Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 7
Sumaríeyfisdvöl á islandi
Spjallað viB fjóra bandaríska unglinga
sem dvöldu hér í sumar
m ^
American Field Service
á íslandi hefur um langt
árabil haft milligöngu um
»3 sjá íslenzkum ungling-
um fyrir námsdvöl í Banda
ríkjunum. Nýlega fóru á
vegum stofnunarinnar 16
íslenzkir unglingar til árs-
dvalar í Bandaríkjunum,
þar sem þeir munu stunda
nám við svokallaða ,,high-
schools“ víðsvegar í Banda-
rikjunum. Undanfarin 4
sumur hafa bandarískir ung
lingar heimsótt ísland á
vegum stofnunarinnar og
dvalizt hér tvo mánuði í
senn.
Við hittum hina bandarísku
unglinga að má:i, skömmu áð-
James L. Nihiser
ur en þeir héldu utan eftir
tveggja mánaða dvöl hérlend-
is. Þetta voru hýrir unglingar,
þrir piltar og ein stúlka, og
sýnilega mjög ánægð með dvöl
sína hérlendis. Tvö þeirra
dvöldu í Reykjavík, einn í Borg
arfirðinum og einn á ísafirði.
Þau sögðu okkur, að Ameri-
can Field Service í Bandaríkj-
unum hefði milligöngu um
nemendaskipti til um 60 landa
um viða veröld. Þau hefðu ekki
Katherine Elizabeth Bouton
ráðið því sjálf, hvert ferðinni
var Heitið. Það hefði þeim ver
ið tjáð, þegar þeim var til-
kynnt, að þau hefðu hlotið
styrk á vegum stofnunarinnar.
— Vissuð þið mikið um ís-
land, áður en þið komuð hing-
að?
— Það var nú skelfing lítið,
sagði Jim Nihiser frá Detroit.
Ég vissi að höfuðborgin hét
Reykjavík og að ísland væri í
námunda við Grænland.
— Ég ímyndaði'mér, að hér
væri hræðilega ka.t, sagði ung
frú Kathy Bouton, falleg, ljós-
hærð stúlka frá New York, —
en ég komst fljótlega á aðra
skoðun, þegar ég var komin
hingað. Loftslagið hér hefur
verið hlýtt og gott allan tim-
ann, nema kannski siðustu dag-
ana.
— Hér er svo fjö'breytiiegt
og undariegt landslag. Hraun-
ið minnir mann stundum á
tunglið, sagði. Jim Richai;dson
frá Oonnecticut.
— Eða hverirnir, sagði Kat-
hy. Þeir voru stórkostlegir.
— Við höfum lika tekið mik
ið af myndum, sagði Chuck
Erwin frá Oregon. Ég hef tek-
ið um 200 myndir.
—Og ég hátt upp í 300,
sagði Jim Nihiser.
— Það fylgir ferðalaginu að
segja frá íslandi í skólanum,
þegar við komum heim. Þá er
gott að hafa mikið af mynd-
um, sagði Chuck.
— Við erum öll í „high
school“, sagði Katihy, og eigum
eftir einn vetur. Þá verðum
við sem kallað er „Seniors“.
Við getum þá haldið áfram
námi í „college“, §em mun
svara til efstu bekkja
Menntaskóla og fyrstu bekkja
Háskóla hér á íslandi.
— Þurfa ekki ungu menn-
irnir að faia í herinn? spyrjum
við. ^
— Ekki þeir, sem skara fnaim
úr í námi — eða giftast.
— Er þá ekki ráðlegt að
ganga í hjónaband?
— Nei, við viljum heldur
læra, segja piltarnir einum
rómi. Stúlkan brosir og leggur
ekkert til málanna.
— Hvað þurfa ungir menn
annars að gegna herskyldu í
langan tíma.
— Það er nokkuð misjafnt
Yfirleitt fjögur ár.
Chuck Erwin
— Hverjir 'hafa séð um mót-
töku ykkar hér?
— íslenzkir unglingar, sem
dvalizt hafa við nám í 3anda-
ríkjunum á vegum A.F.S.
— Þetta er orðinn álitlegur
fjöldi, sem tekið hefur þátt í
skiptiheimsóknum milli ís-
lands og Bandaríkjanna á veg
um þessarar ágætu stofnunar?
— Jú, það munu vera alls
um 121 unglingur.
— Hefur móttökuliðinu tek-
izt að gera dvöl ykkar eftir-
minnilega?
— Já, mikil ósköp! Við höf-
um ferðazt mikið um landið í
fylgd íslenzkra vina okkar, og
þeir hafa greitt götu okkar á
allan hugsanlegan hátt. Já,
móttökurnar hafa verið stór- ■
kostlegar.
— í gær var okkur boðið í
flugferð með Landhelgisgæzlu
flugvéiinni Sif, sagði Chuck.
Við vorum allan daginn á lofti
og flugum vítt og breitt með-
fram ströndinni og yfir land-
ið. Við flugum meðal anmars
yfir nýju eyjuna og gátum
greinilega séð glóandi hrauii-
leðjuna vella í sjóinn. Þetta
var nokkuð, sem maður sér
ekki nema einu sinni á ævinni.
— Þessi dvöl á íslandi verð-
ur okkur öllinn ógleymanleg,
sagði Kathy. Það verður svo
sannarlega frá nógu að segja,
þegar við komum heim!
Jamcs P. Richardson
rillllllllllilillllllllllllllllllllllllllI!lllll!llllllllllll!lll!IIIIIIIIIUI(!llllllll!inilll!!UIIIIUIlllllllilllllllimiimillllllllll!lllliimi!IIIUIIinilll!llllllllll!lllimillllllllllllllIIMIIll1III!iIlilill!!llllll!lll!IIIIIIIIHII!llll! !lll!llllllilimillllllllllllllillllimilllllIlimi!lllll!l!lllllllllllll!Ul<m!l!ll!il!lIII!!1lllll1llT
Tvö Ijóð
I Effir Þórhildi Sveinsdótfur
Til œskustöBva
Ættarbyggðin aldna mín
á þér hefi ég mætur.
Lækur þylur Ijóðin sín,
ljóð sem hlær og grætur.
Þetta er ort til þín og mín,
þoka dreifist, sólin skín.
Manstu fegri fjallasýn,
fegri júlínætur?
Þegar glugga fönnin fól
feiknir þjáðu sinni.
Auðnin ríkti, ekkert skjól,
aðeins dauðakynni. x
Þá er gott að eiga óð,
ofurlítinn varasjóð.
Þá var Saga þörf og góð,
þá var sumar inni.
Ættarbyggðin aldna mín
út við flóann breiða.
Enn er fögur ásýnd þín,
ótal raddir seiða.
Hlusta þú á svanasöng
sumarkvöldin björt og löng,
ef að byggðin yrði þröng
enn er rúmt til heiða.
Hin litlu spor
Þau liggja frá bænum hin litlu spor.
Það er liðið á dag.
Og bergvatnsáin aldregi söng
svo undarlegt lag.
En enginn heyrir, og enginn skilur
þann örlagabrag.
Þau sjást ekki lengur hin litlu spor,
það er leitað samt,
svo árangurslaust þá löngu nótt
og langt yfir skammt,
en móðirin hrygga hugboð fær,
slíkt er hjartanu tamt.
Hér liggur hann sem þeir leituðu að
eins og lítið blóm
sem brosti mót sól en frostnótt fann
og felldi sinn dóm.
Þú undrast og spyrð:
Er almætti guðs aðeins innantómt hjóm?
Þér er svarað: Öllu er ráðstafað rétt
þar sem ranglæti ei finnst,
en ekkert glatast
og allra sízt það sem yngst er og minnst.
Og hann sem aldrei hafði syndgað
né heiminum kynnzt.
Ó, efastu ei framar um ástríki hans
sem allt getur bætt,
í fegurð er sorginni bitru breytt
sem um brjóst hefur nætt.
Þau liggja til drottins hin litlu spor,
nú er leitinm hætt.
2a. tibL 1964
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7