Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Qupperneq 8
Oscar Clausen: Merkur klerkur og 20 S íra Jón Halldórsson, sem hér verður sagt nokkuð frá, var prestur í Grímsey, og síðar á Tjörn og Völlum í Svarfaðardal, á 18. öld. Hann var sérkennilegur maður, tal- inn fjölkunnugur eða jafnvel ramm. göldróttur, gáfaður og hraustur, eins og frásögnin ber með sér. Hann var sonur Halldórs annálarit- ara og lögréttumanns á Stóru-Seylu í 'Skagafirði, Þorbergssonar sýslumanns á Seylu, Hrólfssonar sterka á Víðimýri. Halldór annálaritari var merkur mað- ur, fæddur 1623, og bjó allan sinn aldur á eignarjörð sinni Stóru-Seylu, og dó þar árið 1711. Hann var listamaður, vel að sér í lögum og fróður á mörgum sviðum. Hann hefur ritað viðauka við ánnál Björns á Skarðsá frá 1640-1710. Kona Halldórs á Seylu, en móðir síra Jóns, var Ingigerður Ingimundardóttir, ættuð af Suðurlandi. Síra Jón var fæddur í Reynisstaðar- sókn árið 1698. Pór í Hólaskóla aðeins 12 ára gamall og útskrifaðist þaðan 1718 þegar hann stóð rétt á tvítugu. En vor- ið, sem síra Jón útskrifaðist, stóð svo á, að presturinn í Grímsey, síra Þórar- inn Jónsson, hafði flúið úr eyjunni, undan ofríki og yfirgangi eyjarskeggja. Er.sagt, að þeir hafi „ofboðið“ honum, eða m.ö.o. þeir höfðu hrakið hann í burtu úr eyjunni, svo áð hann þorði ekki að eiga líf sitt og limi undir þeim. Hann hafði því tekið þann kostinn að yfirgefa kallið, ag taka sér jörð til á- búðar í landi. Það var um síra Þórarin sagt, að hann væri margvís og kynni vel fyrir sér, en ekki treysti hann sér samt til þess að ráða við þá mögnuðu galdra- menn, sem í eyjunni voru, óg beyttu hann „galdrakúnstum" sínum og ofbeldi miskunnarlaust. að þótti því mikil vogun þegar herra Steinn Hólabiskup vígði hinn ný- útskrifaða unga mann, Jón Halldórsson prest til Grímseyjar, á uppstigningardag vorið 1718, aðeins 20 ára gamlan. Sagt er, að mönnum hafi ekki þótt dælt eða með öllu áhættulaust fyrir síra Jón, að fara þangað, énda var hann þá blá- fátækur, klæðálítill og átti engar bsek- ur nema að láni. — Það var þó bót í máli, að þessi ungi guðsmaður var ó- venju bráðþroska, öruggur og ókvíðinn, enda mikill fyrir sér og óhr.æddur við Grímseyinga, þó að kræfir væru. Það kom líka á daginn, að karlarnir fóru halloka fyrir honum ef þeir ýfðu sig við hann, og var það þakkað kjarki hans, hörðum vilja og snarleik. Þegar til Grímseyjar kom, varð síra Jón að taka við kirkjunni og staðnum í mikilli niðurníðslu af fyrirrennara sín- um, sem var efnalaus. En prestur tók þegar á dugnaði sínum og framkvæmda þreki, og þó að hann væri fátækur og allslaus í byrjun, búnaðist honum svo vel í eyjunni, að eftir þrjú ár hafði hann byggt þar upp prýðilegt guðshús, og svo byggði hann, nokkru síðar, upp allan staðinn, að viðum og veggjum. Eins og áður er vikið að, var síra Jón hraustur og gildlegur vexti, og eru margar sagnir til af viðureignum hans við eyjarskeggja, en alltaf bar hann hærra hlut í þeim. Einu sinni er sagt frá því, að Grímseyingar veittust að síra Jóni á bjargbrún einni, og var orsökin sú, að þegar prestur kom í eyjuna, vildu eyjarskeggjar reka tvær ekkjur af jörð- um, sem voru kirkjueign, en prestur mótmælti þessu. Ekkert varð þó af- því, að þær væru hraktar út á gaddinn, eftir að prestur hafði ekki orðið að láta í minni pokann fyrir körlunum, þegar þeir, á bjargbrúninni, ætluðu að þvinga hann til þess að verða þeim auðsveipur og undirgefinn. E inn bóndinn á eyjunni hét Pétur og bjó í Grenivík. Hann hafði orðið ó- sáttur við guðsmanninn og hataðist nú við hann og sat um hann til þess að geta klekkt á honum. Mjór vogur skerst inn í tún prestssetursins í Miðgörðum og eru klettar að honum á tvo vegu. I vogsbotninum var prestur að smíða skiþ, og kom Pétur í Grenivík þangað. Hann spjallaði kankvís við prestinn og skoðaði smíðatól hans, en síra Jóni þótti hann þá nokkuð dularfullur og útundir sig, og trúði honum því var- lega, og var var um .sig. — Það kom líka á daginn, að betra var fyrir prest, að vera á varðbergi, því að allt í einu þreif Pétur öxi og reiddi hana að hon- um. En af því að síra Jón hafði grun- að Pétur um græsku, varð hann fynri til og hljóp undir Pétur, og færði hann á kaf t voginn. Síðan dró hann Pétur upp sleit buxurnar niður um hann og rass- skellti har.n, en Pétur var í gulum hol- lenzkum buxum af því tagi, sem Gríms- eyingar fengu úr hollenzkum duggum, sem voru í hundraðatali á veiðum kringum eyjuna í þá daga. — Eftir Prestasögur 74 barna faöir þetta er sagt, að Pétur hafi hætt að sitja fyrir síra Jóni. Fyrstu þrjú árin, sem síra Jóp var prestur í Grímsey, var hann ógiftur og lifði einlífi, en þó brá hann sér til lands í konuleit, og bað Helgu dóttur Rafns, sem síðar var bóndi á Reistará, og trú- lofuðust þau 10. maí 1721. Brúðkaup þeirra stóð svo á Möðruvöllum, og héldu sýslumaðurinn Lárus Soheving og hús- frú hans, Soffía Daðadóttir, góða veizlu. Síðan bjó hann með konu sinni í Gríms- ey 3 árin næstu, en þá fékk hann veit- ingu fyrir Tjörn í Svarfaðardal, og flutti þangað með konu og börn vorið 1724. — Skömmu eftir að síra Jón var seztur að á Tjörn lenti hann í deilum og mála- þrasi við bóndann á Þverá, sem Jón hét og var uppnefndur „villingur". Þessi Jón „villingur“ hafði „illyrt" prest inn svo alvarlega, að sýslumaðurinn dæmdi hann 8. nóv. 1728, til fésekta og til þess,. að þola hina mestu húðláts- refsingu, sem dæmd var nokkrum manni. Það hlýtur því að hafa verið eitt- hvað sérstaklega illgjarnt, sem „vill- ingurinn“ bar á guðsmanninn, en nú er það gleymt og grafið. Haustið 1730 tók síra Jón þunga sótt og lagðist í rúmið með jólaföstu. Hann lá svo ■ allan veturinn til hvita- sunnu, hættulega veikur og þungt hald- inn. Sumarið 1731 dróst hann á fætur, og þjónaði sóknum sínum með veikum burðum. En um haustið varð hánn svo fyrir miklu áfalli, ofan á hin miklu veikindi sín, þar sem hann missti konu sína, mad. Helgu, rétt þrítuga að aldri frá sjö börnum. Hann var gripinn mik- illi sorg eftir Helgu, sem var mesta ágæt iskona, og auk þess hafði hann miklar áhyggjur, veikur og lasburða, útaf fram- tíð og forsorgum barnanna, sem öll voru í ómegð. Liðu svo sex ár, sem síra Jón var ekkjumaður, en haustið 1737 giftist hann aftur, Guðfinnu dóttur Jóns’ bónda í Arnarnesi. Þegar síra Jón haifði verið prestur á Tjörn í 22 ár, fékk hann veitingu fyrir nágrannabrauðinu, Völlum í Svarfað- ardal árið 1746, og flutti þangað um vorið. Það brauð hafði hann lengi litið hýru auga, enda hafði honum, nokkrum érum áður, tekizt að krækja í vonar- bréf fyrir þeim stað, hjá hans hátign Danakonungi. Á Völlum var hann síð- an þjónandi prestur í 33 ár, eða til dauða dags. Hann dó þar 6. apríl 1779, og var þá orðinn 81 árs gamall, en hafði þjón- að prestsembætti í 61 ár. — Síðustu 14 árin, sem sira Jón lifði, var síra Þórð- ur sonur hans, kapelán hjá honum, og hafði þá allar fjárreiður staðarins und- ir höndum. Síra Jón gamli hafði síð- ustu árin kennt „nokkurskonar rænu- skorts“, eða eins og vér í dag myndum segja, að hahn var farinn „eitthvað að kalka“. Lýsing er til á síra Jóni, og er hún á þessa leið*: „Hann var mikill maður vexti og rammur afli, eins og hann átti kyn til, mikillátur og harger. Var því trú- að, að hann vissi jafnlangt nefi sínu, enda mun hann sjálfur hafa látið það í veðri vaka, svo að menn hefðu heldur ótta af honum. Hann var fyrirtaks prestur, mikill raddmaður og predikari, forspár og lögvitur.“ Síra Jón eignaðist alls 20 böm, 10 dastur og 10 syni, og urðu þrír synir hans prestar. Með fyrri konunni eign- aðist hann 8 börn, en 12 með þeirri seinni. Sonur hans cg fyrri konunnar var síra Halldór stiftsprófastur á Hólum, en með seinni konunni voru synir hans prestarnir síra Þórður eftirmaður hans í Vallabrauði og síra Jón á Myrká. —■ Síra Þórður Jónsson, sem var prestur á Völlum í 34 ár (1780-1814) var merk- ur klerkur. Börn hans voru sjö, og var Páll amtmaður Melsted yngstur þeirra. M argar sagnir eru til af síra Jóni og viðureignum hans við Grímseyinga, auk þeirra sem að framan eru sagðar, en eyjarskeggjar voru, eins og áður getur, rammgöldróttir og höfðu oft oeitt presta sína gerningum. Síra Jón var hinsvegar alltaf reiðubúinn til þess að snúa á þá með fjölkynngi sinni og var hvergi smeykur, og skal hér sagt nokkuð frá þeim viðskiptum prestsins við hin „elsku legu sóknarbörn“ hans. Það þykir víst, að Grímseyingar hafi ætlað að fyrirfara síra Jóni þegar hann flutti alfarinn úr eyjunni til lands, og hafi þeir þá sent honum sendingu, sem átti að framkvæma þann verknað. — Þegar prestur var kominn nokkuð inn á sundið til lands, sáu skipsmenn ógur- lega stóran sel synda samsíða skip- inu og vildi hann ko-mast upp í það, en prestur gat varnað honum þess, og sagði að þetta væri sending til sín frá eyjar- skeggjum. En þegar þannig mistókst að koma presti fyrir á leiðinni til lands, voru Grímseyingar samt ekki af baki dottnir og sendu honum enn sendingar, og svo sendu þeir jafnvel menn í land með draugasendingar til þess að drepa prestinn, eins og nú skal sagt frá. Einn vetur, skömmu eftir að síra Jón var farinn úr eyjunni, fóru Grímseying- ar til Eyjafjarðar, og höfðu þá mann með sér, sem þeir treystu vel til þess að drepa síra Jón með gerningum. — Þá var það eitt kvöld, að síra Jón á Tjörn syfjaði venju fremur, og lagði hann sig því fyrir. Þá vaknaði hann snögglega, settist upp, mjög órólegur * Sbr. 31anda III, 243. 8 LESBOK morgunelaðsins 19. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.