Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 4
Díakónissu-vígsla í Finnlandi
Hvað er hin kirkju-
lega díakdnía?
Eftir Jóhann Hannesson, prófessor
Ibræðrasambandi djákn-
anna“ sagði einn hinna
norsku djákna, seim mér er að góðu
kunnur, „erum vér nú á fimmta
hundrað, og störfum í öllum álfum
heiras. Og djáknamir eru mjög eft-
irsóttir af ríkinu. Ef þér viljið
stjóma stofnunum þá skulum vér
greiða kostnaðinn, segir ríkið“.
Spyrja maetti hvers konar menn
þetta séu, hvað þeir geri og hvem-
ig þeir séu menntaðir. Skal hér
byrjað á því síðasta.
Djáknar hinnar norsku kirkju
hafa þrefalda menntun og kirkju-
lega vígS'lu til starfa síns. Þeir hefja
nám 18-19 ára gamlir, og ljúka fyrst
almennu hjúkrunamámi, sem tekur
þrjú ár. Áður en þeir hefja það,
hafa þeir flestir verið á lýðháskóla
eitt ár. Hjúkrunamáminu lýkur
með prófi sem viðurkennt er af
heilbrigðismálaráðuneyti.
Því næst tekur við tveggja ára nám
í íélagsfræðum og guðfræði. Þegar því
er lekið, eru þeir vígðir til starfs síns
kirkjulegri vígslu. Öll þessi menntun
fer fram á einni og sömu stofnun,
djáknaskóla, og stendur ekki aðeins
veturinn, heldur al!t árið. Við djákna-
skólann er stórt sjúkraihús og fleiri
stofnanir. — Að menntun lokinni fara
djáknar víðs vegar til starfa í söfn-
uðum til að veita forstöðu ýmsum stofn
unum, svo sem heimilum fyrir aidraða,
fatlaða, epileptiska og aðra sjúka. Þeir
fara einnig til þjónustu í starfi kirkj-
unnar fyrir sjómenn, en það er í fiest-
um áifum heims, einkum í stórum hafn
arborgum. Þá starfa djáknar einnig í
Eauða krossinum, við sj úkrahús kristni
boðsins, í velferðarstarfi fyrir flótta-
menn og holdsveika. Fleira leggja þeir
stund á, og yrði oí langt að telja það
allt upp. En djáknar teljast sérlega vel
fallr.ir til að vinna að flestum velferð-
armáium í heimalandi sínu, svo sem
fátækrafulltrúar og félagsxnálastarfs-
mem. Og það er ekki að ástæðulausu
að ríkið sækist eftir þeim. Reynslan er
fengin, mikil og góð, eftir nálega 75
ára starf norskra djákna.
II.
ér var sagt frá hinni kirkjulegu
diakóniu, eins og hún er unnin af körl-
um í einu nágrannalandi voru. En h.'ut-
ur kvennanna er bæði meiri og starf
þeirra eldra. Díakóníuhreyfingin er
nokkru eldri en starfsemi Florence
Nightinga’.e. Og sjálf gekk hin fraega
„kona með lampann“ um nokkurra mán
sða skeið árið 1849 í díakónissuskólann
í Kaiserwerth, en þaðan hefir hreyfing-
in breiðzt víðs vegar um heiminn nokk-
uð á aðra öld. Díakónissur eru hjúkr-
unarkonur, sem einnig hafa nokkra
guðíræðilega og félagsfræðilega mennt
un og eru kirkjulega vígðar og mynda
sérstaka „reglu“, sem þó er ekki nunnu-
regla í hinni venjulegu merkingu orðs-
ins. Díakónissuhúsin em í senn sjúkra-
hús, skólar, kirkjulegar miðstöðvar og
dvalarheimili fyrir díakónissur, sem em
orðnar aldraðar, eða eru í fríi frá hin-
um margþættu störfum sínum í þjóð-
félaginu. Lovisenberg, sem er díakón-
issuhús í Ósló, er meiri bygging en kon-
ungsliöllin — reyndar margar bygging-
ar og stofnanir. Norska díakóníuhreyf-
ingin á bráðlega aldarafmæli. Hin þýzka
er nokkru eldrL
III.
il þess að menn skilji hugsun
hinnar kirkjulegu díakóníu, þarf á
nokkmm skýringum að ha!da. Nýja
testamentið talar um tvenns konar
þjónustu, leiturgía, sem er þjónusta í
helgid(3mi, musteri, kirkju, samkomu-
húsi Leiturgos er maður, sem gegnir
þess konar þjónustu, þ.e. prestur eða
prédikari. Díakónía er hins vegar þjón-
usta í manmlegu félagi, svo sem að vinna
á hejmili, bera fram mat, taka við gest-
um. Þartnig segir í Jóh. 12,2, að sex dög-
um fyrir páska hafi menn gert Jesú
kve!dmáltíð í Betaníu, og þar þjónaði
(díeekonei) Marta. Lúkas (8,3) greinir
frá konum er þjónuðu Jesú og læri-
sveinum hans með fjármunum sínum.
Postulasagan (6. kap.) segir frá verka-
skiptingu í frumsöfnuðinum, annafs
vegar boðun orðsins, hins vegar þjón-
ustunni (díakónia) og hinum fyrstu sjö
mönnum, er kjörnir voru og vígðir día-
kónar (þ.e. djáknar). Stefán var einn
þeirra. Hans er frá fomu fari minnzt
í kirkjunni á annan jóladag, enda var
hann fyrsti fuliorðni maður er lét líf
sitt Krists vegna. Börnin, sem Heró-
des lét myrða í Betlehem (The Holy
Innocerits — hinir heilögu sakleysingj-
ar), eiga sinn minningardag sunnudag-
inn næstan eftir jól. Þann 15. sd. e.
trínitatis er guðspjallið um Mörtu og
Maríu. Alla þessa daga væri því tilval-
ið að prédika í kirkjunum um hina fé-
lagslegu þjónustu kirkjunnar (díakón-
ía).
í Postulasögunni (11,29) segir frá
ákvæði lærisveinanna utan Gyðinga-v
lands að hjálpa kristnum mönnum í
Júdeu meðan á hungursneyð stóð. Sú
hjálp er á grískunni díakónía, í því til-
felli gjöf, sem fengin var með samskot-
um og afhent öldungunum. f Róm-
verjabréfinu og II. Korintubréfi ræðir
enn um sams konar hjálp til fátækra.
í fyrra Korintubréfi sést að þjónustan
er embætti. Róm. 12 segir frá verka-
skiptingu í söfnuðum og er þjónustan
eitt af embættunum. í sama bréfi 16.
kap. getur um konu i þessu embætti
— og hlýtur hún mikið hrós af Páli
postula: Hún hefir verið bjargvættur
margra, einnig min sjálfs. Hið gríska
heiti, díakónos, þjónn, er eins fyrir
karla og konur, en munur sést í grein-
inurn f Evrópumálunum hefir þróun-
in orðið sú að bonur í þessari þjón-
ustu hafa notað heitin dískónissur, safn
aðansystur eða líknarsystur, en karlar
kallast díakónar.
Hugsjónasögulega hefir orðið mjög
miðlæga stöðu í NT. Díakónía kemur
fyrir í miklu fleiri samböndum en hér
hafa ta!in verið. En dómsræða Jesú í
Matt. 25,30—40 sýnir hve miklu máli
þessi þjónusta skiptir — og í fullri al-
vöri hvað við liggur ef kristnir menn
afrækja kæxleiksþjónustu gagnvart bág
stöddum, hungruðum, nöktum, föngum
og sjúklingum. Kristniboð er þannig dí-
akóní® gagnvart framandi þjóðum í öll-
um sínum greinum. Það sýna stofnanir
þess: kirkjan, skólinn, sjúkrahúsið,
barr.aheimilið, b'indrahælið, holds-
veikraspítalinn, flóttamannahjálpin —
og enn fleira, sem vex upp þar sem
Kristur heldur innreið sína í lönd og
þjóðfélög. Það er þjónusta kristinnar
kirkju fyrir fjarlæga lýði, oft fátæka
og kúgaða.
T IV-
J. fornkirkjunni stoð diakóman
sterkt og átti sinn þátt í sigrum krist-
indórr.sins yfir kaldranalegri og misk-
unnarlausri heiðni. Til eru enn myndir
af díakónissum fornkirkjunnar, en sum
ar þeirra voru ekkjur, aðrar ungar
Johan Heinrich Wicliem
Finnsk díakónissa
konui- ógiftar, og þeirra gelur í ritum
kirkj ufeðranna.
Þegar rómverska ríkið hrundi á
fimmtu öld, verða gjörbreytingar á öll-
um starfsháttum kirkjunnar. Munka- og
nunnureglur risa upp og leitast við að
bjarga, ekki aðeins kirkjunni, heldur
einnig því, sem bjargað varð úr hinni
fornu menningu. Klaustrin skiptu með
sér verkum, og inntu af hendi mikið
af þvi, sem hin forna díakónía hafði af
hendi leyst, t.d. með fátækrahjálp og
‘hjúkrun, með sp’talabyggingum, sælu-
húsun: o.fl. Það hefir komið í ljós við
ranr.sóknir tæknisögunnar að lengi vel
voru það munkar, sem unnu að því að
hagnýta vatnsaflið og létta þannig byrð
um af fátæklingum og þrælum á fyrri
hluta miðalda. Mikið af tæknisögunni
er kirkjusaga. En hjúkrunin gleymdist
ekki, þótt ófullkomin væri. Upp risu
sérstakar hjúkrunarregfur líknarsystra.
Margir frægir kikjumenn, svo sem heiL
Fanciscus frá Assisí, heil. Lárentíus o.
fi. voru hjúkrunarmenn þegar á þurfti
að halda. Sama á einnig við um hinn
merkiiega kaþólska prest, von Spee,
einn þeirra manna, sem kváðu niður
galdratrúna.
Sú breyting varð á embætti djákn-
anna að þeir urðu eins konar undir-
mer.n presta og biskupa, og drógust
meir og meir frá hinni félagslégu þjón-
ustu til hinnar beint kirkjulegu. Djákni
varð einnig sama sem stúdent í guð-
íræði, sem hafði lokið nokkrum hluta
námsins og tekið ákveðið vígslustig —
og tók síðar prestsvígslu. Þannig er
enn í dag djákni í Bretlandi ekki hjúkr
unar- og félagsmálamaður, eins og á
Norðurlöndum, heldur maður, sem er
við prestsnám, og gegnir tiltekiiuii þjón
ustu í kirkju. Svo er einnig í sögu fs-
lands, þar _ sem djáknaembættið leið
undir lok. fslenzkir djáknar voru ekki
hjúkrunarmenn, heldur aðstoðarmenn
presta í kirkjúlegu staríi almennt. Sér-
kennileg varð þróunin í Hbllandi, þvf
þar hafa djáknar þegar á 16. öld aftur
orðið fátækrafulltrúar og hafa unnið
mikið verk á því sviði.
Díakónissurnar í fornkirkjunni hurfu
smátt og smátt. Þegar nunnulifnaður
var upp tekinn hurfu þær alveg. En
sum hinna frægu nunnuklaustra stóðu
mjög hátt í menningu, svo að skólar
þeirra menntuðu presta og biskupa (t.d.
Whitby). En í þeim löndum, sem að-
hylítust siðbótina, liðu klaustrin undir
lok, sem kurmugt er. Ríkisvaldið tók
eignir þeirra, og þjóðfélagið missti af
þeirri þjónustu, sem klaustrin höfðu
veití.
V.
eir sem endurreistu djákna- og
díakónissuembættin í nýrri mynd,
Framhald á bls. 13
4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS
28. tft>l. 1964