Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 11
Á erlendum bókamarkaði Saga Heimskringla. Snorri Sturluson Part One. Vol. I-II. Translated by Samuel Laing. Revised by Jaque line Simpson. Dent: Everyman's I.ibrary. 30s. 1964. Heimskringla var fyrst gefin út í Everyman's Library 1914, öðru sinni 1930 og nú. Þessi þýðing kom fyrst út 1844 i þrem bindum, og eru Everyman's út- gáfurnar endurprentanir þeirrar, með leiðréttingum og viðaukum. Laing þýddi eftir útgáfu þeirra Gerhards Schönings og Skúla Thorlacius, sem kom út 1 Kaup- mannahöfn á árunum 1777-83. Rit Snorra eru talin til merkustu rita sem sett voru saman á miðöldum í Evrópu, og sem sagnfræðirit frá þeim tímum ber það af öðrum. Heimildir Snorra voru forn kvæði og eldri sögur og sagnir; hann virðist taka margar þessar heimildir mjög varlega og hirðir ekki um kraftaverkasögur og undra, sem var eftirlæti miðalda höfunda. Hann leitar eðlilegra skýringa á ýmsum atburðum, sem samtímahöfundar töldu yfir náttúrulega. Talið er að hann hafi lokið Heimskringlu fyrir 1235. Ritið hefst í fyrnsku og lýk- ur um 1177, þegar Sverrir kon- ungur tekur að berjast til valda í Noregi. Líklegt er talið að Snorri hafi sett sér þessi tima- mörk, þar eð þá.var þegar rituð saga Sverris konungs af Karli Jónssyni, ágæt saga. Snorri fær ágæta menntun í Odda, og er lík- legt að hann kynnist þar sagn- fræðiiðkunum og sögu; hann öðl ast völd og auð ungur að árum og er einn auðugasti maður lands ins um sína daga. Heimsmynd Snorra birtist skýrt í Prólogus fyrir Eddu og víðar. í Prólogus rekur hann sögu Ása og for- feðra konunga, jarla og ríkis- manna, sem ríki taka á Norður- löndum eftir þangaðkomu. Snorri segir að tunga Ásamanna hafi borizt með Óðni og hans ætt á sömu slóðir, svo og skáldskapar list. Um og fyrir daga Snorra er skáldskaparlist iðkuð hérlendis og svo sagnalist, höfðingjar setja hér saman harla mikil kvæði og sagnabálka, einnig klerkar og munkar. Að vísu er vitað um ör- fá rit, sem sett voru saman í Nor- egi, en segja má að meðan hér- lendis blómguðust bókmenntir og líóðagerð, lægju Norðmenn í fuU komnum analfabetisma. Ýmsir siðir voru hér aðrir en I Noregi, greftrunarsiðir og stjórnsiðir; goðar fóru hér með völd. Þeirra er ekki getið í Noregi. Rík bók mennta- og sagnaerfð og uppeldi í Odda, veldur áhuga Snorra á sagnafróðleik og skáldskap. Áhugi íslendinga á norskum kon ungum gat ef til vill stafað af ættartengslum, sé Prólogus tek- inn sem heimild. íslendingar áttu ríkan rétt í Noregi, og voru oft 1 nánum tengslum við hirðina og áttu þar greiðan aðgang. Hvað um það. Eitt merkasta rit mið- alda var hér sett saman, og án þess ættu Norðmenn enga sögu og íslendingar væru einu lista- verkinu fátækari. í þessum fyrri hluta Every- man's útgáfunnar eru Ólafssögur báðar og auk. þess Grænlendinga þáttur. f síðari hlutanum, Sagas of the Norse Kings, er fyrri og síðari hluti ritsins. Bókmenntir The Banker. Leslie Waller. Cass ell. 25s. 1964. Þetta er löng skáldsaga, 465 síð- ur, þéttprentaðar. Aðalpersónan er bankamaður að nafni Palmer. Faðir hans og afi voru banka- menn svo erfðir og uppeldi beina honum inn á sömu braut. Hann élst upp í andrúmslofti viðskipta; afstaða hans mótast af uppeldinu, hann lifir og hrærist í heimi víxl ara og lánastofnana; vinna hans í bankanum veitir honum öryggi og hann sinnir skyldum sinum af trúmennsku, þvingaður af föður sínum, sem stjórnar banka sínum af nákvæmni og öryggi. Þegar Palmer er fjörutíu og fjögurra ára, deyr faðir hans, og hann tek- ur við bankanum, selur stofnun- ina og losnar þannig undan áhrif- um föður síns og er nú loksins hann sjálfur, að þvi er honum finnst. Og hann rýfur enn frekar öll tengsl við fortíð sína með því að gerast framkvæmdastjóri bankasamsteypu, þar sem verk- efni hans er að keppa við spari- sjóðina um innistæðufé fjöldans. Auk þessa kemur það á daginn, að hann verður að berjast með hnúum og hnefum gegn því að stærsti hluthafi samsteypunnar nái öllum völdum í stofnuninni, með því að kaupa upp smærri hluti. Þetta verður honum hörð og löng barátta; hann á þar ójafn an leik við tungulipra fjármála- menn og okrararusl, sem nota að stöðu sína- til hins ýtrasta.. Ást- mær hans, Virginía, gerir honum lífið bærilegt og veitir honum þá lullnægingu, sem hann kynntist aldrei i hjónabandi sínu, og þann styrk, sem þessi miskunnarlausa barátta krefst. Og að lokum hlýt- ur hann að hætta öllu til vinn- ings eða taps. Höfundur dregur upp ágæta mynd af viðskiptalífinu: barátt- unni, baktjaldamakkinu og tog- streytunni. Bókin er tilgerðar- laus og sönn og mjög skemmtileg aflestrar. Úr annálum miðalda Guðmundur Guðni 1207 Island Kolbeinn ríður heim að Hólum með 80 manna sveit og stefnir mönnum Guðmundar biskups til Hegranesþings. Deilumálum þeirra var skotið undir dóm erki- biskups og var það fyrsta skipti er íslendingar skutu málum sín- um undir dóm erkibiskups og reyndist það ills viti. 1208 Sætt gerð með Böglum og Birki- beinum í Noregi. Páfi setur England 1 bann. fsland 9-9. Víðinesbardagi, milli Guð- mundar góða Arasonar og Kol- beins Tumasonar. Þar féll Kol- beinn £if steinkasti en biskupinn fékk sigur og varð þá einvaldur á Norðurlandi. 1209 Innósentlus III, páfi, hefur ofsókn gegn Albígensum. Hinn heilagi Frans frá Assisi hef lir trúboðsstarf sitt. Lærisveinar hans gengu um berfættir og í þrúnum kuflum, tveir og tveir •aman. Guðmundsson tók fsland 15-4. Hólabardagi. t aðför þessari að Guðmundi Arasyni Hólabisk- upi voru alls 800 menn og all- flestir höfðingjar landsins, þar á meðal Snorri Sturluson, og fór biskup með honvun suður til Borgarfjarðar eftir bardagann og dvaldist með Snorra um hríð í Reykholti. Fyrirliði í þessu mikla liði höfðingja var Arnór Tuma- son. F. Gizzur Þorvaldsson jarl Há- konar gamla yfir íslandi. Simaviðtal Framhald af bls. 10 bara ein veruleg búskapar- sveit, Kjósin. Þar er mikið fé- lagslíf og lyfta bændur Grettis tökum með samstöðu sinni. Þeir gerðu t.d. fyrir nokkrum árum áætlun um framraeslu- þörfina á svæðinu næistu 5 ár og greiddu þá bændur vissa upphæð árlega, hvort sem byrj að var á að grafa í þeirra landi eða það gert fimmta árið. Búskapurinn í Mosfellsg/eit er á undanhaldi xmdan byggðinni og á Suðumesjum leggjast jarð ir ört í eyði, þar sem mikil eftirspurn er eftir vinnuafli saman 1210 Kirgisín eða Síbería sameinast Mongólaríkinu. Valdemar sigursæli Danakonung ur fer herför til Prússlands. Innósentíus III, páfi, leggur bless- un sína yfir trúboð Frans af Ass- isi, en það var fyrst um 1200 að Frans stofnaði munkareglu sína. og stutt að fara. —Búnaðarsambandið eydidi síðustu tvö sumur 88 þúsund krónum til áburðardreifingar úr flugvél Sandgræðslunnar. 3ar þessi starfsemi mjög góð- an ávöxt og sækir féð mjög á þessa haga. Var áburðar- dreifingunni því haldið áfram í sumar. — Hvernig hefur heyskapur gengið? — Mjög vel. Grasspretta var einstaklega góð og heyfengur víðast mikill. Þó 'má vera að hey séu nokkuð létt, vegna þess hve seint var slegið. Það er öruggt, að aldrei hefur ver- ið annað eins framboð af heyL Jóhann Hannesson: H V A Ð er persónuleg menning? Og hvaða menning er ópersónuleg? Má ekki einu gilda hvort menning vor er persónu- leg eða ekki, ef oss tekst að tileinka oss einhverja menningu á annað borð? Fyrir svo sem hálfri öld mátti með alþýðu manna finna mikinn fróðleiksþorsta. Menn höfðu yndi af að tileinka sér fróð- leik af ýmsum gerðum. Skólar handa þroskuðum æskulýð voru fáir og smáir. Það sem menn á annað borð lærðu, varð per- sónulegt, annað hvort af brýnni lífsnauðsyn eða af því að menn langaði til að læra það, eins og t.d. fróðleik um fram- andi þjóðir eða fögur ljóð íslenzkra skálda. Menn ræddu sam- an, spurðu hver annan og svöruðu spurningum. Annað hvort varð að sækjast eftir þekkingunni eða vera án hennar, því hún bauð ekki sjálfa sig fram. Ásýnd þekkingarinnar var að- laðandi og vingjarnleg, líkt og blóm í garði eru vingjarnleg, ef maður 'snýr sér að þeim og gefur sér tíma til að skoðá þau. Á nýafstöðnu þingi margra menntamanna frá öllum Norð- urlöndum og fimm löndum öðrum var til umræðu spurning- in um persónulega tileinkun menningarinnar. Finnskur rektor sagði meðal- annars að fjöldinn allur af æskulýð nútímans fengi ekki tileinkað sér menninguna persónulega, heldur lenti hann í andstöðu við þekkinguna og stældist 1 þrjózku sinni gegn henni. í stað þess þekkingarþorsta, sem áður var, og löngunar til að læra, er nú komin andúð á þekkingunni og leiði á því, sem læra skal. Jafnframt þessu ryðst hin ópersónulega menning að hverj- um manni gegnum fjölmiðlunartækin, útvarp, sjónvarp o.fl. og að sumu leyti gegnum skyldunámið. Margir láta sér nægja þessa ópersónulegu menningu, og spyrja mætti hvort það geri nokkuð til. En það kemur í ljós að menn, sem þannig eru af- klæddir persónulegri menningu, geta ekki eða treysta sér ekki til að leysa mjög einföld vandamál, svo sem persónuleg vanda- mál í eigin lífi eða á heimilum sínum eða í uppeldi barna sinna. Menn verða mjög háðir hinni ópersónulegu múgmenningu, geta lítið annað en það, sem er orðið þeim vani; hafa óbeit á nýrri áreynslu og glímu við ný viðfangsefni. Sérfræðingar eiga að leysa allan vanda. Hvað gæti hugsazt vænlegt til þess að eignast nýja gerð af fróðleiksþrá og glæða hana með börnum og æskulýð? Ætti að fækka skyldunámsgreinum barna- og unglingaskóla, t.d. niður í lestur, skrift, kristin fræði, reikning og sögu, eins og áður var, bæta þar við samtíðarfræðslu, en sleppa skyldunámi í fjöl- mörgu öðru, og veita þó kennslu í því öllum sem vilja, bæði í verklegum og bóklegum greinum? Og mætti ekki stytta út- varpstímann, gera blöðin minni og betri, hætta að telja mönn- um trú um að allra lélegasta skvaldur í útvarpinu sé tónlist fyrir ungt fólk, en gefa góðum kennurum frelsi til að kenna það, sem þeim er hugleikið, á þann hátt sem þeir vilja? Þannig gæti komið með frjálsu móti margt efni, sem skólaleiðinn er búinn að skemma, landafræði, náttúrufræði, erlend mál, söng- ur, saga o.fl. Svo róttækar hugmyndir báru menn að vísu ekki fram opinberlega, en ræddu sín á milli. Byltingar í fræðslumál- um eru dýrar og óvissa ríkir fyrirfram um árangur þeirra. En sú skylda hvílir á sérhverri fullorðinni kynslóð að hjálpa æskulýðnum til að tileinka sér hið verðmætasta af þeim and- legu verðmætum, sem hún þekkir sjálf. Og á menntamönnum hvílir sú skylda að forða þjóðfélaginu frá því að verða sjálfu sér sundurþykkt hús þar sem einn rífur niður það sem annar byggir upp. Persónuleg menning verður ekki veitt né meðtekin nema í opnu samfélagi, þar sem samræður, spurningar og svör, geta átt sér stað. Einstefnuakstur fjölmiðlunartækjanna og gagn- rýnisleysi, eins og t.d. útvarps og sjónvarps, hefir tilhneigingu til að Ioka samfélaginu milli kynslóðanna, og skemmtanaiðnað- arinn dregur í sömu átt. Nauðung skólaskyldunnar og ósveigjan- leiki kerfisins er að sumu leyti til þess fallinn að ala upp all- mikla ósjálfstæða leikni og kunnáttu hjá hinum vel gefnu, en leiða og þrjózku hjá öllum þeim fjölda, sem múgmiðlunar- tækin hafa gert að þrælum sínum. Illt er að vera þræll, en verra þó að vera þræll hjá tveim húsbændum en einum, því þá leitast þrællinn við að leggja fram svo lítið sem verða má, og hugsar ekki til frelsis. Hann verður hvorki sjálfum sér nægur né sjálfum sér líkur, heldur rótlaus og ábyrgðarlaus í afstöðu sinni til eigin þjóðar og mannkynsins. ÞANKARÚNIR 38. m. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.