Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 8
Philby á „góðu dögunum" í Beirut, ásamt dóttur sinni. .ijósnum, er hreinskilni það, sem síðast af öllu má vænta af stjórnarvöldunum — þvert á móti má miklu fremur búast við undanbrögðum eða beinni lygi. Mac millan vissi, að mikill grunur hafði hvílt á Philby um nokkurt skeið, en hann hreinsaði hann í þinginu fyrir ákveðin tilmaeli leyniþjónustunnar — og hafði af því mikinn siðferðilegan hnekki síðar meir. En hann gerði fyrirfram grein fyr ir þessari yfirlýsingu við foringja Verka mannaflokksins, og tilfærði að minnsta kosti sumar ástæðurn^r fyrir henni. Nokkrum dögum síðar tók Lipton of- ursti aftur ásakanir sínar gegn Philby og þá hafði M. 1.6 frjálsar hendur að halda fram ráðagerð sinni. 1S æsta .vor gerðist það, að embætt- ismaður úr utanríkisráðuneýtinu kom — samkvæmt beiðni M. 1.6 — til rit- stjóra The Observer og mæltist til þess, að blaðið gerði Philby að fréttaritara sín um í Austurlöndum nær. Æðstu yfir- mönnum blaðsins var frá upphafi gert það ljóst, að Philby lægi undir grun, enda þótt ekkert hefði sannazt á hann. Þeir voru fengnir til að ráða hann, á þeim grundvelli, að þeir gerðu með því föðurlandinu greiða og aðstoðuðu leyni þjónustuna, eða þá að minnsta kosti góð verk með því að hjálpa manni, sem hafði orðið fyrir barðinu á McCarthyisman- um — í báðum tilvikum gerðu þeir góðverk. (Hvort forráðamennirnir hjá The Economist hafa einnig haft trúnað Edward R. F. Sheenan: Uppgangur og fall sovétnjósnara — Síbari hluti PHILBY GENGUR í SNÖRUNA Njósnir eru einna sleipastar viðkomu allra gtæpa; þær útheimta aðeins, að sökudólgurinn safni upplýsingum, sem hann oft og tíðum á fullan rétt á að fá. En það er i frásögn af vitneskju sinni, sem ajósnarinn vinnur sér til sektar og leggur sig í þá hættu, að allt komist upp. En hann hefur á valdi sínu öll undanbrögð, tilheyrandi leynileg- ustu starfsemi mannsins, og það er aldrei auðvelt að fletta ofan af hon- um. Það verður að gefa hinum grunaða sem frjálsastar hendur við starfið, til þess að hann geti komið upp um sig sjálf ur — og þar sem athafnir hans eru Venju lega lítt áberandi, og að því er virðist meinlausar, getur verið erfitt að festa fingur á þeim sem njósna. Þar við bæt- ist, að jafnvel eftir að athafnir hans hafa' komið upp um hann sem njósnara, er nauðsynlegt að láta hann afskiptalaus- an, til þess að komast að kerfinu, sem hann er hluti af. Og yfirleitt hafa gagn njósnakerfi ekki svo mjög áhuga á ein- stökum njósnurum heldur á njósnakerf- um. R.annsóknin á athöfnum Philbys snerist því ekki fyrst og fremst um það að komast að fleiri atriðum í Burgess- McLean-málinu. Brezka leyniþjónustan Yiélt því fram, að nauðsynlegt væri að koma Philby aftur í virkt starf og.fylgj- ast síðan með athöfnum hans. Hann hafði enga aðstöðu til að reka njósnir í Bretlandi, og því var nauðsynlegt að koma honum fyrir á einhverjum stað þar sem sovétmenn væru virkir og hann kynni að geta orðið þeim að liði. Og því þá ekki í Arabalöndunum? Þar mundi Philby njóta frægðar föður síns, síns eigin álits sem sérfræðings í Aust- urlöndum nær, og nægilegs athafnafrels is. í þessum hlutlausu Arabalöndum myndi hann boðinn velkominn í sam- kvæmislífið, og það yrði aldrei mjög erf itt að fylgjast með athöfnum hans — ef nokkrar yrðu. Með öðrum orðum ætlaði leyniþjónustan að koma Philby fyrir — í þeirri von, að hann mundi ekki einasta koma upp um sig, heldur og vísa leiðina til aðalmannanna í rússneska njósnanet- inu í Arabalöndunum. En hvernig fór M. I. 6 að því að undir- búa þetta kænskubragð, sem var svo bersýnilega hættulegt? Það hafði ýmsa erfiðleika ^ för með sér. Fyrst og fremst liðu meira en fimm ár frá því að hann var rekinn úr leyniþjónustunni og þang að til hann var kominn til Mið-Austur- landa, því að það hefði getað vakið grun hjá honum ef mjög fljótt hefði ver ið hafizt handa um þetta. Þessi fyrirætl un varð auk þess að miklu deiluefni milli M.I. 6 og M.I.5, sem vildi halda Philby kyrrum í Englandi, hvað sem það kostaði. Og svo var fjöldi annarra vanda rnála: Einkafyrirtæki varð að bjóða Philby atvinnu í þessum löndum, og sízt af öllu mátti hann vita að verið væri að nota hann sem agn. M. I. 6 var rétt að segja tilbúið til fram kvæmda, þegar Marcus Lipton ofursti, þingmaður Verkamannaflokksins, reis upp í þinginu og sakaði Philby um að vera „þriðja manniíin“. Hinn 7. nóv- ember 1955, svaraði Harold Macmillan, utanríkisráðherra, þessu með þeim orð- um, að „engin vitneskja hefur komið í ijós þess efnis, að Philby væri ábyrgur fyrir að hafa aðvarað Burgess eða Mc Lean. Meðan hann var í þjónustu stjórn arinnar, framkvæmdi hann verk sín vel og samvickusamlega. Ég hef enga á- stæðir til að halda, að Philby hafi nokk urntíma skaðað hagsmuni ríkisins, eða sé þessi „þriðji maður“ — ef þá nokkur slíkur fyrirfinnst". Þegar rannsókn fer fram á grunuðum leyniþjónustunnar, er ekki vitað — þeir virðast hafa verið fúsir til að ráða Phil by, af því að hann var þegar í brauði hins blaðsins). En svo heppilega vildi til, fyrir ráðagerðina, að Philby hafði þegar sótt um atvinnu hjá Obserber, svo að ekkert var einkennilegt við það, að blaðið sendi hann á svæði, sem hann var sérstaklega fróður um. í septem- ber 1956, þegar Súezdeilan stóð sem hæst, lagði Philby af stað til Beirut. Síðan Philby hvarf, fyrir einu ári, hef ur sá orðrómur gengið fjöllunum hærra, að hann hafi verið tvöfaldur í roðinu í Austurlöndum nær — látizt vera þjónn brezku leyniþjónustunnar, við hana, en raunverulega verið starfandi fyrir Rússa. Því er haldið fram, að M. 116 hafi vel vitað um samband hans við Rússa og ýtt undir það, en hinsvegar trú.að á full komna hollustu hans við Bretland. Sam- kvæmt beztu síðari upplýsingum, eru þessar kenningar rangar. Ýmsar ástæð- ur liggja að því, að Bretland hefði aldrei notað Philby sem tvöfaldan njósnara. í fyrsta lagi var hann brezkur borgari, og leyniþjónustur nota sjaldan, ef nokk- urntíma, landa sína í þetta starf. í öðru lagi var Philby talinn reikull í ráði og drákk það mikið, að það hefði getað gert hann hættulegan örygginu. í þriðja lagi af einföldum lagalegum og skrifstofulegum ástæðum, að ekki sé tal að um almennar skynsemisástæður. M.' 1.6 hefði aldrei sjálft notað þann mann fyrir njósnara, sem lá enn undir grun um að hafa beinlínis njósnað fyrir Sovétríkin. F yrsta árið sem Philby var í Beir ut liafði hann mikinn skuldabagga við að glíma, auk kostnaðarins við að halda uppi fjölskyldu sinni í Englandi. (önnur konan hans, sem hafði neyðzt til að fara í vist, til að vinna fyrir sér, dó 1957 og skyldmenni hans tóku að sér börnin fimm). Samanlagt kaup hans hjá blöð- 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS unum tveim var mjög lágt. Hann átti við svo bágborin kjör að búá, að eng- inn vissi fyrir víst, hvar hann svaf á nóttunni. Hann gekk að póstinum sín- um í Normandíhótelinu, en ef einhver vildi ná í hann á óákveðnum tíma, fékk sá hinn sami ekki aðrar upplýsingar en þær, að „hann á heima einhversstaðar þarna uppfrá“, eins og barþjónninn i Normandí orðaði það og benti um leið á flóknu stnágöturnar bak við gistihúsið. Skömmu eftir að Philby kom, lét brezkur err^bættismaður í sendiráðinu þess getið" við nokkra heldri borgara, brezka og ameríska, sem áttu heima i Líbanon, að Philby kynni að hafa eitt- hvert samband við kommúnista og all ar upplýsingar, sem gætu orðið til þess að staðfesta þann grun, yrðu þakksam- lega þegnar. Þannig var Philby, allt frá því að hann kom til landsins, undir „þegj andi eftirliti“, eins og þa"ð var orðað. En í rauninni þýddi það lítið meira en að að bjóða Kim öðru hverju í drykkju- veizlur, og jiað bar engan árangur. Eftir lit M. I. 6, sem haft var í frammi öðru hverjú, gaf heldur engan árangur. Einn Bandaríkjamaðurinn, sem beð- inn var um að hafa auga með Philby, var Sam Pope Brewer, ‘þáverandi frétta ritari New York Times. Á árunum 1957 og 1958 hitti hann og Eleanor kona hans Kim oft. Eins og aðrir í „þegjandi eftir- iitinu", komust þau að þeirri niðurstöðu að Kim væri fullkomlega meinlaus. Einn ig gat hann gert fullvel grein fyrir sér, sem fréttaritari tveggja merkra blaða, og jafnframt hafði hann ærin tækifæri til að spyrjast fyrir um leynileg og hálf leynileg mál, bæði brezk og amerísk. En þegar hann öðru hverju kom í heimsókn í sendiráðin sýndi hann ekki af sér neina sérstaka forvitni, og yfirleitt nart aði hann aldrei í beituna, sem var höfð dinglandi fyrir vitúm hans. Mr egar Kim kom fyrst til Beirut, hafði hann reynt að minnka við sig drykkjuna, en þegar stundir liðu fram, sótti allt í sama horfið aftur, og það var einhver óheppilegasta hula, sem hugsazt gat fyrir njósnara. „Ef hann er rússnesk ur þefari, getur hann varla verið sér- lega góður“, sagði vestrænn embættis- maður einhVerntíma um þær mundir. ,.Ef hann er rússneskur njósnari, mætt- um við þá biðja um fleiri af sama tagi“, sagði annar. Hið síðartalda var sagt, eftir að Kim hafði gerzt ofurölvi í diplómata-kvöldverði og klipið í bak- hlutann á konu franska sendiherrans. Þetta er ekki sagt til að halda því fram, að Kim hafi verið neitt sérstaklega upp á kvenhöndina. í Beirut var eina ástarr ævintýri hans í sambandi við konu kunn ingja síns, Sams Brewers. Þetta var ekki fyrst og fremst líkamleg ást; Eleanor var engin fegurðardís og var komin um hálffimmtugt, eins og Kim sjálfur. Með- an á þessu ævintýri stóð, sáust Kim, Eleanor og Brewer oft saman á opinber um stöðum. Kim var tíður gestur heima hjá Brewer og þeir tveir fóru oft sam an í blaðamennskuerindum. En vinátta þeirra tók snöggan enda 1958, rétt áður en borgarastyrjöldin gaus upp í Líbanon. Að frásögn kunningja þeirra, höfðu þau þrjú komið saman til kaffidrykkju í garðinum við St. Georgs-hótelið, þar sem er fagurt útsýni út á Miðjarðarhaf ið. Kim tók ákvörðun sína. Brewer og Eleanor voru að kítast. Þá datt þetta út úr Kim: „Eleanor, eigum við ekki að segja honum frá því?“ „Segja mér frá hverju?“ spurði Brew er. „Okkur Eleanor langar til að giftast". „Þú átt við“, sagði Brewer, “að þú sért að biðja mig um hönd konunnar minn- ar?“ „Ja-já, eitthvað í þá átt“. Eleanor flaug svo til Mexikó til að fá fljótan skilnað. Kim varð kyrr í Beirut til að skrifa um borgarastyrjöldina, og Brewer var brátt fluttur til New York, 17. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.