Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Page 9
með framkomu yðar. f»ér hafið tékið
svo miklum framförum, að það er ekki
sambærilegt við það, sem þér hlutuð
fyrst vinsældir fyrir ..... Þér getið
verið hreykin af frammistöðunni“.
Eitt af því merkilegasta í sambandi
við ungfrú Nilsson er það að hún fann
ekki hæstu tónana sína fyrr en eitth-vað
sjö árum eftir fyrstu framkomu sína
í Stokkhólmi 1947. „Ég var með lítið
tónsvið", segir hún. „Einn dag í Brúss-
el hafði ég slæmt kvef, en fann þá að-
ferð til að syngja án þess að verða aum
í hásinum. Þetta var afskaplega ein-
falt og það hefur það verið síðan. Ég
lærði líka að slappa af og hætti að vera
s'.íf. Þetta var 1954, en fyrir þann tíma
komst ég aldrei neitt sérlega hátt“.
U ngfrú Nilsson játar fúslega, að
hún hafi aldrei haft söngkennara síð-
an 1950. „Ég varð hrædd við þessa
songkennara“, segir hún. „Þeir pína
röddina í manni. Leiksviðið er bezti
söngkennarinn. Maður lærir af reýnsl-
unn:.“-Margir söngvarar liðka sig í heil
an klukkutíma fyrir sýningu, en það
gerir ungfrú Nilsson ekki nema í 5-10
minútur. „Ég hef mína aðferð“, segir
hun íbyggin, „aðferð sem ég fann upp
sjálf“.
Ungfrú Nilsson hefur yfirleitt bjarg-
að sér sjálf lengst af. Hún fæddist á
bóndabæ í Vestur-Karup í Suður-Sví-
þjóð, og minnist þess, að hún færi að
syngja áður en hún fór að ganga. „Ég
var líka sein til gangs en fljót til
sör.gs“, segir hún.
Föður hennar, Ni!s Svenson, fannst
það allt í lagi þó að hún syngi heima,
en vat andvígur því sem ævistarfi, og
vildi heldur að dóttir hans — sem hann
hafði óskað að yrði strákur — yrði
heima og tæki við jörðinni, sem hafði
veriS í ættinni í sjö kynslóðir. (Ann-
ars má geta þess, að listamannsnafn
hennar er samsett af fyrra og síðara
nafni föður hennar, en ekki tekið eftir
hinni frægu sænsku sópransöngkonu
Christine Nilsson, sem var byrjuð að
syngja nokkru áður en Jenny Lind
hætti). En Birgit var ákveðin í að verða
söngkona og fór þegar stundir liðu fram
til Stokkhólms til prófraunar við óperu
skólann þar. „Fjörutíu og átta reyndu,,
tvær voru teknar og ég varð nú-mer
eitt. Það var mesti gleðidagur í lífi
mínu“.
Ur.gfrú Nilsson kom fyrst til Banda-
ríkjanna 1955, og söng þá í Hollywood
Bowl. Ári seinna kom hún fyrst fram
í óperu í Valkyrjunni í San Francisco, -
og aftur í sama hlutverki í Lýrísku óper-
unni í Chicago. Til Metropolitan kom
hún ekki fyrr en 1959, og komst
þá í forsíðufrétt með frammistöðu sinni
í Tristan og ísold.
' U m þessar mundir gramdist henni
það dálitið, að hún skyldi ekki hafa
sungið fyrr í Metropolitan, en það ge-rir
henni ekki lengur. „Þá höfðu öll stétt-
arsystkin mín sungið í Metropolitan
en ég ekki, sívo að mér leiddist þetta“,
segir hún. „En ég held, að mér hafi
farið fram í millitíðinni. Nú orðið er
ég þakklát hr. Bing, að honum skyldi
ekki líka við mig fyrst þegar hann
heyrði til mín. Metropolitan hefur gert
mér mikið gagn í Svíþjóð — og alls
staðar. Ekkert nafn er jafnþungt á
metunum. Gangi manni vel þar, þá
igengur manni allsstaðar vel. Að þessu
leyti eru Scala eða Vínaróperan ekki
jafnmikilvægar.“
Enda þótt ungfrú Nilsson sé ekki
íyr.g.jandi leikkona í sama flokki og
Callas, er hún í stöðugri framför og
lætur sér ekki nægja að standa í stað.
„Ég held, að ég hafi batnað“, segir
hún. „Ég syng frjálslegar en áður og
ef því leiðir aftur að ég leik einnig
Irjáislegar".
Nathaniel Merrill, sem hefur stjórn-
að Turandot með ungfrú Nilsson í
Metropolitan og síðar Niflungahringn-
um og nú Aida, segir: „Henni er mein-
iila við að vera boðuð á æfingar, en
sé hún á annað borð komin á staðinn, er
hún með duglegustu manneskjum, sem
ég pekki. Þá gengur hún öll upp í verk
inu og það er sjaldgæfur eiginleiki. hjá
söngkonum á hátindi frægðarinnar.“
„Hún skilur samstundis, hvað það er,
sem leikstjórinn vill fá fram, og hegð-
ar sér þar eftir. Gott dæmi þessa er
fyrsta framkoma hennar á sviðið í Aida.
Srrr.kvæmt gamallí venju hefði hún átt
aö dragnast inn, eins og ambátt, en þeg-
ar ég nefndi það við hana, að Aida ætti
að koma fram eins og raunveruleg prins-
essa, kom hún samstundis þannig fram,
rétt eins og hún væri engu öðru vön.“
L eikstjórar, sem eyða tímanum til
óþarfa, finna, að ungfrú Nilsson getur
verið ósamvinnuþýð. Þegar hún var að
æfa nýju útgáfuna af Ragnarökum í
Covent Garden, rétt áður en hún kom
Iil Bandaríkjanna, var henni haldið
verklausri í tuttugu mínútur, meðan
verið var að stilla einn einasta ljós-
kastara. Þegar hún þo!di ekki lengur
við, kallaði hún upp, svo að heyra
mátti um allt húsið: „Annaðhvort höld-
um við áfram að æfa eða ég er farin
heim á hótelið mitt“. Æfingunni var
haldið áfram.
Það er eins gott, að ungfrú Nilsson
hefur gott skopskyn, eins og það gerist
í Suður-Sviþjóð, en er sjaldan nefnt
í sambandi við óperusóprana. Væri
ekki svo, hefði bráðlyndi hennar og
skapharka komið henni í meiri vand-
ræði en raun hefur á orðið. Til dæmis
gerðist það fyrir fáum árum, að ein-
hver listdómari í London skrifaði um
hana: „Hún er enn ekki hin fullkomna
Brynhildur, en skilningur hennar á
leiknum fer vaxandi“. Þessi hógværa
aðfirnsla fékk hana til að svara reiði-
iega, að hún mundi ekki koma aftur
til London fyrr en hún væri orðin
„þroskaðri".
Vitanlega kom hún von bráðar aftur
tii London og nú segir hún: „Ef til
vill hefur það verið heimskul-egt af
ír.ér að verða vond, en þegar maður
genr sitt bezta til að ná ákveðnu marki
og gefa áheyrendunum sitt bezta og
svo segja dó-mararnir: „Jæja, hún er
á góðum vegi, en hún er ekki fullkom-
in enn.“ Ég kæri mi-g ek-kert um að
vera fullkomin, því að þá hefði ég ekki
neitt að iifa fyrir. En þessi Lundúna-
dómari talaði um mig eins og tóm-
stundas.öngvara".
C ..
O tjorn Rómaróperunnar fékk líka
að kenna á tungu hennar, þegar hún
frestaði sýningunni á Turandot um eitt
kvöld. Þá sagði hún við leikhússtjórn-
jna: „Við sópranar erum ekki neitt
spaghetti, sem þið getið fleygt í pott-
inn ykkar, hvenær sem ykkur dettur
í hug að elda einhve-rn Puccini-rétt.“
„Já, víst er ég uppstökk,“ játar hún. „Ég
get orðið alveg bálvond. En það stend
ur aldrei lengi og daginn eftir man ég
sjaldnast út af htverju ég hef orðið
vonct.“
Tilsvör ungfrú Nilsson’eru álíka fljót
á sér og skapið í henni. Einu sinni var
hún beðin um framtal til skatts og var
þá spurð, hvort hún hefði nokkurn ó-
maga á framfæri. Hún svaraði sam-
stundis: „Já, Rudolph Bing.“ Annað
sinn var það, að Bing fór í símasamtali
að minnast á gamlar væringar þeirra,
að hún heimtaði hin o-g þessi forrétt-
mdi. Þá svaraði hún ósköp blíðlega:
„Þér hafið yíst fengið skakkt númer,
hr. Bing, og haldið, að þér séuð að tala
við Joan Sutherland".
Anna Moffo, ung amerísk sópran-
söngkona, sem söng Liu með ungfrú
Nilsson í Turandot og syngur nú titil-
hlutverkið í Manon eftir Massenet í
fyrstu viku leikársins, segir: „Það má
einstakt heita að dásamlegasta rödd
beimsins og óviðjafnanlegt skopskyn
skuli fyrirfinnast í einni og sömu mann
eskju. Hún er aviðjafnanlega góður fé-
lagi.“
egar ungfrú Nilsson er ekki önn
um ksfin við störf sín sem söngstjarna
(henni er meinilla við það orð og seg-
ir að sér finnist hún aldrei vera það),
þá stundar hún kvenleg áhugamál. Hún
vill aldrei tala úm aldur sinn og leyn-
ir honum vandlega. „Það er svo mikið
talað um aldur á okkar tímum“, segir
hún. „Enginn er nefndur á nafn án þess
að aldurinn þurfi að fylgja. Mér kæmi
ekki á óvart þó að þunginn færi að
þurfa að fylgja með.“ Líklega fer nærri
að gizka á, að hún sé rúmlega fertug,
en það er bezti aldurinn fyrir drama-
tíslcan sópran.
En þungann vill hún ekki heldur láta
uppi. Hún er frekar þrekvaxin, en þó
hiutfallslega grönn af Wagnersöngkonu
að vera. Og hún segist engar áhyg-gjur
hafa af holdafari sínu. „Á hverjum
mánudegi dettur mér í hug að fara að
megra mig“, segir hún, „en svo gleymi
eg því alltaf aftur. Ég er jafnþung núna
og á árunum 1955-57. Það er slæmt fyr-
ir röddina að megrast of mikið og mér
færi líka illa að vera horuð. Og ég vil
ekki horast og missa krafta“.
Ef það er ókvenlegt að láta sér standa
á sama um holdafarið, þá gerir ung-
frú Nilsson betur en bæta það upp með
búðargöngum sínum, sem eru kvenlegar
í mesta máta. Meðan hún var að syngja
í Niflungahringnum í Buenos Aires, sá
hú:i armband í skrautgripabúð, sem
var í gistihúsi hennar. „Þetta var yndis-
legt armband með demöntum og smar-
ögðum“, rifjar hún upp með viðkvæmni.
„Það var svo fallegt. Á hverjum degi
stanzaði ég og horfði á það, og gat ekki
slitið mig frá því. Loksins eftir heilan
mánuð varð ég að snerta á því og þá
gat ég ekki stillt mig um að kaupa það.
Það kostaði mig þrjá Niflungahringa“.
U ngfrú Nilsson vill helzt ekki
neitt tala um, h)ve margar loðkápur hún
hef-ur keypt sér, innanlands og utan.
Einu sinni bar það við í Baltimore, að
hun keypti tvær í einu. Hún segir svo
frá þessu: „Daginn sem ég keypti þess-
ar tvær loðkápur, var ég afskaplega
þreytt. Ég fann, að ég var búin að
þræla ofmikið, og þá gekk ég fram
hjá búðarglugga og sá loðkápu, sem
mér fannst svo falleg. Búðarmaðurinn
var afskaplega almennilegur og sýndi
mer aðra kápu .... og þá gat ég ekki
stillt mig, Ég skrifa búðarmanninu-m
ennþá póstkort. Ög ég er viss um, að
ég hefði aldrei sungið eins vel, ári káp-
ar;na“.
Oft hefur hún sjónarvott að svona
verzlun og ekki sérlega ánægðan. Það
er maðurinn hennar, Bertil Niklasson,
sem verzlar með frosin og niðursoðin
maívæli. Þau hafa verið gift í 15 ár,
og eiga ekkert barn. Þegar störf hans
leyfa, ferðast hann þangað sem hún er
að syngja í það skiptið. „Ég tiiheyri
ekki þeim flokki, sem tekur húsmóð-
urmer.nskuna fram yfir framann", seg-
ir hún. „Tvær greindar manneskj-ur
geta starfað hvort í sinni grein og samt
lifað í hamingjusömu hjónabandi. Og
ég er svo heppin, að maðurinn minn
er sama sinnis“.
Síðustu fimm árin hefur ungfrú Nils-
son verið of önnum kafin til þess að
geta bætt verulega við sig hlutverkum.
En nú hefur hún — eftir fimm ára hlé
— samið um að læra nýtt hlutverk —
og tvö þó. í desember þessa árs á hún
að syngja „La Gioconda“ í fyrsta sinn
í Scala, og á vori komanda syngiur hún
í fyrsta sinn „Elektra“ í Stokkhölmi.
„Annríkið hefur ekki leyft mér að læra
neitt nýtt“, sagði hún, milli æfinga á
Aida. „Ég hef engan tíma til þess og
hlutverkin eru flest erfið. Ég hef enn
ekki lokið við að læra þau. En ég læri
og þroskast smám saman.“
A ukið hljómleikastarf hefur einn-
ig aukið á listrænan þroska ungfrú
Niisson. „Mér þykir gott að hafia á-
heyrendurna út af fyrir mig í sérstöku
andrúmslofti“, játar hún. „Og ég verð
Framhald á bls. 13
Birgit Nilson í hlutverki Brynhildar í óperu Wagners, „Valkyrjan.“ t
lilutverki Wotans er Jerome Hines.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9
31. tbl. 1964