Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 9
Gísli J. Ásijzársson: É . g hef á undanförnum vikum látið sitt af hverju flakka í þessum pistlum sem ég hefði betur látið ó- sagt fyrir tólf fimmtán árum skulum við segja. Þá var stórum meiri „agi“ á blöðunum heldur en núna. Mér liggur við að segja að þá hafi verið heppilegast fyrir skriffinninn að vera mestan part meiningalaus idjót, enda skrifuðu fleiri meinimgarlausir idjótar í blöðin fyrir tólf, fimmtán, tuttugu árum að ég hygg heldur en til dæmis núna. Vísasta leiðin til langlíf- is á blaði var að forðast. sjálfstæðar skoðanir; vísasta leiðin til frama á blaði var að apa sjónarspil foringj- anna; enda voru blöðin í þann tíð öll saman og .hvert fyrir sig ein dynjandi halelújasamkoma. Nú hefur orðið mikil breyting á þessu til mik- ils batnaðar. Meiningar eru ekki miskunnarlaust færðar í kaf; mönn- um leyfist að hafa samviskuna með sér í pontuna; og það er raunveru- lega hægt að skrifa greinarstúf í Morgunblaðið (sem átt hefur drjúg- an þátt í siðabótinni) án þess að haga sér eins og heilaþveginn páfagaukur, fjarstýrður. Hér hefur með ö'ðrum orðum átt sér stað hvorki meira né minna en gjörbylting í íslenskri blaðamennsku — og blöðin hafa náttúrlega aldrei verið betri fyrir bragðið. Fyrir tólf fimmtán árum skulum við segja hefði ég orðið að sitja á strák mínum; ég hefði verið tekinn steinbítstaki ella. Nú vill svo illa til að mér er illa við allan hégóma, alla sýndarmennsku og alla yfirborðs- ■ mennsku — meinilla. Aftur á móti er ég ekki maður skömmóttur. Kn fyrir tólf fimmtán árum hefði ég því að- eins fengið að dangla í sýndar- mennskuna að ég væri með skamm- ir. Menn vilja gangast upp við það að vera skammaðir á prenti. „Mikið assgoti hlýt ég að vera mikill kall; maðurinn kallar mig þrælbein". Leyfðu þér á hinn bóginn að vekja athygli á því að maðurinn sé með buxurnar niðri á hælum, og þá kem- ur umsvifalaust annað hljóð í strokk inn. Þetta er gamla sagan um nýju fötin keisarans. „Nú, hann er þá ekki í neinu“, sagði barnið. Það er reynsla mín á alllöngum blaðamannsferli að það sé minna áhættuspil að gefa manni á snúðinn en rétta honum sneið. Mr að er sígilt umræðuefni (til allrar guðslukku) hvaða manngerðir hefjist til vegs og valda í íslensku þjóðfélagi. E'yi'sti hópurinn er strax augljós: mennirnir sem skara fram úr að viti, lærdómi og dugnaði (klók- indi geta líka komið sér vel). Þetta er líkast til stærri hópur en við kær- ufn okkur um að viðurkenna. Þessir menn eiga samnefnara sem er-nærri einhlýtur: það hlær enginn upp í opið geðið á þeim; og allir flokkar geta státað af svona mönnum og allar stéttir, því það er hægt að skara fram úr líka með skítugar lúkur. Þá koma kraftaverkin sem ég vil kalla: þeir hinir meinlausu og hrekk lausu miðlungsmenn sem allt í einu Ég á hér við smámennin sem brjót- ast upp á toppinn 'með öllum hugs- anlegurh ráðum og tækjum. Ég mundi segja að þeirra samnefnari væri hæfileikinn til að flaðra og hæfileikinn til að smjaðra samfara ótrúlegri iðni. Það er til orð sem lýsir þeim nokkuð: aftaníossar. Það er dálitið hlálegt finnst manni að sterkasta vopn þessara manna skuli einmitt vera hið algjöra hæfileika- leysi þeirra; því þeir eiga hreint eng- in áhugamál, hreint engin hugðar- efni, hreint enga drauma utan þenn- an eina: að klóra sig með bukki og • beygingum (og lymskúiegum spörk- um) upp á toppinn. Ljótir menn og háskalegir um víða veröld. Það er lán í óláni að manngerðirn- ar sem ég var að reyna að lýsa eru fljótar að segja til sín. Það er skoð- un min að stórir menn stækki í stór- um embættum, en litlir menn smækki. Stórt embætti er eins og stór' hattur: stóri maðurinn ber hann ■ með sæmd, en litli maðurinn verður eru orðnir þessir líka greifarnir. Þeir reynast furðuoft farsælir í starfi. En svo er með öllum þjóðum enn einn hópur framámanna því miður sem mér hefur ætíð staðið stuggur af..' N* þegar forráðamenn kaupstaða og kauptúna biðja húseigendur vin- samlegast að fjarlægja allt rusl af lóðum sínum nema sjálfa sig. Kópa- vogur, þar sem ég á lögheimili, er ekki mesta ruslakista veraldar, en við eigum afreksmenn á þessu sviði sem ég mundi tafla fram á hvaða sorphaugum sem væri. Ég er sér- deilis hreykinn af mönnunum sem safna dauðum bílum. Þetta gengur þannig fýrir sig að maður grefur upp mann sem á gjörsamlega ónýtt bílhrak. Maður kaupir hræið fyrir tvö hundruð krónur og fær Vöku til að drasla því heim undir húsvegg fyrir þrjú hundruð krónur. Síðan skrúfar maður hjólin undan bíln- um og veltir þeiih snyrtilega út á götu, rífur úr honum sætin og dreif- ir þeim snyrtilega um forgarðinn, snýr undan honum fjaðrirnar .og gróðursetur þær snyrtilega innan um dalíurnar, mölvar í honum rúðurnar og dreifir þeim snyrtilega um garð ná- grannans og tekur loks úr honum stýrið og ber það inn í stofu, þar sem ég ímynda mér að hinn snyrtilegi húseigandi hengi það snyrtilega um hálsinn á konúnni sinni, því að til einhvers var leikurinn gerður er það ekki? Við söfnum líka notuðum nið- ursuðudósum suður í Kópavogi og ■ gömlum málningardollum og viðruð- um tjörupappapjötlum og hröktum sementspokum. Að vísu erum við misjafnlega iðin við þetta eins og gengur. J. næsta nágrenni mínu er • til dæmis fátt duglegra safnara, og ég óttast að hverfið verði hneyksl- anlega snoturt með tímanum; en þar á móti á plássið líka menn sem eru til fyrirmyndar um hverskonar ómynd, menn sem eiga ekki einasta tunnugjarðir og bárujárnsbúta og kassafjalir og flöskubrot og afdank- aða sófa gegnsósa urh allar jarðir heldur tvö, þrjú og jafnvel fjögur eintök af gjörsamlega dauðum bíl- um. Ég tileinka þessum mönnum þessar línur með kaldri kveðju. Fari þeir og veri. álappalegur og nánast skringilegur. É, er kominn sá árstími (svo að við vendum okkar kvæði í kross) I g kann að vera að ljóstra upp um leyndarmál, en ég átti á dögun- um því láni að fagna að ljúka upp fyrir strákhnokka sem var að koma af sínu fyrsta dansiballi. Við eigum öll minningar frá þessum stórkost- legu tímamótum í lífi okkar: það var býsna stórt spor fyrsta danssporið og það var harla glæfraleg ferð fyrsta ferðin út á dansgólfið. í mínu ung- dæmi var það aðalatriðið að stíga ekki of harkalega á lakkskóna döm- unnar og sömuleiðis að vera ekki allt of uppglenntur við hana, því hún var þó bara stelpa. En nú skilst mér að fyrra atriðið að minnstakostí sé úr sögunni með tilkomu tvistdans- ins. Allavega trúði sveinninn mér fyrir því að loknu dansiballi að í tvist væri vandamálið raunverulega aðeins eitt. Hann sagði ’ að menn vildu fá hlaupasting. 11« m Kim og Eleanor giftu sig og fluttu í þægilega íbúð, og allt í einu virtist Kim hafa miklu meiri fjárráð en áður. Tvö yngstu börnin hans komu frá Englandi og átta ára dóttir Eleanor úr skóla í Sviss. Á einni nóttu hafði þetta flækings- líf Kims breytzt og var erðið að rólegu fjölskyldulífi. Philby-hjónin voru mjög hænd hvort að öðru. Þau rifust aldrei — þvert á móti, virtust þau vera alveg ósjálfbjarga hvort án annars. Þegar Kim var í þungu skapi eða niðurdreginn, var eins og hann héldi sér í Eleanor, eins og hræddur krakki. Hún var sú sterkari, ef um styrkleika var að ræða í þeirri fjöl- skyldu. „Það var næstum hrærapdi að hoi-fa á þau. Jafnvel enn í dag sé ég þau fyrir mér, sitjandi saman á snjáða legu- bekknum að drekka sig í gegnum að- steðjandi elli og haldandi hvort í annars hendur“, segir einn kunningi þeirra um þau. Fl: ljótlega eftir giftinguna tóku Kim og Eleanor að skiptast á heimboðum við hina æðstu og næstæðstu í Beirut. Þó 17. tölublað 1964 ekki eins mjög við þá æðstu sem vi hina þýðingarmestu — Arabiufræðingí erlenda blaðamenn, háskólakennara o diplómata. Þetta var allglæsilegur fé lagsskapur, sem þau umgengust, og sam ræðurnar — oftast á ensku, stundum frönsku, en sjaldan á arabisku, jafnve hjá Aröbunum sjálfum — voru oftas Framhald á bls. 1 • LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.