Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 14
Ilinn svikarinn, Donald McLean, hefur unnið í Moskvu síðustu þrettán árin. legt: Hann gat framið sjálfsmorð — eða strokið. Og kvöldið, sem samkvæmið var haldið hjá Balfour-Paul, strauk hann. Enda þótt flóttinn færi fram í flughasti, var hann samt undirbúinn. Jalbout var nokkrar vikur að ná í vitni, sem hafði séð mann, sem leit út eins og Philby, fara í fylgd með tveim þrekvöxnum fylgdarmönnum um borð í rússneska skipið Dolmatova. Þetta skip fór fyrir dögun 24. janúar — áleiðis til Odessa. E ftir hvarf manns sins var Eleanor Philby ýmist yfir sig hreinskiiin eða yfir sig leyndardómsfull í skiptum sínum við brezka sendiráðið í Beirut. Það var ekki íyrr en hún fékk áðurnefnd „fyrirmæli" í apríl, og ótti að fara frá Beirut með tékkneskri flugvél, að hún ákvað að leita hjáipar hjá Bretum og skýra sendi- ráðinu frá öliu, sem þeim Kim hafði far- ið í milli. í maímánuði sáu brezk og líbönsk yfirvöld svo um, að hún gæti farið úr landinu á laun, ásamt hinum tveim bömum Kims — þau skildi hún eftir í Englandi hjá skyldfólki Kims, en hélt síðan áfram til New York að heim- sækja Anne, dóttur sína, sem þar var hjá Brewer, föður sinum. Þegar hún svo kom aftur til Engiands, var hún alveg að niðurlotum komin og hvarf sjónum allra kunningja sinna. Hinn 1. júlí — af hræðslu við, að Rússar mundu afhjúpa Philby á blaða- mannafundi í Moskvu — sneri brezka stjórnin opinberlega við blaðinu og lét það uppi, að Philby hefði raunverulega verið „þriðji maðurinn" í Burgess-Mc- Lean-málinu, og hefði verið í þjónustu Sovétríkjanna „fyrir 1946“. Þessi yfir- lýsing, sem kom á hæla Profumo- hneykslisins, fékk brezka ríkið til að riða á grundvelli sínum. í þinginu skipt- ust ^lacmillan, forsætisráðherra, og Harold Wilson, ieiðtogi Verkamanna- flokksins, á hörðum orðum, og frá bekkjum stjórnarandslöðunnár heyrðust háværar raddir sem heimtuðu fulla greinargerð um málið, en innan um heyrðust aðrar, sem kölluðu Macmillan bjána eða fant eða hvorttveggja. For- sætisráðherrann, sem var múlbundinn vegna leyniþjónustunnar, gat ekki svar- að öðru en: „Ég vona, að deildin geri sér ljóst, hve hættulegt það er að svara þess- um spurningum". Það var ekki fyrr en Macmillan hafði gert Wilson einslega grein fyrir öllu málinu, að foringi stjórnarandstöðunnar samþykkti að hætta frekari opinberum umræðum — þjóðarheillar vegna. Hinn 30. júlí til- kynnti Izvestia loksins, að Sovétríkin hefðu veitt Philby flóttamannahæli. En nú kom að Eleanor Philby að taka mikil- væga ákvörðun. Hún var trygg til hins síðasta — og áreiðanlega enginn sovét- njósnari — en steig um borð í flugvél í London og. flaug til eiginmanns síns í Moskvu. Var Fhilby-málið sigur eða mistök hjá brezku leyniþjónustunni? Það virðist hafa verið sín ögnin af hvoru. Árvekni M.I.6 afhjúpaði greinilega Philby sem Rússanjósnara — en hann slapp. Líklega fáum við aldrei að vita, hvort leyniþjón- ustunni hefur tekizt það, sem fyrst og fremst vakti fyrir henni — ací Philby fletti ofan af aðalmönnunum í njósna- neti Sovétríkjanna í Austurlöndum nær. 'Hafi hann gert það — og mig grunar, að það hafi hann ekki gert að neinu ráði — hefur brezka stjórnin af engu að státa. Menn auglýsa ekki fyrir óvinunum, hve mikið menn hafa uppgötvað af leynileg- um athöfnum hans. E n hvað vann þá Philby fyrir Sov- étríkin? Hér eru nokkrar líklegar tilgát- ur: 1) Hann gaf þeim upplýsingar um æðstu embættismenn vestræna og svo einstaklinga. 2) Hann gaf þeim almenn- ar pólitískar upplýsingar, og leiðbeindi þeim um vestraéna afstöðu til þróunar- innar í Austurlöndum nær. 3) Hann upp- lýsti þau um stefnu og framkvæmdir brezkra og amerískra oiíufélaga. 4) Hann lét þau fylgjast með stjórnmála- þróuninni í Jórdaníu og Saudi-Arabíu, þar sem Sovétrikin höfðu enga sendi- menn. 5) Hann 'útvegaði Sovétríkjunum nokkra njósnara — ef til vill í nafni brezku leyniþjónustunnar — og kom upplýsingum þeirra boðleið. Engar þessara athafna eru sérlega mikilvægar, og það virðist vafasamt, að Philby hafi verið nokkur njósna-„meist- ari“. Hann hafði einu sinni spillt mögu- leikum sinum til hárra embætta í brezku leyniþjónustunni, og eftir það hætti hann að vera þýðingarmikill fyrir Sovét- ríkin. Engu að síður hafði hann mikla möguleika til að gera illt af sér. Hann háfði aðgang að vestrænum heimildum og sendiráðum, þangað sem Rússar voru sjaldan boðnir. En þar eð grunur hvíldi á honum var honum ekki trúað fyrir merkum leyndarmálum, en hinsvegar þekkti hann alla, og í samkvæmum síast alltaf eitthvað út, svo að hann hefur vafalaust orðið margs vísari. Og auk þess getur hann hafa skáld- að talsvert. Sumir vestrænir embættis- menn tfúa því, að Philby hafi einnig að nokkru leyti leikið „Manninn okkar í Havana", gagnvart njósnurum Sovét- ríkjanna. Þeir gefa auðvitað ekki í skyn, að hann hafi — eins og hr. Wormold hjá Graham Greene — látið af hendi ryk- suguteikningar sem kjarnorkuteikning- ar, en hann virðist samt hafa komið sér upp vissu upplýsingakerfi, þar sem raun- verulegir og upplognir njósnarar komu við sögu — mest hinir síðarnefndu — sem hann kvað útvega sér „fyrstu hand- ar“ upplýsingar. Sem njósnari .hefur hann legið undir stöðugum eftirrekstri um að sýna einhvern árangur — og þeg- ar það var ekki hægt, skáldaði hann í skörðin, að því er virðist. Ymislegt bend ir til þess, að Rússar hafi — eins og Bret- ar — gert sér ljós brögð hans, fram að endalokum — og að hann hafi raunveru- lega flækt sig í tvöfaldan svikavef. Philby var þræll sirmar eigin for- tíðar — bundinn Sovétríkj unum á þess- um naflastreng, sem nóði þrjátíu ár aft- ur í tímann, allt frá háskólaárum. hans. í fyrstu var þessi átrúnaður hans lítið meira en aðdáun á Guy Burgess og unglingsdýrkun á stjórnmálatízku sam- tiðarinnar. Kringum 1935 vaxð hjóna- band hans með yfirlýstum kommúnista og byrjunarnám hans í njósnum til þess að flækja hann enn rækilegar, en þó ckki fyrir fullt og allt. Á síðari heims- styrjaldarárunum herti á þessu bandi, sökum fjárs'korts og ef til vill einnig vegna stöðugra hótana. E.. ef nokkur hlutur er vís, er hann sá, að það,. senv knúði Philby til framkvæmda á síðari árum var ekki átrúnaður hans — og á þetta einkum við starfsemi hans í Aust- urlöndum nær. Hugsanaferill hans var eins frjáls og ó-marxískur og hægt var að hugsa sér, og hin frjólslyndu og hlut- lægu skrif hans voru spegiLmynd af hinum rauniverulegu skoðunum hans. Yfirleitt er — eftix á að hyggja — að- dáanlegast í samibandi við Kim Philby hinn ótrúlegi hæfiieiki hans til að halda leynistarfsemi sinni aðgreindri frá per- sónulegum skoðunum sínum. Hann kann að hafa verið sovétnjósnari, en kommúnisti var hann ekki. Á nokkuð af þessu skiiið samúð okkar? Það finnst mér það eiga, að vissu marki, en til eru þeir, sem eru á öðru máli. „Hvers vegna eru aLlir alltaf með einhverjar afsakanir fyrir Philby?“ spurði vestrænn embættismaður mig eimu sinni. „Athugið, hvað maðurinn hefur gert af sér! Athugið, hvemig bonum hefur farizt vjð vini sína, sem stóðu við hlið hans og héldu uppi vöm- um fyrir hann öll þessi ár. Og hvernig bonum hefur farizt við konuna sína og svo börnin, sem hann hefur yfirgefið. Og það, sem mér gremst mest er, að nú eru Rússarnir að hafa út úg honum upp- lýsingar um hvern einn okkar. Hann gæti samið heilt „Hver er maðurinn?“ yfir vcstræna embættismenn í Austur- löndum nær, — og mikiis af þeim upp- lýsingum hefur hann aflað sér við það að vera gestur við borð okkar. Hann er ekki að liggja á upplýsingum út af nein- um vináttugriiLum. Hann er óvinur. Hann er hinumegin". En hvernig líður svo Philby-hjónunum handan við járntjaldið? Skömmu eftir strok Kims var hann settur út í sveit sér til hressingar um nokkuft skeið, og það er haldið, að upplýsingamar, sem upp úr honum voru hafðar, hafi verið iengnar með hjálþ deyfilyfja. Hann hef- ur. erft 2000 binda bókasafn eftir Guy Burgess, sem dó í Moskvu 30. ágúst. Síðan Eleanor kom til hans hefur hún oft skrifað kunningjum í Englandi og Bandaríkj'unum, en bréfin hennar eru greinilega „skoðuð“, þ. e. rituð undir eftirliti sovéit-leyniþjpnustunnar. Hún leggur sig alla fram um að lýsa þvi, hve umhverfi hennar sé viðkunnanlegt, fer fögrum orðum um ánægjuna af að eiga heima í Moskvu og fyrirætianir sínar um að fara í sumarleyfinu sínu til að hitta dóttur sína í Vestur-Bvrópu, næsta sumar. Það virðist svo sem Kim hafi verið sæmdur góðu starfi, góðu kaupi og virðingarverðum iífsskilyrðum. /Jutii nú það? Maður fer ó- sjálfrátt að velta því fyrir sér Kvaða ævi Kim öðlast, þegar glansinn er farinn af — ef um nokkurn glans hefur verið að ræða. Hvernig honum muni líða, þegar hann er setztur að í kompunni. sinni hjá ríkisútgáifunni, eða hvar hon- um nú verður komið fyrir. Þegar hann fer að stama og reyna að gera sig skilj- anlegan á rússnesku. Þegar hann hnipr- ar sig inn í yfirfrakkann sinn í febrúar- stormunum I Gorkystræti. Og þegar liann opnar hina óumflýjanlegu vodka- flösku." Skyldi hann nokkurntima líta um öxl? Skyldi hann þrá skjaldarmerk- ir. í Trinity og skrafið í kvöldverðar- boðunum í Chelsea? Skyldi hann reika 1 huganum niður græn fjöLlin í Líbanon og niður á garðpallinn út að Miðjarðar- hafinu, þar sem hann á áhyggjulausari dögum bað um hönd Eleanor? Ég býst frekar við, að hann muni gera allt þetta. En hvað sem öðru líður, getur Kim haft ánægjuna af meðvitundinni um, að hann er orðinn föðurbetrungur, hvað frægðina snertir. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 5 skáldkonan er ekki málsvari taumleysis eða léttúðar, öðru nær. Það er mál flestra gagnrýnenda, að Colette hafi sjaldan eða aldrei lánazt að skapa verulega eftirtektarverða eða minnisstæða karlpersónu í skáldverkum sinum. Sjálf sagði hún eitt sinn í blaða- viðtali: „Konan getur aðeins talað um sjálfasig. Það er fangelsi, sem við get- um aldrei sloppið út úr.“ Þó karlmenn irnir í sögum hennar hafi færri ein- staklingseinkenni en kvenfólkið, þá verður. því ekki neitað, að hún sýnir oft mikið innsæi og óhlutdrægni í lýs- ingum sínum á karlmönnum og sálar- lífi þeirra. Þó hefur henni ekki tekizt að skapa nema í hæsta lagi eina minnis- verða karlpersónu, Chéri í samnefndri skáldsögu. Þar dregur hún upp sér- kennilega mynd af karldýrinu, en að vísu er sálarlíif hans harla frumstætt og fábrotið. K venpersónum Colettes má í stórum dráttum skipta í þrjá flokka: 1) Hin unga, óreynda og heilsteypta kona, sem krefst alls eða einskis. 2) Hin bundna og þrællynda kona, sem er algerlega ósjálfstæður aðili að kynlífssam'bandinu við karlmanninn. 3) Hin þroskaða og sterka kona, sem er í senn háð og óháð karlmanninum. Allar þessar kvengerðir eiga sér rætur í Colette sjálfri, en að sjálfsögðu er ógenlegt að segja með fullri vissu, hvar mörkin liggja milli persónusköpunar og sjáltskrufningar. S ambandið milii holdlegrar og andlegrar ástar í verkum Colettes er vert ílhugunar. Ýmsir gagnrýnendur hafa viljað halda því fram, að hjá henni fari lítið fyrir hinni andlegu ást, en það er ekki allskostar rétt. Sennilega fer sænski rithöfundurinn Eva Moberg nær hinu rétta í nýútkominni bók um Col- ette, þegar hún kemst svo- að orði: „Segja mætti, að það sé holdleg ást, sem verk Colettes virðast fjaila um, en hins vegar sé það oft andlega ástin, sem þau raunverulega fjalla um.“ HAGALAGÐAR Dauðra manna bein. Það er í sögnum, að ferðamaður einn, er var otfláti mikill, hafi eitt sinn um vetur komið að Stað á Ölduhrygg. Stóðu menn þá að grefti þar í kirkjugarðinum, og höfðu lík- menn tekið gröfina. Hafði komið þar upp gröftux mikill og lágu mannabeinin á grafarbarm- inum. Var í þeim banakringia ein mikil. Oflátungur þessi gekk að gröf- inni og stakk broddstaf miklum, er hann gekk við, ofan í banakringluna, svo hún festist á broddinum og mælti: „Svíradigur hefur hann verið sá arna, piltar“, og hné niður dauður í sömu sporum. (Þjóðsögur Jóns Þorkelss.). 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 17. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.