Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSARI Sæll, licillakarlinn — Langt síöan viö h öfuni sézt! A erlendum bókamarkaði Anti-Intellectualism in American Life Richard Hofstadter. Cape. 1964 45s. Hofstadter hefur ritað bækurnar ',The Age of Reform' og „The Ame rican Political Tradition". Báðar þessar bækur bera öll einkenni vandaðrarvfræðimennsku. Höfund urinn þekkir sitt heimafólk. Rann sóknir á ýmsum fyrirbrigðum þjóðfélagsins hafa niikið verið stundaðar undanfarin ár af fræði- mönnum I þjóðfélagsfræðum og þá einkanlega amerískum. Bækur einS og „The Organization Man“ eftir Whyte og „The Hidden Persuaders" eftir Pacard og marg ar fleiri hafa vakið menn til um- hugsunar um þær breytingar, sem átt hafa sér stað og eru að gerast á þjóðfélaginu . Þjóðfélagsfræðin er nú ein for Vitnilegasta fræðigreinin fyrir alla þá ,sem áhuga hafa á mann- legum samskiptum, og þróun og breytingum þjóðfélagsins. Og ein- mitt nú er tíminn til að rann- saka þessi efni, vegna hinna örij breytinga, sem stafa áf bylt- ingu 1 vísindum og tækni, sem enginn sér enn fyrir endann á. Tæknin mótar þjóðfélagið, fram- leiðslugetan og vilji og smekkur þegnanna. Þetta verkar- hvað á annað, arfieifð hvers þjóðfélags, ti'úarbrögð og smekkur. hefur geysileg áhrif til mótunar. Hing að til hefur smekkurinn komið ofan frá í evrópskum þjóðfélög- um; trúarbrögð eru mótuð og út- skýrð af kirkjunnar mönnum, og kirkjan hefur síðan á 16. öld ver- ið í nánum tengslum við rlkis- valdið í löndum Norður-Evrópu, og einnig í kaþólsku löndunum; trúarbrögðin skapa móral og upp eldi. Rikisvaldið hefur lengst af verið i höndum vissrar stéttar, eðals og svo síðar borgarastéttar, og báðar þessar stéttir mótuðust Bf stofnunum kirkjunnar; skóla- kerfið var mjög mótað af kirkj- unni. Rómversk og grísk menning arerfð og kristinn dómur mót- aði hinn þjóðfélagslega smekk, á- samt þjóðlegri menningarsköpun, sem verður mikill áhrifavaldur, einkanlega eftir uppkomu róman- tisku stefnunnar og þjóðernis- stefnanna. Ranghverfa þjóðernis- stefnanna náði hámarki í gasklef- unum f síðasta stríði, og hefur upp af þeirri stefnu margur óæski legur ávöxtur sprottið. Amerískt þjóðfélag mótast á annan hátt en evrópskt, vilji al- •mennings hefur mótað smekkinn. Virðingin fyrir menntun og gáf- um, sem er ríkjandi í evrópskum þjóðfélögum, er þar ekki ríkjandi almennt. Samkvæmt Hofstadter eru þeir, sem fást þar við and- leg störf og listsköpun í evrópskri merkingu orðsins, litnir tortryggn isaugum. Þessi skoðun kemur til af uppbyggingu amerísks þjóðfé- lags frá öndverðu; þetta var og er lýðræðisþjóðfélag án tengsla við fortíðina; múgsmekkurinn varð ráðandi; að vera eins og aðrir, það var keppikeflið. Áhrif trúarbragðanna á fyrri hluta 19. aldar, heittrúarbragða, sem heimt uðu frelsun, voru andstæð klass- ískri kirkjuguðfræði. Amerískir menntamenn finna auðvitað skýr ast til þessarar tortryggni og ótta. Þetta fyrirbrigði amerísks þjóð- félags kom greinilega fram á tím um hins svonefnda McCarthy- isma. Og beztu ritin og skörp- ustu ádeilurnar á þetta fyrir- brigði voru saman sett í Ame- ríku. Þessi tortryggni og andúð á æðri menntun og menningu með- al almennings í Bandaríkjunum er hættuleg, ekki einungis þeim sjálfum, heldur einnig öðrum þjóðum, vegna hinna miklu á- hrifa sem Bandaríkin hljóta að hafa sem eitt voldugasta ríki heimsins. Svo er það regla, að þegar sterk áhrif berast frá einu landi til annars, þá er það ekki endilega það bezta þessara áhrifa sem mestum áhrifum veldur — venjulega það lakara. Þetta kem- ur til af því, að þeir, sem áhrifa gjarnastir eru, eru jafnframt veik, astir á svellinu, hafa oft litilla menningaráhrifa notið o^skilja illa það bezta, sem framandi menning hefur að bjóða, taka þá gjarna það auðmeltasta. Það er eftirtektarvert að það þjóðfélag, þar sem mest ber á þessu fyrirbrigði, „anti-intellect- ualismanum", hefur alið menn á borð við Hemingway, Faulkner, MacLeish og Pound. Áhrif þess- ara manna vega nokkuð upp þau hin lakari, en þau síðari cru þó áhrifameiri, sérstaklega þar sem upplausnar gætir og menningararf leifðin nær til tiltöiulega fámenns hóps, eins og nú virðist vera komið hérlendis. Það er dýrt að reka sjálfstætt þjóðfélag, og þjóð félagið þarf að kunna sig og vita gildi sitt; það er ekki nóg að sextíu viti eitthvað í mannasið- um og gildi þjóðmenningar. Stofn un sjónvarpseigendafélagsins hef- ur ýtt heldur en ekki við mörg- um, v og allar þær orðræður og skrif sem urn það hafa orðið. Það er líkt og þau andmenningarlegu undirdjúp hafi risið upp á yfir- borðið með stofnun þessa félags. Það er ekkert fráleitt við það að fólk eigi sjónvarp og horfi á Keflavíkurstöðina; lágstéttar- smekkur er ekki bannaður hér á landi. Það, sem er fráleitt, er að hafnar skuli orðræður um og stofnaður félagsskapur gegn við- brögðum eðlilegs þjóðarstolts, fé- lagsskapur til þess að verja lág- kúrulegan hugsunarhátt og hæp- inn smekk. Og það undarlega er að slíkt virðist fá einhvern hljóm grunn, minnsta kosti í undirdjúp unum. Og þegar slikt skeður þá er hætta á ferðum. Fyrir mörgum árum var kveðið: „Útföl myndi ýta þorra ættarbönd við sögu Snorra, ef þau væru virt til króna, vegin út og seld.“ Nú er sá tími upprunninn, að ýmsum hlýtur að koma þetta í hug í alvöru. Jóhann Hannesson: B erggrav biskup sagði, skömmu fyrir síðustu heimsstyrj- öld, eftirfarandi sögu á fundi, þar sem undirritaður var við- staddur: „Gyðingar eru nú ofsóttir á allan hugsanlegan hátt í Þýzka- landi. En mitt í öllum þeirra raunum gerast spaugilegir við- burðir. í sporvagni í einni borginni bar svo við að ungur Gyð- ingur stóð upp fyrir hálffínni þýzkri frú og bauð henni sæti sitt. Frúin horfði á hinn unga manri með drembilátri fyrirlitn- ingu. „Haldið þér að ég niðurlægi mig til að setjast í sæti Gyð- ings?“ sagði hún. Brá þá við ungur maður, þýzkur og „arískur", settist í sætið og ók sér þar aftur oft fram nokkrum sinnum. Síðan stóð hann upp, ávarpaði frúna og sagði; „Nú er yður óhætt að setjast, heiðraða frú, því að ég er búinn að koma arískri menningu í sætið“. Þar með var menningarvandamál frúarinnar leyst, en ekki fara sögur af því hvort hún þáði boðið eða ekki. En margir hugsa um menninguna líkt og hin þýzka frænka vor: Að menn- ingin sé í sætum, skólabekkjum, á fornfrægum stöðum eða jafnvel í bókum, sem aldrei éru lesnar, og verði hún ekki þaðan flutt. Þetta er nú algeng hugsun á íslandi, en einnig miklu víð- ar. Svo grunnhyggnar sálir eru heppilegt hráefni til úrvinnslu í áróðursvélum harðstjóra, enda var nóg til af þeim í Þýzka- Landi á dögum Hitlers, og meir en nóg í Kína, þegar kommún- istar tóku þar völd — og einnig fyrir þeirra dag. Andrúmsloftið í hinu indverska þjóðfélagi hefur öldum saman verið þessu ná- skylt: Ef skugga af lágstéttarmanni — ósnertanlegum — bar á Brahmína, menn af æðstu stéttum, þá urðú hinir háttsettu að hreihsa sig af þeirri saurgun, er þeir höfðu orðið fyrir r ,,'>uð hefur sýnt m'ér að ég á engan mann að kalla van- hélgan eða óhreinan", segir ísraelsmaðurinn Pétur postuli. — Hversu himinhátt gnæfir þessi opinberún yfir alla drembiláta hjátrú á eigin ágæti og sjálfsdýrkun manna í fortíð og nútíð. Frændur vorir þýzkir þekktu þessá kenningu eins vel og vér, því að hún er óaðskiljanlegur hluti af kristnum fræðum. En þeir forhertu sig gegn henni — eins og gegn mörgu öðru af því nezta, sem menning þeirra geymdi. Og þeir gátu — eins og vér einnig getum — forherzt gegn hinu háleitasta og bezta í menn- ingunni, af því að þeim hafði flestum þjóðum betur verið flutt- ur hinn háleiti boðskapur. — Fáum mönnum hefur tekizt að forherða sig gegn mannúðarboðskap kristninnar og vestrænnar menningar jafn vel og prestssyninum Friedrich Nietzsche, ein- um fremsta hugsjónaföður nazismans. Hvernig kemur þá menningin inn í vitund vora? Ekki gegn um sætin, sem vér sitjum í, né staðinn, sem vér stöndum á. Hún kemur gegnum það, sem vér sjáum og heyrum, og þær athafn- ir, sem vér tökum þátt í. Þess vegna segir einnig Jesús: Gætið að hvað þér sjáið og heyrið. Áhrif fyrirmynda eru svo mikil- væg sem raun ber 'vitni af því að vér heyrum þær persónur og sjáum, sem eru fyrirmyndir vorar — og tökum síðar að líkja ■ eftir athöfnum þeirra, sjálfrátt og ósjálfrátt. Þannig hefur menningin borizt til vor, og þannig mun hún einnig berast til barna vorra. En því ber ekki að gleyma að ómenningin og and- menningin ratar alveg sömu leið. Og ekkert er því til fyrir- stöðu að vér leggjum stund á menninguna fyrri hluta dags — og ónýtum hana síðan m^ð ómenningu að kvöldi. Háðið, spottið og skopið nægir ekki til að leiða afvega- leiddan mann á rétta braut. Það er ekki eins beitt vopn og af er látið, hefur oft minni áhrif en köld vatnsgusa hefur á heimska gæs. Það gerir of lítið úr andstæðingunum og skilur náungann eftir kaldan. Skopið er ódýr verzlunarvara, enda selt ómælt og ódýrt í skemmtiþáttum. Þótt menn skopuðust af Hitler, gerði það frændum vorum í Þýzkalandi litið gagn, þegar búið var að múgsefja þá á annað borð. Berggrav biskup skildi alvöruna. Hann var, þegar hann sagði söguna, byrjaður að koma vinum sinum (af Gyðingaættum) undan — og var, ásamt mörgum öðrum löndum sínum, tekinn að búa sína eigin þjóð undir það, sem vænta mátti og koma hlaut. Hinar raunverulegu hetjur þýzkrar menningar voru flúnar, sátu í fangelsi eða undir rit- skoðun. Þýzka þjóðin sveik hetjur sinar með þögn, afneitun eða afskiptaleysi, unz allt heimskuveldi Hitlers var hrunið. — En þegar þar að kom, var kvartað, veinað og kallað: Komið nú og bjargið því, sem bjargað verður úr rústunum. ÞANKARÚNIR 17. tölublað 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.