Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Síða 12
PRESTASÖGUR Framhald af bls. 4 unni, lagði hana frá sér, og sagði um leið: „Farðu vel, surtia.'1 — Bftir þetta fór sýra Jón á hálfgerðan flæking og var í „útistöðum" næstu sjö árin, en það var einmitt á þessum árum, sem hann hlaut viðurnefnin tvö, „brauð- Iausi“ og ,,prestlausi“. Þó að síra Jón væri nú búinn að leggja „surtlu“ sína frá sér á kirkju- bitann á Tjörn, voru þó embættisbræð- ur barhs, prestarnir, ekki alveg búnir að slá úr huga sér einkamálum hans. — Þeir héldu nú synodus á Flugumýri árið 1708, eða 2 árum eítir að sr. Jón hafði hrökklazt frá brauði sínu. — Þar er síra Jóni. sem nú er titlaður Monsi- eur Jón Jónsson fyirver. prestur á Tjörr, stefnt þangað til þess að gjöra grein fyrir ástæðum til skilnaðar hans við madömu Þóreyju Bjarnadóttur, en þau höfðu þá ekki búið saman i 5 ár, þrátt fyrir það, að héraðsprófasturinn hefði „þau þar um áminnt." — Monsie- ur Jón er mættur í eigin persónu og fræðir nú fyrrver. stallbræður sína á því, að madama sín hafi með sínu góða leyfi brugðið sér fyrir 5 árum í orlofs- ferð til vina sinna vestur á Snæíells- nes, og ekki komið aftur. Hann hafi þá ári síðar farið, ásamt 4 mönnunn, vestur íil þess að vitja hennar, en sú ferð varð árangurslaus, og neitaði madaman að fara aftur norður til hans. Þá ha-fi hann aftur sent tvo menn eftir henni ári sið- ar, og neitaði hún þá einnig að koma heim. Loks hélt Monsieur Jón því fram, að þó að hann væri nú opinber að hór- dcmi með ungfrú Þóru, þá hefði engin ástæða verið til burtveru madömunnar af heimilinu fyrir 5 árum, og hann alis ekki opinber að neinum glæp þá. — Er sýnilegt á þessu, að Monsieur Jón hexur verið gæddur góðum málfærslu- hæfileikum, en að lokinni þessari máls- vöm hans fyrirskipaði herra biskup- inn bonum að sanna þennan frambuxð sinn á næstu prestastefnu. Sömiuleiðis skyldi hann enn vitja konu sinnar vest- ur undir Jökul og hafa votta að svari hennar, og ganga alveg úr skugga um hvor* * hún framl/egis „vilji ektaskap við hann haida“ eða ekki. — að er svo að sjá, að það hafi ekki verið neinn leikur að losna úr hlekkjum hjónabandsins í þá daga, að minnsta kosti hefur það ekki verið nextt auðvelt fyrir prestana. Þessi mál Monsieur Jóns áttu pú enn eftir að koma fyrir prestarétt á þessu sama berrans ári, 1708. — Húnvetnskir guðs- þjónar héldu stefnu sína á Giljá 18. október um haustið. Þar mætti Monsi- eur Jón óstefndur, og lagði fram vitn- isburð 3 manna um, að þeir hefðu ver- ið viðstaddir á Arnarstapa undir Jökli árið 1703, og heyrt „eftirgangsmuni" Monsieurins við Þóreyju Bjarnadóttur, sem þangað hafði farið í orlofsferð txl sona sinna. Þar hefði hann skorað á madömuna, að hún færi með sér norð- ur, en hún þverneitaði oig bar fyrir sig ,.krankleik“ sirm. — Þessa greinar- gjörð gjörðu preslarnir sig loks á- nægða með, og þar með virðist málið úti af dagskrá fyrir fullt og allt. E ftir að síra Jón hafði hrökklazt frá Tjörn árið 1706,. var hann eins og áður getur, kallaður „hinn prestlausi", og titlaður Monsieur. — Þá fór hann í þjónustu Páls lögmanns Vídalíns í Víðidalstungu og annaðist fyrir hann mjög svo veraldleg störf, svo sem skuldheimtu o.fl. Veturinn eftir tók hann t.d. að sér, að innheimta fyrir Pál lögmann 52. rd. skuld hjá Lárusi Gott- rup sýslumanni á Þingeynxm. — Þessa skuld hafði Gottrup skuldað amtmann- inum á Bessastöðum í mörg ár og hafði verið ómögulegt að ná henni, hvernig sem reynt var. — Amtmaður hafði þvi selt Árna Magnússyni prófessor skulda bréfið fyrir 20 rd. og Árni beðið vin sinn, Pál lögmánn, að ná skuldinni. Monsieur Jón „prestlausi" stefndi nú Lárusi Gottrup og fylgdi innheimtunni svo fast eftir, að hann náði skuldinni. Þetta þótti kraftaverk, því að Gottrup var orðlagður fyrir skuldseiglu. Þegar Monsieur Jón hafði nú verið í útistöðum „prestlaus" í heil 4 ár, og staf-ið í ýmsu braski, fékk hann kon- unglega uppreisn í apríl 1710, og hefur það eflaust gjörzt fyrir milligöngu og góð meðmæli Páls lögm. Vídalíns, en á þessum erfiðu útistöðuárum síra Jóns hofði hann orðið skjólstæðingur lög- mains. Eflaust hefur lögmaður kunn- að sð meta hæfileika hins gáíaða, en breyska og „brostfelduga" guðsmanns. — Á synodus 1713 mætir svo síra Jón nteð öðrum guðsþjónum og leggur þar íram „uppreisn sinna „geistlegheita“,“ eða bréfið frá hans hátign Danakon- ungi, sem veitti honum á ný réttinn til prestsembættis. Það stó^ nú heldur ekki á því að hann fengi brauð. Á þessu sama ári dó síra Magnús Benediktsson á Nesi í Að- alreykjadal, og var þá séra Jóni veitt Nes, en þá var líka um leið hætt að kalla hann „hinn brauðlausa" eða „prest- lausa“, — en aðeins í bili. Hann þjón- aði nú Nesi næstu 5 árin, og virðist hann hafa verið þar spakur, en alltaf hafði hann „dulciu“ sína, ungfrú Þóru, sér við hlið. — En árið 1718 kom síra Þórarinn Jónsson til lands úr Grimsey. Hann hafði flúið þaðan undan yfir- gangi eyjarskeggja og var nú brauðlaus. Þá sleppti síra Jón Nesprestakalli við hann, og var það síðar veitt síra Þór- arni. — Það kom að vísu ekki til af góðum ástæðum, að síra Jón stæði upp af Nesbrauði, en orsökin var, að nú var hann orðinn sekur í annað sinn að hórdómsbroti með ungírú Þóru, með því að nú hafði aftur sézt árangur ásta þeirra, og höfðu þau enn eignazt dóttur. Uann missti nú hempuna í annað sinn, og var nú enn orðinn hinn „prest lausi“, og í þeim útistöðum var hann „brauðlaus“ næstu 2 árin. En :í/o tókst honum enn sem fyrr að fá uppreisn hins náðuga Danakonungs 20. ágúst 1720, til þess að mega, enn á ný, verða sálusorgairi einhvers safnaðar á hinni köldu sögueyju, og þegar þetta var feng ið, veitti Fuhrmann aimtmaður á Bessa- stöðum honum Vesturhópshóla í Húna- vatnssýslu árið eftir. — Þetta brauð erfði sira Jón „brauðlausi" eftir síra Gissur, sem einnig hafði misst hempuna fyrxr barneignir, oig bjó hann þar nú brauðlaus. — Þessir tveir breysku guðs- menn, síra Jón og síra Gissur nú „brauð laus“, munu því hafa verið báðir sam- an þetta ár í Vesturhópshólum, m.a. til þess að hafa vakandi augun á þvi, að „hin kæru sóknabörn" þeirra aðhefðust ekkert ljótt eða óskikkanlegt í ástamál- um. — Síra Gissur hrökklaðist síðan í burtu af staðnum, en við búrekstri tók þar bóndi, Björn nokkur Andrésson, og áttu þau, síra Jón og fylgikona hans, að hafa hjá honum „kost og hjúkrun“, en þau viðskipti féllu illa út, svo að Bjöm bóndi hvarf í burtu af staðnuim. Eftir það „lafði“ síra Jón þar.viö fáein miss- iri við auðvirðilegt búhokur, en flosn- aði þar sáðan upp árið 1725, vegna eyr.-dar og örbirgðar. Síra Jón var nú orðinn „brauðlaus" í þriðja sinn, og var nú á flakki og flæk- ingi næstu 5 árin. Þá frétti hann að sálu sorgara vantaði vestur í Garpsdal í Baröastrandarsýslu. Hann brá sér því þangað og fékk brauðið 1730, með sam- þykki herra Jóns biskups Árnasonar í Skálholti. —Það er sagt, að Húnvetn- ingar hefðu verið ánægðir yfir því, að losna við síra Jón vestur, og að hann heíði eiginlega verið útflæmdur úr Hólastifti. — En ekki gat síra Jón toll- að í Garpsdal nema 1 eða 2 ár, og þeg- ar hann fór þaðan er sagt, að sóknar- mönnum þar hafi „þótt betri kveðja hans en koma“* — Þá fór hann aftur norður og var þar á flakki og flækingi, hingeð og þangað, næstu árin, oftast í Hunavatnssýslunni, þar sem hann hafði þjó.iað 3 brauðum, samtals fjórðung úr öid. — Var nú lokið prests-ferli hans fyrir fullt og allt, og var hann því ekki lengur kallaður „brauðlausi“, en hleut viðumefnið „grái“ o.g „gamli“, enda farinn að reskjast. Hófst nú erfið og ömurleg ganga þessa aldraða guðsþjóns, sem var orð- mn ellimóður, hrumur og örfátækur. Hann var að flækjast einhversstaðar í Húnava.tnssýsiiunni, áttræður að aldri, og kærði það þá fyrir Ólafi Árnasyni, , fullmektugum" danska amtmannsins á Bessastöðum, að hann í sínum háa ald- urdómi njóti einskis af styrk þeim, sem sé ætlaður fátækum og uppgefnum prestum, sér til uppihalds. — Þessari beiðni gamla prestsins skaut umboðs- n..aðurinn til herra Steins Hólabiskups, til ,.andsvars“ og úrræða, en hans herra dón.ur tók þessu illa, svaraði því stirð- lega og kvaðst hvorki hafa tíma eða vilja til þess, að gjöra „þeim fullmekt- uga“ þann heiður að segja honum ævisögu síra Jóns. — Biskupinn heldur því fram, að síra Jón sé ekki uppgjafa- prestur úr sínu stifti. Hann hafi farið irveð eðlilegum hætti frá Vestui-hóps- hólum, en „sá eðlilegi háttur“ var nú x-eyndar sá, að presturinn flosnaði þar upp sakir eymdar og örbirgðar, og fór á vergang. Biskup telur einnig, að síra Jón hafi fengið veitingu fyrir Garpsdal hjá Skálholtsbiskupi, og sé hann því „löglegur uppgjafaprestur þaðan burtu vikinn“. — Hann eigi því ekkert tilkall til ölmusu í Hólastifti. Ástandið var því þannig, að hvorug- ur biskupanna þóttist hafa skyldu til þess að styrkja síra Jón, og þegar svona var koimið málum, að gaimli guðsþjónn- inn var á vergangi og í sveltu, þannig að enginn þóttist hafa skyldu til þess að liðsinna honum, var það danska vald ið á Bessastöðum, Lafrenz amtmaður, sem tók máiið í sínar hendur. Hann skrifx.ði Steini Hólabiskupi bréf 26. júní 1736 útaf þessu máli síra Jóns Jó.\ssonar „brauðlausa" og krafðist þess. að kirkju'höfðinginn veitti presti slyrk, svo að liann gæti dregið fram sitt auma líf. — Þetta bréf amtmanns- ins varð til þess, að árið eftir úthlutaði herre Steirrn síra Jóni gamla lífeyri frá prestaköllunum í Vestur-Húnavatns sýslu, þannig að Melstaður skyldi greiða hónum árlega 90 álnir á landsvísu, Breiðabólsstaður 60, Grímstunga 15, Staðarbakki 30 og Höskuldsstaðir 30, eða alls 225 álnir. * — Eftir þetta flakk aði svo síra Jón gamli um allt Norður- land og lifði siðustu ár sin sem bón- bjargamaður, unz hann lognaðist útaf á Brekku í Svarfaðardal haustið 1744, rúmlega níræður að aldri. ]VÍ argar kátlegar sögur eru sagðar af síra Jóni, því að þó að hann væri næmur i skóia og vel gáfaður, gat hann verið einkennilega óhlutvandur og illa siðaður. Kom það stundum fyrir, að sumt sem hann sagði í prédikunarstóli var þvættingur og til aðhlægis, &vo sem þegar hann einu sinni byrjaði prédikun sína með þessu: Hallgerður hal kaus, henni gengur svo, svo hvorki vel né illa, riiikið brúkar málraus, munna hefur tvo, tvó, ciugir illa að þvo, þvo, allra mesti lómur, hæ, hæ, og ho, ho. Þegar hann hafði farið með þetta rugl, skellihló hann, en geta má nærri * Sbr. Sighv. Præ. X,28. * Samanber: Copiubók Steins biskups nr. 121. um „andagt" saínaðarins í messunni þeiiri. — Á efri árum síra Jóns, þegar hann var kominn á flakkið, lcom hann einu sinni til Bjarna sýslumanns Halldórs- toner á Þingeyrum. Sýslumaður bað hann að messa þar næsta sunnudag og gjörði hann það, en þegar hann stóð fyrir altarinu og verið var að syngja hitmvði honum svo að hann varð st/eitt- ur. Á altariau lá klútur ,en prestur tók ekki eftir honum. Þreif hann þá hár- kolluna (parrukið) af höfði sér, og skein þá í beran skallann á honum. Siðai? þurrkaði hann vandlega af sér svitann með hárkollunni, og setti hana svo á kollinn aftur. — Brast þá upp hlátur um alla kirkjuna, en Bjarni sýf.luimaður kæfði hlátur sinn með því bregða klút fyrir munn sér. — Einkadóttir þeirra síra Jóns og mad- ömu Þóreyjar var Margrét, sem varð 3. kona Steindórs Helgasonar sýslumanns í Hnappadalssýslu, en eins og áður get- ur yfirgaf madaman síra Jón, þegar hann tók framhjá henni með ungfrú Þóru, sem var dóttir Gísla bónda Sig- urðssonar á Ásbjamarstöðum á Vatns- nesi. — Þeirra dóttir var Guðrún, sú sem getui um hér að framan, að prestur skírði sjálfur í Tjarnarkirkju og fleygði svo frá sér hempunni, að athöfninni lokii ni. — Guðrún þessi giftist Jóni ,.hcvgetnum“ syni síra Bjöms Þorsteins- sonar á Staðarbakka. — Síra Jón gaf þau sarnan, og kvað þá vísu ekki ó- snolra, eða hitt þó heldur. Hún er svona: Margt er orðið með þeim líkt, móti guðs vilja og ráðum sjálfur hef ég þau saman vígt, og svei nú aftan báðum. Síðar sneri hann vísunni þannig: Margt er orðið með þeim likt, með guðs vilja og ráðum, sjálfur hef ég þau saman vígt, og sofi þau nú í náðum. ar au Jón Bjömsson og Guðrún prestsdótttir bjuggu í Vík á Vatnsnesi og þó'ttu merkishjón. Dóttir þeirra var Margrét fýrri kona Jóns Hólaxáðsmanns Ári.asonar, og bjuggu þau í Bólstaða- hlíð, en þeirra sonur var sira Björn Jönsson í Bólstaðahlíð, sem hin kyn- sæla Bólstaðahlíðarætt er komin frá. HAGALAGÐAR Gamli ,31eikur“ íslenzkir námsmenn í Kaupmanna höfn kostuðu útför Baldvins Einars- sonar. Mættu þeir allir við jarðar- förina nema Stefán Eiríksson frá Staðarbakka. Hann kom ekki — þóttist vera veikur. Um það var þetta kveðið: Við líkförina ei lét sig sjá lá í skrópum veikur. í kostnaðinn líka kannske sá klárinn gamli Bleikur. Stefán var kallaður Bleikur og þótti aðsjáll. (Sunnanfari.) Lifði á rúsínum Sunnan við veginn ofan á þessa I bryggju stóð hús, sem hét Gamla Íkrambúðin, fram yfir 1930, en er nú horfin. Mælt er, að strákur hafi að vetrarlagi gengið á snjó og fallið inn * um stromp í Gömlu krambúðina. | Lifði hann þar á rúsínum til vors, er , kaupmenn komu skipum sínum til hafnarinnar og hleyptu honum út. I (Árbók Ferðafél. 1955.) 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.