Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 2
Indókínverski harmleikurinn í Víetnam á upptök sín í skip'tingu franska nýlenduveldisins í Suðaiustur-Asíu. Það eru einmitt liðin tíu ár á þessu sumri síðan hið fræga frumskógavirki Díenbíenfú á landamærum Laos og Norður-Víet- nams féU eftir 54 daga fraekilega vöm gegn ofurefli liðs. Fall virkis- ins hafði ekki einungis í för með sér alvarlegan ósigur franska hers- ins heldur fól það í rauninni í sér endalok franskra áhrifa í Sauðaust- ur-Asíu. Á Genfar-ráðstefnunni, sem kom í kjölfar ósigursins við Díenbíenfú, urðu stórveldin ásátt um það í júlí 1954 að skipta Víet- nam eftir 17. breiddargráðunni, þannig að landið deildist í tvo nokk um veginn jafnstóra parta. Fyrir norðan vopnahléslínuna voru 165. 900 ferkílómetrar og fyrir sunnan hana 164.000 ferkílómetrar. Við skiptinguna varð Norður-Ví- etnam kommúnistaríki undir stjóm manns sem hafði nálega ótakmörk- uð völd. Þessi maður var Hó Tsjí Minh, sem nú er orðinn 74 ára gamali og er enn við hestaheilsu. Við skiptingu lands ins slitnaði Norður-Víetnam úr tengslum við hin auðugu hrísgrj ónasvæði að imdanteknum óshólmunum í Rauðafljóti, en þar hrekkur uppskeran ekki einu sinni fyrir þörfum íbúanna sjálfra. Norð- ur-Víetnam slitnaði einnig úr tengslum við hinar miklu gúmmí- ekrur í sunnanyerðu landinu, en norður frá er hins vegar mikið um hráefni eins og kol, járn og fos- fat. Þ rátt fyrir ýmsa annmarka gerðu menn sér vonir um, að Genfar-sátt- máhnn mundi faera hinum hrjáðu íbú- um Suðaustur-Asíu langþráðan frið — ef báðir aðilar hefðu hann í heiðri — og stuðla að þvi að draga úr viðsjám í heiminum. En sáttimálinn vax ekki í heiðri hafður. Allt frá því Hó Tsjí Minh fyrst tók við völdum og þó einkanlega á seinni árum hefur hann með mjög góðum á- rangri haldið uppi „nálstungu-skaeru- hernaði“ gegn samlöndum sínum í suðrí. sem notið hafa ríkulegrar efna- hagslegrar - og hernaðarlegrar hjálpar frá 3andarikjunum. Draumur hans er að ná á sitt vald baaði Laos og Suður-Víelnam og hrekja Bandaríkja- menn burt frá Suðaustur-Asíu. Hó Tsjí Minlh trúir því statt og stöð- ugt, að honum muni takast þetta, áður en hann kveður þennan heim, og enn er ekki að vita nema honum verði að trú sinni. Harui á að baki sér merkileg- an feril sem byltingarmaður. Hann er sonur grasalæknis, sem sífeLlt var að hrugga launráð gegn Frökkum. Þegar Hó Tsjí Minh Hó Tsjí Minh var 18 ára, leystist heim- ilið upp vegna faTigelsunar foreldranna, og fjórum árum síðar fór hann sjálfur frá Indókína og réð sig á skip sem messadrengur. Hann flæktist um heim- inn í nokkur ár, bjó um tíma í Harlem (blökkumannahverfinu í New York) og í Lundúnum, þar sem hann vann í eld- húsi á stóru hóteli. Loks settist hann um kyrrt í París og vann fyrir sér með því að snyrta ljósmyndir. Hann er enn hreykinn af frönskukunnáttu sinni, sem er einstaklega góð, og hefur gaman af að sýna mönnum, hve nákunmugur hann er París og lífinu þar. Hin raunverulega köllun Hó Tsjí Minhs í París var samt ekki Ijósmynda- tækni, heldur. pólitík. Hann var einn af stofnendum franska kommúnistaflokks- ■ins og starfaði sem erindreki Komin- terns allan áratuginn 1920-30. Hann var bæði duglegur, úrræðagóður og kaldrifjaður. Honum fannst lítið til um að svíkja aðra byltimgarmenn í Víet- nam í hendur fi-önsku lögreglunnar, ef þeir voru keppinautar hans, en honura tókst sjálfum að lifa af bæði hinar tíðu „hreinsanir“ Stalíns á leiðtogum Kom- interns og eltingaleik frönsku nýlendu- lögreglunnar við sig um Asíu þvera og endilanga. Árið 1932 hvarf hann skyndi lega af sjónarsviðinu og margir héldu að hann hefði látizt úr berklum. En það var nú eitthvað annað. Hann dvaldist í Moskvu og í Kína og beið síns tíma. Árið 1941 var hann aftur kominn til Víetnams og farinn að skipu leggja „frelsishreyfinguna*1, meðan landið var hernumið af Japönum. Hreyfinguna nefndi hann „Vietminh" (Land upplýsingarinnar) og tók sér sjálfur nafnið Hó Tsjí Mimh (Sá seim dreifir upplýsingu). S eint á árinu 1944 létu Banda- rikjamenn Hó Tsjí Minlh í té allmiklar birgðix af vopnum, þar sem hann var þá talinn vera að þjálfa skæruliða til að berjast gegn Japönum. Þegar Japan- ir hurfu brott úr landinu, skildu þeir eftir eins konar „tímasprengju" handa Frökkum með því að afhenda Hó Tsjí Mirh veru’egt magn af vopnum sínum. Þannig hafði hann bæði bandarísk og japönsk vopn þegar hann hóf baráttu sína gegn Frökkum árið 1946, og á sjö og hálfu ári, þar til Víetnam var skipt, misstu frönsku hersveitirnar náiega 100. 000 manns, sem arrnað hvort féllu eða voru teknir til fanga. Talið er að mann tjón uppreisnarmanna hafi verið tvöfalt meira, en áreiðanlegar tölur um það eru ekki fyrir hendi, enda skiptir það kannski ekki neinu meginmáli, þar serv Hó Tsjí Minlh fór með sigur af hólmi. S íðan 1954 hefur Hó Tsjí Minih haft alger vöLd ,í Norður-Víetnam, handan við bambustjaldið svonefnda, og þar hefur hann af mikilli einbeitni byggt upp skæruliðasveitir, sem hann I'-yggst beita til að brjóta undir sig, Laos og Suður-Víetnam á sama hátt og hann beitti þeim til að hrekja Frakka burt. Hermenn hans eru þjálfaðir til að berjast í stríði án nokkurra víg- iina. þar sem enginn veit hver er fjand mað'ur og Wver samlherji. Þessi hernaðar aðferð fór ákaflega illa með taugarnar á Frökkum, og hún er líka farin að leika taugar Bandaríkjamanna og Suð- ur-Víetnama illa. í yfirlýsingu til þjóðarinnar árið 1946 lét Hó Tsjí Minh þess getið, að stríðið yrði langvinnt og erfitt. Þau orð hafa rætzt, þó kannski hafi hann ekki gert ráð fyrir jafnmiklum og lang vinnum erfiðleikuim og komið haifa á dagmn. Hó Tsjí Minih hefur skipulagt ríld sitt af svo mikilli hörku og einbeitni, að jafnvel Kína b'.iknar við hliðina á því. Þar ríkir aðeins einn strangur vilji sem allir hlýða. Venjuleg fjölskylda i höfuðborginni, Hanoí, fer á fætur klukk an 4:45 að morgni og kastar sér ör- þreytt til hvíidar klukkan 10 að kvö dl — eftir látlaust puð í verksmiðju, á pólitísku uppfræðslunámskeiði og á skólabekk fyrir fullorðna. Þrátt fyrir þessa 'hörku stendur meirihluti þjóð- arinriar á bak við „Hó frænda“, og þar sem ríkið fær yfir 15 milljarða króna árlegan styrk frá Sovétríkjunum og Kína, hafa lífskjörin batnað lítið eitt. En framfarirnar hafa verið hörmu- legá hægfara. Þar sem landið er úr tengslum við hrísgrjónaakrana í Suð- ur-Vietnam, hefur Hó átt fullt í fangl með að sjá fólkinu fyrir fæðu. Og ekki hefur það bætt úr skák, að Rússar drógu nýlega úr hjálp sinni til Norður- Víatnams, eftir að Hó fór að gera sér dælia við Kínverja. Upphaflega reyndi Hó Tsjí Minh að draga úr viðsjánum milli Rússa og Kínverja, og atti m.a. saman „Peking- arminum“ og „Moskvu-arminum“ I stjórn siruu, en í þeim síðarnefnda ar m.a. Vó Ngujen Gíap, hinn fjörmikli smávaxni sigurvegari frá Díenbíenfú. En upp á síðkastið, eftir að Rússar fóru þess á leit við Hó Tsjí Minh, að hana Framhald á bls. 12 UtgefancU: H.f. Arvakur, Reykjavllc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viffar. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráÖ Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristlnsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 224Ö0. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. <Jbi. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.