Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 12
SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 j8. Á öðru aldursári Bjúsa litla fæddi mjðir hans á ný afkvæani. Sú gamla vildi fá hann á brjóst eins og fyrri skiptin, en þá hafði Bjúsi litli stein- gleymt þvi, hvernig fara ætti að því að sjúga. Mamma elti dóttur sína á röndum, en hún vildi ekkert við móð- ur sína kannast, snéri upp á sig og klifraði upp á sófabrík. Sammi gekk mjóslegin léttum þófum til húsmóður sL.nar, mændi til hennar tindrandi gul- um augum, opnaði og lokaði munnin- um til skiptis án þess að koma nokkru hljóði upp. Nú viðurkenndi Samúél aftur eymd sína og smæð. En Bjúsi sat á sófabríkinni með belging og miklum kattarlátum. Einhvern veginn fannst mér ég hafa lifað þetta áður, þó ég rr.yi di ekki stund og stað. Þó fékkst Bjúsi litli til að sofa aftur hjá mömmu sinr i og létti þannig með dótturlegri skyldu undir byrði hennar. Upp frá þessu fóru mæðgurnar að sofa oftar saman. Uppáhaldshvílur þeirra voru skrifborðsskúffa, eldhús- borðsskúffa og þröngur kassi, þar sem þær gátu rétt troðið sér niður hlið við hlið Kettir þurfa oft að breyta til um hvilustað. Þegar þeim datt í hug að sofa í skrifborðsskúffunni, kom Sam- úei venjulega og tók í handfangið mjög iöuslega með loppunni. Hann vissi sem var, að ég mundi strax koma og opna nana Og það var eins og þeim væiri sama, hvort handritin mín, sem voru undiisængin, væru gömul eða ný. Þeg- ar þær voru búnar að koma sér fyrir, íóru þær að þvo sér. Þá sá ég að kett- irr.ir fara öðru vísi að en mennirnir. Þær þvoðu hvor annarri. Þó tók ég eftir því, að það kom ósjaldan fyrir, að Bjúsi litli varð hyskinn og fór að fitla við tærnar á sér. Hvernig sem á því stóð, var nú engri refsingu beitt, og mamma þvoði, þangað til öllum hreinlætisreglum var fylgt. Síðan sofn- uðu móðir og dóttir hvor í annarrar kryppu. K.ettir eru svefnþung dýr. Aftur á móti geta þeir verið árrisulir. Fyrir allar aldir var Samúel farinn að þæfa húsmóður sdna undir fótum sér með háværu mali. Þessi blíðu’æti hans áttu auðsjáanlega að kosta morgunverð. Ef ekki var brugðið strax við, lagði Sam- úel sig ofan á sængina við höfðalagið. Og ef það dugði ekki heldur, þá var farið yfir í rúmið til húsbóndans, og þá var troðinn marvaðinn, allt upp í höfuðhár. — En Bjúsi litli treysti sér ekki upp í rúm. Hann lét sér nægja að stjákla aftur og fram um gólfið og horfa niður á tærnar á sér eins og blindir kettir gera. — í morgusárinu getur manni orðið á að hugsa: Hver ræður lifi og dauða yfir hverjum? Því á þeirri stundu, sem mér þótti vænst um þessa tvo hrafntinnusvarta ketti, — bruggaði ég þeim banaráð. Samúel og 3júsi litli voru ekki að- eins ástríkir hvílunautar. Ef Sámúel var ekki í einhverju duttlungakastinu, sem greip hann öðru hvoru, fann hann upp á því að fara í leiki við dóttur sína Þeir eltu hvor annan úr svefn- herberginu, eftir ganginum og inn í eldhús og svo aftur til baka. Auðvitað var Samúel á undan. En Bjúsi litli fylgdi furðufast eftir án þess að reka sig á. Það var ekki fyrr en Sammi fann upp á því að stökkva upp á stóJa eða borð á leiðarenda, að Bjúsa litla brást bogalistin. Þá nam hann staðar og skildi ekkert í, hvað orðið hafði af mömmunni. En hún trónaði einhvers- staðsr fyrir ofan hann og horfði á hann spurulum augum og botnaði ekkert í þvl heldur, hvers vegna Bjúsi litli stykki ekki á eftir henni. Þessi aum- ingjaháttur dótturinnar var henni hrein asta ráðgáta, svo að hún missti alia löng un tii þess að leika sér við hana áfram. 3júsi litli hringsnérist svolítið á gólf- inu, settist síðan niður og laut höfði. Leikur hans fór út um þúfur eins og endvanær, þegar hann stóð sem hæst. A. nnars hafði Bjúsi litli lag á því að kiifra upp á sófann, af því að hann var fóðraður, svo að kló festi á. Verra var að klifra niður aftur, einkum ef hann þurfti að flýta sér, þegar glamur í diskum heyrðist úr eldhúsinu. Það var of áihættusamt að stökkva, þar sem ekki var hægt að sjá fallhæðina. Hann komst þá á það lagið að síga. Með framloppunum hélt hann sér fast í sófa- bríkina, en afturfæturnir fikuðu sig niður. Svona smáþokaði hann sér nið- ur á við, með því að grípa í sófa- hliðina nokkru neðar með annarri fram loppunni og síðar með hinni. Oft stöðv- aðist hann á miðri leið og gerði leik- íimisæifingar, sem fólust í því, að hann kerrti hausinn nokkrum sinnúm aftur á bak. Síðan hélt hann áfram, unz hann nam við gólf og gat sleppt takinu. Eftirlætisskemmtun Samma var að leika sér með glerkúlu frammi á loft- inu. En þá vildi stundum brenna við, að kúlan ytli fram af skörinni og niður stigann og hoppaði á hverju stigaþrepi. Samúel þaut á eftir henni í hendings- kasti og var oftast eins fljótur niður og kúlan. En þá fór að vandast máiið. Harn stóð ráðþrota yfir kúlunni og gat ekki komið henni upp. Einhver varð þá auðvitað að koma til hjálpar og kasta kúlunni upp. Þá tók Samúel loftköst á eftir henni upp stigann. En það leið ekki á löngu, áður en sama sagan end- urtæki sig. Það var því nokkuð þreyt- andi verk að vera skósveinn Samúels. Einn daginn gerði hann mikla uppgötv- un, þegar ég hafði ekki tíma til að sinna honum. Hann fann upp ráð til að vera ekki upp á aðra kominn. Hann tók kúl- una upp í sig og bar hana sjálfur upp stigann og hélt síðan áfram leik sínum. Hann var stoltur þann dag. í fyrsta skipti, sem hann fann upp þetta bragð, sleppti hann Jtúlunni ekki strax út úr sér, heldur horfði á mig með borgin- manniegum svip, sem ég hlaut að skilja þannig, að hann viki mér hér með úr þjónustu sinni. Ég samgladdist honum í sigri har„, sigri sem fyllti mig dapur- leika um leið, því sigur ber ósigur í skauti sér og minnir á að hátindinum sé náð. Sigurinn er andhverfa fallvalt- leikans og um leið tákn hans. egar Samúel hafði náð þessum áfanga, reyndi hann að kenna Bjúsa Jitlí sömu Iist með stökustu þolinmæði. En Bjúsi litli gat ekki leikið sér að kúiu. Kúlan rann alltaf frá honum, og haim horfði vonavikinn rauðum tóttun- um úc í myrkrið. Samúel mjakaði kúl- unm hvað eftir annað fram á pallskör og ætlaðist til að Bjúsi fengi ánægjuna af að velta henni fram af. En Bjúsi Jitli fór í stórum boga í kringum skör- ina, því hann hafði nokkrum sinnum oltið niður um nokkur þrep og haldið sér þar rígfast af hræðslu, þangað til bann var borinn upp aftur. Þessi hræðsla við stigann var ein af ráðgát- um mömmu hans. Hún vissi hvað Bjúsi var þrákelknislega ertinn uppi á palli, því óskiljanlegri var henni heigulshátt- ur hans nú. Hún settist því bara á gólf- ið og horfði undrandi á þann litla spena e^run og rýna niður í gólfið, þar sem ekkert var að sjá. Þegar við dnikkum kaffið eftir mat- inn, sagði ég við konu mina, að þetta gengi eliki lengur. — Nei, þetta gengur víst ekki Jengur, sagði hún. — Við förum þá í dag. Við bjuggum okkur í skyndi, til að hætta ekki lengur við þessa fyrirhug- uðu för og hringdum í bil. Ég fór niður til að íriða bílstjórann, meðan konan mín var að ganga frá öllu, og svo ók- um við af stað. Veðrið var dásamlegt og það giampaði á þök húsanna. Þegar við komum inn á Miklúbraut tók ég upp sígarettupakka og sagði henni að fá sér sígarettu, það róaði. — Taktu þetta eins og hvert annað jobb, sagði ég. Ég sagði hið útlenda orð „job“ vilj- andi Mér fannst ekkert annað orð eiga við. Síðan kveikti ég mér sjálfur í síg- arettu. E g fór að hugsa um, hvað það hefði verið einkenni.egt í gær, þegar svörtu kettirnir lágu í sófanum og sleiktu hvor annan. Bjúsa litla varð þá allt í einu á að bíta í mömmu sína. Hún brást ilia við og réðist grimmilega é hann svo að við urðum að ganga á milli, en Samúel lailaði frá í ólund. Bjúsi hélt áfram að sleikja sig, eins og ekkert hefði í skorizt. En eftir nokkra umhugsun, snéri Samúel við og lagðist hjá dóttur sinni og aftur hófst gagn- kvæmur andlitsþvottur. Síðan fór Samú el að dotta. Þá féll Bjúsi litii aftur út úr hlutverki sínu og nartaði í eyrað á mömmu sinni. Hún vaknaði af værum blundi, gaf Bjúsa litla utanundir með loppunni ,hvæsti framan í hann og stökk upp á sófabrík. Ég hugsaði, að þetta væri honum mátulegt. En á Bjúsa litla var enga iðrun að sjá. Hann sleikti sig nokkrum sinnum lauslega, eins og hans var vandi, og lagði sig. Þá kom Samúel cnn á ný og lagði sig yfir hann eins og í verndarskyni. Og nú sváfu þeir báðir þarnn eins og svo oft áður í innilegri vináttu og friði og með ró þess, sem veit sig óhultan og í öruggri_ vernd þeirra, sem örlögunum ráða, Ég veit ekki enn, af hverju mér datt það í hug á Jeiðinni inn að Eilliðaám, hvað móðir in hefði verið óvenju þolinmóð við hina ertnislegu dóttur sína í gær. Hún minnti mig á elskhuga, sem snýr við aftur til að njóta faðmlaga í allra síðasta sinn á skilnaðarstund. V ið ókum upp að Keldum. Sigríð- ur Erlendsdóttir opnaði fyrir okkur og vísaði okkur inn í stofu. Síðan náði hún í Pól Pálsson, dýralækni. Hann kom beint frá vinnu sinni í slopp, sem bar ýmsar menjar af starfi hans. Ég bar upp erindi mitt og sagði að við værum á hraðri ferð — í bíl. Páll brá skjótt við og tók blikkkassa í aðra hönd og stóra flösku í hina. Síðan gengum við til útihúss. Gólfið var steinlagt. Hann setti blikkkassann á borðið og tók lok- ið af Á botninum lá bómullarlagður. Ét; setti töskuna, sem ég bar fyrir hann, á borðið við hliðina á kassanum. Um ’eið og Páll opnaði hann, bað hann mig að halda á lokinu. Hann tók Samúel og lét hann ofan í kassann, en ég hvolfdi lokinu yfir. Það er einkennilegt hvað dauðinn virðist oft vera í rökréttu sam- he -gi við lífið. Samúel var móðir Bjúsa litla og hafði alltaf gengið feti á und- an — síðasta áfangann. Mér sýndist Páll hika svolítið við: — Á ekki hinn að koma Líka? — Eru þeir vanir að liggja saman? spurði hann. — Já, þeir sofa alltaf saman, sagði ég. Ég minntist dagsins í gær og svo margra annarra daga, sem þeir hjúfr- uðu sig hvor að öðrum. Páll lyfti Bjúsa litia upp í kassann. Hann titraði stjarfur eins og venjulega, þegar hann mlssti fót festu. Svo setum við lokið á, og Páll lét kassamn á gólfið upp við vegginn. Þeir hrærðu sig undarlega lítið. Það þýðir líka ekki mikið fyrir þann, sem minnimáttar er. Kannske báni þeir enn þá sr.ma traustið og áður til húsbónda síns og verndara. Páll ýtti lokinu of- urlítið til hliðar og hellti úr flöskunni ofar. í málmkassann. Því næst setti hann þungan dunk ofan á. — Þetta tekur aðeins tuttugu sek- úndur til hálfa mínútu, þá eru þeir sofnaðir, sagði Páll og rétti úr sér. Mér þót* vænt um, að hann sagði sofnaðir, því ef einhverjum þykir svefninn góð- ur, þá eru það kettir. Nú heyrðum við meira þrusk í kassanum en áðúr. - Þetta varir aðeins augnablik, sagði Páll. Það er vegna etersins. ]VÍ ér fannst ég vera rólegur við aftökuna. Svo mun þó ekki hafa ver- ið. Allt í einu heyrði ég, að ég var farinn að tala um gasklefana frægu úr stríð- inu. Úr kassanum heyrðist ekkert hljóð lengur, og Fáll sýndi okkur niður í kringlótt op á gólfinu, þar sem eilífur eldur virtist brenna. — Þangað læt ég þá eftir svo sem háiftima, sagði hann. Svo opnaði hann kassann aftur og bætti dálitlu af eter í hann úr flösk- umii, því að annar þeirra andaði enn- þá, að því er hann sagði. Ég leit nið- ur um rifuna og sá, að þeir lágu hvor í annars kryppu, eins og þegar þeir féllu i svefn í sófanum heima. Bjúsi litli hafði lagt vinstri loppuna yfir hana mömmu sina eins og hann hefði fyrirgefið allt, jafnvel lífinu sjálfu, sem hann hafði farið á mis við, og reynt í dauðanum að létta mömmu sinni byrðina. Þegar við ókum til baka að Mávahlíð 2, töluðum við hjónin ekki mikið sam- an. Heima drukkum við kaffi. í kvöld- fréttunum heyrði ég, að í dag hefði ver- ið léttskýjað um Suðvesturland. Veður- stofan orðar það svona. Þess vegna veit eg, þegar ég skrifa þessar línur, að það var sólskin þann dag. (Skrifað að Skálavik, Seltjamarnesi 27.5. 1951). SVIPMYND Framhald af bls. 2 færi varlegar í sakimar í -Suður-Víet- nam til að draga úr hættunni á alls- herjarstríði við Bandaríkjamenn, hafa samskiptin við Rússa verulega kólnað. Þar af leiðandi hefur „Peking-armur- inn*' undir forustu Le Dúans, fyrsta rit- ara flokksins, nú hylli Hó Tsjí Minhs. Sérfræðingar telja, að Hó trúi því alls ekki að Bandaríkjamenn muni gera inn rás i Norður-Víetnam, ef í harðbakka slær. Og hann hefur herafla, sem tekið gæti á móti, ef til innrásar kæmi. Al- þýðuher hans hefur á að skipa 250.000 velþjálfuðum mönnum, búnum rússnesk um og kínverskum léttavopnum, en tékkneskum þungavopnum. Þessi her er talinn bezti her í Suðaustur-Asíu að Rauða hernum í Kína frátöldum. Og þó Hó hafi lítinn flugvélakost, hefur bann mjög gott loftvarnakerfi. F n höfuðvopnin í baráttunni gegn Baiidaríkjamönnum eru þær tugþúsund ir skæruliða sem berjast fyrir Hó Tsjí Minli bæði í Suður-Víetnam og Laos. Hann hefur aldrei viðurkennt það op- mberlega, að hann þjálfi, stjórni og búi bæði Víet Kong og Pathet Laó vopn um og vistum, en hann sagði samt einu sinni- „Það er ekki hægt að vera áhorf- andi“. Um það virðist engum blöðum að fletta, að vingjarnlegi öldungurinn i gúmmí-sandölunum sé staðráðinn 1 að sameina undir sinni stjórn svæðið sem forðum var franska Indókína, og af þeim sökum gefi hann kommúnistum í Suður-Víetnam og Laos mjög lítið sjálfræði eða athafnafrelsi. „Engin mik- ilvæg ákvörðun Pabhet Laós er tekin án samráðs við Hó“, segir brezkur em- bættismaður sem er hnútum þar eystra kunnugur. Og þó Víet Kong nefni sig „fylkingu lýðræðissinnaðra írelsisvina“, þá lýtur hún líka jám- hörðum aga gamla mannsins í Hanoí, sem hefur í sinni þjónustu bezt skipu- lagða baráttulið í allri Asíu. 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 28. Voi. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.