Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 4
SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 líka farin að verða svo vantrúuð hverju sinni, þegar minnzt var á það. Skildi hún ekki, að þetta var vel meint? Nei, hún virtist ekki skilja það. Nú-jæja. Jæja-þá. Snemma einn fagran ágústmorgun læddist hún á fætur. Þegar þau vöknuðu, var hún á burt. — Hún för sjálf af stað, sögðu þau. Nú fær hún sunnudaginn sinn. Þau töluðu um þennan atburð allan fyrri hluta dagsins. Þetta var eiginlega eitt það ófyrirleitnasta, sem þau vissu dæmi til. Já, vist var það. En þá sat hún við lítinn læk, er söng svona með sjálfum sér, þar sem hann rann í hæigðum sínum eftir grænni laut. Það gekk allt í bylgjum fyrir augum hennar. Hún vissi bara, að hún sat með fæturna í rennandi vatni. En hvar var annars sveitin? Það var eins og hún gæti alls ekki áttað sig á því. Hún fór að hlaupa um grundirn- ar, en bólgnu fæturnir hindruðu hana, og þeir voru hræðilega aumir. Hvar var sveitin? Reykjarmistur borgarinnar hvildi ennþá yfir augum hennar. Það var engu líkara en tilfinningin fyrir nýbreytninni hefði ekki fylgt henni hingað út, — bara ætlað sér að koma skríðandi á eftir og væri ennþá inni í borginni. Hún gekk spölkorn niður með lækn- um. Hann hvarf inn í skógarlund. Inni í lundinum hvíldi hún sig á steini. Þar sat hún svo lengi sem hún þorði. Skóna hafði hún tekið af sér og lagt þá til hliþar. Mýflugur skriðu þegar innan í þeim. Fuglar sungu í trjánum. Hún sat undir þéttu laufhvolfi. En ekkert af öllu þessu gat hún skynjað. Hún fann nánast til einhvers konar ótta, sem virt- ist gera hana alveg innantóma. Augun hvörfluðu tré af tré og grein af grein eða staðnæmdust við fugl, sem af hend- ingu kom í ljós. En hún horfði án þess að sjá, — þjáðist af þeirri tilfinningu, að hún sæi þetta bara alein og þess vegna enginn annar. Þegar hún hafði setið þannig lengi án þess að henni hefði heppnazt að vera til, hneppti hún frá sér treyjunni og tók fram annað stóra brjóstið. Hún hélt þvi milli handanna, eins og það hvíldi i skál. Það var mjúkt, stórt, með hár- fínum bláæðum og alveg snjóhvítt, af því að það hafði svo ótalmörg ár verið innilokað í klæðum, skyldustörfum og stórborg. Hún horfði lengi á það, og henni fannst þetta tiltæki svo barnalegt, að hún sat enn langa hríð steinhissa með brjóstið milli handanna. Að síðustu varð hún að hugsa til heim ferðar. Það hafði hún reyndar gert all- an tímann. Áður en hún fór að heim- an, hafði hún alveg gleymt að spretta aktygjunum af huganum og hengja þau upp á fínan krók í eldhúsinu. Hún hafði einnig gleymt að taka dráttartaug- arnar og fleygja þeim í skylduverkafrá- rennslið. Allan þennan bitra véruleika, sem endalust snerist í eilífum einræðis dansi, hafði hún tekið með sér. Og nú fór hún að slá flugurnar úr skónum. Nú ætlaði hún að ferðast! Nú ætlaði hún að ferðast aftur heim! E n þegar hún ætlaði að láta á sig skóna, tók hún eftir því, að fæturnir höfðu bólgnað, svo að ómögulegt var að koma kjötristinni undir skóristina. Og þar sem aumustu hlutar veruleikans eru nú einu sinni gerðir af kjöti og blóði,' gat hún með engu móti afmáð fæturna né heldur gert þá andlega granna og dýrlega frjálsa. Hún vxssi líka, hvernig konurnar láta tízkuaug- un fylgja hver annarri með næmri til- finningu fyrir því rétta og tilheyrandi. Að koma gangandi á sokkaleistunum til lestarinnar, mundu flestar konur skoða, þrátt fyrir bólgna fætur, sem ferðalag beina leið á geðveikrahæli af fúsum vilja. Þess vegna var það kveniegt lífs- spursmál í nánum tengslum við lög- boðinn veruleikann, hvernig koma mætti hluta af líkamanum í þessa koslu legu skó. Væru hins vegar boð þessi brotin, yrði fyrir það refsað með þján- ingum og hræðslu frammi fyrir almenn ingsálitinu. Sú þjáning og hræðsla var alveg botnlaus' samkvæmt mælistiku staðreyndanna. Þess vegna' þi-ýsti hún fótunum niður í skóna með kínverskum pyntingarað- ferðum. í raun og veru var það ekki hægt, en hún gei'ði eins konar krafta- verk. Síðan reis hún upp, stóð stundar- korn reikul í spori, rétt eins og hún stæði á stultum, þó að skórnir væru lág ir. Það var kvíði í henni. Og rneðan kvíðinn læsti sig um hvei'ja taug fór hún að hreyfa sig í áttina að brautar- stöðinni eins og sjófugl, sem villzt hef- ur upp á land. Stöðin var þarna hand- an við hvíslandi laufkrónurnar og runn ana, sem skrjáfuðu í sumarblænum. Merkjastöngin bak við hólinn teygði arminn upp í loftið, eins og hún vildi sýna, að einnig hún ætlaði sér að hafa viss áhrif á þessa ákveðnu rás viðburð- anna í heiminum. Hún hélt í áttina að stönginni, og það var sem hún gengi á sverðseggjum. Þetta var yndislegur sum ardagur. Já, svo yndislegur var hann, að hún sá það ekki, því að hún var blinduð af einræðisvaldi veruleikans og þvingaði sig áfram fet fyrir fet með hreinum og beinum líkamlegum mis- þyrmingum og kvalræði. Þannig lagði hún aðeins fimmtíu metra að baki sér. Það var ekki einu skrefi meira en fimm tíu metrar, jafnvel þótt sjálfur Gabríel engill hefði gengið á eftir og mælt vegalengdina. Og allt í einu féll hún úm koll. Þetta var of mikið til þess að hægt væri að afbera það, og það eru takmörk fyrir því, hvað rnaður getur lagt á sig. Hún sat í örlitlu rjóðri alvöxnu margs kon- ar blómjurtum. Þarna svipti hún af sér skónum, og- síðan fór hún að gráta. Merkjastöngin stóð þarna ennþá álengd- ar og heilsaði með uppréttum einræð- isarmi sínum. Hún hélt áfram að liggja í grasinu og hataði frelsið úti í náttúrunni, — en sjálfa sig mest fyrir að hafa farið að heiman. L oks hafði hún náð til brautar- stöðvarinnar, þegar fjórða lestin kom, og síðan tókst henni að komast með þeirri fimmtu. Það voru margar ferðir á sunnudögum, og guði sé iof fyrir það, hugsuðu tærnar og ristarnar. Heima við sólbökuðu vatnsþróna í borginni stóð sú vin með kattai'lyktinni, sem nú var eftir að ná. Umfram allt þurfti hún samt að komast heim í skó- frelsis-stofnunina. Og þegar hún náði loksins heim seint um kvöldið, varð hún ekkert undrandi á uppistandinu. Hún hugsaði bara sem svo: Guði sé lof, að bólgnu fæturnir mín ir eru heima. En því fékk hún síðar að renna nið- ur aftur. Það þreyttist seint að þrástagast á því hversu ótilhlýðilegt það væri að hlaupa svona að heiman. — Mamma hefði vel getað beðið. Við, sem ætluðum einmitt að fara að bjóða mömmu í sunnudagsfrí. — Já. Og nú lítur það þannig út, að við hefðum ekki getað unnt mömmu eins einasta sunnudags, þótt ,við höfum alltaf verið ákveðin í því. — Já, þetta er svo hundleiðinlegt allt saman, sagði ein dóttirin. — Já, svei mér þá, — blátt áfram stórvítavert, sagði hann, þegar hann kom af járnbrautarstöðinni. — Jú, jú, sagði móðirin hógvær. Jú, jú. Og síðan gekk tilveran sinn gang. Og sál móðurinnar hélt áfram að snúast á sviðinu við vatnsþróna eins og ó- þreytandi öxull í vél. SVIPMYND Framhald af bls. 2 því að hressa upp á síversnandi efna- hagslíf Scranton-borgar með því að laða þangað ný iðnaðarfyrirtæki. Þó William Scranton væri borinn til mikilla auðæfa, var hann fyrii-mynd ungrá manna um sparsemi, hófsemd og iðjusemi. Hann fékk snemma orð fyrir einslaklega hlýlegt viðmót og þann hæfileika að hiusta á alla, sem við hann töluðu, eins og þeir hefðu eitt- hvað mikilvægt að segja. En hann vakti enga almenna athygli .fyrr en árið 1957, þegar hann stóð fyrir mjög vel heppnaðri fjársöfnun til mamiúðar- mála. Eftir það vann hann ár í banda- ríska utanríkisráðuneytinu sem sér- stakur ráðunautur um fréttatilkynning- ar til blaða, samband við Hvíta húsið og önnur ábyrgðarmikil verkefni, en hann hafði engin áhrif á opinber mál. Svo var það árið 1960, að leiðtogar Repúblikana í Pennsylvaníu töldu Scranton á að bjóða sig fram til öld- ungadeildar Bandaríkjaþings — en það tókst ekki fyrr en allir sex héraðs formenn Repúblikana í kjöi'dæminu höfðu heitið honum fullum stuðningi í kosningabaráttunni. Þau hjónin, William og Mary Scranton, hófu síðan kosningabaráttuna með sínum eigin hætti, ferðuðust um kjördæmið fram og aftur, heilsuðu öllum tiltækum ein- staklingum með handabandi og voru eins alþýðleg og verða mátti. Launin voru glæsilegur sigur, þó andstæðing- urinn væri rómversk-kaþólskur Demó- kráti af pólskum ættum í kjördæmi þar sem meirihluti kjósenda var ka- þólskur, af pólskum ættum og hafði lengi veitt Demókrötum lið. S cranton hafði mikla ánægju af þingnaannsstarfi sínú, en tveimur ár- um eftir kosningasigurinn var hann aftur kvaddur heim til Pennsylvaniu af klofinni og vonlitiili flokksstjórn Repúblikana og beðinn að vera í fram boði flokksins í fylkisstjórakosningun- um. Eisenhower átti stóran þátt í að fá hann til að samþykkja framboðið, en hann setti enn sem fyrr sömu skil- yrði: allir 67 héraðsformenn Repúblik- ana í Pennsylvaníu yrðu að veita hon- um fullan stuðning í kosningabaráttu-nni — annars gæfi hann ekki kost á sér. Scranton, sem var lítið sem ekkert þekktur utan heimahéraðs síns, átti í höggi við harðan keppinaut, hinn reynda og framfarasinnaða borgar- stjói-a í Fíiadelfíu, Richardson Tíilworth. En hann færði sér í n.yt þá 800.000 doll ara, sem voru í flokkssjóðnum bæði með því að kaupa sig inn i sjónvarpið og dagblöðin, enda hafði hann í sinni þjónustu tvö stór auglýsingafyrirtæki og aðra hjálparkokka. Hann var lika óþreytandi að ferðast um fylkið og heilsa fólki með handabandi. Honum var ljóst, að menn voru meðmæltir breytingum eftir átta ára stjórn Demó- krata, sem hafði verið góð, en ekkert fram yfir það. Helzti skotspónn hans var atvinnuleysið í Pennsylvaníu. En hann uppgötvaði lika sneggsta blett- inn á keppinauti sínum, skapofsann. Scranton, sem sjálfur er mikill skup- stillingarmaður, hleypti Dilworth hvað eftir annað upp í kapprraðum, bæði á fundum og einkanlega í sjónvarpi, og varð það honum tii mikils framdráttar. Margir aðdáendur Scrantons telja, að þetta gæti gefið góða raun í baráttunni við Johnson forseta, sem á stundum erfitt með að hemja skap sttt, en hitt er þó talið enn mikilvægara, að Scran- ton mundi eiga mikið fylgi í hinum þétt býlu iðnaðarhéruðum í norðaustanverð- um Bandaríkjunum, þar sem Johnson stendur höllustum fæti. I embætti fylkisstjóra Pennsylvaníu hefur Scranton tvímælalaust staðið sig vel, þó ýmislegt megi finna að honum. Hann hefur aðeins haft þriggja atkvæða meii'ihluta í fulltrúadeild fylldsþingsins og eins atkvæðis meirihluta í öldunga- deildinni, og hefur það mjög torveldað honum starfið. Honum hefur orðið mik- ið ágengt í baráttunni fyrir auknum iðnaði í Pennsylvaníu, sem er fjárhags- lega eitt vanþróaðasta fylki Bandaríkj- anna. Hefur hann mjög beitt persónu- töfrum í baráttu sinni, enda þykir hann langáhrifarikastur í viðræðum við ein- staklinga eða fámeníia hópa. Þannig hef ur hann unnið bezt á bak við tjöldin, með því að kalla fyrir sig einstaka þing menn og með því að vera síhringjandi í þá menn, sem hann þarf á að halda. A ð sjálfsögðu liggur nærri að gera samanburð á Scranton og John F. Kennedy, enda hefur Scranton stundum verið nefndur „Kennedy Repúblikana“. Líkingin er þó aðeins á yfirborðinu, svipaður aldur, svipaður uppruni, svip- uð menntun. Kennedy var á allan hátt miklu stærri í sniðum, reyndari, skarp- ari og mun betur menntaður, djúp- skyggnari og umfram allt kunnugri al- þjóðamálum, en þar er meginveikleiki Scrantons. Auk þess viðurkenna jafnvel aðdáendur hans, að hann skorti hinn mikilvæga „sjónvarps-glans“. í sjón- varpi kemur hann klunnalega fyrir. Scranton-fjölskyldan er mjög sam- hent og sami-ýmd. Þau hjónin eiga fjög- ur börn á aldrinum 9-18 ára, þrjá syni og eina dóttur. Þau stunda útilíf af kappi, fjallgöngur, skíðaferðir, sund og tennis. Ekki er enn kunnugt, hvaða augum fjölskyldan lítur á hugs- anlegt framboð Scrantons í for- setakosningunum, en svo mikið er víst, að yngsti soriurinn Peter, er því algerlega mótfallinn og hefur til þess gildar ástæður. „Ég vil ekki láta skjóta þig“, sagði hann við föður sinn,. þegar um málið var rætt heima fyrir. HAGALAGÐAR LANGAR RÆÐUR Prestar höfðu oft ærið langort. Oft vildu menn þá sofna undir ræðum þeirra, en annars var mjög algengt víða fyrrum, að menn fóiu út undir , predikun og voru lengur eða skemur úti. Sumir höfðu það líka til, að hafa pela í vasanum til kirkjunnar og j skreppa svo út til að hressa sig á honum. Alkunna var það um Friðrik , gamla í Kálfagerði í Eyjafirði. Hann fór varla til kirkju án þess að hafa með sér rommpela til að hressa sig á, j og þó var hann enginn di'ykkjumað- i ur. Utgöngur þessar um messutím- j ann eru nú hættar fyrir löngu, enda 1 eru nú messugerðir orðnar miklu styttri en áður og engum vorkenn- t andi að sitja undir þeim með eftir- 1 tekt frá upphafi til enda. (Jónas Jónasson) T 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 17. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.