Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Page 13
SVIPMYND
Fromhald af bls. 2
Hvenær sem Franco kemur fram opin
berlega er hann umkringdur öflugum
lífvevði. Lögregluþjónar standa með
10 metra millibili meðfram vegum sem
hann ferðast um. Bftir að kastað var
sprengjum að honum ekki alls fyrir
löngu hefur verið hert á öryggisráð-
stöfunum. Þegar Franco kemur fram,
sýnir fóik sjaldan hrifningu, heldur ein
ungis forvitni og kannski kurteislegan
ahuga.
S umir halda að Franco hafi dreg-
ið sig æ meir í hlé til að skapa „goð-
sögn“ meðal almúgans um hinn mikla,
ósýnilega leiðtoga. Hann er að því leyti
ólílcur flestum einræðisherrum þessarar
ald?r, sem hafa verið fraagir mælsku-
menn og lýðskrumarar, að hann er á-
kaflega óáheyrilegur ræðumaður. Þá
sjaldan hann heldur ræður, flytur hann
þær mjórri og máttlítilli rödd, og þær
einkennast af þurrum skýrslum fremur
en eggjandi vígorðum. Venjulega virð
ast ræður hans þreyta bæði ræðumann
og áheyrendur, hversu mikilvægt sem
efni þeirra kann að vera.
JVTinniháttar spænskir embættismenn
eru orðnir svo vanir hinni fjarrænu
hátign Francos, að þeir sjá ekki þá
hlið hans sem er umheiminum kunnust:
skrípamynd af vambmiklum hershöfð-
ingja sem er að sligast undir orðum. í
maí s.l. birtist sennilega fyrsta teikn-
ing þessarar tegundar í spænsku blaði
frá iokium borgarastyrjaldarinnar. Það
Var vikublaðið „Domingo" sem birti
mynd af Franco þar sem hann var að
taka við enn einni orðunni, og undir
mynainni stóð: „Þessi er handa barna-
börnum yðar“.
TViyndin vakti hálfgert uppþot í Mad
rid, blaðið var gert upptækt hvar sem
það sást og ritstjórinn rekinn. Á skrif-
slofrm blaðsins reyndu aðstoðarritstjór-
arnir að útskýra, að myndin hefði verið
klippt úr suður-amerísku dagblaði og
'birt vegna þess að enguim datt í hug, að
hún ætti við Franeo.
Aðeins á heimili sínu virðist Fran-
co geta verið eins og hann á að sér, og
þá helzt þegar hann er með barnabörn-
um sínum, tveimur dóttursonum og
fjórum dótturdætrum. Þá er hann ást-
ríkur afi. Hann er svo hrifinn af barna
börnum sínum, að hann lét setja sér-
stök lög sem heimiluðu eldra dóttur-
syninum að bera nafn hans, Francisco
Franco, í staðinn fyrir ættarnafn föð-
urins. Börnin eru afkvæmi einkadóttur
Francos, sem heitir Carmen og er gift
kunnum skurðlækni og aðalsmanni í
Madrid, dr. Cristóbal Martinez Bordiú,
markgreifa af Viliaverde.
Kona Francos, Dona Carmen Polo de
Franco, hefur búið með honum í 40 ár
°g er sögð hafa haft áhrif á hann, fyrst
og fremst óbein áhrif. Aðrir vanda-
menn Francos eru lítt þekktir nú orðið.
Mágur hans, Ramón Serrano Suner, var
utanríkisráðherra á fyrstu árum Franco-
skeiðsins, en var látinn hætta störfum
árið 1942, þegar halla tók undan fæti
fyrir möndulveldunum, sem hann var
mjög nákominn. Hann hefur síðan stund
að lögfræðistörf með góðum fjárhags-
órangri.
F ranco getur hvenær sem lionum
eýnist tilnefnt eftirmann sinn. Þessi rétt
ur var veittur honum árið 1947 í ein-
ustu þjóðaratluvæðagreiðslu sem fram
hefur farið síðan hann brauzt til valda.
hafi hann ekki tilnefnt kónig eða
ríkisstjóra, áður en hann fellur frá eða
vfrður óhæfur til þess, verður hann
kjörinn innan þriggja daga atf ríkisráð-
inu, sem er samkunda 14 aðalsimanna.
Tvisvar virtist svo sem Franco væri
I þann veginn að velja sér eftirmann,
en í hvorugt skiptið tók hann af skarið.
Fyrra skiptið var þegar hann féllst á,
að Juan Carlos, prins af Bourbon og
sonarsonur siðasta konungs Spánar, Al-
fonsos m, hlyti menntun sína á Spáni.
Juan Carlos er sonur Don Juans, prins
af Barcelona, sem flestir spænskir kon-
ungssinnar telja hinn opinbera arftaka
krúnunnar.
Juan Carlos, sem er liðsforingi í land-
her, flugher og flota Spánar, býr ásamt
konu sinni, grísku prinsessunni Sófíu,
í villu skammt frá E1 Pardo þar sem
Franco hefur auga með honum. Ungu
hjónin mega ekki hafa sig mikið í
frammi opinberlega, og hvenær sem
stjarna þeirra virðist vera að hækka,
byrja spænsku blöðin að birta myndir
af öðnim meðlimum Bourbon-ættarinn
ar sem gera tilkall til krúnuinnar.
í júlí 1962 virtist Franeo aftur vera
að gera ráðstafanir til að velja sér
eftirmann, þegar hann skipaði hinn
gamla vin sinn, Augustin Munoz Grand
es hershöfðingja, aðstoðarforsætisráð-
herra, sem var nýtt embætti. Munoz
Grandes er mjög vinsæll, bæði meðal
óbreyttra hermanna og almennra borg-
ara, einkanlega þar sem hann er sagður
hailast að lýðveldisskipulagi. „Hann
mundi verða fyrirmyndar-arftaki Franc
os“, sagði gamall Falangisti og and-
varpaði, „ef hann væri aðeins 10 eða 15
árum yn.gri.“ En Munoz Grandes er orð
inn 67 ára gamall og farinn að tapa
heilsunni.
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 3
skrifaði hún. „Ég verð ein“. — Hún
hafði ekki vanmetið hina áköfu þrá,
sem hálfsmánaðar aðskilnaður þeirra
hafði vakið hjá honum. Hann hóf sig á
loft stundu fyrr en venjulega og missti
því af viðvörunarmerkinu, sem sent var
frá Dunkirk yfir sundið og símað áfram
til allra strandstöðva og flugvalla inni
í landinu. Og meðan hann borðaði kvöld
verð með henni í róslitu dyngjunni við
dauft skin kertaljósanna og kyssti hina
grönnu fingur, sem helltu úr vínflösk-
unni í glas hans, mættust fjögur hundr-
uð flugvélar yfir norðurströnd Frakk-
lands og laust saman í bardaga.
E g get ímyndað mér hina kvíða-
fullu spennu konunnar, sem hlustaði
eftir fjarlægu hljóði þýzku flugvélanna
um leið og hún gæ.di við fanga sinn og
hellti í hann víni. Hann skynjaði óró-
leika hennar. Hann talaði um að ljúka
varðflugi sínu og koma síðan aftur, en
hún fékk hann til að setjast við hlið sér
í sófann. Hann fann ilm hennar og faðm
aði hana æðislega og kyssti berar axlir
hennar, hálsinn og varirnar. Hún veitti
enga mótspyrnu, og þegar hún hné aftur
á bak, rakst handleggur hans, sem hélt
utan um hana, á harðan hlut, sem falinn
hafði verið á milli koddanna. Hann dró
hlutinn fram og sá, að hann hélt á
skammbyssu.
Þegar hann sá vopnið, rankaði hann
við sér. Hann leit á úrið og sá sér til
undrunar, að klukkan var orðin meira
en tíu. Hann endurtók, að sér lægi á að
fara, aðeins stutta stund, til að fullvissa
sig um ......
Þá hlýtur hún að hafa skilið, að frek-
ari tilraunir til að tefja hann, kynnu að
vekja gi'un, og því tók hún skjóta á-
kvörðun.
En örlögin réðu því, að hann sneri
allt í einu við í dyrunum til að senda
henni fingurkoss. Hún varð of sein að
fela byssuna á bak við koddana og
hverfa hinum slóttuga glampa augna
smna í blíðubros.
Veruleikinn skall á honum eins og
högg í andlitið. Augnablik stöx-ðu þau
hvort á annað. Þá hi'eyfði hún sig
snöggt, en hann stökk til og sneri vopn-
i-5 úr höndum hennar.
Hann sló hana bylmingshögg í and-
litið, reif opna frönsku gluggana, stökk
út og ruddist í gegnum rósarunnana.
Hann heyrði hana hljóða hástöfum, þeg-
ar hann hljóp stíginn, sem lá út á engið.
H ann leysti flugvél sína og tókst
að fá skrúfuna til að snúast. En vélin
var köld og meðan hann glímdi við að
komast á loft, skaut einhver á hann og
ruddist síðan í burtu gegnum runnana.
Loks kom hann henni af stað, cti-aukst
rétt við grasflötina, lyfti sér hratt upp
og sneri í skyndi til sjávar. .Þegar hann
fiaug yfir húsið, sá hann hvar dökkleit
vera þaut yfir veginn, stökk niður á
sandinn og hljóp fram í flæðarmálið. Nú
gat hann óljóst greint lögun sjóflugvél-
arinnar, þar sem hún flaut á gáróttum
sjónum rétt við fjöruborðið. Hann sá
veruna baða út höndunum æðislega.
Óður af bræði lækkaði Dunkley flugið,
losaði um sprengju og síðan aðra. Þær
sprungu með stuttu millibili, og sandur-
inn spýttist eins og gosmökkur liátt í
loft upp.
Sjóflugvélin þaut til sjávar og risti
hvíta rák á vatnið. Allt í einu sleppti
hún yfirborðinu og byrjaði að lyfta sér.
Dunkley steypti sér niður yfir hana og
sá í gegnum miðið depil, sem hann taldi
vera höfuð flugmannsins, og hleypti af.
Fiugvélin virtist falla aftur yfir sig, hún
hrapa'ði og brotnaði í spón á kyrru yfir-
borðinu.
Drengurinn gat lítið sagt mér, hvað
skeði eftir þetta. A heimleiðinni heyrði
hann fjarlægt murr í flugskipi, sem aug-
sýnilega ætlaði sér að villa sýn með því
að fljúga lengra til norðurs. Dunkley hóf
sig upp í tólf þúsund feta hæð og
steypti sér yfir flugskipið, sem þaut
áfram fyrir neðan hann. Þetta var ein-
skær tilviljun og svo hláíegt, sem það
var, var það einmitt þetta, sem stöðvað
hafði alla rannsókn á fjarveru hans,
iþangað til sögusagnir um atburðinn í
Hvíta húsinu bárust Weldon til eyrna.
Hann spurði mig, hvað orðið hefði um
þýzku árásarflugvélarnar, sem ætlað
hefði verið að fljúga gegnum þetta ó-
varða svæði Nóbtina miklu, og ég
sagði honum allt, sem ég sjálfur hafði
heyrt aðeins fáum klukkustundum fyrr,
hvernig njósnarar okkar höfðu fengið
veður af því, að gríðarmikill *flugfioti
hafði safnazt saman til geysimikillar
næturárásar og átti nú að láta hinn
þýzka draum um að leggja London í
rústir í-ætast; hvernig flugdeildirnar í
Dunkii'k og Calais voi'u tvöfaldaðar, og
hiuti af landhernum fór norður á bóg-
inn: Og loks sagði ég honum frá því,
hvernig tvö hundruð fluigvélar okkar
brunuðu norður til móts við þýzka flug
flotann, fáeinum minútum eftir að vitað
var, að hann hafði lagt af stað.
Þar sem flugvélar okkar voru næstum
tvær á roóti einni þýzkri, tókst þeim
fljótlega að brjóta árás hinna síðar-
nefndu á bak aftur. Einstakir hópar
iþeirra voru hraktir á flótta og eltir
langt inn yfir landið eða yfir sundið
og neyddar til að lenda eða skotnar nið
ur. Frá Ostende og út yfir sundið og
Norðursjó var loftið krökkt af flugvél-
um, sem börðust.
D ögum saman bar flóðið með sér
sundurskotin lík flugmannanna og flök
stói'ra flugvéla. Enginn getur sagt, hve
margir af hinum hundrað og þrjátíu
Þjóðverjum, sem lögðu af stað, komust
heim, en víst er, að enginn þeirra komst
inn um hið sextíu mílna breiða op á
austurströndinni.
„Það var ekki mér að þakka,“ sagði
Dunkley. „Ég skildi svæðið eftir óvarið.
Ef Þjóðverjarnir hefðu komið, ef njósn-
urum okkar hefði ekki borizt vitneskja
i tæka tíð. Verð ég kallaður fyrir her-
rétt?“
„Láttu ekki eins og flón“, sagði ég.
,.Ef flotinn hefði komizt í gegn, hefðir
þú verið skotinn. En það varð ekki.
í embættisnafni og sem yfirmaður þinn
segi ég það, að mér þætti vænt um að
sjá þig sem fyrst aftur í flugdeildinni".
„Hvað varð um Loie?“ spurði hann
eftir stundarkorn.
„Hún fórst í bílslysi í gær. Ég býst
við, að hún hafi flýtt sér um of að
komast undan“.
Hann sagðist vera feginn. Jafnvel eftir
það sem skeð hafði, fannst mér konan
vera honum það mikils virði, að hann
óttaðist, að hún yrði handtekin og út-
húðað í blöðunum og ef til vill skotin
að lokum.
Ég var feginn, að mér skyldi hug-
kvæmast þetta bílslys, því að það forð-
aði honum frá sársauka. Það var þarf-
laus grimmd að segja honum frá þessu,
sem lá við sprengjugígina á ströndinni.
Það var .... jæja, það er óþarfi að lýsa
jafn skelfilegum hlut í smáatriðum. En
það var áreiðanlega kona.
Anna María Þórisdóttir þýddi.
UPP Á HÁA-C
Framhald af bls. 9
að segja, að ég hef lært mikið af hljóm-
ieikasöng. Röddin hefur orðið sveigjan-
legri og ég hef lært að beita henni
•veikar og mýkra. Að syngja ljóð, þegar
maður er óperusöngvari, er líkast því
ef byggingamaður ætti að fara að gera
við lítið úr. Þetta er svo fíngert, og
roaður er vanur því stórgerðara en
ekki hinu fíngei'ðara. En það er furðu-
legt, hve mikið er hægt að læra á
þessu. Það verður að gæta miklu bet-
ur að textanum og þýðingu hans en í
ópenr. En þetta hefur orðið mér að
miklu gagni í óperusöng. í vetur
sögðu dómararnir í London, að ég hefði
öðlazt nýja hlýju og mýkt. Ég held, að
þetta sé rétt hjá þeim“.
Hvað þarí til þess að öðlast söngv-
arafrægð? var ungfrú Nilsson einhvern
tíma spurð. „Fyi'st og frernst þarf að
vera fæddur með góða rödd“, svaraði
hún. „Svo þarf að hafa sérstakt vaxt-
arlag. Mai'gir söngvarar hafa digran háls
cg stórt, breitt höfuð. Ég veit nú ékki
hvaða þýðingu hálsinn hefur en þó held
ég að langur háls valdi meiri spennu.
En höfuðið verður að vera stórt vegna
endurhljómsins. Brjóstið stækkar við að
syngja. Og það getur stækkað gííurlega
hjá þeim, sem syngja Wagner, og álíka
þung hlutyerk.
. Því þarf að hafa góða, náttúrlega
rödd, heppilegt vaxtarlag og sönggáfu.
Iieppni er líka mikiis virði, góð heilsa
og líkamshreysti. Og ekki að gleyma
taugunum — góðar taugar eru nauð-
synlegar. Góðar taugar eru það að vera
taugsóstyrkur að vissu marki, en ekki
um of — því að það gengur út yfir
túlkunina. Mér líður eins og veðhlaupa-
hesti fyrir sýningu. Ég get ekki stað-
ið kyrr.. En sé maður of taugaóstyrkur,
verður manni illt og liður illa“.
F áir söngvarar hafa hugrekki —.
eða eyra til að hlusta á sjálfa sig —
sem nægi til þess, að þeir hætti í tíma.
Það gei'ðu samt bæði Gei'aldine Farrar
cg Rosa Fonselle. En flestar halda á-
fram og áfrarn, meðan nokkur vill ráða
þær eða hlusta á þær. Ungfrú Nilsson
var spurð, hvort hún mundi vita, hve-
nær henni bæri að hætta. „Ég vona, að'
ég hafi dómgreind til að hætta í tæka
tíð“, svaraði hún b átt áfram, — „vona
að ég hafi vit á því. Ég held að fæstir
eigi þá vini, sem geti sagt þeim, hvenær
þeim beri að hætta, af því að þeim sé
farið að hraka. Þessvegna verður mað-
ur að ákveða það sjálfur".
Eo sem betur fer, er ekki að því
komið hjá ungfrú Nilsson. í dag var
henni bent á, að nú væri hún á hátindi
hæfileika sinna, og hvað ætlaði hún nú
áð gera. Svaxöð var henni líkt. „Reyna
að vera þar áfram", svaraði hún snöggt.
31. tbl. 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13