Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 8
' III mm » t f:.«í f -. ■ Markaður í Mongólíu. Enda þóti kommúnista-embættismenn vilji ekki kannast við það, fer þessi frjálsi markað'ur fram í U'an Hator á hverjum sunnudegi. Alla kyns vörur skipta um eigendur og Iveiðið er ákveðið n-.eð þjarki. MONGOLIA Landið milli Rússlands og Kinar sem Mao hefur mesfan augastað á Mongólska alþýðulýðveld- ið sem er geysistórt og vaknandi land, stærra en öll Vest- ur-Evrópa en byggt aðeins einni milljón manna, hefur eitt einstakt en óheppilegt einkenni: Það er eirxa landgirta kommúnistaríkið — algiörlega umkringt ,,vinveittum“ kommúnistaríkjum. Að norðan á Mongólía 1500 mílna landamæri sameiginleg með Sovétríkjunum, sem hafa 221 milljón íbúa og hefur leng’ dreymt um að innlima Mon^- ólíu; en að sunnan á hún 2700 mílna landamæri sameiginleg með Rauða Kína, með 650 milljónum íbúa, sem enn á sér Ijúfar endurminningar um Mongólíu sem hluta af ,.Stór- Kína“. Síðustu fimm árin hafa þessir tveir risar heimskommúnismans átt í harðri keppni um auðæfi og undirgefni Mong- ólíu, sem varð „alþýðulýðveldi" 1921 og kúrði lítt áberandi undir verndar- væng Rússa, allt þangað til Kína var orðið sterkt, 1949. Kína veitti þá rnestu auðlegð sinni — mannafianum — inn í land jakuxans, júrt-tjaldanna og jóg- urtmjólkurinnar og gerði kröfu til að vera hinn eini rétti fulltrúi fyrir Marx- Lenin-trúarbrögðin. Rússland svaraði þessari ögrun með tæknimönnum, iðnkunnáttu og fjár- magni Og svo greinilegum framförum í atvinnuvegum, sem gengu betur í mongólsku kommúnistana, sem þrá það innilega að breyta þessu ríka, en hræði- lega vanþróaða landi sínu í eitthvert kommúnista-sæluríki. S mámsaman tóku forustumenn Mongóla að tileinka sér rússneskar fyr- irmyndir um þjóðfélagslegar og hag- rænar framfarir. Vorið 1962 hertu Rúss ar svo sóknina — þeir notuðu sér hina miklu fjármálaerfiðleika Kínlrerja heima fyrii og knúðu fram samþykkt, sér í vil, um hina frjósömu hásléttu, sem Mongólar kalla „Bláhiminslandið“. Þessi sigur þeirra kann að reynast skammvinnur, en fyrst um sinn er Mongólíu óhætt að kalla sig rússnesk- an fylgihnött, sem standi algjörlega >undir áhrifum frá Moskvu. Ekki alls fyrir löngu var ég á ferð um Mongólíu og sá þá merkin um vel- gengni Rússa þar í landi. Ég ferðaðist í bílum, jeppum og langferðavögnum, jafnvel á úlföldum yfir öldótt landið og rakst þá snögglega á hóp af kamel- dýrum, sem óðu gegnum sandinn á Gobi-eyðimörkinni, eða þá hjarðir af tömdum jakdýrum, sem voru á beit á rikisbúinu í Karakoram, og létu eins og þau yrðu ekki vör við öskubylinn, seir. þama var. Ég dáðist að áveitukerf- inu, sem Kínverjar höfðki komið upp, og sá gapandi sprungurnar í „hvíldar- 'heimilinu“, sem Rússar höfðu byggt og luku við fyrir aðeins tveimur árum. Ég hlustaði með hrifningu á sönglið í Búddaprestunum, sem skiptu hundruð- um í klaustrinu í Ulan Bator (eina starf andi klaustri í landinu, sem að vísu þolir trúarbrögð en ýtir hinsvegar ekki neitt undir þau). Og ég hlustaði einn- ig og með óhugnaði á „and-heimsveld- issinnaða“ fyrirlestra um hugmynda- fræði í ríkisháskólanum. Ég fann smá- þorp af júrttjöldum; þessi þjóðlegu flókatjöld þeirra stóðu þama með hin ótrúlega fögru fjöll að bakgrunni. Og svo sá ég grafhýsið sem gnæfði á torg- inu í Ulan ,Bator, með brjóstmynd af Lenin Mongólíu, Sukhe Bator, og hin- um látna forsætisráðherra Ohoi Bal- san Ég hafði gaman af að taka mong- ólska alþýðumenn tali, þar sem ég hitti þá, en varð fyrir vonbrigðum í hvert smn sem ég hitti tortryggna og hrædda mongólska embættismenn. IVÍ ongólía er land öfganna. Stund run var fegurð þess slík, að ég stóð á öndinni, eins og þegar sólargeislar lífg- uðu dökkgrænar hlíðar fjallanna snögglega — en svo gat hinsvegar ljót- leiki landsins verið ægilegur, eins og þegar sandbyljirnir gerðu Gobi-eýði- mörkina að hreinasta víti. Mongólía glennir upp augun af undr- un, er hún sér bíla og vélar og öll tæki, sem renna sjálf, eða útlendinga, sem ganga hratt og hafa þó ekki ann- að að gera en skoða sig um, og stjóm- málamenn, sem kíkja í hugmyndafræði legar kristallskúlur og segja örlög fyr- ir. Mongólía er að gera örvæmtingarfull ar tilraunir til að hlaupa yfir margar aldir menningarlegrar stöðnunar og framkvæmdaleysis — alla leið frá dýrðardraumum Djengis Khans til skýja borgaloforða Karls Marx — og þessar framkvæmdir vaða á súðum, eins og varpa frá sér aldagömlum venjum, erfðakenningum og hjátrú, í einni eft- irtektarverðri en klaufalegri atrennu, til að ná í skottið á umheiminum. En þessa tilraun er Motngólía nú samt að gera — mest sökum þjóðarstolts, sem slokknaði fyrir sex öldum þegar Mongólaríkið leystist upp, en hefur nú verið vakið aftur í smiðjueldi keppni Rússa og Kínverja um undirgefni. lands ins. Mongólar finna sig vera þjóð í fyrsta sinn um aldaraðir, enda þótt þeir hafi verið sjálfstæðir í orði kveðnu síðan 1921. Þeir eru geysilega hreyknir af því að vera félagar í Sameinuðu þjóðunum, og þá dreymir um diplómat- iska viðurkenningu Bandaríkjanna. Þeir stæra sig af því, að þeirra blái him- inn sé blárri en himinn nokkurs ann- ars lands, og að sköllótti örninn þeirra geti sigrað þann ameríska í jöfnum bar- daga. E f til viTl er það gott merki um barnaskap hinnar nývöknuðu mong- ólsku þjóðerniskenndar, að enginn Mongóli, sem fylgist með alþjóðamálum, skuli óttast þann möguleika, að sú þjóðerniskennd geti enn einu sinni orð- ið slökkt, og í þetta sinn af Rússum. Mongólarnir, sem þykjast geta leikið sinn leik sjálfstætt, milli Rússa og Kín- verja, og haft gott af samkeppni þess- ara tveggja, gætu hæglega verið alls ófróðir um sovétsigurinn á Kínverj- um í þeirra eigin landi — eða þá þeir eru ef til vill sannfærðir um, að þeir geti staðið í Rússum. Sovétsigurinn var fljótur að gerast. Vorið 1962, þegar efnalhagsstaða Kínverja versnaði og þjóðin sökk i mestu kreppuna á þrettán ára komm- únistaferli sínum, píndu Rússar Mon-g- óia til að hefjast handa: í fyrsta lagi að biðja Kínverja að kalla heim, smátt og smátt, þessa á að gizka 20.000 verka- menn, sem Peking hafði sent til Mong- ólíu ókeypis, árið 1959, til þess að vinna að hinni stórhuga viðreisnaráætl- un þjóðarinnar; í öðru lagi að ganga 1 Comecon, sem hjá Moskvu jafngildir Efnahagsbandalaginu; og í þriðja lagi að fremja hreinsun á kommúnista- flokki Mongólíu og losa hann við Pek- ingsinna. Mongólar sögðu já og amen við öllum þrem atriðunum. í aprílmánuði höfðu 14 af 20 þús. undum verkamannanna verið kallaðir heim. Mongólskir embættismenn sögðu okkur, að „kveðjusamsæti“ hefðu veiið 8 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 28. tibl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.