Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Side 1
 [ 31. tbl. 11. október 1964 — 39. ársTj hans var að reykja, hann átti margar og stórar pípur og reykti þær þar til botninn var úr þeim brunninn, þá steypti hann í gatið með bréfalakki og notaði þær áfram. Aldrei snerti hann pípu í vinnustofu sinni í safninu, en reykti því betur heima við skrifborð sitt. Þó bar það við, endrum og eins, að hann kynti upp í anddyri safnahússins og sigldi heim undir fullum dampi. Mér hefir jafnan fundizt gamla safna- húsið vera eitthvert hið göfugasta hús hér á landi, hvort heidur það var séð frá sjó eða landi. Það hefir sannfært mig um, að í húsbyggingamálum vor- um við íslendingar fullbráðlátir í sjálf- stæðið. Þetta hús setti nýjan svip á þjóðfélagið. Það var ómetanlegur menn- ir.garauki. Það var byggt úr tvöföldu grjóti, en að heita mátti án einangrun- viidi snúa húsinu við, en hann mat út- sýnið til sjávarins og fjallanna meira*1. — Eftir aldarfjórðung var allt útsýni byrgt, en húsið snýr svona um aldur og ævi. E 40 ARA MINNINGAR í ÞJÓDSKJALASAFNI Eftir Kjartan Sveinsson Það hefir talazt svo til milli mín og eins ritstjóra Morg- unblaðsins, að ég skrifaði nokkur drög að minningum mínum úr Þjóð skjalasafninu, en 1. sept. sl. voru lið- in 40 ár frá því ég réðst í þjónustu þessarar stofnunar; það var 1. sept- ember 1924. Þetta verða að vísu ekki annað en molar, en ég vona þó, að hið fornkveðna afsannist ekki með öllu, að molar séu líka brauð. Frá því dr. Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður hafði látizt veturinn áður, hafði Hannes Þorsteinsson ver- ið eini starfsmaðurinn við safnið, því að svili hans, Jón Magnússon ráðherra, hafði þybbazt við að láta hann fá nokkra hjálp eða aðstoð. Safnið var þá að vísu ekki opið al- menningi nema frá kl. 1—4 daglega, en jafnan þurfti þó að sjá um út- gáfu nauðsynlegra vottorða og sinna gestum safnsins. Allmiklar sending- ar af embættisgögnum, bæði héðan og utan úr landsbyggðinni, höfðu eðlilega hrúgazt upp, svo ég hafði nóg að gera næstu mánuðina að setja þau í nýjar umbúðir, koma hverju á sinn stað og skrásetja. En það var ekki allskostar þægilegt að þurfa að vinna uppi á lofti eða neðst niðri í kjallara og sinna jafnframt lestrarsal safnsins. Ég negldi því snúru í hurðina, lét hana liggja til mín, hvar sem ég var, og í bjöllu, sem lá á tæpri nöf, og datt er stríkk- aði á snúrunni og gaf mér merki, ef hurðin að salnum var opnuð. Þannig vorum við Hannes tveir einir starfsmenn safnsins í 12 ár, eða þar til hann lézt í apríl 1935. Dr. Hannes var einstæður gæðamaður í allri viðkynningu. Hann var fríður sýnum, hár, þrekinn og kraftalegur. Það var auðséð, að hann hafði ekki alla sína tíð setið á skrifstofu. Hann hafði í æsku tognað við árina, stundað sjóróðra bæði frá Álftanesi og suður í Garði. Þetta var herskylda fyrri kynslóða. Hann var í cilu sérstakur reglumaður, kom aldrei mínútu of seint í safnið. Eina nautn ar. Flest loft eru úr járnbjálkum með steinbogum á milli, en loftið yfir lestrar sai landsbókasafnsins mun vera annað loft sinnar tegundar hér á landi úr venju legri járnbentri steinsteypu. Húsið er þungt, en ekki að sama skapi sterkt; ég athugaði sjálfur hvernig það skemmdist í jarðskjálftanum árið 1929. En húsið snýr öfugt. Ég spurði eitt sinn vin okkar og fastagest, Klemens Jónsson, hvernig á því stæði, að þeir hefðu látið anddyri, stiga, salerni og bókageymslur snúa móti sól og sumri, en lestrarsal landsbókasafnsins móti norðri. Klemens dæsti. „Haldið þið ég viti þelta ekki? Við Hannes Hafstein rifumst um þetta eins og hundar. Ég n hvað sem því liður ber að þakka framsýni þeirra manna, sem stóðu að byggingu safnhússins, sem þeir reistu af miklum stórhug, en litlum efnum. Þessi mikla höll, sem allir litu upp til á þeim tíma, kostaði uppkomm með ölium sínum miklu og útskornu eikar- borðum og eikarstólum og allri innrétt- ingu, aðeins 222 þúsund krónur. Það er lærdómsrík áminning um hvernig mynt okkar hefir hrunið, og það mest síðustu þrjá áratugina. Tvenns konar böl áttum við að búa við í þjóðskjalasafninu. Annað var kuldinn á veturna, þegar kalt var úti var líka kalt inni. Gamaldags gufumiðstöð hafði verið lögð í húsið, áður en menn lærðu að leggia miðstöðvar. Þarna var ekki hægt að vinna sér til hita og maður gegnkólnaði á hverjum degi, og svo fór, að heiftug liðagikt réðst á mig, ná- kvæmlega eins og á Hannes forðum. Gömlum og góðum gestum reyndi mað- ur að hola niður í suðurstofu, þar sem sólar naut. Loks kom ný miðstöð, og þá varð allt annað líf. í annan stað hafði rafmagn verið leitt í gamla gaslampa. Við höfðum berar glórur beint fyrir fiaman augun, og við þær þurftum við ao lesa gamalt og máð hrafnaspark, bæði fyrir stofnunina og gesti hennar. Ljóstæknifélag íslands lét taka mynd af þessum lömpum, áður en þeir voru rifnir niður, til þess að eiga sj'nishorn af því, hvernig ljóstækni gæti orðið ié- legust, miðað við það verk, sem við hana ætti að vinna. Aðalsteinn Guð- johnsen verkfræðingur, sérfræðingur í lýsingu, mældi lestrarsalinn og kom sin- um tillögum fram. Fyrir hans verk og þekkingu er þjóðskjalasafnið nú eins og önnur stofnun. Kirkjubókadeildin, sem geymir þús- undir bóka í sínum básum, og hefir aila tíð verið mest notuð, var í myrkri þegar ég kom að safninu, svo að við urðum ao draga á eftir okkur „hund“ með ljósi. Þegar engin lagfæring fékkst, keypti ég rafþræði og annað efni fyrir eigið fé og lagði leiðslur í alla básana. Þetta var sennilega ekki löglegt, en þó með öliu Framhald á bls. 7 Safnahúsið við Hverfisgötu, sem tekið var í notkun árið 1908.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.