Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 2
SVIP- MVND WILLIAM SCRANTON Elrm þeirra manna sem helzt koma til greina við vænt- anlegt val forsetaefnis Repúblikana í ár, var til skamms tíma tiltölulega lítið þekktur í Bandaríkjunum. Þessi maður er William Warren Scranton fylkisstjóri í Pennsylvan- íu. Hann hefur verið mjög tregur til að hafa sig í frammi og hefur þrásinnis lýst því yfir, að hann ætli ekki að gefa kost á sér við kjör for- setaefnis Repúblikana. Hins vegar hafa vinir hans, aðdáendur og ýmsir áhrifamiklir flokksbræður trú á honum sem sigurstranglegum keppi nauti Lyndons B. Johnsons. Hann nýtur t.d. stijðnings Eisenhowers fyrrverandi forseta, sem er náinn vinur hans og kjósandi í Pennsylv- aníu. Þó beinir kostir Scrantons sem for- setaefnis liggi kannski ekki ljóst fyrir, þá þykir hann hafa færri ókosti en þeir menn sem helzt hafa hug á að keppa við Johnson um forsetaembættið. Hann er ekki öfgafullur hægrima&ur eins og Barry Goldwater. Hann er hvorki tvísigraður frambjóðandi eins og Richard Nixon né tvígiftur eins og Nel- son Rockefeller. Hann hefur ekki orðið að láta í minni pokann fyrir þinginu í fylki sínu eins og George Ronmey fylkisstjóri í Michigan. Og loks er hann nærtækari en Henry Cabot Lodge, sem nú er sendiherra Bandaríkjanna í Suð- ur-Víetnam. ^l illiam Scranton er enn tiltölu- lega ungur maður, 46 ára gamall, hár og myndarlegur, hægur í fasi, en fast- ur fyrir og fylginn sér. Hann er dug- mikill og athafnasamur, og á að baki sér stuttan en glæsilegan stjómmála- feril. Hann er alþýðlegur í viðmóti, eðlilegur og þægilegur, og ber utan á sér öll auðkenni þess, að hann kemur af auðugu og veraldarvönu fólki. Fjórar kynslóðir forfeðra hans hafa safnað miklum auði með ýmiss konar iðnaðarrekstri, einkum kola- og járn- iðnaði. Borgin þar sem hann ólst upp ber líka nafn fjölskyldunnar. , En sá kostur Scrantons, sem þykir einna álitlegastur, er hinn pólitíski ferill hans, 'því hann hefur aldrei beðið ósigur. Þegar hann bauð sig fyrst fram til þings árið 1960 í heima- héraði sínu, vann hann sæti í öld- ungadeildinni af Demókrötum, sem höfðu lengi haldið því — og þótti sá sigur einkum merkilegur fyrir þá sök, að lýðhylli Johns F. Kennedys forseta- efnis Demókrata var þá að ná hámarki. Tveimur árum síðar, eða 1962, bauð hann sig fram til fylkisstjóra í Penn- sylvaníu og vann embættið úr höndum Demókrata, sem höfðu haldið því í átta ár, með 486.000 atkvæða meirihluta, sem þótti frægur sigur. eir sem gerst þekkja segja, að erfitt sé að gefa rétta mynd af mann- inum William Scranton. Níu daga af hverjum tíu fellur hann inn í mynd- ina, sem venjulega er dregin af hon- um — háttvís, hlédrægur og laus við öll látalæti. En tíunda daginn sleppir hann fram af sér taumnum og á það til að láta eins og fábjáni til að þóknast nærstöddum ljósmyndunxm. í stjórn- málum er hann ýmist djarfur eða var- kár, þrjózkur eða sáttfús. Hann hefur einstakt lag á að rugla men,n í ríminu. Ameríkumáður sem lengi hefur fylgzt náið með stjórnmálum í Penn- sylvaniu lét eftirfarandi orð falla ný- lega: „Mér er Bill Scranton alger ráð- gáta. Ég get alls ekki gert það upp við mig, hvort han,n hefur verið góður fylkisstjóri. Ég get ekki heldur gert það upp við mig, hvort hann er hæfur í forsetaembættið. Og mér er ómögu- legt að spá neinu um það, hvaða af- stöðu hann muni endanlega taka til forsetaframboðsins. Það er útilokað að segja nokkuð almennt um manninn.“ Þrátt fyrir öll sín ólíkindalæti, er enginn vafi á því, að Scranton hefur auga á forsetastólnum. Þegar hann var spurður á dögunum, hvort hann teldi sig hæfan til að gegna forsetaembætt- inu svaraði hann á sinn dæmigerða hátt: „Þetta er lævísleg spurning. Er nokkur fullkomlega til þess hæfur að gegna öllum þáttum þessa embættis? Ég held ekki. Það er ákaflega marg- þætt, élnstaklega torvelt, en veiga- mesta starf í heiminum. Hvort ég telji mig geta gegnt starfinu, ef mér væri falið það? Já, það geri ég.“ ^l illiam Warren Scranton fædd- ist á íburðarmiklu óðalssetri skammt frá borginni Scranton í Pennsylvaníu, þar sem forfeður hans hafa búið síð- ustu fjórar kynslóðir. Áður en þeir fluttust til Pennsylvaníu, hafði ættin búið um 200 ára skeið í Nýja Eng- landi, þannig að William Scranton er af gamalli bandarískri ætt. Langafi hans, Joseph Scranton, gerðist um- svifamikill iðnrekandi í Pennsylvaníu, og ber borgin Scranton nafn hans. Son- ur hans, William Walker Scranton, var þó ennþá umsvifameiri, byggði t. d. vatnsgeyma borgarinnar og vatnsleiðslu kerfi, þannig að fjölskyldan græddi jafnvel enn meira á vatni en nokkurn tíma járni og kolum. Síðar, þegar verkföll tóku að brjótast út í kolanámunum, tók William Walker Scranton málin í eigin hendur, stjórn- aði lögreglusveit námufélagsins og skaut sjálfur einn námumanna til bana. Hann var dreginn fyrir dóm, en slíkur var gustur gamla mannsins, að hann var sýknaður og dómarinn hrósaði honum jafnvel fyrir hispurslausa skyldurækni við þjóðfélagið! Sonur þessa heljarmennis, Worthing ton Scranton, var ákaflega Ijúflyndur og óframfærinn lögfræðingur, mennt- aður í Harvard. En honum hélzt vel á fjármunum ættarinnar. Þegar hann lézt 78 ára gamall fyrir níu árum, hafði hann losnað við stáliðnað, kola- iðnað og járnbrautarfélög ættarinnar á hagstæðu verði og selt vatnskerfið í Scranton fyrir 26 milljónir dollara. Worthington var þekktur fyrir mann- úðarstarfsemi sína, en þekktastur var hann samt fyrir konu sína, Margery, sem jafnan gekk undir nafn- inu „Hertogafrúin". Henni er þannig lýst af einum Scranton-búa: „Hún var tilsýndar eins og Elízabet drottning á eftir að verða, þegar hún hefur fengið nokkra áratugi í viðbót til að venjast 'stöðu sinni.“ „Hertogafrúin“ var í alríkis-fulltrúa- ráði Repúblikana í 23 ár og kom mjög við sögu í opinberum málum. Jafnvel á kreppuárunum var hún tíður gestur í námunum og heimtaði að námumenn formæltu „þorparanum Roosevelt“. Thomas E. Dewey, sem var tvívegis forsetaefni Repúblikana, sagði vum „Hertogafrúna“, að hún værj eina manneskjan í heiminum, sem farið gæti spariklædd niður í námur og sámt tryggt sér atkvæði námumanna. ^SI illiam Warren Scranton ólst upp undir handarjaðri þessarar stór- brotnu konu, enda er sagt að hann hafi drukkið í sig stjórnmálaáhugann með móðurmjólkinni. Þegar á bernskuárum var hann farinn að svara í símann fyrir móður siína og taka við mikil- vægum pólitískum skilaboðum. Hann ólst upp í áhyggjulausu umhverfi auð- mannanna í Scranton, en hann gerði sér líka dælt við þjónustufólkið og eignaðist marga vini meðal þess. Hann var mjög smávaxinn sem drengur, þrátt fyrir mikla mjólkurdrykkju, lík- amsæfingar og sumardvalir úti i sveit. Heima fyrir umgekkst hann mest kvenkynið þ.e.a.s. móður sína, þrjár eldri systur sínar, fóstru sína og frænku hennar, og hina smá- vöxnu en harðgeru ömmu sína. Meðal húsdýranna voru tvær tíkur og meri. Föður hans var ekki um „allt þetta kvennastand" gefið og sendi drenginn 12 ára gamlan burt til náms. Á skólaárunum tók William Scranton virkan þátt í félagslífi og gaf sig að sjálfsögðu einkum að stjórnmálum og kappræðum um þau. Einnig fékkst hann eitthvað við að leika í skóla- leikritum. Þegar hann kom til Yale- háskólans, þar sem hann lagði stund á lögfræði, varð hann ásamt bekkjar- bróður sínum, McGeorge Bundy, starfs maður „Stjórnmálaklúbbsins", og jafn- framt störfuðu þeir sem leiðarahöfund- ar við blaðið „Daily News“ og voru auðvitað alltaf á öndverðum meiði. Á skólaárum sínum var hann m.a. i vinfengi við systur Kennedys, Kathleen, sem nú er látin, en hann gekk að eiga laglega dökkhærða stúlku úr heima- borg sinni, Mary Chamberlin, þremur dögum eftir að hann náði flugmanns- prófi í flughernum árið 1942. Stríðið olli því, að hann varð að hætta námi um skeið, en hann lauk prófi í lögfræði eftir stríð. ■A. ð prófi loknu vann hann ýmis störf, m.a. hjá útgáfufyrirtæki náms- bóka, banka, útvarps- og sjónvarps- stöð. Hann hafði líka afskipti af fjár- málum ættarinnar og vann m. a. að Framhald á bls. 4 Utgeíancu: w.t. ArvaKur, ReykJavXlc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fr4 Vlaur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Arni Garðar Kristlnsson. Ritstjórn: AðalstræU 6. Sími 22480. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 17. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.