Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1964, Blaðsíða 13
Rússlandsvetur FramhaM af bls. 1 ír, að veðurfræðiathuganir höfðu þá þeg ar lengi verið gerðar og á ýmsum stöðum í heiminum. Þegar á öndverðri átjándu ö;d höfðu reglulegar hitamæl- ingtr farið fram hér og þar um Evrópu, og það meira að segja í Rússlandi, þar sem margháttað menningarlíf blómg- aðisv undir stjóm Péturs mikla og r.æstu eftirmanna hans. Þannig hófust árið 1726 í Norður- og Austur-Evrópu tinhverjar fyrstu stöðugu hitamæling- ai í St. Pétursborg, og í lok aldarinn- ar voru slíkar mælingar framkvæmd- ar á mörgum stöðum í Rússlandi. Jafnvel í Finnlandi var fyigzt með í þessari þróun. Reglubundnar hitamæl- ingar voru framkvæmdar í Ábo þegar árið 1750, og í lok aldariimar hér og þar í landinu. Án þess að nánar sé vikið að þessum mælingum, verður þó að nefna sérstaklega þær, sem séra Wegelius framkvæmdi á prestsetrinu Vörá. Þær voru ekki einasta fram- kvæmdar á friðartímum heldur og í finnska ófriðnum 1808-1809, stöðugt og xeglulega. Þannig hefur seinni tíminn uppiýsingar um veðurfar í Finnlandi, jafnvel á þessum ófriðartíma. Hvað snerti herför Napóleons til Rúss lands, þá var hún, þótt mannskæð væri, tiltölulega „friðs£unleg“, úr fjarska séð. í þessum ófriði og fleirum hafa farið fram stöðugar hitamælingar, sem voru útgefnar í Pétursborg 1881, í hinu á- gæta veðurfræðiverki eftir Henrik Iv- anovitsj Wild, sem var félagi í keis- aralegu vísindaakademiunni og forstjóri Eðlisfræðistofnunar ríkisins. í þessu verki sínu hefur Wild prófessor fjall- að um hitann í öllu Rússlandi og jafn- vel farið út fyrir landamæri þess. Því var möguleiki á því þegar árið 1881 að fá áreiðanlegar upplýsingar um veð- urfar í Rússlandi árið 1812. Og hvað leiðir þetta einstæða rit- verk í ljós? f fyrsta lagi það, að innan landamæra rússneska alrikisins voru framkvæmdar áreiðanlegar veðurathug anir, m.a. í St. Pétursborg, Kazan, Kiev, Varsjá, Riga, Reval og svo á áðurnefndu prestsetri, með öðrum orðum fyrir norð- an, austan, sunnan og vestan örlagaleið Napóleons. í St. Pétursborg voru þess- ar athuganir gerðar í Eðiisfræðistofn- uninni, en í Kazan og Riga í háskól- unum þar. í Kiev voru þær framkvæmd ar af kennaranum M. Berlinskij í skóla þar, í Reval af stjömufrælðingnum Iv- anov og í Vörá af séra Wegeliusi. Og það má ganga að því vísu, að þessar vísindastofnanir og ábyrgu aðilar hafi unnið verk sitt óhlutdrægt og af við- eigandi nákvæmni, og því megi reiða sig á upplýsingar þeirra sem gildar sann enir um hitastig og veðurfar, þegar tför Napóleons var farin — án þess að nokkur persónuleg hlutdrægni komi þar til greina. Hinar fræðilegu upplýsingar Wilds prófessors um meðalhitann í okfcóber 181? sýna, að hitinn í þessum mánuði var tiltölulega mikill. Tölumar um þenn an mánuð sýna: St. Pétursborg 4.7, Kazan 3.0, Kiev 10.6, Varsjá 10.2, Riga 7.7, Reval 6.6, og loks í Vörá 4.4 stig. Á skýrslum Wilds fyrir október sést, að aðeins í Kazan var hitinn einu stigi undir meðallagi. Á hinum stöðunum var hann hærri en í meðallagi — I Kiev 2 stigum og hinum stöðunum einu ítigi. I nóvember 1812 var meðalhitinn samkvæmt sömu skýrslum: í St. Pét- ursborg -4-5.2, Kazan -i-5.6, Kiev -4-1.8, Varsjá -4-0.1, Riga og Reyel -4-2.0 og f Vörá -4-5.1 stig. Bf þetta er borið saman við meðaltöl Wilds, sést, að í Ki- ev var hitastigið eðlilegt, í Kazan, .Varsjá, Riga og Reval 2 stigum kaldara Og í St. Pétursborg og Vörá 3 stigum tindir meðallagi. Ef reiknað er út frá þessu meðal-hitastig svæðisins, sem NapóJeon fór um í nóvember 1812, fæst sú niðurstaða, að hitinn á þessu svæði hefur verið aðeins einu stigi undir með allagi, og á einstöku stað 2 stigum. Og þessi frávik eru hégómlega litil, ef borið er saman við þau mestu, sem von getur verið á í nóvember. Til dæmis má nefna, að í Helsingfors getur hitinn farið 6 stig undir meðallag í þeim mán uði. Og sagan gefur líka nokkrar upp- lýsingar um þennan nóvembermánuð 1812 Á svæðinu kringum Smolensk fór hitinn „meira að segja niður í -4-8 stig.“ Beresinafljótið var þessa „Bere- sina-daga“ að nokkru lagt en einnig var farið yfir það á bátum. Þrátt fýr- ir það, að hitinn var — á rússneskan mælikvarða reiknað — nokkumveginn eðlilegur, hefur Frökkum auðvitað fund izt kuldinn mjög mikill. Og ekki er Helgríma Napóleons ótrú’egt, að Napóleoni, sem var vanur Miðjarðarhafshitanum á Korsíku, haifi verið kalt í 8 stiga frosti við Smolensk. A llt bendir því til þess, að örlög Napóleons í þessari herför hans til Rússlands hafi ekki verið kuldanum að ker.na, eins og hann var fyrra hluta vetrar í Rússlandi, heldur hafi aðrar ástæður valdið. Hér má nefna kenn- ingu, sem hinn mikli þýzki herfræðing- ur, von Clausewitz hershöfðingi, hefur sett fram, sem sé þá, að svo framar- lega sem víðtæk sókn leiðir ekki til algjörs sigurs, breytast kringumstæðurn ar þannig, að hálfur sigur kemur að engu gagni og árásaraðilinn má þakka fyrir, ef hann getur komið herafla sín- um undan óhultum. Þetta gat Napóle- on ekki, þar eð hann í hugsunarleysi sínu var alls ekki undir slíkt búinn. Hann hafði alls ekki tekið neitt tillit til veðurfarsins í óvinalandinu fyrra hluta vetrar og ekki heldur til neinna afbrigða þess utan. Þetta kemur bein- linis fram í bréfi hans til Marie Louise drottningar, þar sem hann segir: „Það var vetrarkuldirm, sem fór með okkur. Við lutum í lægra haldi fyrir veður- faririu“. En þegar herförinni var lokið og Napóleon þegar kominn langt burt frá hex s'num, kom, eins og menn vita, í desember 1812 mikil vetrarharka, sem stóð enn í janúarbyrjun 1813. Bæði í Póllendi og Þýzkalandi er þetta talin mesta miðsvetrarharka í manna minn- um. Þá voru skyttumar hans Heine og aðrar leifar af her Napóleons að brjót- ast heim til Frakklands og lentu í hin- um ótrúlegustu erfiðleikum. En þá var styrjöldinni við Rússland lokið og báð- ir aðilar þegar teknir að hugsa út ný vélabrögð, Dlakónía Framhald af bls. 4 þeiiri, sem áður hefir lýst verið hér að ofan, voru þýzkir prestar. Árið 1813 ráku franskir hermenn 1200 manns út úr Hamborg, og dó flest af þessu fólki. Meðai þeirra sem lifðu var drengur einn, Johan Heinrich Wichem að nafni, þá um fimm ára gamall. Tuttugu árum síðar hóf hann nýtt starf rétt hjá Ham- borg. Með aðstoð móður sinnar og syst- ur stofnaði hann drengjaheimili, Rau- hcss Haus. Þetta heimili óx og varð að heimsfrægri stofnun. Og þar var hin evangeliska djáknaþjónusta nútím- ans stofnuð og þa&an hefir hún breiðzt út t>4 annarra landa. Wichem tók ekki aðeins til sín mun- aðarlausa drengi og fátæka, heldur einn ig unga menn, sem hann þjálfaði bæði andiega og líkamlega. Baksviðið var vakningastarfsemi innra trúboðsins. Til þeirra, sem viidu gerast djáknar, var sú krafa gerð að þeir væru vel trúað- ir og vandaðir menn. Áherzla var lögð á ýmsar iðngreinar, ekki sízt prentiðn, enda óx upp bókaforlag, prentsmiðja og bókbandsverkstæði í sambandi við Rau- hes Haus. Þegar ungir menn voru full- numa, komu þeir á fót sams konar stofn unum og þeirri, sem þeir sjálfir höfðu rumið við. Ein hin frægasta af þess- um velferðarstofnunum var í Barmen. Wichera skildi vel hina þjóðfélags- legu neyð, sem fór á undan byiting- unni 1848. Þá hélt hann fræga ræðu, sem enn er í minnum höfð, ekki aðeins af guðfræðingum, heldur af þjóðfélags- lega menntuðum mönnum. Wichern vildi þá endurnýja gjörvalla kirkjuna og þjóðfélagið. En kirkjan fylgdi hon- um ekki nema að litlu leyti, og þjóð- félögin kusu leiðir, sem leiddu til þess að menn hölluðust meir að Marx en Wichern. — Árangur af starfi Wich- erns varð þó mikill: Ríkið tók að reisa munaðarleysingjahæli, heinjili fyrir fá- tæik börn, vinnuhæli, sjúkrahús, geð- veikrahæli, heimili handa epileptisku fóiki, iðnskóla ýmiss konar, drykkju- mannahæli, velferðarheimili handa ungum hermönnum. — Wichern mennt aði díakóna til að vinna við ailar þess- ar stofnanir, sömuleiðis kennara, hjúkr- unarmenn, forstjóra og presta. Með staili sínu tókst honum að breyta af- stöðu ríkisins til allra þessara mála. Wichern andaðist árið 1881. Samt'mamaður hans, Gustaf Werner (1809-87) tók upp starf fyrir fatlaða og fávita. Að velferð þeirra unnu díakón- ar, sem höfðu eins konar sameignar- skipulag. S tofnandi díakónissuhreyfingar- innar, sem kunnur er í menningar- kirkju- og hjúkrunarsögu var Th. Flied ner (1800-1864), þýzkur prestur, sem hafði brennandi áhuga á velferðarmál- um kvenna og barna. Fyrri konu sína missti hann ti.tölulega unga, en kvænt- ist aftur ,en báðar þessar konur voru mikiir mannvinir. f Bretlandi kynntist Fliedner W. Wilberforce þingmanni, sem varði um þrem áratugum í bar- áttu gegn þrælasölu og þrælahaldi, og ennfremur hinni frægu mannúðarkonu Elisabeth Fry, en hún varð fræg fyrir þær umbætur, sem hún fékk til vegar komið í fangelsum. * Skömmu eftir frelsisstríð Þjóðverja (gegn Napóleon) hafði annar þýzkur prestur skrifað bók: „Um endurreisn díakónissuembættis fornkirkjuimar í kvenfélögum vorum“. Þessa bók hafði Fliedner lesið. Og í Hollandi hafði han-n hitt konu, sem gegndi embætti día kónissu. Fliedner og kona hans stofnuðu fyrsta fangaverndarfélag í Þýzkalandi árið 1826, og hæli fyrir afbrotakonur, er setið höfðu í fangelsum, árið 1833 og smábarnaheimili árið 1835. Díakónissu- húsið í Kaiserwerth sfcofnaði hann ár- ið 1836. Nágrannar Fliedners gerðu gys að starfi hans, þegar hann hóf það, en hættu því löngu áður en hann dó. Fá- tæktin var mikil um þær mundir, er starfið og var hafið, og fyrstu árin þar á eftir, og aldrei hafa díakónissur verið ríkar. En hreyfingin breiddist hratt út, og 'var þegar komin í fjórar álfur heims áður en stofnandinn dó. Díakónissur voru þá orðnar um 1600 að tölu, þar af voru 425 í tengslum við móð- urstofnunina í Kaiserwerth, en hinar voru dreifðar í 29 móðurstofnunum öðr um. Um þær mundir sem hin evangeliska díakónissulireyfing hóf göngu sína, þótti það goðgá að mennta ungar konur af alþýðustéttum til félagslegra starfa. Stéttamunur var mikill í Þýzkalandi um þær mundir. Þetta vissi Fliedner vé!, og það er ein aðalástæðan fyrir því að það var gert að reglu að díakónissur bæru einkennisbúninga. Þar með var allur stéttamunur þurrkaður út á meðal þeirra sjálfra og eins meðal þeirra, er nutu góðs af þjónustu þeirra. í skipulagi því, sem hin elzta evang- eliska díakónissuhreyfing hefir, eru nolckrar reglur, sem ekki er vikið frá. Nánasti yfirmaður systranna skal vera kona, húsmóðir. Og díakónissurnar skulu jafnan eiga athvarf við sifct eig- »8. tbl. 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.