Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Page 5
Þgóðleikhúsið J963—1964:
„Brugffu töfrasprola listarinnar á
misheppnaö leikár.‘‘
Eitt lélegasta leikáriö
Eftir Harald Björnsson
B,
1 ezta og listrænasta leikárið,“
segir þjóðleikhússtjóri, „12 leikrit
iýnd á árinu.“
Óneitanlega hefði það verið á-
nægjuefni, hefði leikhúsið unnið
upp svona mörg leikrit á s.l. leik-
ári, eins og leikhússtjóri lsetur
skina í.
En er þeesi greinargerð ekki all-
villandi fyrir þá sem ekki vita bet-
ur? Sex voru verkefnin sem Þjóð-
FYRRI GREIN
leikhúsið vann upp á nefndu leik-
ári, sjö ef barnaleikritið er talið
með.
Tveir erlendir ballettflokkar
komu hingað með fullæfðar heils-
kvölassýningar. Tvö leikrit voru
frá iyrra ári. Ein sýning á „Kröfu-
höft;m“ Strindbergs var í raun
rétlri haldin í nafni Listahátíðar-
innar á s.l. sumri, þó að leikhúsið
Jegðj til leikara og leikstjóra, og
týningin verði — að öllum líkind-
um — sýnd á vegum Þjóðleikhúss-
ins á þessu leikári, eins og svo mik-
ið hefir verið talað um.
Þó nú verkefni leikhússins hafi ekki
verið fleiri en þetta á nefndu leikári,
væri lítið við því að segja, ef þessi leik-
rit öll hefðu verið vel frambærileg, og
kýningarnar eftir því.
Mætti kannski athuga þetta nokkuð
nánar.
Ballettflokkurinn frá Konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn opnaði leik-
árið með miklum glæsibrag, sem hans
var von og vísa, leikhúsi sínu og allri
dönsku þjóðinni til hins mesta sóma.
Það er sagt að þjóðleikhússtjóri hafi,
með aðstoð góðra manna, útvegað þessa
iistamenn. Ber að þakka það, þó það
væri auðvitað ekki annað en skylda
hans. En skyldur eru svo oft vanræktar.
Annað viðfangsefnið var „Flónið“
(M. Achard. Leikstj. Lárus Pálsson).
Má segja að það hafi fallið á fyrstu sýn-
ingum, en samt urðu þær 16.
Nú kemur það fyrir við flest ef ekki
öll leikhús, að leikrit falla, sem kallað
er. Við því er í raun og veru fátt hægt
að gera eðæsegja, ef vandað hefir verið
til leikendavals, leikstjórnar og annars
er að sýningunni lýtur.
Ef leikrit fellur þrátt fyrir það, er
sýningum að sjálfsögðu hætt, og annað
tekið til meðferðar, því fleiri en eitt
leikrit eru jafnan í æfingu, a.m.k. við
öll ríkisleikhús.
Hér er annar háttur hafður á. Leikrit
þetta var sem sé sýnt sextán sinnum.
Manni virðist svona í fljótu bragði, að
aðsókn skipti eiginlega litlu máli, þegar
um Þjóðleikhúsið er að ræða; sýningum
sé haldið áfram og húsið fyllt af boðs-
íólki, þegar lítið sem ekkert selst.
Hin opinbera pressa fær svo þær
upplýsingar frá blaðafulltrúa leikhúss-
ins, að aðsókn sé góð -— ágæt! Má það
kannski til sanns vegar færa, ef boðs-
gestir (gjafamiðar) eru taldir með.
(Varla munu þeir þó reiknaðir með í
hinni opinberu skýrslu leikhússins um
sætanýtingu. Eða hvað?)
i»nnað viðfangsefnið var „Gísl“
(Brendan Behan). Það var frambæri-
legasta sýningin á leikárinur bæði að
efni, leik og uppsetningu hins írska
Thomasar Mac Anna, enda fékk það góð-
ar viðtökur blaðaima, og hlaut mikla
Haraldur Björmsson
og verðskuldaða aðsókn, (44 sýningar).
Þriðja leikritið, „Hamlet“ (Shake-
speare), var jólasýning og um leið
afmælissýning skáldsins. (Leikstj. Ben.
Árnason).
Snemma á sýningum þessum þvarr
aðsókn svo mjög, að til nokkurra
vandræða þótti horfa. Að undirlagi eins
leikarans mun þá hafa verið tekinn sá
kostur að gera duglegan leikara út í
skóla borgarinnar til að kynna verk
Shakespeares fyrir unga fólkinu, og þá
einkum „Hamlet“.
Var þetta góð og þörf ráðstöfun, eins
og komið var, til að bjarga leikritinu
frá algeru falli vegna áhugaleysis full-
orðinna fyrir þessari löngu og dýru
sýningu á hinu heimsfræga verki.
Þessi kynning Ævars Kvarans bar
mikinn og áþreifanlegan árangur. Skóla-
fólkið fyllti oftast húsið frá ca. sjöundu
sýningu til hinnar þrítugustu og átt-
undu. Fyrir hálft verð þó, 55 kr. miðann.
Skoðun margra er sú, og hefir lengi
verið, að sérstakar sýningar beri að hafa
fyrir unglinga skólanna. Það hefir sem
sé ekki sjaldan átt sér stað, að fullorðnu
leikhúsgestirnir hafa notið illa sýninga
fyrir ókyrrð og ungæðishætti hinna
ungu. Leikurunum hefir á stundum
fundizt erfitt að njóta sín í hlutverk-
um sínum vegna ókyrrðar og jafnvel
ærsla í salnum.
Mér er sagt að í þessu tilfelli hafi
þetta oftast lítið komið að sök, enda
mun sá háttur hafa verið hafður á, að
kennarar hafi oftast verið í fylgd með
bekk sínum, og svo ætti það jafnan að
vera, eða þá sérstakar unglingasýningar,
og það væri bezta fyrirkomulagið.
Þar sem þessar sýningar með skóla-
fólki eru aldrei auglýstar sem slíkar,
vita hinir fullorðu ekkert um þetta fyrr
en þeir eru komnir í leikhúsið, og verður
þá ekki aftur snúið. Þegar ég ætlaði
6ð sjá „Hamlet", komst ég af tilviljun
að því í tíma, að húsið var fullt af
skólafólki. Beið eg því með leikhús-
ferðina þar til síðar.
„1-Jæðurnar“ (Walentin Chorell.
Leikstj. Baldvin Halldórsson) voru frem-
ur illa sóttar, og sýndar ellefu sinnum.
Vel leikin sýning. Lítið þótti til leiks
þessa koma, og hneykslaði jafnvel þá
viðkvæmu.
Fólki verður á að spyrja — eins og
svo oft áður: Hvaða erindi eiga leikrit
sem þetta og „Flónið“ inn á svið Þjóðieik
hússins? Hvaða sjónarmið ráða? Vöntun
á bókmenntasmekk? Þekkingarleysi á
því hvers leikhús krefst og leikhús-
gestir? Er gripið ofan í leikritaskjóðuna
og það verður svo fyrir valinu sem
kemur upp í höndina? Tilviljun sem sé?
Það virðist vera gnótt af núllum í
leikritatombólukassa Guðlaugs Rósin-
kranz.
Hinn mikli Evrópu-„succes“ „Tán-
ingaást" (Ernst Bruun Olsen. Leikstj.
Ben. Árnason) var fimmta verkefnið.
Ég sá það í Osló, Stokkhólmi og Kaup-
mannahöfn. Sú sýning bar af. Hér var
þetta hálfur sigur, o,g aðsókn eftir því.
Þó voru tvö aðalhlutverkin vel leikin.
jötta og síðasta viðfangsefnið á
þessu all-makalausa leikári 1%3-1964
stigur nú fram í keðju óhugnanlegra
atvika ....
— „Sardasfurstinnan“ (E. Kalmán,
Leikstjóri: István Szalatsy). Hin heims-
fræga sjarmerandi og létta Vínaróper-
etta hefði mátt vel og giftusamlega tak-
ast fyrir leikhúsið og alla aðila, hefði
ekki gruggi verið blandað í alla koppa
og kirnur í upphafi, svo að hvert
hneykslið rak annað í sambandi við
þetta fyrirtæki, svo með hreinum ólík-
indum var, enda allkunnugt orðið. Það
er heldur ekki andskotalaust fyrir leik-
hússtjóra að ráðast í slíkt, ókunnugur
texta þeim sem nota átti. Eiga svo að
ráða leikstjóra og prímadonnu og skilja
lítt þeirra tungu.
Mistökin ráku sem sagt hvert annað
svo ört, að maður var eiginlega hættur
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5
31. tbl. 1964