Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 14
Xh. F’iedner
íð móðurhús. Þetta var nauðsynleg ráð
stöfun, þar sem starfandi díakónissur
eru ógiftar, til þess að þær eigi öruggt
athvarf, ef heilsan bilar og eins þegar
þser eru orðnar aldraðar og geta ekki
lengur unnið. Þá skal diakónissuhús
jafnan hafa. náið samband við prest,
sem bæði hefir áhuga á starfinu og
sérmenntun í sálgæzlu. Sé um stór
díakónissuhús að ræða, með sjúkra-
húsum og hressingarheimilum, þá er
þar fullt starf handa presti, og hefir
hanr, ærið að starfa. Við slíkar stofn-
anir vinna einriig margir læknar, eins
og gefur að skilja.
íJm s.l. aldamót voru nálægt þrett
án þúsund díakónissur í evangeliskum
löndum. Á Norðurlöndum starfa flest-
ar þeirra að hjúkrun og skyldum vel-
ferðarmálum, en í ýmsum löndum eru
diakónissur, sem eru kennarar og fá-
tækrafulltrúar. Menntun fer eftir því
hvor leiðin er valin, hjúkrunarleiðin,
kennsluleiðin eða hin félagslega leið.
En ti! viðbótar við undirstöðumenntun-
ina er jafnan veitt nokkur guðfræðileg
fræðsla og kirkjuleg vígsla, sem annað
hvort er framkvæmd af presti eða bisk-
upi.
Frá upphafi hefir hin evangeliska
díakóriíuhreyfing (bæði kvenna og
karla) stefnt að því að vinna gegn fá-
tækt (pauperism), sjúkdómum og sið-
spiliingu. Hið félagslega gildi hreyfing-
arinnar hefir því verið mikið.
Díakónissuhreyfingin er regla, en þó
ekki nunnuregla. Stúlkur geta gengið
úr reglunni og gengið í hjónaband og
haldið áfram að styrkja hreyfinguna,
en bera ekki einkennisbúning reglunn-
ar, r.ema þær séu starfandi díakónissur.
Þannig er í senn haldið evangelisku
frelsi og reglu. Reynt hefir verið að
skipuleggja hliðstætt starf á annan hátt,
og til er mjög skyld stofnun safnaðar
systra (menighetssöstre), t.d. í Noregi,
sem hefir reynzt ágætlega. Aðrar til-
raunir hafa verið gerðar, í öðrum lönd-
um, þar sem dregið hefir verið úr kröf-
um um mannval og menntun, en það
hefir gefizt miður, eins og skilja má.
Til Norðurlanda, utan íslands, barst
día!cóníuhreyfingin tiltölulega fljótt, til
Svíþjóðar árið 1849, Danmerkur 1863,
Finnlands 1867 og Noregs 1868. í Finn-
landi eru fimm menntastofnanir fyrir
diakónissur. Samkvæmt kirkjulögunum
á sérhver finnskur söfnuður að hafa
eina díakónissu að minnsta kosti í þjón-
ustu sinni, en sumir söfnuðir hafa þeg-
ar tvær eða þrjár, og njóta þær mikils
álits þar í landi.
Auk Fliedners hafa aðrir mikilhæfir
áhugamenn unnið að myndun og mót-
un hmnar lúthersku díakóníu, svo sem
W. Löhe (1802-72), prófessor Zimir.sr
og fleiri, sem of langt yrði hér að
telja. Mestur er þó hlutur kvennanna,
sem bæði hafa framkvæmt þjónustuna
og haldið uppi hinu andlega lífi. Það
hafir verið sagt að þegar „hreyfingin“
barst til Noregs, hafi hún verið ein ímg
stúlka, sem numið hafði í Kaiserwertlh,
en þessi eina unga stúlka var í senn
vel trúuð og vel menntuð. Þrem ára-
tugum síðar voru díakónissur Noregs
um þrjú hundruð og fimmtíu. Nú á
Noregur fjórar stofnanir, sem mennta
fólk til þessa starfs, þar af tvær, sem
bera heitin diakónissuhús. Spyrja mætti
hvað valdi. Vera má að Lúther hafi
veitt svar fyrir meir en fjórum öldum:
„Það lítur svo út sem guðræknar kon-
ur hafi sérstæða náðargáfu til að hug-
hreysta aðra og hna þjáningar þeirra.
Og þær hafía langtum meiri hæfileika
en karlar til þess að sýna meðsystkin-
um sínum miskunnsemi". —
Höfum vér á voru landi ekki eignazt
neitt á meðan þessi hreyfing barst um
nágrannalöndin og breiddist út? Jú,
vér höfum eignazt anda, sem tala í
gegnum miðla, og miðla sem andar
nota til að ta'la. En sá ANDI, sem skóp
hina kirkjulegu díakóníu, kom hvergi
í gegnum þá, hvorki hér né annars
staðar, enda hefði honum ekki verið
vel tekið hér. íslenzka kirkjan á enn
eftir að eignast sína fyrstu díakónissu,
þótt kirkja frænda vorra vestan hafs
hafi eignazt slíkar konur. En ísland
hefir aftur eignazt djákna — og er hann
þó alllangt undan landi, svo sem kunn-
ugt er.
að verður ekki úr sögu vorri
máð að vér höfum brugðizt við hinni
kirkjulegu díakóníu á allt annan og
neikvæðari hátt en frændþjóðirnar,
bæði austan hafs og vestan. Segir Jón
Helgason í „Verði Ljós!“ árið 1903:
„Ég hafði kynnt mér lítils háttar þess
konar félagsskap, og nokkrum árum
áður náð saman nökkrum góðum mönn-
um og gegnum, til þess að heyra álit
þeirra á gagnssemi sláks félagsskapar
fyrir bæ okkar. En árangurinn hafði
enginn orðið“. — Síðar segir frá stofn-
un Hjúkrunarfélags Reykjavíkur fyrir
forgöngu Oddfellows hér þetta sama ár.
Hefði það félag lifað, þá hefði það átt
sextugsafmædi í fyrra. — En um síðustu
aidamót tókst ekki „góðum mönnum og
gegnum“ betur en dr. Jón Helgason
segir.
Hins vegar ber að þakka — Og aldrei
skyldi því gleymt — að mikið af sarns
konar starfi hefir verið unnið hér á
landi af góðum hjúkrunarkonum, systr
um Hjálpræðishersins, kaþólskum systr
um, prestskonum og ljósmæðrum ís-
lenzkum. En skipleg evangelisk díakón-
ía hefir samt ekki orðið til enn með
oss í kirkju vorri.
Mongólía
Framhald af bls. 9
blaðsíðuna" I sögu sinni.
Loks gátu Rússar yfirboðið Kínverja
um fjárútlát. Mongólía þarfnast sárlega
fjármagns utan frá, til að koma á fót
iðnaði sínum, og á þessu mikilvæga
sviði hafa Rússar öll háspilin á hend-
inni, því að Kínverjar hafa illa fjár-
magn handa sínum eigin iðnaði, auk
heldur þeir séu aflögufærir.
Sem dæmi má nefna, að árið 1960
gátu Rússar flutt út iðnaðartæki til
Mongólíu, sem voru 25.555.200 rúbl-na
viröi, og þetta var sama sem 70% af
innflutningi Mongólíu. Kínverjar gátu
ekki flutt nema 8.875.910 rúblna virði
af vörum til Mongólíu — mest silki, mat
vöru og neyzluvöru, sem mongólskir
segja þjóðina raunverulega enga þörf
hafa fyrir og mundu fegnir skipta á
fyrir iðnaðarvörur. Heyrzt hefur, að
útflutningur Kínverja til Mongólíu
hafi hrapað ört, síðustu fjögur árin. Kín
verjar hafa það nóg að hugsa um sín
eigin vandamál, að þeir geta beinlínis
ekki tekið þátt í þessari samkeppni.
að er auðvelt bæði að sjá, heyra
og bragða sovétsigurinn. Matsalan f
nýja Ulan Bator-hótelinu ber íram rúss
neskan mat, sem kállaður er „evrópsk-
ur“. Buffin eru matreidd á rússneska
visu, allt flýtúr í styrjuhrognum, og
jafnvel grúsíska sódavatnið Barzhumi
er fáanlegt. Hótelið hefux engan kín-
verskan mat, og enginn einasti ldn-
verskur matsölustaður fyrirfinnst í
Uian Bator.
Stóra klukkan f forsal hótelsins var
alltaf á eftir tímanum. Það var að mér
komið að stinga upp á að láta gera við
hana þegar mér var sagt, að hótelið
starfaði eftir Moskvutíma. Eina útvarps
stöðin í Ulan Bator lýkur dagskrá sinni
um klukkan 10. e.'h. með því að leika
rússneska þjóðsönginn.
BJaðið UNEN — sem er mongólska
og þýðir sannleikur — er ekki annað
en upptugga af Pravda, sem einnig þýð-
ir sannleikur á rússnesku. Árið 1946
var hætt við falíega, bogadregna, lóð-
rétta mongólska letrið og cyrillska letr-
ið tekið í staðinn; þessvegna líta mong-
ólsk blöð tilsýndar út eins og tilsvar-
andi rússnesk. Mongólska fréttastofan,
sem heitir Monstema, fiytur ekki ann-
að en þýðingar á fréttum frá Tass, sov-
ézku fréttastofunni, og lætur svo
renta þær óbreyttar í blöðimum þar.
stuttu máli sagt, er allt, sem lesið er
í Ulan Bator um umheiminn, séð frá
einu sjónarmiði: Moskvu.
Geysistór standmynd af Lenin gnætf-
ir yfir stóra torgið fyrir framan hót-
elið í Ulan Bator. Lengra niður eftir
götunni er veiðiklúbbur, kenndur við
Lenin., Sovétbækur, prentaðar bæði á
rússnesku og mongólsku, eru seldrir á
sölupöllum á hverju horni, ennfremur
rússnesk blöð, aðeins eins dags göm-
ul, sem koma með flugvél frá Irkutsk,
hinni gömlu höfuðborg Mið-Síberíu,
sem er ekki nema í tveggja flug-
tíma fjarlægð.
Ii andbúnaður Mongólíu er næst-
um nákvæmlega sniðinn etftir sam-
yrkjubúakerfinu rússneska. Á síðustu
þremur árum er sagt, að 99% af hirð-
ingjabúskap Mongólíu hafi verið skipu-
lagðui í samyrkjubú — þ.e. hirðingjam
ir hafa verið neyddir til að hætta við
búskaparfag sitt og þeim þröngvað inn
í samyrkjukerfið. End-a þótt mikið af
þessari skipulagningu kunni að vera
mest á pappírnum, þá er að minnsta
kosti atlagan gegn hirðingjunum haf-
in, og verði farið eftir fýrirmyndinni
frá Mið-Asíu, á hirðinginn sér enga
undankomuvon.
Sovézka hvatningarkerfið er viðhaft
i verksmiðjum Mongólíu; verkamenn-
imir fá uppbætur fyrir yfirvinnu og
umf r amafköst.
Sovézk iðnaðartæki eru allsstaðar.
R.ússneskir bílar, vörubílar, vélar og
verkfæri halda Mongóliu í gangi. Kin-
versk aðstoð hefur takmarkazt við
smávægileg lán (en þeim var lokið
1960, þegar Kína varð fyrir upjiskeru-
bresti annað ánð í röðbvni) og svo
verkamenn.
Mongólar eiga sér meira að segja
sömu feimnismálin og Rúasar. Til dæm-
is að taka er þarna úfVma*kaður á hverj
um sunnudegi, samlcvæanl hinni for-
dæmdu auðvaldsreglu um framboð og
eftirspurn. Mongólarnir boma á mark-
aðinn og selja það, sem þeir vilja losa
sig við, hvort sem það heitir kartöflu-
poki eða gama'l-l skrúflykill — og fyrir
það verð, sem þeir geta fengið. Sama
daginn sem mongólskur embættismað-
ur neitaði þv-í við mig, án þess að
bregða svip, að þetta ætti sér stað, var
ég um tvær klukkustundir á svona
markaði og skrafaði við Mongólana —
venjulega seljendurna — og svo Kín-
verja, sem voru oftast kaupendumir,
á rússnesku, sem 'nú er orðin einskonar
„fúskrúðsfjarðarfranska“ í Mongólíu.
Eftir nokkurra daga dvöl í Ulan Bat-
or, þriggja alda gömlu höfuðborginni,
sem nú er sem óðast að evrópskast,
enda þótt 70% íbúanna búi enn í flóka-
tjöldum, er auðvelt að gleyma Því, að
Mongólfa sé frjálst rfki f orði kveðnu.
Mér fannst ég vera í einhverju sovét-
ríkinu í Mið-Asíu — svo gegnsósað var
allt af rússneskum áhrifum.
E n hinn venjulegi Mongóli virðist
ekkert hafa við þetta að athuga, því
að hann langar til að gerast vestrænn
og stendur í þeirri trú, að öll Evrópa
(og Bandaríkin með, eins og einn Mong
ólinn orðaði það) hafi sem helzta ein-
kenni rússneska bíla, rússneskar bæk-
ur og rússneskt snið á öllu. Mynd hans
af Vesturlöndum er komin gegnum
sovézk gleraugu. Og auk þess hefur
hann tilhneigingu til að skoða Rússa,
enn í dag, sem verndara sína gegn Kín-
verjum. Hann hefur ekki gleymt hinni
Jangvinnu, kínversku yfirdrottnun, en
hermi lauk annars 1911. Þessi arftekni
fjandskapiy gegn Kínverjum hefur ver-
ið gjörnýttur af Rússum, því að þetta
er tilfinningamál, þeim í ha-g, sem
ekki er til í öðrum löndum þar sem
samkeppni Moskvu og Peking er enn
í fuUum gangi.
Rússland 'hefur verið að reyná að
vinna sigur á mongólska vísu í Norð-
ur-Kóreu o-g Norðu-r-Vietnam — en að
því er virðist með minna árangri. í
báðum þessum Asíulöndum stefnir hug-
myndafræðileg starfsemi í vaxandi
mæli til Pekin-g, þrátt fyrir allverulega
innrás sovézks auðmagns og tælkni-
rnaima. Og í þeim löndum þar sem
kommúnistar eru ekki við völd — að
undanteknu Indlandi sem nú er í sér-
fiokki — en oftast til fjölmennur hávær
flokkur Pekingsirma, sem hvetja tál
„vopnaðrar uppreisnar“ fremur en til
„friðsamlegrar sam-búðar". Þetta er hug
myndafræðil-egur hagnaður, sem Kín-
verjar ætla augsýnilega að no-ta sér til
hlítar, einkum eftir hop Krúséffs,
er hann samþykkti að flytja eldflaug-
arnsr burt aftur frá Kúbu.
En þrátt fyrir alla sigra Rússa í Mong
ólíu, er samt sterkasta aflið, sem þar
er nú að verki, mongólska þjóðernis-
stefnan. Mongólskir menntamenn eru
afskaplega hreyknir af framförunum,
sem orðið hafa í landi þeirra nýlega.
Þeir stæra sig af því, að brúttófram-
leiðsla þjóðarinnar aukist um 17% á
ári, og árlegur vöxtur iðnaðarins sé
16%. Þeir visa til þriðju fimm ára áætl-
unarinnar sinnar, sem nú er á öðru
ári, og kalla hana „Stóra stökkið á-
fram“ — en það vígorð var upp fundið
af Tsederibal forsætisráðherra 1959,
þegar kínversku áhrifin máttu sín mik-
ils.
E nda þótt þessar tölur séu nokk-
uð villandi og óraunhæfar, þá eru Mong
ólarnir ekkert að súta það. í þeirra
augum eru hagskýrslumar sönnun þess,
að Mongólar séu aftur farnir að taka
þátt í störtfum mannkynsins — ef til
vill ekki með jötunkrafti Djengis Klhans
en þó að minnsta kosti þannig að nú
rctfi fyrir nýrri Mongólíu, þar sem alll-r
táLa um marxíska framtíð nægta og
gleði, upptfulla af sjálfstrausti upprenn
andi þjóðemiskenndar.
Mest gætir tveggja strauma í dag I
mongólskri þjóðemiskennd: annar, sem
gerir sér ljóst, að Mbngólía megi ekki
komast algjörlega undir sovétstjóm-
ina, og sá straumur heimtar líka meiri
samskipti, og á breiðara grundvelli, við
umheiminn, einkum þó við Bandaríkin,
En hin stefnan hallast að auknu póli-
tísku sambandi við Rússland og sér
ekki, að þjóðemiskenndin riði neitt I
bág við drauma um kommúnisma allra
landa.
Allri Mongólíu er þjóðemisstefnan
svo nýstárleg og nútimaiheimurinn
sömuieiðis, að enn er otf snemrnt að
spá neinu um það, hvor straumurinn
verður yfirsterkari 1 mon-gólskri þjóð-
arvitund og á stjómmálasviði lands-
ins. En eitt er víst: Mongólía er aftur
komin inn í heiminn.
14 LESBÖK MORGUNBLAÐSIMS
28. tt>L 1964