Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 13
landsmanna árið 190fl. Hann kvað hafa venð nauðsynlegt að fórna mesta og glæsilegasta foringja þjóðarinnar, svo frækorn sjálfstæðishugsjónarinnar næði að festa svo djúpar rætur, að hún yrði aldrei framar upprætt. Svona mýstík er að visu skemmtileg og kann að vera reist á einhverjum duldum rökum mannlegrar tilveru, en hún leysir samt ekki þá gátu, sem enn vefst fyrir mér, -■hvers vegna íslendmgar kusu helsið fyrir frelsið 1908, því ég hef litla trú á því að við séum raunverulegir dulúðar- mern í pólitískum efnum. Skýringin sem mér virðist nærtæ-kust, þegar frá er talinn lygaáróðurinn, rang- m færsiurnar á texta frumvarpsins og Alberti-kosningabomban, er sú, að árið 1908, eins og svo oft fyrr og síðar, hafi það verið landlæga ísienzka minnimátt- kenndin og systir hennar tortryggnin, sem úrslitum réðu. Landsmenn gátu blátt áfram ekki fengið sig til að trúa því, að íslenzk nefnd hefði komizt að slíkum kostákjörum við yfirþjóðina. Hér hlutu að vera brögð í tafli. Dönsku nefndarmennirnir voru áreiðanlega að brugga einhver launráð og höfðu auð- vitað landagreyin að fíflum! Matthías Jochumsson hefur sennilega verið glöggskyggnari á einkenni þessar- ar þjóðar en flestir aðrir. í bréfi rétt fyr- ir aldamót segir hánn um þjóð sína: „Menn kunna miklu betur að hata en elska hér á landi, miklu betur að amast við en aðhlynna. Vitleysan er þó okkar mesti fjandi“. Og í bréfi 1902 skrifar hann þessi spádómsorð: ,„Mér lízt óvenju- auðnuleysislega á þessa þjó okkar, nú þegar að burtför minni líður. Væri gott, að það „svartsýni" væri elli-órar og cnuglyndi. Víst er það, að ættir vorar sverja sig of mjög og hafa svarið í írska kynið, með pólitískar óeirðir og glap- ræði“. í bréfi til Matthíasar segir Georg Brandes 1907: „fslendingar hafa að minni hyggju það sameiginlegt með Norðmönn- um, ættfeðrum sínum, að þeir þola ekki velvild, en »skilja hana sem merki um heigulshátt eða veikleika, og tútna af belgingi". Já, ekki er það efnilegt, ef satt skyldi vera, að við höfum erft það versta úr báðum ættum! F átt fer sennilega meir í taugarn- ar á mönnum en það, að kippt sé stoð- unum undan rótgrónum skoðunum, sem þeir hafa aðhyllzt af vana eða tilfinn- ingasemi, án þess að athuga forsendur þeirra. Þetta virðist mér bók Kristjáns Albertssonar hafa gert svo rækilega, að komandi kynslóðir hljóta að líta allt öðr- um augum á sjálfstæðisbaráttuna í upp- hafi aldarinnar en feður okkar og afar gerðu margir hverjir. Að lokum aðeins þetta: Við höfum góðu heilli margt lært í menningarleg- um samskiptum við aðrar þjóðir á síð- ustu 50 árum, þó enn eimi eftir af hug- arfarinu frá 1908. Kannski værum við komnir enn lengra á veg, ef Uppkastið hefði verið samþykkt og tryggt okkur fullveldi 10 árum fyrr en raun varð á. Um það þýðir ekki að sakast nú, en í Ijósi sögunnar horfir málið þannig við mér, að réttarbæturnar sem fengust 1918 geti ekki í augum hlutlausra nútíma- manna réttlætt höfnun Uppkastsins 1908 og þann 10 ára frest sem varð á fullveldi þjóðarinnar. Hitt er svo annað mál, að sambandslögin 1918 voru ekki annað en smiðshöggið á það verk sem Hannes Haf- stein hafði þegar unnið 1908, og höfðu íslenzkir stjórnmálamenn áreiðanlega fengið eftirminnilega og verðmæla lexiu á þeim tíu árum meðan allt stóð fast. Skyldu þeir ekki sumir hverjir hafa nag- að sig í handarbökin á árunum uppúr 1908, mennirnir sem mest höfðu hamazt gegn Hannesi Hafstein og afreki hans? ' (Þetta erindi er birt í tilefni þeirra mýmörgu greina, sem beint eða óbeint hefur verið beint gegn mér á siðustu mánuðum, og er mitt síðasta orð um þetta mál. s-a-m.) SOVÉTNJÓSNARI Framhald af bls. 9 eins menningarlegar og heyra má í veizlusölum í París eða Mayfair. Ég hitti Kim oft í svona samkvæmum, og ég minnist hans — líkt og fleiri kunningjar hans — með samblandi af velvild og hryggð. Einu sinni, í samkvæmi heima hjá mér, reyndi ég að kynna hann tveim riturum frá sendiráði Sovétríkjanna. Kim dró sig í hlé með viðbjóði og sagði: „Nei-ei, ég vil ekkert hafa með Rú-Rúss- ana að gera!“ Þetta uppþot, sem var svo ólíkt honum, kom mér og fleirum nær- stöddum spánskt fyrir, en samt hugsaði ég ekkert um það frekar þá. En eftir á að hyggja, virðist það einkennilegt, að Kim skyldi vera að vekja eftirtekt á for- tíð sinni með svona mikilli áherzlu. Klók- legra hefði verið að heilsa Rússunum, eins og ekkert væri, og láta svo þar við sitja. Brezkur embættismaður hafði þegar aðvarað mig um afstöðu Kims og þær grunsemdir, sem á honum hvíldu. Stund- um kom Kim til mín í sendiráðið, og mér fannst hann óforvitnasti blaðamaðurinn í Beirut — ólikt flestum öðrum hnýstist hann aldrei í trúnaðarmál, talaði um stjórnmál að vísu, en spurði aldrei upp- lýsinga á því sviði. Samt voru greinar hans í þessum tveim blöðum hans ágætlega skrifaðar, og alltaf vel undirbyggðar — stundum með sérstökum glæsibrag ef hann nennti að vanda sig. Þekking hans á Austur- löndum nær var gífurleg. Greinar hans voru svo langt frá því að vera öfga- kenndar, að hann beinlínis varaði við áhrifum kommúnista í írak og lét í ljós ótta um framsókn Sovétríkjanna inn í Arabíu og olíuhéruðin við Persaflóa. Margir amerískir diplómatar — og þeirra meðal ég sjálfur — töldu hann beztan vestrænna biaðamanna í Austurlöndum naér, að minnsta kosti var hann einn hinna mjög fáu, sem gerði nokkra alvar- lega tilraun til að skilja og útskýra þjóð- félagsbyltinguna á þessu svæði og fyrir- bæri það, iem kallað ér arabískur þjóð- armetnaður. Einn starfsbróðir Philbys heldur því fram að greinar hans „hafi verið fjarri því að styðja málstað komm- únista; þær hafi gert þeim mikið ógagn með tillagi sínu til gagnkvæms skilmngs milli Araba og Vesturlanda“. nemma hausts 1962 höfðu sama sem allir, er þekktu Philby, sannfærzt um, að ef hann væri rússneskur njósn- ari, þá hefði hann gert hlé á störfum — eða í hæsta lagi, að hann talaði endrum og eins við Rússa um almennar upplýs- ingar. En einmitt um þetta leyti gerðist nokkuð, sem vakti gruninn aftur. , Þetta atvik var einfaldlega það, að Philby reyndi að ráða mann til njósna fyrir brezku leyniþjónustuna. Hann sneri sér til voldugs arabísks stjórnmála manns, tók að koma sér í kunningsskap við hann, og loksins stamaði hann upp úr sér einhverjum hálfyrðum þess efnis, að herrann gæti orðið stjórn hennar há- tignar að gagni, „á vissan hátt“. Það lá í augum uppi, að hann átti þar við njósn- ir. Arabinn trúði ekki sínum eigin eyr- um, en ól samt á Philby, og að lokum kom Philby fram með ákveðið greiðslu- tilboð. En svo vildi til, að Arabinn var þegar farinn að vinna fyrir brezku leyni- þjónustuna. Þegar stjórnmálamaðurinn tilkynnti þetta tilboð þeim, sem hann hafði sam- band við, komst M.I.6 að ályktun, sem var enn ekki nema tilgáta: Philby kynni að vera að ráða njósnara fyrir njósna- kerfi Sovétríkj anna, en léti svo við hlut- aðeigandi menn, sem það væri fyrir Breta. Og við þessa tilgátu bættist svo ýmisleg önnur fyrri starfsemi Philbys, utan Líbanon — tíðar ferðir hans til Sýr- lands, Jórdaníu og Arabíu, þekking hans Guy Burgess dó í Moskvu sl. sumar og arfleiddi Philby að bókasafni sínu á málum olíufélaga og einkennilega blandað samband hans við Saudi-kon- ungssinna og andkonungssinna — allt þetta samanlagt fór að taka á sig heldur óhugnanlega mynd. Brezka leyniþjónustan ákvað ,að hafa Philby undir eftirliti dag jafnt sem nótt. En þar eð hún þurfti að hafa auga með fleirum um þessar mundir og hafði yfir litlum mannafla að ráða, þá sneri hún sér til Jalbouts ofursta, lögreglustjórans í Líbanon, og beiddist hjálpar hans. Og þar hafði hún hitt á rétta mann- inn. Jalbout er framúrskarandi lögreglu- maður og líklega einhver færasti gagn- njósnaforingi í heimi. Eins og aðrar höf- uðborgir Arabalanda, er Beirut krökk af hverskyns vélabrögðum — en hefur hins- vegar ekki til umráða hin fullkomnu tæki Scotland Yard. Engu að síður tókst Jalbout að fylgjast með hinum flókn- ustu og duldustu njósnabrögðum stór- veldanna í Líbanon. Þannig vissi ofurst- inn þegar talsvert um Philby, og hafði sett hann á listann yfir tortryggilega menn, þegar sumarið áður. Þegar Bretar sneru sér til Jalbouts, grunaði hann, að Kim væri í raun og veru tvöfaldur njósn ari, sem hefði einhvernveginn sloppið út úr höndunum á þeim, og það kostaði miklar umræður og flókna runu við- burða að sannfæra hann um hið gagn- stæða. Þetta eftirlit Líbanonsmanna með Philby gaf bráðlega furðulegan árangur. Menn Jalbouts ofursta komust þrátt að því, að Philby lifði tvöföldu lífi, læddist um borgina, svo að lítið bar á, til þess að forðast eftirlit, og síðan skaut honum upp á ótrúlegustu stöðum til að hitta þar ýmsar grunsamlegar persónur. Tvær nætur í röð sá leynilögreglumað- ur Philby koma út í garðinn við íbúðina sína. Kim leit á úrið sitt, stóð þarna í nokkrar mínútur, leit aftur á úrið og tók svo að veifa einhverju svörtu út í loftið. Yfirmanninum datt ráð í hug og hann lét eftirlitsmanninn fá sér polaroid-gler- augu og fara með þau á staðinn. Nálægt miðnætti kom Philby aftur út í garðinn og tók að senda þessi „svartgeisla“- merki. Næsta skrefið var að komast að því, hver tæki móti þessum merkjum. Húsið var uppi á hæð og garðurinn var sýni- legur úr þúsundum glugga í Beirut, og auk þess frá skipum á sjónum. Engu að síður fór fram vandleg leit, og einhvern- veginn tókst lögreglunni að ná í lítinn, skítugan Armeníumann, sem játaði að hann tæki við skilaboðum Philbys og kæmi þeim áfram til ánnars milligöngu- manns. Svo illa vildi til, að enda þótt Armeníu maðurinn gæti endurtekið skilaboðin, hafði hann enga hugmynd um þýðingu þeirra, og heldur ekki gat Líbanonslög- reglan eða leyniþjónusta Breta ráðið fram úr þeim. Bretar báðu lögregluna að fangelsa Armeníumanninn í nokkrar vikur, og hugðust þannig rjúfa millisam- band Philbys og neyða hann til að hafa beint samband við yfirmenn sína. Þetta var reynt og með góðum árangri. Þegar Philby hafði í heilan mánuð engin svör fengið við skilaboðum sínum, braut hann höfuðreglu njósnaranna og hafði beint samband við yfirmenn sina. c L7 íðla kvölds eins fór hann að heim- an, náði í leiguvagn og ók til nætur- klúbbahverfisins, þar sem umferðin var hvað allra þéttust. Þar hoppaði hann út úr vagninum og gekk hratt inn í ein- stefnugötu, sem lá í öfuga átt, náði í annan leiguvagn, og ók til almennings- síma í öðru hverfi borgarinnar. Þar fór fram stutt samtal og síðan var enn ekið í leiguvögnum og ýmsar kunnátusam- legar tilraunir gerðar, til að komast hjá eftirliti. En eltingarmennirnir voru þraut seigir og eltu hann í fátækrahverfið Furn-esh-Shebak. Þar steig Philby út úr vagninum og fór inn í myrkvaða íbúð uppi yfir armenskri sælgætisbúð. Fáum mínútum síðar kom þar til hans embættismaður frá sovézka sendiráðinu — gildvaxinn ungur maður með grisjað hár — sá sami sem seinna kom heim til frú Philby, samkvæmt kalli hennar með blómapottinum. Ekki er vitað, hvað fram fór á þessum fundi, en Líbanonlögreglan ákvað að hafast ekki frekar að. Jalbout ofursti ályktaði sem svo, að Philby væri þátt- takandi í einhverjum vélabrögðum milli austurs og vesturs, sem væru Líbanon óviðkomandi, og hann þurfti á sinum mönnum að halda til að líta eftir 10—20 öðrum mönnum, sem snertu land hans meira. En Bretar voru ekkert í því skapi að láta málið niður falla. Síðla árs 1962 ákváðu þeir að bera upp á Philby hitt og þetta, sem vitnazt hafði gegn honum. Philby kann þegar að hafa grunað, að hann væri undir eftirliti, og er talið víst, þar eð Eleanor Philby var áður í hópn- um, sem framdi „þegjandi eftirlitið". En nú komu tveir embættismenn leyniþjón- ustunnar fljúgandi frá London og spurðu hann þannig spjörunum úr, að litill vafi gat á því leikið, að töluvert væri kunn- ugt um athafnir hans, og þeim fundust svör hans ósannfærandi, sjálfum sér ó- samkvæm og grunsamleg. Bretar gátu ekki handtekið Philby á erlendri grund, og heldur ekki gátu þeir ætlazt til, að yfirvöldin í Líbanon vildu framselja hann, þar eð það segist ekkert á því að aka í leiguvögnum og fara inn í sæl- g'ætisbúðir. Og svik við Bretland eru ekki glæpur í Líbanon. Engu að síður hefur Philby, sem nú var orðinn bilaður á öllum taugum, gert sér ljóst, að spilið var tapað. Hverra kosta átti hann nú völ? Hann þarfnaðist sárlega peninga og átti fyrir konu og litlum börnum að sjá. Hann var orðinn ómögulegur til ritstarfa og gérði sér ljóst, að blöðin tvö mundu sennilega segja honum upp. Útlitið var ekki glæsi- 17. tölublað 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.