Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Síða 7
40 ÁRA MINNING Framhald af bls. 1 hættulaust, og þessi hjálp í viðlögum var látin drasla í 10 ár. Safnahúsið var notað til hins ýtrasta. Landsbókasafnið hafði austurhelming hússins, þjóðskjalasafnið vesturhlutann, þjóðminjasafnið efstu hæðina og nátt- úrugripasafnið, sem rekið var af fá- mennum hóp áhugamanna, hafði húsa- kynni á 1. hæð og í kjallara. Fyrsti húsvörður safnahússins, frá því það var tekið í notkun 1908 og til ársins 1936, var Helgi Árnason, vænn maður og ráðdeildarsamur. Hann hafði lengi ffyrir sig og fjölskyldu sína íbúð í safna húsinu, en laun hans munu hafa verið iskorin við nögl, um 800 krónur á ári. Kann bætti sér því í búi með því að gefa út póstkort, sem hann lét prenta i Þýzkalandi, seldi þau út um allt land og rak auk þess verzlun með þau í and- dyri safnahússins. Þessum manni eigum við að þakka hundruð mynda frá göml- um tíma. Þessi kort bárust út um víða vti'öld og voru hin bezta landkynning. K'.eniens Jónsson Hann vakti stundum ljósmyndara sinn úpp um miðjar nætur til þess að bjarga emhverri fegurð, sem fór fram hjá sof- andi bæjarbúum. Lárus Sigurbjörnsson, skjalavörður þessarar borgar, hefir unnið ötullega að þvi að bjarga þessum myndum, svo flestar eru þær nú varðveittar í skjala- safni Reykjavíkur. að var um sumarið fyrir gamla stríðið, að stórt þýzkt skemmtiferða- ekip kom til Reykjavíkur. Það kom mannfjöldi í safnahúsið. Auk kortanna hafði Helgi á boðstólum ótal refaskinn, eem hann hafði tekið í umboðssölu þenn an dag, og hengdi þau á fatasnaga í and- dyrinu. Dr. Jón Þorkelsson var þá þjóð- skjaiavöi-ður, en Guðbrandur aðstoðar- maður hans. Dr. Jón hafði á öllum póli- tiskum skrípamyndum, svo sem „Ket- potti landsins“, jafnan verið teiknaður i refsliki. Nú sá Guðbrandur sér leik á borði, fór inn til föður síns og sagði: „Nú þykir mér fara að þrútna um fjand- akap Helga í þinn garð, tjaldar hann ekki hér niðri alla veggi refsbelgjum þér til svivirðu“. Dr. Jón beit á agnið, þreif staf sinn, skundaði niður stigann Og rak Helga burt með alla refsbelgina, ineð viðeigandi orðbragði. Guðbrandur 6tóð á gægjum á loftskörinni og skemmti cér konunglega. Þessa sögu sagði Guð- brandur mér sjálfur. Svo sem áður segir, kom ég ekki að *cfninu fyrr en alllöngu eftir lát dr. Jóns, ég átti því aldrei kost á að kynn- sst þeim mæta manni. Dr. Jón og Hannes voru aftur á móti samskipa í safnínu um 12 ára skeið, og var þeim yfirhöfuð vel til vina, og báð- ir afburðamenn um allan fróðleik. „En öllum getur yfirsézt, einnig þeim á Fialli“. Mér var sögð skemmtileg saga af viðskiptum þeirra og er hún á þessa leið: Dr. Jón var að dásama það við gest og fræðimann, hvað ákveðinn höfð- ingsmaður fyrr á tímum hefði reynzt þjóðinni ómetanlegur kynbótamaður, með öllum sínum gáfuðu og merku af- komendum. Hannes kom inn og hlýddi á um stund, skotraði augunum upp fyrir gleraugum og sagði: „Hm, þetta er nú allt gott að sönnu; það er bara einn gaili á, að þessi maður dó barnlaus". Síðan gekk Hannes út.^Þriðji maðurinn sagði svo síðar frá, að hver morðingi hefði fengið mildara augnaráð á eftir sér en Hannes fékk í þetta skipti frá vini sín- úm dr. Jóni. Þjóðskjalasafnið ferðaskrifstofa jóðskjalasafnið var um margra ára skeið nokkurs konar ferðaskrifstofa ríkisins. Menn gera sér varla ljóst, hve stutt er síðan mönnum hér var töm ein tunga, danskan. Hingað kom á hverju sumri fjöldi erlendra skemmti- ftrðaskipa. Þetta blessað fólk var rekið upp í safnahús til þess að skoða þjóð- n'.injasafnið og hið fátæklega náttúru- gripasafn. Heimsókn þess var ömurleg, þegar það lenti í stormi og slagviðri. Leitaði það upplýsinga um land og þjóð, var það oftast rekið til min upp i þjóð skjalasafn. Þar var stundum húsfyllir. Fiestir þessara gesta voru Þjóðverjar, Bretar og Vesturheimsmenn. Ég komst stundum að því síðar, að meðal þeirra voru merkustu menn annarra þjóða, en ir.nan um voru blessaðir blábjánar. Vesturheimsmaður einn togaði mig t.d. að landabréfinu á veggnum, benti á Vatnajökul og sagði: ,,Ég hefi stórkost- lcga hugmynd fyrir yðar þjóð, sprengið þennan jökul í haf út og takið landið undir honum til ræktunar.“ Annar gest ur spurði mig, hvernig stæði á þessum björtu nóttum hér í norðurheimi, svar- aði sér sjálfur og sagði: „Ég skil, það eru náttúrlega norðurljósin, sem lýsa!“ Það var sumarið eftir miklu ilóðin í Hollandi, þegar nær 1400 manns drukkn uðu, að til min komu tvær elskulegar hollenzkar frúr. Þær börmuðu sér sár- an fyrir okkar hönd, hvað ísland væri fjöllótt, því fjöllin tækju svo_ mikið land frá æskilegri ræktun. Ég viðurkenndi auðvitað að land okkar væri gallað, en taldi þó einn kost því til gildis, að það næði upp úr sjónum. Stórt skemmtiferðaskip lá í höfninni. Ég var um það bil að loka safninu, þegar virðulegur gráhærður Ameríku- maður birtist í dyrunum. Ég bauð hon- um sæti og við röbbuðum saman um stund. Síðan vísaði ég honum upp i þjóð minjasafn, þar sem frú Theódóra Thor- oddsen leiddi hann í allan sannleika. Hann kallaði á mig afsíðis og spurði: „Hvað má ég gera fyrir þessa virðulegu konu, má ég rétta henni nokkra dali?“ „Nei, það væru mistök, bara að kveðja hana og þakka henni fyrir“. Ég sýndi þessum manni síðan safn Einars Jóns- sonar og útvegaði honum siðar vandað er dýrt silfurberg frá íslandi. Ég komst seinna að því, að maður þessi var rektor fyrir stærsta verkfræðingaskóla heims- ins og hægri hönd Coolidge forseta í ýmsum vandamálum. Sýningarkonur þjóðminjasafnsins á þessum árum voru þær frú Bríet og Theódóra, sem komst merkilega sinna ferða bæði í þýzku og ensku. Á valda- tímum nazista komu stundum vörpu- legir Þjóðverjar í heimsókn, sem hún fylgdi um safnið. Að skilnaði kvöddu þeir með Hitlerskveðju, réttu upp hægri handlegg. Frú Theódóra kvaddi þá á sama hátt, þó tók ég eftir einum mun, hnefi hennar var krepptur. K egar Balbo hinn ítalski kom hing að með sinn flugflota á leið vestur um Hannes Þorsteinsson haf, komu til mín tveir fréttaritarar, glæsileg brezk stúlka frá Daily Tele- graph og ungur ítali frá 'blaði Mussolin- is, Populo d’Italia. Það virtist svo dátt með þeirn, að mér kom ekki til hugar að friðslit ættu eftir að verða milli föðurlanda þeirra. Þau höfðu tekið sér fari hingað til lands með Dronning Al- exandrine. Stúlkan sagði mér, að þessi ítali hefði brolið mikið heilann um það á leiðinni, hvað nafnið Köbenhavn á skut skipsins og bjarghringum þýddi, en hann kynni flest tungumál, og með hlið- sjón að þýzku, hafi hann grunáð, að orðið þýddi hreinlega Kaupmannahöfn. Hann spurði þjóninn, en fékk enga stað- festingu. Málið gekk frá Heródesi til Pílatusar, allt upp til skipstjóra, en er.ginn af áhöfninni gat leyst úr þessari vandasömu ráðgátu. Tveir rosknir Bretar komu eitt sinn ti’. mín. Þeir höfðu mikinn hug á að fá að skoða þjóðminjasafnið. Ég sagði þeim að koma á ákveðnum degi. „Þá verðum við komnir út í haf“. Nú voru góð ráð dýr. Ég hitti Matthías Þórðarson í skrif- stofu hans og tjáði honum, hvernig efni stæðu. Matthías, sem öllum vildi gott gera, fékk mér lyklana og kvað mig sjálfan nógu kunnugan að sýna þeim safnið. Eftir að hafa skoðað grænlenzka kajakinn og allt hitt dótið, námu þeir staðar við lítinn fornfálegan skáp, og spurðu, hvort þeim leyfðist að skoða inn í hann. Ég sneri lyklinum. í skápn- um var ein hilla, og á henni lá rykfallið tímarit. Skápurinn hafði sýnilega ekki verið opnaður árum saman. Annar Bret- anna tók tímaritið og dustaði af því. Þeir litu forviða hvor á annan, en ég sá ekkert merkiiegt. Hinn Bretinn gaf mér skýringuna: „Hér er heilsíðuauglýsing á kápunni frá samsteypu 1100 lyfjabúða í Bretlandi. Hann er nefnilega forstjóri fyrir þessu félagi“. Síðan lokaði ég skápnum, Bretarnir kvöddu og hurfu á brott. Það var á fyrstu árum mínum í safn- inu, að til mín komu tveir gamlir am- erískir lögmenn og sátu hjá mér um stund. Þeir voru voteygir og dálítið mæddir, sem ekki var að furða. Þeir ti úðu mér fyrir þvi, að þeir væru á leið tit Rússlands, gerðir út af stjórnarvöld- unum vestra til þess að reyna að þræla stjórninni í Moskvu til þess að viður- kenna skuldir hins forna keisaradæmis. Ég kvaddi þessa menn með góðum ósk- um, en lét í það skína að ekki vildi ég kaupa hlutabréf í þessu fyrirtæki þeirra. Það var í hálfgerðu manndrápsveðri, ac til mín komu mjög roskin brezk hjón, af skemmtiferðaskipi sem lá á hófninni. Það var komið að lokun safnsins, svo ég bauð þeim upp á te og ók þeim heim. Ég komst síðar að því að maður þessi var formaður læknaíélagsins í Lundún- um. Þrem árum siðar voru þau enn á lerð, ski'ifuðu mér bréf og buðu mér um borð, en treystu sér ekki i land. Ég fór að sjálfsögðu, en við uppganginn var vörður, sem spurði hvern mann að nafni. Síðan var mér fylgt til hjónanna. Ég heimsótti þau síðar í London. Með sinum góðu samböndum í fjármálum gat maður þessi unnið íslenzku málefni gagn, sem margir hér í borg hafa notið góðs af nú í 30 ár. Til mín kon. á björtum sumar- degi læknir af frönsku herskipi, sem lá hér á höfninni, og sat hjá mér um klukkustund. Hann vildi fræðast um læknaskólann og hérlend heilbrigðismál. Þetta er einhver sá gáfaðasti gestur, sem ég minnist. Hann bókstaflega las Árbók háskólans. Herskip þetta hafði verið sent norður í höf til þess að svipast um eftir Amund- sen hinum norska landkönnuði og hin- um frönsku félögum hans af flugbátnum Latham, sem lagt hafði af stað frá Tromsö, í sína síðustu ferð, í leit að leið- angri Nobiles þess ítalska, sem stjórn Musso.inis hafði sent norður í höf í lotft skípi, en farizt í ísnum. En eitt vissi ég fram yfir þennan Fransmann, áð sólarhring eftir að flug- vélin hafði lagt upp frá Tromsö, var Amundsen í tölu hinna dauðu og senni- lega allir félagar hans, en það er önnur saga. Gamall sambekkingur minn, Knud heitinn Thomsen, hafði umboð fyrir hin þýzku skipafélög og annaðist móttöku farþega. Þessi sambönd hefir hann efa- laust erft eftir föður sinn, Dietlev Thom- sen kaupmann, sem var ræðismaður fyrir Þýzkaland hér í Reykjavík fyrir gamla ófriðinn. Guðbrandur Jónsson var hon- um oft hjálplegur, m.a. með því að þýða á þýzku þau íslenzk ljóð, sem sungin voru um borð fyrir farþega. Eitt sinn sem oftar kom Guðbrandur til mín í safnið og kynnti mig manni, „erfðaprinsinum af Baden“. Maður þessi lét þó minna yfir sér sjálfur og skrifaði ,.bóndi“ við nafn sitt í gestabók safnsins. I annað skipti kom Guðbrandur til mín, glaður og brosandi, með þrjár þýzkar konur, nokkuð við aldur, og sagði: „Kom- ið þér blessaðir og sælir, hér kem ég til yðar, eins og þér sjáið, með þrjár þýzkar andskotans fuglahræður!" Ég heilsaði þeim auðvitað með viðeigandi orði, og þær brostu út undir eyru. Flestir fastagestir þjóðskjalasafnsins voru gamlir embættismenn, sem áratug- um saman höfðu þjónað sínum embætt- um, ýmist hér eða úti á landsbyggðinni. Ég var daglega í sálufélagi við svo ágæta menn, að ég var um tíma næstum búinn að gleyma, að öðruvísi menn væru til. Þarna voru Klemens Jónsson, dr. Björn Þórðarson, séra Einar frá Kirkjubæ, séra Einar Thorlacius, Magnús Jónsson, Ólaf- ur Lárusson, Jón Helgason biskup, Bryn- leifur Tobíasson og ótal fleiri, svo og aðr- ir kunnir fræðimenn eins og Jón á Reyni- stað, Benedikt frá Hofteigi, Pétur Zop- hóníasson, Vigfús frá Engey, Indriði frá Fjalli, Steinn dofri og ótal margir aðrir. Klemens sat hjá okkur um margra ára skeið meðan hann vann að Sögu Reykja- vikur. Mér er vel kunnugt, hvílík ókjör af heimildum hann varð að rannsaka við samningu þessarar bókar. Þagar sumir þessara gömlu embættismanna mættust þarna, oft eftir áratuga viðskilnað, var þeim gjarnt að taka upp gamla þráðinn, i^hið léttara hjal og svipað orðbragð og þeir höfðu notað sin á milli forðum daga i Latínuskólanum. Klemens sagði eitt sinn við sessunaut sinn, séra Einar frá Hofi og Kirkjubæ, hinn mikla ættfræð- ing þeirra Austfirðinga: „Það var ekki fyrir fjandann sjálfan að rata ofan af Bustarfelli og til þín heim að Hofi, við aetluðum aldrei að finna bæinn“. Séra Einar skotraði augunum upp fyrir silfur- Framhald á bls. 14 Sl. tM. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.