Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1964, Blaðsíða 10
---:------- SÍMAVIÐTALID Minnkandi skipti v/ð SVR vegna einkabíla og sjónvarps að margir eru farnir að skilja þetta vandamál og víkja fyrir vögnunum. Tíminn er þegar orðinn knappur á mörgum leið um strætisvagnanna, einkum vegna lækkandi aksturshraða niður Laugaveg. Vildi ég láta banna öll bílastæði á Lauga- vegi. Einnig gæti komið að því, eftir nokkur ár, að skynsamleg- asta lausnin á umferðarvand- anum í miðbænum verði sú, að banna akstur um kjarna hans, hafa stór bílastæði t.d. sunnan Hringbrautar, en liaida uppi tíðum strætisvagnaferðum það an um miðbæinn. N ¥ J A R THE SHADOWS: Theme for young lovers/The Hamm er. OG mitt í öllum þessum Beatles, Dave Clark Five, Rolling Stones, 31ue Jeans og Searches hávaða þá gleymum við hreinlega Sha- dows. Hljómsveitinni, sem ruddi brautina fyrir allar hinar ensku hljómsveitirn- ar, sem nú eru orðnar heims frægar. Þetta er fyrsta platan í langan tíma með Shadows. Fyrra lagið er úr kvikmynd inni „Wonderful life“. Ró- legt lag, sem er útsett í hin- um auðþekkta Shadows-stíl Nokkuð gott lag, sem áreið- anlega getur orðið vinsælt. í síðara laginu verður piltun- um það á,.að syngja, en það hefðu þeir átt að láta ógert. Ekki vegna þess að söngur þeirra sé slæmur, nei, hann er mjög góður. En þeir hefðu átt að leyfa hinum að spangóla og halda sétr heldur að því einu að spila. Þetta er annars ágætasta lag, gamalt etf ég man rétt og gæti ég svo sem vel trúað því, að þessi nýja Shadows plata ætti eftir að verða vin sæl hér á landi. Því hér áttu The Shadows stóran hóp að dáenda áður en nokkur vissi hverjir The Beatles voru. essg. 22180. — Strætisvagnar Reykjavik- ur. Góðan dag. — Góðan dag. Þetita er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Er forstjórinn við? — Augnablik. — Eiríkur Ásgeirsson. — Hvað er að frétta af tekstri strætisvagnanna? — Allt ágætt, farþegum fer fæikkandi og tekjur minnk- andi. Það er að segja, þetta er ágætt, ef það ber vott um ört vaxandi velmegun borgarbúa. Einkabifreiðum hefur fjölgað um þrjú þúsund á síðustu tveimur árum. Ég tel reyndar vist, að ástæðurnar séu fleiri. Batnandi aðbúnaður á vinnu- stöðúm og auknar fjarlægðir valda því, að æ færri fara heim til hádegisverðar. Ég leyfi mér að minnsta kosti ekki að ætla að forsendurnar séu versnandi matur heima fyrir eða ósam- komulag við eiginkonur. Sjón varpið heldur fólki heima á kvöldin og síðast en ekki sízt var stofnað kransæðastiflufé- lagið, sem eggjar menn til gangs. Allt miðar að því að drepa okkur. — Fáið þið styrk frá opin- berum aðilum? — Já, að vísu. Reykjavíkur- borg hefur um nokkurt árabil lagt af mörkum fjárhæð, sem svarar 10% af brúttótekjum SVR. Er ætlazt til að við not- um það framlag til kaupa á vögnum á nýjar leiðir, til byggingar nýs verkstæðis og biðskýla. Hin síðastnefndu hafa einkum verið skotspónn grjót- kasts götustráka. — Það er algengt í Evrópu- löndum, að veitt sé cif al- mannafé til reksturs strætis- vagna. í Bandaríkjunum hafa jafnvel samtök kaupmanna hlaupið undir bagga með einkafyrirtækjum, sem þar sjá um strætisvagnaferðir. Ég var að lesa í bandarísku stræt- isvagnatímariti frásögn af tveimur einkafyrirtækjum, sem ráku strætisvagna sitt í hvorum smábænum, skammt frá Cbicago. Annað FISKRÉTT URINN Fiskiréttur fyrir sykursjúlta. 120 hitaeiningar, 2.4 gr. carbonhydrat, 5 gr. fitu- einingar, 16.3 gr. protein. 80 gr fiskiflök 10 gr gulur ostur % teskeið hveiti % matsk. smjörlíki eða smjör 2 matskeiðar mjólk 1 tómatsneið . 1 lauksneið salt, mustarður eftir smekk. Saltið fiskinn og stráið litlu af mustarði yfir hann. Setjið lauksneiðina á fiskinn og því næst tómatsneiðina. Búið til sósu úr smjörlíkinu, hveitinu og mjólkinni og sjóðið hana. Hellið henni yfir fiskinn, stráið rifnum ostinum yfir réttinn og bak- ið í ofni í um það bil 20 mín. Fiskiflök Procencala. 1 pakki af frosnum fiskiflökum % meðalstór laukur 1 grænn pipar, niður- saxaður 1 meðalstór tómatur, niðursaxaður 2 teskeiðar matarolía 2 teskeiðar sítrónusafi salt og pipar og pf til vill lítið eitt af blóðbergi. Þíðið frosinn fiskinn og skerið í sex bita. Setjið hvern bita á aluminium- pappírs-ferhyrning. Þeytið efnishlutana, sem eftir eru, þar til þeir eru orðnir að sósu og setjið hana með skeið yfir fiskinn. Brjótið hornin saman á aluminium- pappírnum þannig að þetta líkist umslagi svo að sósan renni ekki yfir barmana. Steikið við 175 C oínhita í 15 mín. Fiskiflök á la King % kg fiskiflök (þorskur eða ýsa) 1 bolli af mjólk (heit) eða rjómi 2 matsk. smjör 2 matsk. hveiti salt og pipar eftir smekk 1 teskeið Worchestersihire sósa 2 st. grænn pipar 1 rauður pipar (gamba) 100 gr. sveppir. Notið afganga af steiktum fiski eða sjóðið hæfilegt magn fyrir þennan rétt. Saxið niður sveppina og kljúfið rauða og græna pip- arinn (ef hann er notaður). Bræðið smjörið, bætið • við þetta hveitinu, sveppunum, salti og pipar og sjóðið þar til þetta er þykkt ásamt mjólkinni. Bætið við þetta fiskinum og þeim efnishlut- um, sem eftir eru, og sjóðið í þessari sósu þar til réttur- inn er vel gegnum heitur. Berið á borð heitt með rist- uðu brauði. Þér getið bætt við 4 matsk. af hvítvíni við sérstakt tækifæri. * gekk þolanlega, en hitt á aftur íótunum og varð að leggja upp laupana. Þegar strætisvagna- ferðir höfðu legið niðri um skeið á síðarnefnda staðnum, uppgötvuðu kaupmenn í mið- bamu.m það, að sölu í búðum þeirra hrakaði til muna. Þeir þurftu að senda vörurnar sam kvæmt pöntunum í úthverfin, en áður höfðu húsmæðurnar gert sér ferð inn í bæinn og ævinlega komið heim aftur með allskonar varning, sem þær ætluðu ekki að kaupa, er þær lögðu af stað að heiman, en höfðu séð í búðargluggum. Kaupmennirnir í miðbænum buðu því fyrrnefnda aðilanum að halda uppi strætisvagna- ferðum í þessum bæ einnig og afhentu . honum framilag, tíu þúsund dollara. Tók hann boðinu og strætivagnar fói*u aftur að ganga í bænum. — Hvenær tókst þú við starfi þínu, Eiríkur og hvernig fellur þér það? — Ég byrjaði í maí, 1951, og líkar mjög vel; einkum vegna þess, hve ég hef gott starísfólk. Þegar öll starfsemi fyrirtækis- ins er undir verkum mannanna komin, en ekki sjálfvirkra véla, þá ríður á, að hver standi í sinni stöðu, enda ganga stræt- isvagnaferðirnar um bæinn eins og vél með vel smurðum tannhjólum. — Hvað vilt þú segja að lok- um um framtíð strætisvagn- anna með tilliti til aukinnar umferðar? — Ef við tökum fyrst fjár- hagshliðina, þá er það áreiðan lega hégómi, sem borgarstjórn veitir til SVR, miðað við það, sem ef til vill verður, þegar dregur úr ökuhraða vagnanna, vegna umferðaraukningarinn- ar. Til dæmis minnkar nýting- in um 50%, ef vagnar verða 45 mínútur á leið sinni í stað hálftíma. Svo finnst mér, að taka verði jafnt tillit til allra borgara, og því er slæmt að sjá 80 manns í strætisvagni bíða við að- albraut eftir einum eða tveimur mönnum í einkabil. Að vísu er mér skylt að geta þess, IQ LESBÖK MORGUNBLAÐSIJNS 17. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.