Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 3
Það var E g fann til einmanakenndar, þeg- *t ég kom heim. Og þó var sólskin þann dag. Ég fór að hugsa um litla svarta köttinn, sem drúpði höfði á sófa bríkmni og horfði niður á tærnar á eér. Kannske hafði sá stærri, sem var móðir hans, blakað til hans með lopp- unm og var svo stokkinn upp í glugga til að honfa út á götuna, hvort ekki kynni að bregða fyrir dúfu eða márí- etlu. En Bjúsi litli sat á stólbríkinni og drúpði höfði, af því að mamma hans hafði siðað hann. Ég fylltist aftur ein- manakennd — kannske væri betra að kalla það vorkunnsemi. Mér fannst ég sjá 'allt hið hjálparvana mannkyn í dapurlegum baksvip Bjúsa litla. Kannske var hann ekki dapur. Kannske sat hann bara í djúpum þönkum. Ég hetf séð stórskáld — ég meina stórvax- in skáld — standa svona álút og bíða eftir strætisvagni uppi við Þérodds- staði. Og þó var þetta allt annað og snart mig meir. Því að hann gat ekki stokkið upp í glugga og horft á umferð ina og dúfurnar. Hann var nefnilega fæddur blindur. Að sjálfsögðu fæðast allir kettir blindir. En nú var Bjúsi litli kominn hátt á annað ár, og enn var hann biindur. Hann hafði aldrei fengið sjón. Hann hafði ekki einu sinni fengið augu. Það sást bara í hálftómar rauðar augnatóttirnar. En mamma hans, sem hét Samúel eða Sammi, eins Og konan mín kallaði hana, skildi það ekki, að hún þurfti að vera 'umburðar- lynd við dóttur sína, af því að hún var blind. B júsi litli kunni heldur ekki al- mennilega að umgangast mömmu sína, sem vera bar. Hann anaði til hennar og gerði henni ónæði, þegar hann heyrði að hún sat í nánd við hann og snurfus- aði sig eins og aldri hennar og kyni sómdi. Því að Samúel var enn í blóma lífsins, þrátt fyrir álitlegan barnahóp sem hann hafði af sér getið án þess að hafa neinar sérstakar áhyggjur af faðemi þeirra. Ég hafði hana grunaða um að vera ekki sérlega vandláta í þeim efnum né við eina fjölina fellda. En Bjúsi litli fór ekki að því, þó að hann trufiaði mömmu sína í miðjum þvotti. Hann var mikill þrákálfur og hélt á- fram að abbast upp á hana og stríða henni, þó að sú gamla gæfi annríki sitt ótvírætt til kynna með því að færa sig öriítið um set og halda átfram snyrt- ingu sinni. En Bjúsi litli, sem skoðaði auðsjáanlega öll kvenleg skyldustörf sem einberan hégóma, linnti ekki lát- um, fyrr en sú gamla gaf honum dug- lega utan undir og hvæsti framan í hann svo sem til frekari áréttingar. Þá bilaði kjarkur ,Bjúsa litla. Hann fálmaði sig íram í eldhús og hengdi hausinn. c k ’ tundum sleikti hann sig svolít- Ið, rétt til málamynda, til að sýna, að hann væri líka nokkurs konar dama, en gerði það bæði fljótt og illa og hvarf eftur í sama þunglyndið og éður. Því að hvers vegna átti hann að halda sér til? Og fyrir hverjum? Hann gat ekki séð, hvernig laglegir kettir litu út. — Þá fann ég aftur til vorkunnsemi fyrir hönd allra þeirra, sem eru einmana og eiga þeiss ekki kost að halda sér til fyrir neinum, fyrir hönd þeirra, sem alltaf eru í vegi fyrir öðrum sem eiga allra kosta vöL Sagðk um tvo svarta ketti Það er ekki svo að skilja, að Bjúsi litli væri ekki otft kátur. Hann kom oftast nær í kaffið inn í stofu og horfði á mig tómum augunum og flæktist svo aftur og fram um fætur mér og mal- aðL Hann gat beygt fyrir hvern borð- fót, þótt hann sæi ekki neitt. Og etf hanr. heyrði skrjáf í sígarettupakka, þá reis hann á afturfæturna og beið eftir því. að ég gæfi honum pakkann eða silfuipappírinn innan úr honum til að leika sér að. Bjúsi litli greip hann á lofti og sló hann nokkrum sinnum á undan sér með loppunum á vixl, en alltaf endaði gamanið á því, að hann missti af pakkanum. Þá settist hann niður og horfði dapurlega fram fyrir sig á rósirnar á gólfteppinu, sem hann ekki sá. Hann týndi öllu og varð því alltctf að hætta, þegar leikurinn stóð sem hæst. — Mér varð hugsað til mann eskjanna, sem missa leikföngin sín úr höndum sér, enda þótt þær sjái og heyri og kunni líka að spyrja. En að hvaða gagni kemur það líka manninum að sp. rja og spyrja: af hverju, atf hverju, þegar enginn svarar og leiktfanginu er týnt? S amúel kunni bæði að spyrja og biðja. Þegar hann sá mig fara í káp- una settist hann við dyrnar og horfði ýmict á mig eða hurðarhúninn. Ef hon- um þótti ég lengi að láta á mig tref- ilinr, reis hann á afturfæturna og opn- aði munninn eins og til að segja mjá. En okkert heyrðist mjáið. Hann kunni að bera fram bæn sína í þögulli auð- mýkt. Hann varð að haga sér eftir geð- þótta og duttlungum annarra — og kunni það. Stúndum fór hann aðeins til að anda að sér fersku lotfti. Stund- um voru það þýðingarmeiri ferðir. Stefnumót heil kvöld, stundum nætur cg daga. Þegar æfintýrið var úti, snéri hann aftur til föðurhúsanna. Og Samú- el kunni að ávinna sér hylli manna aft- ur, þegar opnað var fyrir honum etftir grunsamlega langa útivist. Hann mal- aði í sífellu og snéri sér við í hverju þrepi í stiganum til að lóta mann strjúka sig og fullvissa sig um fyrir- gefnmgu. Hann kunni að syndga upp á náðina. En þegar upp var komið og *-i<. 9 Samúel hafði etið og drukkið, þá var auðmýktin rokin út í veður og vind og hann hafði alla sína hentisemi, sleikti sig gaumgætfilega, því að Saimúel var köttþrifinn, og féill svo í væran svefn á velvöldum stað. »3 orglegri voru örlög Bjúsa litla. Hann var líka orðinn gjafvaxta, og kveneðlið sagði til sín. En honum voru allar dyr lokaðar. Hann rölti í eirðar- leysi út og inn og atftur og fram um stofurnar. Harrn var köttur eins og aðrir kettir og þó var hann enginn kött- ur. Hann var hjálparvana blindingi, sem enginn gat hleypt út fyrir dyr. Og til hvers hetfði verið að bera hann út? Þegar hann kom út á möl eða gras, þá stéð hann í sömu sporum og gat sig ekki hraert. Hann titraði, horfði niður fyrir sig og var hræddur við heiminn og skildi ekki, af hverju hann var rií- i.nn burt úr sínum heimi, borðstólunum, sófanum, eldhúsinu, öllu seim hann þekkti. Þar sem hann var borinn ©g barnfæddur. Að vísu hafði hann alltaf þráð tilbreytingu, en ekki að vera sett- ur út á mölina. Hann vildi aftur inn. Eyða æfi sinni innan fjögra veggja, enda þótt hann þráði ekkert heitar en lífið fyrir utan þá. Þegar æfintýri Samúels hatfði boirið tilæt.laðan árangur, átti Bjúsi litli ekki sjö dagana sæla. Þá var höllast fyrir hann að hrökklast úr vegi fyrir mömimu sinni, þegar hún var á næstu grösum, jafnvel þótt það kostaði hann að reka sig á skáphorn eða dyrastaf. En katta- 3ög eru líka lög og undir þau varð Bjú'i litli að gangast. Að því leyti er heimur kattanna lítið frábrugðinn heimi marnanna. En hvernig sem samlyndið annars var, þá voru haldin grið, meðan á saméiginlegu borðhaldi mæðgnanna stóð. Það var segin saga, að þegar Samúel vænti sín, þá var ekki sjálfbyrgings- skapurinn. Þá var eins og eitthvað væri áþekkt með köttunum og mönnunum. Hún hljóp á milli húsmóðurinnar og kassans, sem tilraiddur var handa henni í tilefni af fjölguninni á heimilinu, og mjálmaði með bænarhreim í röddinni og var ekki í rónni, fyrr en húsmóðir hennar settist hjá henni og strauk henni eða hélt í aðra loppuna. S ammi gat aldrei fætt lifandi kettlinga, eftir að hún hafði fætt af sér frumburð sinn, því að hún kom satt að segja unglingur til okkar af götunni. En framan af kom Bjúsi litli lengi í stað kettlinganna og þótti nýnæmi í að bragða aftur móðurmjólk. Og þá voru allar erjur gleymdar. Þessi samhjálp stóð þó ekki nema ár- Framhald á bls. 12 Vangavelta erfðafræðings Eftir Sturlu Fribriksson Þú frymishnoð í söltu sjávardjúpi, sálarlaus festi kjarnasýruefna, sem lífrænn krystall vafinn hvatahjúpi, hvort er þér takmark sett og mótuð stefna? Með sólarljóssins afl að orkugjafa endistu til að skipta þór og bifa og dreifast milli allra heimsins hafa, en hver er titgangur þinn með að lifa? Þín stundardvöl mun loksins enda í ellL en afkomendur lífsbaráttu heyja. í kaldri veröld hæfur heldur velli, en hinii bíða lægri hlut og deyja. Sve brey tist erfð og undravera slcapast, ættmeiður rís, seon hæfari er talinn. En hefur þá, veröld, ekki einmitt tapazt eiginleiki þess, sem féll í vaiinn? Eftir Svein Bergsveinsson iö. tlbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.