Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 1
17. tbl. 10. maí 1964 — 39. árg. verður af því hin glæsilegasta för, þó bæði ísafold og Fjallkonan reyni í fyrstu að koma í veg fyrir þótttöku stjórnarandstæðinga í heimsókninni. Karpið heldur áfram í blöðunum eftir heimkomu þingmannanna, og menn búa sig undir konungskomu 1907, sem reyn- ist Hannesi ný fjöður í hattinn. Haustið 1906 . er hið fræga Blaðamannaávarp Einars Benediktssonar undirritað af fimm útvöldum ritstjórum, og ríkisráðs- draugurinn vakinn upp aftur, en nokkru seinna gerir skáldið hálfgert grín að öllu saman í viðtali við Politiken, kveðst vera foringi Landvarnar, sem helzt vilji fá lándstjóra yfir ísland, allra helzt danskan prins, en allt skraf um skilnað 'íslands frá Danmörku sé tómt hjal marklausra manna. Framsöguræ&a Sigurbar A. Magnússonar a umrædufundi Stúdentafélags Reykjavíkur 23. janúar s.1. i EG hef verið beðinn að segja hér nokkur orð um marg- þvælt efni — ekki vegna þess að ég hítfi sérstakt vit á sagnfræðilegum efnum eða þjóðarétti, heldur senni- lega fyrst og fremst vegna þess að ég skrifaði fyrir skömmu alræmdan rit- dóm um umdeilda bók, þar sem hið fræga Uppkast frá 1908 kemur tals- vert við sögu. Ég tel mig ekki bera neitt sérstakt skyn á þetta mál um- fram aðra menn og tala aðeins af sjónarhóli hins aimenna borgara sem lesið hefur nokkrar tiltækar bækur um efnið og reynt að kynna sér það eftir föngum. Það sem ég kynni að hafa framyfir ýmsa eldri menn, sem hér eru staddir, væri helzt það að ég er yngri en þeir og af þeim sökum ekki eins háður þeim persónulegu tilfinningum sem lita afstöðu eldri kynslóðarinnar til málsins. Að sjálf- sögðu hef ég ekki með.öllu farið var- hluta af áhrifum þessa afdrifaríka máls, sem legið hefur eins og skuggi yfir-þjóðinni í hálfa öld, en ég get fullyrt að þau áhrif lita ekki viðhorf mín nú, enda voru þau þess eðlis að ég hefði átt að taka gagnstæða af- stöðu til málsins við þá, sem ég hef tekið eftir að hafa kynnt mér heim- ildir. Nú hefur a<s vísu einn sögufrægur klerkur þessa lands lýst því yfir í dag- blaði nýlega, að óviðeigandi sé að ræða þetta viðkvæma mál hreinskilnislega og draga menn í dilka, þvi þar hafi átt hlut að máli eintómir sómamenn og skör- ungar, hverra minningu ekki megi van- heiðra með misjöfnum dómum. Þessi afstaða til sögulegra staðréynda er ekki beinlínis ný af nálinni hér á landi, en varla getur hún talizt vænleg þeim mönnum, bæði eldri og yngri, sem kynnu að vilja draga einhverja lær- dóma af fortíðinni. Annars vildi ég mega skjóta þeirri spurningu að þessum heiðraða postula góðra siða, ef hann er (hér viðstaddur, hvers vegna hann Ihneykslast svo mjög á orðalagi mínu í áðurnefndum ritdómi, en rekur ekki upp eina vandlætingarstunu yfir þjóð- ræmdu orð'bragði þeirra sæmdarmanna, sem hann vax að bera blak af dauðum. Þetta er kannski þáttur í þeim sagn- fræðilegu hreinlætisráðstöíunum hans að hvítþvo forfeðurna og láta þá ganga fram í sviðsljós sögunnar eins og litla fallega engia með. vængi og gullnar hörpur? E, ^n svo vikið sé að umræðuefninu, þá langar mig til að rekja fyrst í ör- stuttu máli forsögu þeirra atburða, sem hér á að deila um. Þar var skammt stórra högga á milli. Árið 1903 hefur orðið veruleg breyting á þjóðréttar- stöðu íslands með skipun innlends ráð- herra, sem hafi stjórnarsetur í Reykja- víik. Um þetta mál hefur staðið mikill styrr .og Hannes Hafstein farið með óvæntan og glæsilegan sigur af hólmi. Andstæðingar hans eru að vonum sárir, og brátt tekur að brydda á alls kyns dylgjum og brigzlum, ekki sízt ásökun- ' um um undirlægj uhátt og þjónkun ráð- herrans við danska valdið. Er hinn svo- nefndi rikisráðsfleygur Landvarnar- mönnum mikill þyrnir í augum, en aðrir andstæðingar, t. d. Björn Jónsson, gera lítið úr honum lengi framan af, eða allt fram til 1906, þegar Blaða- mannaávarpið kemur fram. Megnið af þessu karpi stafaði af vanþekkingu ís- lenzkra stjórnmálamanna á eðli og starfs'háttum ríkisráðsins, eins og síðar kom á daginn. Menn eni alls ekki grónir sára sinna, þegar önnur stórorusta hefst, ennþá heiftarlegri en sú fyrri, um mikið þjóð- þrifamál, lagningu síma til landsins. Er það löng saga og með köflum Ijót, sem óþarft er að rekja, en Hannes Hafstein fer enn með glæsilegan sigur af hólmi. Harkan í þessari baráttu er harla tor- skilin nú, en hún skildi eftir sig mörg sár og djúp, sem voru hvergi nærri gróin árið 1908. Ég fæ ekki betur séð en símamáiið sé meg nokkrum hætti hlið- stæða baráttunnar um Uppkastið — það var eins konar forleikur eða öllu heldur lokaæfing fyrir hana. Og ég. er í litlum vafa um það, að hefði málið verið borið undir þjóðina, hefði Hannes Hafstein staðið mjög höllum fæti. Slíkur var ofsinn og óbilgirnin í áróðri andstæðing- anna. Menn sleikja sár sín og hugsa til hefnda meðan Hannes Hafstein heldur áfram sigurför sinni, fær konung til að bjóða heim islenzkum þingmönnum, og júní 1907 er haldinn hinn nafn- kenndi Þingvallafundur, þar sem sam- an safnast 92 fuiltrúar víða af landinu og rúmlega 300 gestir. Gerð er sam- þykkt um sjálfstæðiskröfur íslendinga,' þar sem þess er krafizt, að væntanlegur sáttmáli við Dani sé „gerður á þeim grundvelli einum að fsiand sé frjálst land í konungssambandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullú valdi yfir öllurn málum sinum. Fundurinn mót- mælir allri sáttmálsgerð, sem skemmra fer, og telur þá eigi annað fyrix höndum en skilnað landanna, erf eigi náist slíkir samningar, ■ sem nefndir voru“. Enn- fremur taldi fundurinn „sjálfsagt, að ís- land hefði sérstakan fána“, og féllst á bláhvíta fánann — sem var og er kon- ungsfáni Grikklands. Sveinn Bene- diktsson hélt því fram í grein nýlega, að kröfur Þingvallafundar hafi mótað stefnu meirihluta þjóðarinnar, en það er að mínu viti fjarri öllum sanni, enda hef ég hvergi heyrt það rökstutt. Sé á annað borð hægt að tala um stefnu meirihluta þjóðarinnar fyrir kosning- arnar 1908, hlýtur hún að felast í þeijm kröfum sem fulltrúar Alþingis komu sér saman um, áður en sambandslaganefndin hóf störf sín 1908. Af þingmannaförinni og heimsókn Frið. riks VIII leiddi skipun dansk-íslenzku samibandslaganefndarinnar sem settist á rökstóla snemma árs 1908. Þ að er ekki ófróðlegt að gefa þvi gauim, hvaða fulltrúar úr stjórnarand- Stöðunni eru skipaðir í nefndina. Þeir eru auk Skúla Thoroddsens, einmitt tveir af hörðustu andstæðingúm Hann- esar Hafsteins, Jóhannes JÓ!hannesson og Stefán Stefánsson, þeir tveir menn sem einir stóðu upp og gengu út undir hinni vanhugsuðu ræðu Magnúsar Stephensens forseta neðri deildar í þingveizlunni frægu 1. júlí 1907. Aðrir stjórnarandstæð- ingar fóru ekki fyrr en staðið var upp frá borðum. Björn Jónsson er á móti þátttöku stjórnarandstæðinga i nefndinni eins og hann hafði lagzt gegn þátttöku þeirra í þingmannaförinni, en henni hafði Skúli Thoroddsen einmitt fagnað fyrstur stjórnarandstæðinga. Nú þykir stjórnarandstöðunni mikið liggja við að búa sem bezt uim hnútana áður en fulltrúar hennar haldi til Hafn- ar. Þrír menn eru settir til að semja er- indisbréf handa þeim, sem haldið er leyndu meðan samningar standa yfir. Það eru þeir Skúli Thoroddsen, Valtýr Guðmundsson og Jón Jensson foringi Landvarnar, sem bréfið semja, en Jón er látinn skrifa það. Þessi stefnuskrá er samþykkt af þingmönnum Þjóðræðis- flokksins. r a. ður en til Hafnar kemur hefur náðst samkomulag um algera samstöðu nefndarmanna og sú eining er ekki rof- in fyrr en á síðustu stundu, þegar Skúli Thoroddsen skerst úr leik. íslendingun- um hefur tæplega komið til hugar, að þeir fái öllum sínum kröfum fullnægt, enda væri slíkt undur í samn ingsumleitunum tveggja aðila. Það voru Islendingar en ekki Danir Framhald á bls. 6 t ' ' W\\\W'V ' • "i' HANNES HAFSTEIN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.