Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 6
o?. brást skyldum alnum sem Harrn
t.i.íði faiið honum.
Er.n var eitt sem undirbjó jarðveginn
fynr byltinguna, það Voi-u heimspek-
ingarnir og rithöfundarnir. Þeir voru
ír.alpípur borgaranna og allra framsæk-
ír.im afla og höfðu geysileg áhrif.
Það eru gömul sannindi að borgara-
stéttin nær völdunum með byltingunni.
Strax á 19. öld var þetta viðurkennt af
úllum helztu sagnfræðingum. Guizot,
Toqueville, Taine telja allir borgara-
stéttina aflvaka byltingarinnar og sig-
urvegarann.
V erzlunin og iðnaðurinn í landinu
var að mestu leyti í höndum borgara-
stéttarinnar, hagsmunir þessara atvinnu
grr.ina og jarðeignaaðalsins rákust á.
Þjóðfélgaið var að eðli og allri upp-
byggingu mótað að hagsmunum jarð-
eigenda, þ.e. aðalsins og ríkisins.
Afskipti ríkisváldsins af iðnaðinum
hófust fyrir og um daga Lúðvíks XIV.
Atvinnureksturinn var í föstum form-
um og lögákveðinn; gildin og iðnfélögin
voru orðin til trafala nýjungum og fram
fcirum í iðnaði. Lög og reglur þjóðfé-
lagsins voru orðin úrelt, þjóðfélagið
var að sprengja þá fiík sem því var
ætluð. Þrátt fyrir afskipti ríkisvaldsins
blómgaðist verzlunin og ýmiskonar
fjármálastarfsemi, og afraksturinn var
borgarastéttarinnar að frádregnum
sköttum. Þótt efnahagur borgarastéttar-
innar væiri góður og hún væri eins og
nú var komið menntaðasta stétt Frakk-
lands var hún enganveginn ánægð með
kjör sín. Hún ásamt bændum greiddi
skattana og frekari framgangi hennar
var hamlað með sérréttindum aðalsins,
hún var ekki talin hlutgeng til þýðingar
mikilla embætta. Hún sá ríkinu fyrir
lánsfé og henni mátti þakka blómlegt
atvinnulíf í landinu, en hún gat litil
áhrif haft á stjóm landsins. Hér varð
engu þokað, aðallinn hélt fast í sérrétt-
indi sín. Barnave hélt fram skoðunum
sem jaðra við skoðanir Marx og Eng-
els í Kommúnistaávarpinu 1847. Jean
Jaurés heldur fram keimlíkum skoðun-
um. hann álítur að „efnahagsskilyrð-
in, framleiðslulhættir og eignarréttur
framleiðslutækjanna móti söguna“. Sé
franska stjómarbyltingin álitin hrein
borgarabylting, sem verði í þann mund
sem borgarastéttin er hæf og það vold-
ug innan þjóðfélagsins að hún taki völd
in af einhverskonar sögulegri nauðsyn,
þá stenzt það ekki. Byltingin hefði þá
haft annan svip. Borgarastéttin vildi
bætt ástand, eitthvað í líkingu við
enska þjóðfélagið, vildi afnám sérrétt-
inda aðalsins og fá hlutdeild í stjóm
ríkisins. Mathiez telur þetta stafa af
þtvermóðskufullri andstöðu aðalsins
gegr. öllum jafnræðishugmyndum og
kröfum borgaranna. Afstaða aðalsins
mótast af þjóðféiagsskoðunum, þeir litu
niður á borgarastéttina sökum ættleys-
is hennar og atvinnu. Aðlinum þótti
hneisa að verzlunarstappi og iðnaði,
slíkt var aðalsmönnum bannað að
stunda. Þetta voru erfðir frá miðöld-
um, þegar þjóðfélagið skiptist upp í
markaðar erfðastéttir. Hugsunarháttur-
inn var allt annar og mat verðmæta af
öðrum toga. Það sem borgarinn áleit
dyggð áleit sá eðalbomi búrahátt. Auk
þessa hafði töluvert borið á braski og
fjármálaspillingu meðal fjármálamanna
og einnig blandaðist þessu megn andúð
á Necker og öðrum sem aðallinn áleit að
hefðu troðið sér í þau embætti sem
honum einum voru ætluð.
wf essi skýring nægir þó ekki til að
skilja gang byltingarinnar. Það tekur
íljótlega að bera á togstreitu innan
þriðju stéttar, Jaurés og einkanlega
Malhiez leggja áherzlu á þetta atriði
og skýra gang byltingarínnar með hlið-
sjón af því. Utan borganna mátti segja
að ætti sér stað sérstök bylting út um
sveitir, bændabylting. Sá sem hefur
bezrc rannsakað það efni er Lefebvre.
Sagnfræðingar hafa nú dregið saman
miklar heimildir og dregið af þeim
ályktanir, og hefur öll sú vinna skýrt
gang mála þessi viðburðaríku ár, bylt-
ingaárin. Þeir leggja mismunandi mikla
áherzlu á þátt hópanna innan þriðju
stéttar að byltingunni, en einn hópur-
inn hefur að dómi Alberts Sobouls ver-
ið afskiptur. Sá hópur nefndist „sans-
culottes“ eða hinir hnébuxnalausu, nafn
ið var d-regið af því að öreigar í París
klæddust síðum buxum, en ekki hné-
buxum. Enginn sagnfræðingur hefur
dregið í efa hinn mikla þátt almúgans í
byltingunni, einkanlega í París. Bylting
in var hans verk.
Michelet talar um almúgann, fólkið,
en ekki um sans-culottes. Hjá honum
hefur orðið almúgi, fólk eða alþýða
enga ákveðna merkingu, orðið er óút-
skýrt og ónákvæmt eins og hann notar
það og eins og það er notað enn þann
dag 5 dag af pólitíkusum og skrumurum.
Aftur á móti vita menn ekki jafnvel
hvort almúginn hafi í einu og öllu hlýtt
borgarastéttinni og notið leiðsagnar
hennar í baráttunni gegn aðlinum og
konungsvaldinu. Margir álíta að öreig-
amir í París hafi alltaf fylgt byltinga-
sinnuðum borgurum sama staðar að
málum. Thiers nefnir hverfaráðin í
Farís og vald þeirra, heimildir hans
eru opinberar skýrslur og minningar
frá þessum tímum. Hann hirti ekki
um að kynna sér skýrslur hverfaráð-
anno, sem voru þá enn fyrir hendi.
Miohelet notar þessar skýrslur, hanm
fór í gegnum skýrslur hinna 48 hvertfa-
ráða og aflaði sér með því þitneskju
sem kom honum í góðar þarfir við samn
ingu rits hans, sem kom út á árunum
1847-53 í fjórum bindum. Hann reynir
að skilja aðstöðu öreiganna en miðar
oft dóma sína við samtíma sinn. Mort-
imer-Temaux notar þessar sömu heim-
iJdir við samantekt bókar sinnar, Histo-
ire de la Terreur, sem kom út 1862-
69. Hann reynir á allan hátt að gera
hlut öreiganna sem verstan, einkanlega
ræðst hann heiftarlega á hverfaráðin
og lýsir þeim sem gróðrarstíu æsinga,
upphlaupa og morða. Hann hefur unnið
þarft verk með því að endurrita mörg
skjöl hverfaráðanna, sem nú eru glöt-
uð. Taine setur saman sitt rit haldinn
hinum mestu stéttafordómum, hann
no,ar mjög rit Mortimer-Temaux, án
þess ao hirða um að kynna sér frum-
heimildir. Hann líkir lýðnum í París
við dýr sem veltir sér í blóði. Þótt hann
væri haldinn ýmsum fordómum, kom
hann auga á margt sem hafði farið
framhjá mönnum. Benti á baráttu borg-
aranna og hverfaráðanna, og valda-
streituna og hagsmunastreitu Vissra
byltingahópa. Afstaða Taines til almúg-
ans einkenndist af ótta og fyrirlitningu,
þetia var afstaða borgarastéttarinnax til
almúgans á 19. öld. Ernest Mellié gaf
út sögu lágstétta Parísar og samtáka
þeirra, hverfaráðanna. En hann segir
jafnframt að með því endurriti hann
sögu byltingarinnar, en það er ekki rétt,
álítur Soboul. Hann segir að saga hverfa
ráðanna sé ekki saga byLtingarinnar.
Saga hverfaráðanna er saga sans-cul-
ottanna eða öreiganna og baráttu þeirra.
Mathiez bendir á baráttu öreiganna og
bcrgaranna um verðlagseftirlit og verzl-
unarfrelsi, undirrótin er efnahagslegs
eðlis. Margir þeir sagnfræðingar sem
um byltinguna hafa ritað sjá hana með
gleraugum borgarans og álíta sans-cul-
ottana hafa haft sömu afstöðu og borg-
arana til einveldis og nýskipunar, aðrir
líta öreigana sem forgöngumenn þjóð-
félagsbaráttunnar á 19. og 20. öld. En
ílestir þessara sagnfræðinga hafa van-
„Sans-eulottes“ — öreigi í frönsku stjómarbyltingunni.
metið og misskilið þessa byltingu öreig-
anns innan byltingarinnar. Höfundur
þessarar bókar leggur hér á nýtt mat
og dregur sans-culottana út úr bylting-
unru og sýnir þá sem sjálfstæða-n hóp
eða flokk, sem er í veigamiklum atrið-
um á öndverðum meið við ríkjandx
byltingaöfl.
Uagur öreiganna í París var bág-
borinn og hafði farið versnandi löngu
fyrir byltingu. Skorturinn á lífsnauð-
synjum átti 1 |/að mestan þátt í þessari
flokksmyndun. Þessi flokkur berst gegn
stefnu borgaranna, athafna- og verzlun-
arfrelsi, þeir kjósa verðlagseftirlit og
höft. Franska ríkisvaldið hafði frá því
á miðöídum stefnt að aukinni miðstjóm,
völd héraða og bæja voru skert, og á
dögum Lúðvíks 14. var svo komið að
í Frakklandi var sterkasta miðstjóm
sem þekktist í álfunni, „ríkið það er ég“
var staðreynd. Þessi sterka miðstjóm
hafði bæði kosti og galla; á hættutím-
um var slíkt fyrirkomulag heppilegt,
en gat einnig verið þungt í vöfum og
lamaði framtak og athafnir. Á byltinga-
tcrunum losast uim þessa sterku mið-
stjórn,. héruð og bæir krefjast meiri
hlutdeildar um eigin stjórn og stefnan
verður fyrst í stað dréifing valdsins.
Þetla stendur þó skamma hríð, árásir
erlendis frá og styrjaldimar orsaka
nauðsyn sterkrar miðstjórnar í landinu.
Sans-culottarnir voru andstæðir slikri
pólitík. Stjórnmálin á byltingaárunum
voru margslungnari og margbrotnari
en hmgað til hefur verið álitið. Og þar
kemur til vald og styrkur sans-cuiotta.
Sá flokkur nær miklum áhrifum á
tímabilinu júní 1793 til júlí 1794. Heim-
ildirnar að þessari sögu era gloppótt-
ar. Skjöl og gögn um hverfaráðin voru
mörg eyðilögð á byltingaárunum og
meginið glataðist í óeirðunum 1871.
Höfundurinn notar fyllilega öll þau
gögn sem fyrir hendi eru og byggir á
þeim mynd þá sém hann dregur upp
ef flokki sans-culotta,- Hann lýsir dag-
legu lífi öreiga Parsíar, siðum þeirra
og lífernismáta. Samtök þeirra voru
sterkust 1793-94, en eftir það hjaðna
þau og borgarastéttin nær öilum völd-
um. Sams-culottarnir eru dynamismi
byltingcirinnar, án öreiganna í Paría
hefði saga byltingarinnar orðið önnur,
borgarastéttin og öreigamir berjast gegn
ríkjandi þjóðskipulagi, .styðja hvorir
aðra, en svo tekur að brydda á stefnu-
rnuin, sem leiðir til átaka milli þessara
aðiia
Þessi bók Sobouls er langmerkasta rit
ið sem ritað hefur verið um stjórnar-
byltinguna það sem af er þessari öid.
Bókin er þýdd á ensku af
Gwynne Lewis og er stytt frá hinni
upphaflegu doktorsritgerð.
Hagalagöar
Ekkert að óttast
Tveir menn beiddust gistingar á
ókunnum stað, upp til dala. Húsið
er langt frá öðrum byggðum bólum
og er fremur skuggalegt, og fólkið,
það sem þeir sáu, var fremur fálátt
og flóttalegt. Þegar gestimir em
háttaðir tekur þá óviðráðanlegur ótti
og geigur. Þeir heyra, að enn eru ein
hverjir á flakki í húsinu. Það er
ekki viðlit fyrir þá að fara að soía.
Þeir búast við að vera rændir fé
og enda fjörvi um nóttina. Annar
þeirra fer á fætur og út úr herberg-
inu að njósna, en kemur skjótt aft-
ur til félaga síns, léttur í spori og
hýr í bragði: „Ekkert að óttast. Við
skulum fara að sofa. Ég hleraði við
dyrnar og gægðist inn um rifu og
þar sat húsbóndinn og ,var að lesa
fyrir fólkið í Biblíunni."
(N. Kbl.)
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSIINS
28. tbl. 1964