Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 12
Jóliannes Jóhannesson UPPKASTIÐ Pramhald af bls. 6 svo mikill orðhengill, að hann dragi nokkre ályktun þar af um réttarstöðu landanna. Þetta heiti landanna út af fyrir sig sannar hvorki til né frá um réttarstöðu sambandsaðila". Einar Arnórsson segist ekki hika við að íu'.lyrða, að ísland hafi stórhag af því að Danir fari ,með utanríkismál þess, „því að bæði geta Danir komizt að betri samnlngum við erlendar þjóðir en við einir, og auk þess mundi okkar fram- koma (repræsentation) út á við verða nú of dýr okkur og ófuilnæigjandi.“ Um þær getsakir frumvarpsandstæð- inga, að Danir muni koma upp hervirkj- um á íslandi eða leyfa öðrum þjóðum það, segir Einar Arnórsson: „Danir eru, mikill hluti þeirra, of tregir til að verja fé 1ii að víggirða sjálfa höfuðborg sína, Kaupmannahöfn, til þess að þeir færu að henda fé út til slíks hér norður við íshaf.‘ Eg hef rakið ummæli þessara tveggja Landvarnarmanna hér í svo iöngu máli til að sýna hug réttsýnna og skynsamlega hugsandi andstæðinga Hannesar Hafstein til Uppkastsins, og ekki spiilir það að báðir voru þessir menn meðal lærðustu lögfræðinga lands- ins. Um viðbrögð Dana við frumvarpinu er óþarft að ræða, en þau sýndu ljós- lega að mörgum Dönum þótti lítið hafa lagzt fyrir danska nefndarhlutann, að lata undan íslendingum í svo að segja öllum atriðum, enda var talað um heig- ulshátt, uppgjöf og smán í dönskum blöð um. Eitt danska blaðið komst svo að orði að nú væri eina von Dana, að ís- lendingum stigi svo til höfuðs sigur sinn í nefndinni, að þeir settu ný skilyrði, og þá væri frumvarpið úr sögunni. Vita- skuid urðu íslendingar góðfúslega við þessum frómu óskum Stór-Dananna! Því hefur verið haldið fram af ýms- um, sem stungið hafa niður penna um bók Kristjóns Albertssonar, að hann gylli um of söguhetjuna, geri hana að gallalausum dýrjingi. Vel mó vera að fieiri brestir hafi verið í Hannesi Haf- stein en fram koma í riti Kristjáns, en hitt fer þó ekki milli mála, sé bókin lesin af gaumgæfni, að Hannes var engan veginn alvitur. Hann gerði m. a. þá stórskyssu, sem kann að hafa riðið baggamuninn í baráttunni um Uppkast- ið, að vanmeta Hannes Þorsteinsson og þau víðtæku áhrif sem hann hafði með blaði sínu, Þjóðólfi. Þetta er ekki sagt til að bera blak af Hannesi Þorsteinssyni, sem lét annarleg persónuleg sjónarmið — að vfsu ofur mannleg — ráða afstöðu sinni í þessu veiga- mikla máli, heldur til að benda. á veilu í meðferð Hannesar Haf- steins á viðkvæmu máli. Hann var að sjálfsögðu að reyna að halda saman sundurleitum og suhdurlyndum flokki, og hefur sennilega orðið að láta undan siga fyrir öfl-ugu flokksvaldi, en fyrir bragðið missti hann sinn áhrifamesta liðsm-ann, og það átti eftir að koma honum eftirminnilega í koll. J[ æja, hvað er þó um allt þetta rnál að segja í ljósi sögunnar? Því hefur verið haldið fram, m. a. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, að dómur þjóðarinnar 1908 hafi reynzt rétt- ur í ljósi sögunnar. Þessi staðhæfing virðist mér algerlega úr lausu lofti grip- in, og liggja til þess margar ástæður. Þegar litið er á baráttuna um Uppkastið í ljósi sögunnar, blasir við sú skrýtna og dólítið skemmtilega þverstæða, að árið 1908 telja hinir hatrömu andstæð- ingar réttarbótanna 1903 þær ve:ta miklu ákjósanlegri en það sem Uppkast- ið hafði að bjóða. Þeir áttu völ á status quo eða Uppkastinu, og völdu fyrri kost inn. Því er haldið fram, að samibands- lögin 1918 hefðu aldrei bomið til, ef Uppkastið hefði verið samþykkt. Hér er málið dæmt út frá forsendum, sem alls ekki voru fyrir hendi árið 1908 og höfðu því engin áhrif á úrslit málsins. Ég veit að vísu ekki hve stórvirkir miðlarnir okkar þjóðfrægu voru orðnir á þeim tíma, en á bágt með að trúa að þeir hafi verið bunir að sjá fyrir heims- styrjöldina fyrri, þó svo þeir hafi eitt- hvað verið að bauka við að rýna inn í framtíðina. í ljósi sögunnar stendur það að minni hyggju óhaggað, að frum- varpsandstæðingar sættu sig við status quo án nokkurrar rökstuddrar vonar um betra uppkast, enda kom á daginn, eins og nefndarmenn voru raunar búnir að margtyggja í landslýðinn, að Dönum varð hvergi þokað næsta áratuginn. Og enginn getur sagt hvað orðið nefði, ef við hefðum ekki verið svo lánssamir að pótintáti suður á Balkanskaga var myrt- ur og allt fór í bál og brand í Evrópu. Endalok fyrri heimsstyrjaldar koimu Dönum í mikinn vanda, þegar þeir gerðu til'kail til Suður-Jótlands, og þá var það sem þeir en ekki íslendingar fóru fram á nýjar viðræður um sambandsmólið, með þeim endalyktum sem öllum eru kunnar. Það er algerlega út í hött að vísa til sambandslaganna 1918 til að réttlæta höfnun Uppkastsins 1908. í þeim afdrifaríku kosningum bað meiri- hluti þjóðarinnar um framhald á ríkj- andi ástandi, og fékk vilja sínum fram- gengt eins og lög gera ráð fyrir í lýð- frjálsu landi. E n úr því sumir mætir menn vilja endilega spyrða þetta tvennt saman, uppkastið 1908 og sambandslögin 1918, er ekki úr vegi að líta sem snöggvast á málið frá þeirri hlið. Þá kemur nefni- lega ýmislegt fleira upp úr dúrnum en venjulega er tönnlazt á. í fyrsta lagi hefur þróun mála í heiminum orðið með þeim hætti á þessari öld, að endur- skoðun sambandslagasamningsins frá 1908 að 25 eða 37 árum liðnum hefði án alls efa leitt til fulls sjálfstæðis ís- lendinga, og voru þá sambandslögin 1918 vitaskuld óþörf. Þessu til áréttingai- má enn benda á sambandsslit 'Noregs og Svíþjóðar 1905, sem þó voru tengd miklu sterkari böndum en þeim sem Uppkastið gerði ráð fyrir. í annan stað má minna á það sem gerðist hér á landi bæði 1940, 1943 og 1944, og hefur Ás- geir Þorsteinsson gert stutta grein fyrir því í Morgunblaðinu nýlega. Ég leyfi mér að vitna í athugasemd hans: „Eftir hernám Danmerkur 1940, var skammt stórra högga á milli í viðbrögð- um Alþingis. Strax daginn eftir hernám ið voru öll mál tekin inn í landið, sem áður voru í höndum Danmerkur, og sömuleiðis embætti þjóðhöfðingjans. Rúmu ári síðar var svo lýst yfir rétti íslands til fullra samningsslita við Dan- mörku. þótt framkvæmdum væri frestað til ársloka 1943. Sambandslögin frá 1918 var mál, sem Aíþingi gat ekki að öliu leyti ráðstafað einhliða, heldur var veigamesta atriðið, konungsdómurínn, sakom.ulagsmál. Nú var það komið á bekk með öðrum mál um, sem úrskurða mátti einhliða. Þetta kom fram í stjórnarskrárbreytingu 1942, sem fól í sér eins og segir í ritinu Lýð- veldi íslands, 1943, bls. 19...að ekki þarf samþykki konungs eða handhafa valds hans á afnámi konungsdómsins, heidur er það þjóðin sjálf, sem endanlega kveður á um þetta, eins og vera ber.“ Hér var sjálfstætt ríki að verki, og samskonar aðgerðir með sömu úrslitum hefðu farið fram, þótt sambandslög hefðu verið sett 1909, samkvæmt Upp- kastinu. Lýðveidisstofnunin hefði aðeins dregizt til ófriðarloka (sbr. sama rit, bls. 34). En samþykkt Uppkastsins, sem sam- ba.ndslaga 1909, hefði stytt fyrir íslandi það niðurlægingarástand að vera fjötr- að af Stöðulcgunum, um tæp tíu ár, og þann tíma hefði hið unga íslenzka riki fengið til uppbyggingar og þroska. Það var lám en ekki fyrirhyggju að þakka, að fsland komst ekki'í háskalegt ástand 1918. Það er því fráleitt að telja þjóðar- dóruinn 1908 réttan í Ijósi sögunnar". Asgeir Þorsteinsson hefur einnig bent á athyglisverða hliðtæðu, ef svo hefði farið, að Uppkastið hefði verið samþykkt af Íslendingum og þeir síðan beðið um endurskoðun á sambandslög- unum árið 1918 eða þar um kring. Ég leyfi mér enn að vitna í ummæli hans: „Það er vissulega enginn fær um að sanna neitt um það, hvað gerzt hefði 1918, ef Uppkastið hefði þá gilt sem sambandslög;, en vilji menn reyna að meta aðstöðuna 1918, með samanburði við einhverja líklega hliðstæðu síðar, mó benda á landhelgismál Færeyinga og Breta á tímabilinu 1955—58. Slíkur samanburður átti sér stað í einu dagbiaðanna 14. sept. 1958 (Mbl.) þegar minnzt var Uppkastsins eftir 50 ár. Þá var sama fullyrðingin borin á borð, að samþykkt Uppkastsins 1908 hefði orð- ið íslandi fjötur um fót við samnings- gerðina 1918. Danir höfðu gert samning um land- helgi Færeyinga 1955,'en ný samningsat- hugun var í aðsigi þegar blaðagreinin var rituð. Nú var talið, að þunglega hortði fyrir Færeyingum, vegna land- helgissamningsins, í samanburði við þjóðir sem voru samningslausar. Þarna var þá komin hliðstæða við það, hvernig íslandi hefði vegnað 1918, með Uppkastið sem gildandi sambandslög. Tæpum mánuði eftir þennan saman- burð lauk svo samningsgerðinni við Breta, en bara á þá leið að landhelgi Færeyinga var færð út, úr 3 sjomilum í 6 og sumstaðar í 12 sjómílur. Þessi Uppkasts-grýluungi koðnaði þannig fyr- ir hrakspármönnum. Gerbreytt viðhorf orkaði svona á þami, serri undir var að sækja í samningununV1. E g vil enn minnast á athyglisvert sjónarmið, sem fram kom í síðustu grein Þorsteins Thorarensens í Vísi nýlega um bók Kristjáns Albertssónar. Hann segir m. a.: „En svo verðum við að líta á aðra hlið á þessu máli, hvaða áhrif hafði hinn æsilegi Uppkastsbardagi á framhald ís- lenzkrar stjórnmálasögu. Ég þykist hafa ástæðu til að halda, að miklu meiri festa hefði komið í íslenzk stjórnmál, ef Uppkastið hefði sigrað. Þá hefði Hannes Hafstein verið áfram við völd og þar sem honum hefði þannig verið hlíft við ægilegu áfalli, sem ósigurinn varð nú, mætti ætla að hans hefði notið lengur við, karinski hefði hann þá í meðlætinu jafnvel þolað það áfall, sem andlát konu hans var nokkrum, árum siðar. En hvað fengum við í staðinn fyrir trausta stjórn Hannesar Hafsteins, — i'ingulreið, pólitíska upplausn, Björn Jónsson fór til að bugta sig fyrir kon- ungi.. Bankamálið og ótal margt fleira. Já, meðal þess sem við fengum var sig- ur cfgaaflanna og lýðskrumsins. í áróðr- inum gegn Uppkastinu var föðurlands- ástin miskunnarlaust nusnotuð til þess að vekja upp æsing og hatur“. lerkurinn, sem fyrr var nefndur, hélt því fram í grein sinni, að menn hefðu skipzt í flokka um Uppkastið eftir því, hve þeir voru stórhuga og bjart- sýnir, og hve mikla eða litla trú þeir höfðu á mótstöðuþoli þjóðarinnar sem átt var í höggi við. Sé þetta rétt, hafa frumvarpsandstæðingar lítt verið til út- reikninga fallnir, a.m.k. hefði ekki verið hægt að notast við þá sem hjálparmenn í þrekmælingum Benedikts Jakobssonar. Annars hafa glamuryrði af þessu tagi durúö a þjóðinni í hálfa öld og greini- iega víða fundið furðugóðan hljómgrunn. Æltli Landvarnarmennírnir mundu ekki viljað sagk hafa, að í bardaganum 1908 hafi æskan sigrað ellina eða a.m.k. ald- urinn, og eitthvað kann að vera til í því, en bitt mundi þó vera miklu nær sanni, að þá unnu tilfinningarnar frægan sigur á heiibrigðri skynsemi. Ættjarðarást sem ekki vill horfast í augu við ríkjandi að- stæður, heldm- gyllir fyrir sér möguleik- ana og lætur stjórnast af draum.sýnum, er vjssulega aðdáunarverð og vel til þess fallin að hrífa hugina, eins og m.a. kemur íram í Ijóði Hannesar Hafsteins, „Ofur- kapp“, sem hann orti eftir ósigurinn. En slík ættjarðarást er ekki líkleg til að íinna raunhæfa lausn á þeim hversdags- legu og óskáldlegu vandamálum, sem kúguð þjóð á við að stríða. Þar dugir ekkert nema jarðbundið raunsæi og ró- legt mat á aðstæðum og möguleikum, bæði á eigin lcröftum og mótstöðuþreki andstæðingsins. Ég get vel skilið dáiæti þjóðarinnar á hinum ungu og kapps- fuliu Eandvarnarmönnum, en að telja þá meiri sjálfstæðishetjur en mennina sem unnu það stórvirki að fá Dani til að fall- ast á Uppkastið 1908, það finnst mér jaðra við hreinan barnaskap — og kannski ber það öðru fremur vitni pó'litískum þroska íslendinga. í þessu sambandi koma mér í hug hin fleygu orð Guðnrundar Friðjónssonar á Sandi í grein sem hann skrifaði árið eftir kosn- ingahríðina: „Tilfinningin er ótraust sjálfstæðisstoð til frambúðar, þótt hún sé góð til skáldskapar". H elgi Hjörvar sagði við mig á förn um vegi ekki alls fyrir löngu, áð við ungu mennirnir skildum ekki þann freisisanda, sem greip um sig meðal Stefán Stefánsson 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSIWS 17. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.