Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 3
SUNNUDAGSFRÍIÐ Eftir Harry Martinson P örnin og eiginmaðurinn höfðu gefið henni loforðið. Það hljóðaði á þessa leið: — Einhvern sunnudag í sumar skaltu fá að fara upp í sveit, mamma. Hugs- aðu þér, — heilan sunnudag. Og þau drógu upp fyrir henni fagr- ar myndir af þessum dýrlega degi, sem renna mundi upp á sínum tíma. Hún brosti og kinkaði kolli. — Já, það verður gaman, sagði hún, ef það skyldi einhvern tíma ske. — Já, auðvitað skeður það, mamma, sögðu þau. Hvernig dettur mömmu í liug að efast um slika smámuni? Að- eins einn heilan sunnudag. Þau hlógu, og þau lofuðu. En það var greinilegt, hvernig þessi loforð létu á sjá. Þau voru endurtekin svo oft, að þau urðu útslitin og þvæld. í hjarta sínu meintu þau þetta, því að þau gáfu henni aldrei stundar frið. Þegar þau höfðu hundrað sinnum þrástagazt á ýmiss konar kannske, t.d.: — kannske fær mamma að eyða sunnu- degi úti í sveit, fóru þau fyrir alvöru að ræða um málið. Þá fór það að verða alveg öruggt, að hún skyldi fá að dvelja úti í sveit heilan sunnudag. — Þann dag hugsum við sjálf um matinn, sagði einn. — Já, þá skal nú mamma eiga ynd- islegan dag, sagði annar. — Já, það skulum við sannarlega standa við, sagði sá þriðji. Fjórða röddin sagði: — Já, mamma hefur vissulega þörf fyrir það. Við hugsum sjálf um matinn, ef mamma segir okkur, hvernig við eigum að búa hann til. Ailt í einu varð hún dálítið alvarleg. — En þið verðið að fara sparlega með gasið, sagði húp. — Já, já, já, — hafðu engar áhyggj- ur af því, sögðu þau. Ha-fðu engar á- ^yggjur af því, mamma, við skulum sjá um það. Þannig héldu þau áfram í nokkra mánuði að tala um málið. Aldrei gátu þau nógsamlega uppmálað þá dýrð, sem hún skyldi verða aðnjótandi heilan sunnudag úti í sveitinni. Þegar haustið gekk í garð, urðu radd ir þeirra hljómlausari. Október kom með regn, nóvember og desember með kafaidsslyddu. Það lá við, að hún gengi af sjálfri sér dauðri fyrir jólin, til þess að endarnir næðu saman og allt yrði dálítið hátíðlegt, eins og vera ber þann 24. desember. Fætur hennar bólgnuðu af þessu sí- fellda stjái og stöðum. Bláir æðahnút- ar þutu upp eins og bláberjaklasar á íótleggjunum og í hnésbótunum. Hún virti þá fyrir sér, og það greip hana angist. Það var sérstæður og undarleg- ur kvíði. En hann mátti hún ekki láta í ljós, því að hann varð hvorki steikt- ur né étinn. Stundum gat það líka komið fyrir, að hugur hennar fylltist hljóðlátri gleði frammi fyrir blómlegu lýsunni, eða þegar hraustlegi kaktusklumpurinn blómstraði í suðurglugganum, sem vissi út að vatnsþrónni í garðinum. En jafn- vel það varð hún að byrgja með sér, því að það gat ekki orðið að rifjasteik. í janúar byrjuðu loforðin aftur. Það er auðvelt að gefa sumarloforð í snjó- hríð. Vatnsþróin fylltist af snjó. Skafl- arnir lögðust á botninn og hlóðust upp með börmunum. Fyrst voru þeir hrein- ir með ferskan og hvítan þokka eins og nýþveginn þvottur, en síðan urðu þeir óhreinir og gulir. Og nú byrjaði sem sagt tími loforðanna. — Það varð aldrei neitt af þessu í fyrrasumar, en þú skalt nú sjó til, mamma, það skal nú rætast, — því máttu trúa. Hugsaðu þér — heilan sunnudag úti í sveit, mamma. — Já, sagði hún, já, já. — Og við hugsum um matinn og allt annað þennan dag. Eiginmaðurinn tók undir. Hann lofaði því einnig, að það skyldi rætast — svona smám saman. — Og þá skulum við taka allt að okkur þann dag, bættu eldri dæturnar við. Síðan kvaddi sá veturinn. E ldri börnin gengu í skóía, þau yngri bara í leikskóla. Og þau elztu? Flóðbylgja íþróttasamtakanna skolaði þeim annað veifið alla leið út í sveit. Það gat komið fyrir bæði sumar og vet- ur. Stundum voru það skólaferðalög (og hópferðir). Þau voru farin að verða hálfgerð eft- ii’lætisbörn sveitasælunnar. Stundum töluðu þau um ýmislegt þaðan, en mest um sig sjálf, — hvernig þau tóku sig út þarna efra, og hvernig þau gæddu þessa dauðu kyrrð náttúr- unnar lífi og fjöri. — Já, sagði mamma, já, já...það hlýtur að vera fínt og fallegt þarna úti í sveitinni næstum alla árstíma. Ég man sennilega eftir þvi, en maður hefur ekki tíma til að minnast. Bráðum hefi ég alveg gleymt, hvernig sveitin lítur út. — Það skal nú verða af því, sögðu þau. Nú ska.1 verða af því. Mamma skal fá heilan sunnudag. Já, áreiðanlega, sögðu þau. Já aLveg áreiðanlega. Þau stöfðu á hana. Hvers vegna þessi þreytulegi svipur? Hvers vegna var hún ekki þakklátari? Það var skrýtið, hugsuðu þau. Sannarlega skrýtið. Þau urðu reið og hugsuðu sér að taka öll loforðin aftur. En seinna var eins og þau sæu að sér, og þegar kom fram í febrúar, fóru þau að lofa á ný. — Hugsaðu þér — alveg heilan sunnu dag, mamma. — Jú, jú, sagði hún. Það var ekki um að villast, — það var dálítil óþolinmæði í rödd hennar í raun og' veru. — Jaeja, við skulum ekki vera að gera ónæði, hugsuðu þau aftur. En í apríl byrjuðu þau ennþá að tala um, hversu dásamlega henni skyldi. liða heilan sunnudag. Þannig liðu fimm ár í aldanna skaut. Loforðin voru næstum farin að verða þreytt á sjálfum sér. Þetta var að verða viðkvaemt mál. Nú piátti skollinn vita, hvort verða mundi af þessu. Hún var Ffamhald á bls. 4 Níunda Túllu-ljóðið Eftir Svein Bergsveinsson (Lag: „Jeg er havren ... “) Sá ég hana eitt sinn uppi í sveit, öxin hneigðu Túllu í hverjum reit. Sleit hún blóm og bar að vörum sér Ég beið, en hver vill líta eftir mér. í>á brosti hún, það birti upp um sinn. Blærinn strauk um æskurjóða kinn. Bak við hana blasti sveitin öll, blómagrundir, hlíðar, tigin fjöll. Ég stökk og vildi fá þig, frjálsa mær, þú faðminn breiddir, samt varstu ekki nær. Þú hlóst að þeim sem veðmálið ei vann, þá vissi ég að þú varst Fjallkonan. (Berlín, 8. febr. 1964) 17. tölublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.