H.F.
MORGUNBLAÐSHÚSINU - SÍMI 17152