Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 7
ótt hann sé aðeins 14 ára að aldri hef- ur hann látið talsvert af sér • kveða í leiklistarlífi höfuð- borgariimar. Þeir, sem hlýtt hafa á framhaldsleik- rit útvarpsins, Oiiver Twist, þekkja röddina hans, en þar leikur hann titilhlut- um það bil hálfnað núna. Það á svo sem ýmislegt eftir að gerast, og núna fer einmitt ýmislegt markvert að kom^a íram. Æfingar á leikriti með f'lutn ing í ^varp fyrir augum, svo og sjálT upptakan, hlýtur að vekja forvitni margra, og þess vegna biðjum við Stetfán að segja okkur eitthvað um þá hlið málsíns. Sigfús Karlsson og Jóhannes J». Guðmundsson í hlutverk- um sí num. verkið. Hann heitir Stefán Thors. Foreldrar Stefáns eni Helga Valtýsdóttir, leikkona, og ^Björn Thors, bluðamaður á Mbl. Kjartan, bróðir Stefáns, hefur einnig getið sér góðan orðstír á leiksviðinu, — hann lék í vetur aðalhlutverkið í Imyndunarveikinni, sem menntaskólanemar sýndu. S tefán hefur stundað nám í 2. bekk Miðbæjarskólans í vetur, en situr nú yfir skóla- bókunum að lesa fyrir ungl- ingapróí. Ýmsir munu eflaust draga í efa, að leiklistin og skólabækurnar eigi samleið, en Stefán segir okkur, að leik listin hafi ekki tekið mikinn tíma frá náminu. — Auðvitað er þetta dálítið erfitt núna, segir hann, meðan prófin standa yfir, en það vill svo vel til, að ég kem minna við sögu í nsestu þáttum í OJiver Twist — eða fram að tveim síðustu þáttunum. — Hvað eru þættirnir marg- Ir? — Þeir eru tólf. Þetta er — Þegar við fáum handrit- ið í hendurnar, segir Stefán, lesum við það einu sinni yfir í sameiningu. Upptakan stend- ur svo yfir í nokkra daga, og þá eru teknax fyrir 15 til 20 blaðsíður í hvert skipti. Upp- takan gengur stundum seint fyrir sig, því að það er ýmis-' legt, sem þarf að taka með í reikninginn: fjarlægð frá hljóð nemanum, effektar — eða ýmiskonar hljóð, sem eru á plötum. Þetta merkjum við allt í bækurnar hjá okkur. Svo er tekið upp, hliistað, og kannski tekið upp aftur, ef ár- angurinn er ekki sem sikyldi að dómi leikstjórans. E inhvers staðar höifum við líka séð þig á leiksviðinu, getúr það ekki verið? — Jú, ég hef verið með í tveim sýningum Þjóðleikhúss- ins, gamanleiknum „Hún fra^ika mín“ og íslenzka leik- ritinu „Dimmuborgir“. — Voru það stór hlutverk? —■ Já, talsvert. — Hvað varstu gamall þá? — Ég var tólf ára. — Ætlarðu að halda áfram á leiklistarhrautinni seinna meir, Stefán? Svarið var nei — sagt með miklum áherzluþunga. ÍScobóh Ovíst er nú samt, hvort Stefán reynist sannspár í þess- um efnum. Þegar tilskildum prófum er náð, ætlar hann í Menntaskólann. Þess vegna teljum við víst, að við eigum eftir að sjá hann spranga um leiksviðið á Herranóttiniu eftir nokkur ár! ai. Aður en sýning nemenda I Mióbæjarskólanum á þætti úr Pilti og stúlku hófst, flutti SteÆ án Thors í 2. bekk A svoiát- andi prologus, sém einn af kennurum skólans, Ragnar Jó- hannesson, hafði samið fyrir þetta tækifæri: Vér sýnum nú lífið á liðnum dögum, sem lýst er í gömium skemmtisögum. Þannig var öld vorra áa sén af afa hans Gunnars Thoroddsen. Þeirra líf var allt annað en okkar; engir voru þá stjórnmála- flokkar. Þjóðin var alveg aura-lens, enginn ók þá í Mercedes Benz. Þeir komust um landið á klárunum snjöllu, og körlunum fannst þeir bera af öllu. Stefán Thors flytur prologus vi'ð Pilt og stúlku. Graut sinn í þann tíð menn átu úr öskum — mjöður á kútum — fremur en flöskum. Fátæktin bjó á flestum bæjum, f felli menn nærðust á rótum og tægjum. Af því varð hann Bárður svo nízkur og aumur, og hagur Gróu svo ósköp aumur. A landinu öllu var enginn skóli, svo aumingja Gvendur varð fifl og fóli. — Þá var ekki rafmagn í kimum og krókum, við kolur menn lásu í gömluim bókum. ..... En þrátt fyrir skortinn i- menn áttu sitt yndi, ef nóg var í aski, þá lék allt í lyndi. Menn kunnu ekki að tvista og kunnu ekki að rokka, en kváðu á vökunni rímna- flokka. Þeir héldu til kirkju á helgum dögum, og kunnu ógrynni af kvæðum og sögum. Sú tilvera finnst okkur fátækleg og fábreytt lifið við þjóðar veg. En athugum þetta, þú og ég: að þarna sjáum við feður og mæður okkar, sem lifum á landinu nú við Ijósari tíma og bjartari trú. Sjáið hér öldina og aldar- háttinn! — Upp með tjaldið! Nú byrjum við þáttinn. Miðbæjarskólinn er ein elzta stofnun borgarinnar og langelzti barnaskóliun. Hann starfar í gömlu og virðulegu húsi við Tjörnina, rétt í hjarta hæjarins, og verður við bæjarvegg Ráðhússins, þegar það verður reist. — Enn gegnir hann me'ð sóma lilutverki sinu sem barnaskóli, en undanfarin ár hafa Iíka verið þar framhaldsdeildir, eins og nú er farið að tíðkast við ýmsa stærri skóla. Félagslíf er þar auðvitað talsvert, og skömmu fyrir páska 'héldu gagnfræðadeiidirnar ársháti'ð sína. Ýmislegt var þar tii skemmtunar, en helzta skemmiiatriðið var leikþáttur úr Pilti og stúlku, og tók Sveinn Þormóðsson, ljósmyndari Mbl. þessar myndir á þeirri sýningu. Myndin liér að ofan er af leikendunum. 17. töiublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7 .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.