Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 6
Einar Arnórsson UPPKASTIÐ Framhald af bls. 1 sem óskað höfðu eftir breyt- ingum á sambandi landanna, og þeir gengu eins langt og þeir framast þörðu í vitund þess, ag þeir mundu í ein- hverju verða að slá af kröfum sínum. Það hefur eftir því sem ég bezt veit ver- ið eðli allra samninga, að báðir aðilar ráði nokkru um gerð þeirra og verði jafnframt að siá af kröfum sínum. Með hliðsjón af erindisbréfi stjórnaránd- stæðinga og síðan fyrstu kröfugerð íslenzka nefndarhlutans hlýtur þag að teljast stórvirki, hvaða árangur náðist, því gengið var að öllum meginkröfum íslendinga nema einhliða uppsagnarrétti á nokkrum sameiginlegum málum, en á hitt ber að legg'ja megináherzlu áð ekkert atriði í Uppkastinu var óupp- segjanlegt, þó mjög væri tönnlazt á þeirri firru. Hvergi kemur það heldur fram, að samningurinn eigi að gilda um aldur og ævi, heldur er þvert á móti skýrt tekið fram, að samninginn í heild skuli endurskoða að 25 árum liðnum þ.e.a.s. 1933 eða 1934. Brigð Skúla Thoroddsens við sam- nefndarmenn sína verður að mínum dómi aðeins skilin í ljósi þeirra orða sem Ari J. Arnalds lætur falla í sjálfs- ævisögu sinni, og er í sannleika sagt furðulegt að þessum manni skuli hafa verið skipað á bekk með þjóðhetjum íslendinga í vitund seinni kynslóða. Hann hafði undirskrifað og lýst fullu samþykki við kröfur íslenzku nefndar- innar og einnig hið endanlega uppkast nefndarinnar allrar — með þeim fyrir- vara þó að hann kynni að koma fram með breytingartillögu — en ekki hreytft andmælum við neinu í Uppkastinu nema sameiginlegum kaupfána. Hins vegar hafði hann ári áður í sambandi við hinar illræmdu greinar Georgs Brandesar í Politiken skrifað eftirfarandi orð: „Það hefði verið hyggilegra að hreyfa ekki fánamálinu að svo stöddu. Það er mál, sem að vísu kemur ekki samningi fyrir- hugaðra sambandslaga minnstu vitund við; en Dönum er það engu síður mjög viðkvæmt, og skoða það sem óvildar- vott, og þykir það særa þjóðernistil- finningu sína“. Ég tel víst að lýsing Ara Arnalds á fundi þeirra þremenninganna, Ara, Bjarna frá Vogi og Skúla, 2. maí 1908, sé rétt, og hún segir vissulega mikla sögu í fáum setningum: „Við sátum fjögur þarna lengi dags, ræddum málið og tókum ákvarðanir. Skúli var fámáll fyrst, en brosti þegar ég sagði við hann: „Þú hefur engu að tapa en allt að vinna, ef þú beitir öllum kröftum þínum gegn uppkastinu". Síðan varð hann fjörugri og tók fullan þátt í umræðum þeim og ákvörðunum, sem gjörðar voru“. Pólitík er og verður pólitík! Athafnir Skúla, eftir að heim kemur, benda í sömu átt og ummæli Ara Arn- alds. Orð hans þegar hann heyrir um afstöðu Hannesar' Þorsteinssonar eru vísbending, en þó miklu fremur hitt, að hann hliðrar sér hjá að taka sjálfur beinan þátt í baráttunni um Uppkastið og felur öðrum manni, Sigurði Lýðssyni, allan veg og vanda af ritstjórn Þjóð- viljans meðan á orrahríðinni stendur. Sigurður var harður í horn að taka og reif niður jafnt þau ákvæði í Uppkast- inu sem Skuli hafði samþykkt og undir- skrifað sem önnur. Ég er alls ekki viss um að sú ályktun Kristjáns Alberts- sonar sé rétt, að Skúli hafi sennilega eitthvað skrifað í blað sitt eða sagt fyrir um hverju skyldi halda fram. Miklu sennilegra finnst mér að hann hafi talið sig hólpinn að geta setið rólegur vestur á Isafirði *í fjarlægð frá hinum póli- tís'ku látum“. P n að sjálfsögðu voru það við- brögð landsmanna í heild sem meira máli skiptu um afdrif Uppkastsins en fráhvarf Skúla. Jafnvel þó hann hefði líka skrifað undir hið endanlega Upp- kast, var engan veginn tryggt að það næði fram að ganga, ef hægt væri að æsa landslýðinn upp gegn því. Viðbrögð ís- lendinga við frumvarpinu 1908 eru okkur nútíðarmönnum lærdómsrík fyrst og fremst vegna þess að að þau veita ok'kur hrollvekjandi innsýn inn í eðli stjórnmálabaráttunnar. Ég skal ekki styggja viðkvæmar sálir með því að rekja allt það þref og þras sem varð um Uppkastið hér heima, þeg- ar frá leið, en fyrst í stað var því af öll- um þorra manna tekið eins og kynja- sögu sem væri of góð til að geta verið sönn. Hvaða hvatir sem kunna að hafa legið til hinnar hatrömu baráttu gegn Upp- kastinu, og þær hafa vafalaust í, sum- um tilfellum verið góðar og göfugar, þá fæ ég ekki séð að nokkur algáður maður geti mælt því bót, hvernig á málum var haldið af hálfu uppkasts- andstæðinga. Blöskri mönnum barátt- an um símann, þá er ekki síður ástæða til að fyllast hryllingi yfir þeim aðferð- um sem beitt var til að fella Uppkastið. En nóg um það. Hér vil ég einungis draga fram þá veigamiklu staðreynd, að báðir fulltrúar stjórnarandstöðunnar, s’em samþykkt höfðu Uppkastið, töldu sig hafa verið svikna af flokki sínum. Stefán Stefánsson.skólameistari segir á fundi í Reykjavik: „Ég verð að játa, að þegar ég kom hingað til lands, þá bjóst ég við að okkur mundi verðp, þafckað af öllum, ekki sízt okkar eigin flokki. En það hefur snúizt öðruvísi“. Hann segir að þeir Jóhannes Jóhannesson hafi ekki svikið flokk sinn, heldur hafi flokks- menn þeirra svikið þá.' Þeir Jóhannes hafi ekki annað gert en það sem þeim hafi verið falið með sfcriflegu umboði, og það umboð sagðist hann vera með í vasanum. eir Jóhannes og Stefán voru tveir af hörðustu andstæðingum Hannesar Hafsteins í Þjóðræðisflokknum, en hér er einnig rétt að vitna í tvo heitustu for- vígismenn Landvarnar, sem báðir höfðu barizt hatramlega gegn Hannesi Hafstein og voru auk þess meðal löglærðustu manna landsins. Þessir menn voru Jón Jensson, bróðursonur Jóns Sigurðssonar og formaður Landvarnar, og Einar Arn- órsson, sem verið hafði ritstjóri Fjall- konunnar og hamazt þar mjög gegn Dönum og Danadekri og einnig einn af boðendum Þingvallafundar. Hvað höfðu þessir tveir höfuðbaráttumenn Landvarn arflokksins um Uppkastið að segja? Jón Jensson skrifar tvo bæklinga um málið og segir m.a. um afstöðu ísafoldar: „Hún lætur eins og Dönum komi samn- ingurinn ekkert við, þeir mega ekkert atkvæði hafa um varanleik hans. . . • Víst er það, að samningar hefðu allir verið fyrirfram dauðadæmdir, ef ekki mátti fela Dönum máiin nema svo lengi sem oss þóknaðist, svo að vér gætum rekið Dani frá málunum nær sem vér vildum fyrirvaralaust. Þykir mönnum sennilegt, að þetta hafi verið hugsun þingfiokksins, sem gaf erindisbréfið?" Jón Jensson minnir á, að í kröfum Jóns Sigurðssonar fyrir íslands hönd 1851, 1867 og 1869 hafi ekki verið gert ráð fyrir að nein af sameiginlegu mál- unum yrðu uppsegjanieg, en þau voru (í frumvarpinu 1869) auk konungs, kon- ungserfða og konungskjörs: viðskipti ríkisins öll við önnur lönd, vörn ríkisins á sjó og landi, ríkisráðið, réttindi inn- borinna manna, mynt, ríkisskuldir og ríkiseignir, og póstsamgöngur milli Dan- merkur og íslands. Jón Jensson segir orðrétt: „Þessi mál áttu öll að vera óuppsegjanleg. Jón Sigurðsson var ekki eins hræddur við þet.ta og menn eru nú. Hann sá, að þegar okkur yxi megin, þá mundi næsta sporið auðstigið. En eftir þessu frumvarpi, sem nú liggur fyrir, eru reyndar engin mál óuppsegjanleg, og engu er þar afsalað. Því að málin eru þar nefnd vor mál, sem Dönum er falið að fara með fyrir vora hönd, og tekið fram að Samningurinn sé ekki gerð ur um aldur og æfi. Þegar kringumstæð ur breytast, má segja öllu upp. Þjóðirnar gera aldrei samning fyrir aldur og æfi. Þessi samningur er gerður fyrir 37 ár. Rétturinn til breytinga eða uppsagnar skapast úr því af þörfinni. Hinn siðferði- legi réttur, sjálfsákvörðunarréttur þjóðar innar sem viðurkennrar sjálfstæðrar þjóðar, gefur henni. rétt til að krefjast breytinga, þegar ástæður og kringum- stæður breytast.“ „Efni frumvárpsins sýnir, að ísland er samkvæmt því rílji, sjálfstæð þjóðar- vera, sem ætlazt er til að lifi sínu lífi út af fyrir sig, hafi sitt eigið takmark og þrcskist eftir þeim reglum, er það sjálft sníður sér og myndast smátt og smátt . . Ég get ekki með sanngirni búizt við sam bandi við Dani, sem gefi okkur meiri rétt, eins og nú stendur, en áskilinn er í frurnvarpinu. Það verður ekki ætlazt til að Danir færu lengra en þeir hafa farið. Það er ekki hægt að hugsa sér að íslendingar fái jöfn ráð við Dani um sameiginlegu málin. Við getum ekki gold ið helming kostnaðar við hervarnir og utanríkismál." annig talaði fyrrverandi foringi I.andvarnarmanna og bætir því við, að með frumvarpinu verði sambandi land- anna skipað á líkan hátt og Jón Sigurðs- son fór fram á. Hann „vissi hvað hann vildi, og hann þekkti betur mun á inn- limun og sjálfstæði heldur en þeir menn sem nú vilja fella frumvarpið. Vér þor- um öruggir að leita styrks vorum mál- stað i því, að Jón Sigurðsson kaus þá 'leið er vér förum nú, og taldi hana æskilpga. Ef andstæðingar þessa frum- varps endilega vilja kalla það innlimun, þá verða þeir líka að kalla Jón Sigurðs son mnlimunarmann." Einar Arnórsson skrifaði langa grein um frumvarpið í Lögréttu 16. júni 1908. Hann bendir á, að ef íslendingar vildu skilja við Danmörku meðan sámband landanna væri óbreytt, þá mætti telja það uppreisn, og hefði þá ekkert ríki rélt til meðalgöngu samkvæmt reglum þjóðaréttarins, því hún væri íhlutun í mnanríkismál Danmerkur. Orðrétt segir Einar: „Ef sfcilnaður væri þar á móti hafinn á þeim grundvelli, sem byggður yrði á sambandslagafrumvarpinu, þar sem ísland yrði fullveðja ríki, þá væri meðalgangan réttmæt eftir þjóðarétti. Þá væri ekki um uppreisn að ræða.“ Til dæmis hafi Englendingar ætlað að ganga milli Norðmanna og Svía 1905. Þetta væri ekki lítið atriði, ef til kæmi að íslendingar skildu við Dani. Ef ekki kæmust samningar á um hermál og utanríkismál, við endurskoðun sambands laganna eftir 25—37 ár, ,,þá væri ís- iendingum innan handar að skilja, ef þeir treystu sér til þess, sem meiri eru líkui tR þá en nú, ef rétt væri á haldið næsta mannsaldur". Skilnaður rikja verði því hægari sem sammál eru færri. En engin sammál hafi verið uppsegjan- leg meðan samband Svíþjóðar og Noregs stóð, og engin endurskoðun áskilin í sam bandsreglum þeirra, og þó hafi löndiu skiiið þegar snurða kom á þráðinn milli þeirra. Og Einar spyr: „Mætti ekki hugsa sér eitthvað svipað um ísland eftir mannsaldur eða meira? Og mjög líklegt er það, að Islendingar þokist stóru skrefi nær skilnaði, ef samningur sambands- laganefndarinnar Verður samþykktur, en þeir eru nú.“ Einar Arnórsson skrifaði seinna þetta sama sumar: „En hitt er mér óhætt að segja, að mjög fáir andstæðingar frum- varpsins telja ísland fært til skilnaðar sem stendur. Þeir vilja einmitt halaa sambandinu, af því að þeir sjá, að ísland hefur gagn af því. Hinsvegar sjá það flestir skynbærir menn, að hreint kon- ungssamband við Dani er ekkert keppi- kefli. Konungur yrði danskur samt, ætti allt undir danskri hylli og dönsku fé, sfciidi eigi íslenzku (að líkindum) og íslendingar hefðu ekki eyru hans ftrem- ur en nú, og ef hann ætti að greiða snurður, sem á þráðinn kæmu, þá yrði honum það oftast ómögulegt. Meira að segja sænid konungs yrði oft í veði. Hana væri siðíerðilega skyldur að gæta hags- muna beggja ríkja, en gæti aldrei gert annað en það, sem stærri þjóðin, Damr, viidi, enda mundi hann sjaldnast hafa hvöt til þess. Hvorug þjóöin gæti liait gagn af slíku sambandi.“ Um hið sameiginlega heiti ríkjanna út á við segir Einar Arnórsson: „Út á við er „veldi Danakonungs" ein heild meðan sömu stjórnarvöld fara með utanríkis- mál fyrir bæði löndin. Þetta er þjóð- rétlarhiiðin á sambandinu. „Det sam- iede danske rige“ og „veldi Danakon- ungs“ eru því rétt heiii og þarf engan að hneyksla. Benda má á öldungis sams- konar úr lögum frá 21. des. 1871 um sambandið miUi Austurríkis og Ung- verjalsnds. Þar er sambandið kallað „hið austurríska veldi“ (monarki), en lögin giida þó fyrir bæði ríkin, því þar er sagt berum orðum í 1. grein þeirra, að þau gildi fyrir Ungverjaland. í sömu lögum er margsinnis talað uih- „hina tvo ríkis- helminga" og „tvo ríkishluta". Þó er það ekki kunnugt, að sú skoðun hafi nokk- urs staðar fest rót með ríkisréttar- og þjóðréttarfræðingúm, að Ungverjaland sé ekki fuilveðja ríki. Löndin eru í sam- bandi um konung, utanríkismál, hermál og nokkur fleiri mál. En í yfirskrift sam bandslaganna er samnefnið aðeins dreg iö af stærra ríkinu. En enginn maður er Framhald á bls. 12 Jón Jcnsson Q LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 17. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.