Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Side 3
ÖR SÓLSETRINU
Eftir C. Patrick Thompson
öðrum degi eftir nóttina, sem
menn kalla ennþá „nóttina miklu“, kom
Weldon úr herforingjaráðinu til bæki-
stöðva minna og gaf mér þetta stutta
svar við fyrirspurn minni:
„Já, drengur minn, embættiserindi“.
Síðan ók hann mér í bíl sínum fimmtíu
mílur eftir klettaströndinni á eyðilegan
stað, þar sem stórt hvítt hús, umlukt
grasflötum og fallegum blómagörðum og
girt háum furum, sneri út að Norður-
sjónum.
Eftir að við höfðum rannsakað húsið,
grasvellina og fjöruna, sem að þeim lá,
settumst við niður í róslitri dyngju, þar
sem sjá mátti glögg og ákaflega töfrandi
rnerki eftir síðasta íbúann, til þess að
tala um hið flókna mál.
Þræðir þess teygðust langt í allar áttir
og lágu hver yfir annan, aftur og aftur,
en alltaf mátti rekja þá til konunnar og
síðasta flugvarðarins.
En einmitt það, að síðasti flugvörður-
inn var Dunkley undirforingi, gerði mál
ið nokkuð viðkvæmt. Vegna þess, að
Dunkley var blaðahétja dagsins. Opinber
heiður og heiðursmerki voru í þann veg-
inn að skella á honum í stríðum straum-
um. Var það ekki einmitt hann, sem
hafði á hinn glæsilegasta hátt skotið
niður Zeppelin-flugskip úti fyrir strönd-
inni,misst sjálfur stjórn á flugvél sinni
við sprenginguna, hrapað í sjóinn og
vélin eyðilagzt. Nú lá hann í sjúkrahúsi,
fótbrotinn og marinn, og hópur blaða-
manna bölvaði honum fyrir að neita ein-
dregið að láta þeim viðtal í té.
» ið töluðum lengi um málið, og
vegna þess að hvíta húsið og fólk þess
var úr sögunni fyrir fullt og allt, og mál
þetta hafði fært okkur meira gott en illt,
ákváðum við, að hrista ekki hið óhreina
ur pokahorninu.
Hvað sem öllum herlögum líður, er
engin þörf á að eyðileggja dreng, sem er
góður flugmaður, aðeins vegna þess, að
hann gerir sig að flóni í kvennamálum.
„Þú sagðir, að hann væri nítján ára“.
sagði Weldon. „Það er ekki við því að
búast, að menn standist Evu og eplið á
þeim viðkvæma aldri. Það virðist ekkert
rthugavert við hann að öðru leyti, og
hann hefir gert mikið gagn hér, guð
einn veit, hversu mikið. Farðu nú og
hlustaðu á það, sem hann hefir að segja,
og ég skal þagga niður í lögreglunni og
öllum nærgöngulum spyrjendum frá
lie’-num11.
Ég fór því í sjúkrahúsið og heimsótti
Dunldey, þar sem hann iá í litlu dimmu
hiiðarherbergi. Hann leit fremur illa út,
var á svipinn eins og þjáð dýr, en það
stafaði ekki eingöngu af líkamlegri kvöl.
Iíann gat sér strax til um erindi mitt, og
þegar hjúkrunarkonan var farin, hóf
hann formálalaust að segja mér frá
draumagyðjunni sinni og atvikum þeim,
sem náðu hápunkti, þegar hann skaut
niður þýzku flugvélina og sprengdi flug-
skipið í loft upp.
Frásögn hans kom í hviðum, og hann
bætti inn í hana lýsingum á dýrlegum
flundum, sem hann átti með konunni,
þegar brjálæðið greip hann. Ég greip
fram í fyrir honum með spurningum
mínum, og við og við þögðum við báðir
góða stund.
H,
Lann talaði af mikilli hreinskilni
um þær hugsanir og tilfinningar, sem
karlmenn felá vénjulega dýpst í huga
sér. Hann gerði játningar, sem ekki hefði
verið hægt að pynda út úr kjarklausustu
persónum. Hann virtist horfa inn í sál
sína, æðislega', með miskunnarlausri fyr-
irlitningu og óbeit og sjá þar hina fölsku
mynd sjálfs sín, sem orðið hafði til vegna
hinnar hræðilegu ástríðu. Guð einn veit,
hve hann þjáðist af því að kafa svo djúpt
í sjálfan sig.
Það var blind tilviljun, sem kom hon-
um fyrst í kynni við hana. Hann var síð-
astur kvöldvarðanna, og svæði það, sem
hann átti að fljúga yfir, náði frá flug-
vellinum og að stað fimmtíu mílum vest-
ar, þar sem hann hafði samband við
vörðinn, sem flaug til suðurs frá næstu
stöð á ströndinni. Kvöld eitt um sólsetur
r.eyddi vélarbilun hann til að lenda um
tuttugu mílur frá endastöð sinni. Hann
lenti á engi á bak við hvítá húsið. Þegar
lconan, sem gekk rólega heim götuslóð-
ann, rakst þarna á hann, önnum kafinn
við að gera við vélina, er ég ekki í nein-
um vafa um, að hin skarpa greind henn-
ar sá þarna einhvers konar hlekk, sem
hún gæti notfært sér til að fullkomna
hina ákveðnu ráðagerð sína.
Auðvitað bauð hún honum inn upp á
bressingu, krafðist þess mjög ljúflega.
Auðvitað töfraði hún hann. Af einhvers
konar djöfullegu innsæi vissi hún alveg
upp á hár, hvernig hún átti að með-
höndla hann, og kvenlegur þokki hennar
ærði upp í honum ævintýraþrána.
Hún sagði honum, að hún væri dauð-
leið á samkvæmislífinu í London, og þess
vegna hefði hún farið sér til hvíldar,
alein, út að sjónum. Hún virtist dálítið
leið og þreytt, og jafnvel þennan fyrsta
dag fann hann til löngunar að taka hana
í faðminn. Hún vakti hjá drengnum ó-
ljósa þrá til að hugga og vemda, þessi
töfrandi kona, með því að þykjast trúa
honum fyrir veikleika sínum. Hún spurði
hann með viðkvæmu brosi, hvort hann
kæmi nokkurn tíma aftur til hennar út
úr sólarlaginu.
Hs
Lann kom mörgum sinnum. Hann
var eins og villt mölfluga, sem sveimar í
kringum ljósið. í fyrstu var allt í hófi.
Hann kom stöku sinnum og dvaldist
þarna tæpan hálftíma af varðtíma sínum.
Síðan flæktist hann fastar og fastar í
netinu og fór að koma næstum hvern
einasta dag. Hún fékk hann til að tala um
sjálfan sig og líf sitt á flugvellinum, og
án þess að gæta að sér, sagði hann henni
á hvaða tímum hann flygi og útskýrði
íyrir henni, hvernig flugi félaga hans var
háttað. Mjög oft fóru þau að aka úti í
rökkrinu í stóra, hljóðláta bílnum henn-
er. Dvalarstundir hans lengdust í eina og
kJIIIIIIIIIIIIIIIII'llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllim
Sigfriður Jónsdóttir.
LJÓÐ
jafnvel hálfa aðra klukkustund, og þá
varð hann að fljúga beina leið heim til
að koma á réttum tíma. Honum tókst að
friða samvizku sína með því að leggja
fyrr af stað, en þá varð hún fyrir greini-
legum vonbrigðum að því er virtist
vegna þess, að hann virti ekki þá duttl-
unga hennar, að hann ætti að koma úr
sólsetrinu. Og hún fékk hann til að bíða,
þangað til hin hnígandi sól roðaði vestur-
himininn. Hún grátbað hann að láta
undan þessari skáldlegu löngun sinni.
Við getum séð hana fyrir okkur, þar sem
hún stóð á veðruðum svölunum og virti
fyrir sér litla svarta blettinn, sem var
aðdáandi hennar, hvar hann birtist langt
í fjarska, kom hratt í áttina til hennar
og varð greinilegri og stærri með hverri
mínútunni, þangað til hann sveimaði í
stórum sveig hátt yfir húsi hennar og
settist síðan léttilega á jörðina. Við get-
um séð hana ganga þokkafullum skrefum
yfir grasflötina til að hitta hann, með
hálfdulinn gleðiglampa í augunum og
óljóst bros á vör. Við getum fundið blíða
snertingu mjúkrar handar hennar svo
rólega og nána, sem sveif á hann eins og
kampavín. Og auðveldlega getum við séð
fyrir okkur flugvél varðmannsins þar
sem hún stóð þögul og kyrr á þessum
eyðilega stað. Og hið sextíu mílna breiða
hlið strandarinnar stóð opið upp á gátt
fyrir hvern sem vildi vaða þar inn, eins
óvarið og skotgrafir, sem varnarliðið hef-
ir flúið frá.
t dökku, svölu diúpi augna þinna
býr draumurinn með gullin fyrirheit
H og verður þar og ávallt mig skal minna
á morguninn, er fyrst þig leit. 1
g Og sólin hellti hlýju geislaflóði §
H um himin, jörð og sæ. Og vorið hló.
p Og svo var heitur augna þinna eldur,
H að örar hjartað sló. * §§
H Cg dagur ieið. Ég sá þig öðru sinni. ||
j§ Og sólin enn á björtum leiðum hló.
Og augans nótt svo undarlega áfeng §§
1 mig eins og segull dró. §§
I Og myrknð heitl í dökku augna djúpi
með dulúð smni verkar enn á mig.
— En köld og fjarlæg fegurð Norðurstranda
Í í faðmi sínum lykur þig. =
ifiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii)iiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu
É,
l g býst við, að það hafi einmitt
verið um þetta leyti, þó að Dunkley
hefði enga hugmynd um það, sem litla
sjóflugvélin með þýzka flugmanninum,
en brezka einkennismerkinu, kom aftur
frá njósnaflugi sínu yfir landinu, lenti
snarlega og renndi sér upp í fjöruna og
var sett í -felustað sinn í stóra bifreiða-
skýlinu. Guð og Þjóðverjarnir einir vita,
hvaðan eldsneytið kom, en verið getur,
að kafbátur hafi komizt út úr Zeebriigge
og gert skjóta næturför með birgðir af
þessum dýrmæta vökva.
Dag einn sagði Loie, að hún ætti von
á ættingjum sínum í heimsókn, og hann
nxætti ekki koma fyrr en hún yrði aftur
ein. Hann neyddist til að lofa því, og í
hálfan mánuð, sem honum virtist heil
eilífð, var öllum ljóma og lit svipt á
burt úr tilveru hans.
Orðsendingin, sem varð til að opna
á ný fyrir honum hlið paradísar, birtist
kvöldið fyrir Nóttina miklu:
„Þú þarft ekki að fljúga hjá, þegar
þú flýgur inn í sólarlagið annað kvöld",
Framhald á bls. 13
>1. tbl. 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3