Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 9
Hinn stílhreini bær, sem séra Björn Hal ldórsson reisti í Laufási hefir verið
varð'veittur og stendur enn, enda þótt nýtt íbúðarhús hafi verið byset fyrir
l>restinn á staðnum.
frá séra Birni í Laufási
tii Tryggva Gunnarssonar í Kaupmannahöfn
Bréf tetta er, eins op þaö ber
meö sér, ritað af séra Birni i Lauf-
ási, fyrir nákvæmleaa 100 árum, til
Tryqgva Gunnarssonar i Kaup-
mannáhöfn. Þaö œtti aö vera holl-
ur lestur, Jjví þótt marqt fari úr-
skeiöis í okkar þjóðlífi, oq ýmis-
leqrar óánœqju qœti, vœri ékki 'úr
veqi að virða fyrir sér þau lífskjör,
sem állur álmenninqur hér á landi,
oa jafnvel hin svokállaöa yfirstétt,
átti við aö búa fyrir einni öld.
Séra Björn var vrestur oq próf-
astur í Laufási við Eyjafjörð frá
1852 til dauöadaqs 1882. Hann var
þjóðkunnur maður oq mörqum
kostum búinn, m.a. hið áqœtasta
skáld, svo sem nær fjórir tuqir
sálma í sálmabók þjóðkirkjunnar
bera vott um. Meðal barna hans var
Þórhallur siðar biskup oq Vilhjálm
ur smiöur, er siðast bjó á Rauðará
í Reykjavik. Séra Björns verður
jafnan minnzt meðal hinna qöfuq-
ustu manna íslenzku þjóðarinnar.
K.S.
Laufási 1. sumardag í sumri 1S64.
Elskulegi vinur minn.
Mér er ekki um að skipið sem faerði
mér brófið þitt fari ,f;o aftur, að það
beri þér ekki einhverja viðurkermingu.
Ég hugsa sem svo: Fyrst þú gjörir ekk-
er ráð fyrir afturhvarfi þínu til lands-
iniö, þá mun það dragast nokkuð fram
eftir sumrinu, og skip þetta verður lík-
’lega bomið í höfn til Hafnar áðuir en
þú hafnar heim; en þó öðruvisi takist
og þið færuzt hjá, þú og seðill minn,
þá er litlu spillt í skriffærum, en meira
áunnið að setjast á tal við þig mér til
ánægju og gamans þessa stundina.
Það er nú ætíð ánægjá og gaman að
vitje vina sinna í huga og orði og svo
er nú fyrir mér, enda þó ég hafi lítið
ánægjulegt að segja þér undan norður-
skautinu. Að vísu höfum við hér mikið
stríð og hart sverð, það er nefnist himg-
ur og gengur næsta almennt og jafnt
yfir menn og skepnur. Ég mimdi gjöra
þig of saddan og leiðan ef ég færi nú
að skýra þér frá' því eins og það er,
þtví slíkiar skýrslur fær þú án efa í
hverju bréfi.
Líklega mun og einhver verða til að
skrifa þér af skipsköðum þeim er urðu
annað sunnudags kveld eftir páska, til
vara skal ég samt gjöra það í sem fæst-
um orðum:
Xvö skip fórust af Skaga með 8 mönn
nm hvort og hið þriðja fórst á Skagan-
um með 11 manns; það átti Björn í
Vík í Héðinsfirði og á því son og dótt-
urmann, en 8 urðu ekkjur og Héðins-
fjörður nær karlmannalaus eftir. Tvö
skip brotnuðu i Ifaganesvík, en mann-
skaði varð ekki, fleiri okkar skip lösk-
uðust, þó Fáfnir ekkcrt, hann lá þá á
Siglufirði, fór seinast á stað og varð það
að láni. Sókrates frá Lóni og Valdimar
úr Flatey eru óspurðir og hyggja menn
annan eða báða farna, bví brot úr skipi
hafa rekið vestra og af 4 /eimur prömm-
um.
Mikill er annar eins skaði og þetta of-
aná alla fátæktina og neyðina í landi.
Jón Loftsson er einn búinn að fá 40
kúta afla, sem hann kom inn klakLaust
norðaustan frá Sléttu í garði þessum.
Nú er komin blíða og fagurt loft og
stilling með hinu nýja sumri, leguveð-
Séra Björn Ilalldórsson
ur óefað og óaðfinnanlegasta veður fyr-
ir allar skepnur. Lóan hefur sungið
dýrðlega um það á þessum morgni og
æðurnar kvakað fyrir innan grunnið.
Þær hafa held ég haft fullgóðan vetur
cg undirbúning undir vorgagnið, því
hvergi spyrst hafís fyrir landi.
Af mínum eigin búskap og högum
er ég æfinlega vanur að segja þér eitt-
hvað í tilskrifum og svo verð ég enn
að gjöra, þó það að visu sé ekki æfin-
lega merkilegt innan um fólkorustur
og klofnar 'heila-borgir í útlöndum. Ég
ætla að komast af skemmdalaust meO
skepnur mínar, einasta þó fyrir það, að
ég gat drýgt heyið með korni, sem ég
verð að hald-a áfram að minnsta kosti
með kýrnar fram í græin grös. Þegar
þú kemur til landsins skal ég prófa með
þér þá búskaparhugvekju, að taðan er
allt eins dýr til fóðurs eins og rúgur,
þegar hvorttveggja skyldi kaupa eins
og nú selst. Heilsufarið hjá mér hefur
allt verið bærilegt; þó er ég, auk sífelldr
ar helti í meiddum fæti, fremur með
lélegra móti í sálarumbúðunum um
þessar mundir. Vilhjálmi fer fram á
bölum, fötum og koilum, kistlum og
klastri við búið, hinum í lestri og
skrift. — Svo er mikill ís á ánni, að
enn í daig er rekið niður á hólma og
ganga tveir menn með, og svo mikill
snjór undir ásnum, að hvergi sér á
grjótgarðinn út að húsum, nema tvo
faðma sunnant/erða. Þetta eru höfuð-
tíðindin úr Laufási.
Ekki hef ég farið í kauipstað síðan
sklpin komu; n-ú á að hefja mikla f-erð
héðan úr sókninni til að sækja fáeinor
kirkjuspýtur og nokkur hundruð borð,
og þykir mér vísast að farið verði í
kveld af því veður er hið álitlegasta.
Mig langar til að fara með, en nenni
þvi varla, því ég óttast langræðið með
flekann og sit víst heídur heima og
hugsa til þín öðru hvoru á meðan ég
hugsa um flutninginn.
Það held ég að sóknarmenn mínir
verði farnir að þreytast um það lýkur
kirkjuverkinu þeirra, en þeir eru iíka
fái’- og fátækir vesalingarnir.
Háls-brúðkaupið stendur, sem ég tel
upp á að bráðum stefni mér í mín
beztu föt, kvíði ég þó fyrir að slettist
upp á þau á leiðinni.
Ég »/ona að þú farir úr þessu að fá
bréf, sem ég skrifaði þér í vetur suður
vfir land, en seint kemur víst til þín
erindið, sem við fólum þér á hendur
Þingeyingarnir, enda mun allt fyrir
eitt koma á þessum neyðar og stríðs-
tímum.
Þú hefur víst gleymt að senda mér
myndina þína, sem þú minntist á í
bréfi þinu, en ég er samt búinn að
eignast hana með frjálsu og dto konu
þinnar. Við hlökkum til þín afturkom-
anda, meðal annars vegna þess að þú
fjölgir fyrir okkur þeim andlitum, sem
við girnumst að eiga fleiri útgáfur af.
Um pilárana í Laufáskirkju vil ég
ekki tala, hvað þeir hlakka til að þú
gyllir sig.
Já, með alvöru, ef guð ætlar okkur
að lifa svo lengi að þessi kirkja brotni
og rísi aftur í nýrri níynd, þá vildi ég
að hann lofaði líka þeirri von að rætast,
■ sem hið síðasta bréf þitt heldur styrkti
hjá mér, að þú værir þar at og ynnir
þar at, þá þykir Vilhjálmi líka gaman
að lifa, og horfa á og hefla.
Messufólk er nú að nálgast hið fyrsta
og ég verð að botna þetta áður en ég
skrýði mig í kirkjuna. Þú mátt ekki
taka til þess H /að þetta bréf er ónýtt
og óskemmtilegt, hugurinn er einhvem
veginn margtvístraður og ekkert gaman
samur.......
Skilaðu kveðju frá mér til Rúka og
Madömu Húsavíkur-Johnsens, ef þú hef
ur mök við hana.
Lestu svo í málið fyrir mig, en um-
fram allt, gjörðu það fyrir mig, að lifa
heil' og koma heill því fyrr því he'.dur
á þessu sumri til átthaganna og meðal
annars til þín-s elskandi vin-ar
Bjarnar Halldórssonar
haldin þeim til heiðurs — en líklega er
þar nú nokkuð liðugt krítað, því að
enda þótt kinverskt vinnuaÆl 9é þakk-
samlega þegið í Mongólíu, eru Kín-
yerjar sjálfir óvinsælir þar.
Snemma í júnímánuði var Mong-
61íu inn í hagkerfi Rússlands. Á liðnum
Og þetta varð upphafið að hvarfi Mong-
ólíu irm fliagkerfi Rússland. Á liðnum
tveim árum hafa sovézk-mongólsk fyr-
irtæki (og auðvitað undir sc(/ézkri
yfirstjórn) verið stofnuð til að hagnýta
náttúruauðlindir Mongólíu, þar á meðal
miklar úraniíumnámur sem taldar eru
vera fundnar í Altaifjöllunum, á 1-anda-
mærum Mongólíu og Síberíu.
Og snemrna í september 1962 var
Darammy Tumur-Odhir — mikill
kommúnistaleiðtogi, sem af þjóðernis-
legum ástæðum snerist á sveif með Kín
verjum til þess að hamla g-egn rússnesk
um áhrifum — rekinn úr hárri stöðu
sinni í mongólsk-a kommúnistaflokknum
og um leið fjöldinn allur af ætluðum
Pekingsinnum. Þetta hefur átt sinn *
drjúga þátt í versnandi samkomulagi
Rússa og Kínverja.
Ýmsar orsakir lógu að velgengni
Rússa í Mongólíu. í fyrsta lagi er enn
mikið um Lenindýrkun í mongólska
kommúnistaflokknum, sem hrósar sér
alltaf af því, að ^longólar hafi verið
næstir á eftir Rússum að koma sér upp
sovétlýðveldi.
Auk þess eiga Mongólar dapurlegar
endurminningar um yfjrráð Kínverja.
Þeim var stjórnað beint og óbeint frá
Peking, allt frá því er mongólska ríkið
hrundi og féll í gleymsku á 14. öld, og
þeir tala um þetta tímabil sem „svörtu
Framhal-d á bls. 14
28. IfcL 1964
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9