Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1965, Side 11
Ævisögur.
Conversations with Painters. Noel
Barber. Collins 1964. 21s.
í 'oel Barber er mikill ferðamað
ur og var íréttamaður í heims-
stjrjöldinni. Hann varð fyrstur
Breta til Suðurpólsins, eftir ferð
Scotts þangað. Hann bjó um tíma
á isjaka í Norðuríshafinu, ferðað-
ist, fótgangandi um Himalajafjöll
og var í Ungverjalandi þegar upp
reisnin brauzt út þar. Aðaláhuga-
niál hans er listmálun. Hann mál-
a5i um tíma í París, og á þeim ár
um kynntist hann ýmsum málur-
um. Vlaminck, Leger, Braque og'
llufy voru góðir vinir hans. Hann
er málkunnugur og vinur flestra
frægustu málara Englands. Og
enn málar hann sem tómstunda-
málari. Höfundur segir að honum
hafi dottið 1 hug fyrir mörgum
árum að setja saman samtalsbók
við ýmsa málara. Hann telur lista-
menn viðræðugóða og orðhaga og
segist hafa haft mikla ánægju af
samantekt bókarinnar. Þeir mál-
arar sem höfundur ræðir við eru:
Lowry, Richards, Sutherland, Pip
er, Vaughan, Nolan, Jack Smith,
Sutton, Fraser og Proclctor. Bók-
in er ánægjuleg aflestrar og margt
af því sem er til umræðu er ein-
mitt það sem aðdáendur málar-
anna vildu gjarnan fræðast um.
Samtalsbækur geta verið ánægju-
legar, einkanlega ef viðhorf og
skoðanir þeirra sem ræðast við,
stinga í stúf við viðurkenndar
skoðanir og almennt álit. Sérstæð
ir persónuleikar eru eitt bezta
hráefni í slíkar bækur. Stundum
er hætta á staglsemi, en í þeirri
bók, sem hér um ræðir, takmark-
8r rúmið sem hverjum er ætlað
allt slikt. Hver málari er afgreidd-
nr á 14-18 blaðsíðum og þessi
knappleiki gerir bókina enn minn
isstæðarl. Myndir fylgja af við-
ræðumönnum.
Skáldsögur.
Julian. Gore Vidal. Heinemann
1964. 30s.
Þessi bók var lengi efst á lista
yfir metsölubækur á Englandi sl.
ár. Og hún á það fyllilega skilið.
Einn fremsti höfundur bandarísk
ur skrifar hér sögu þess keisara,
sem hvað mest hefur orkað á
ímyndunarafl manna. Julíanus
var á allan hátt forvitnilegur. Höf.
segir sögu hans að nokkru sem
sjálfsævisögu, með athugasemd-
um manna, sem stóðu honum
næst. Julíanus og vinir hans Líb-
aníus og Priscus koma ljóslifandi
á móti manni af síðum bókarinn-
ar og verða manni minnisstæðir.
Julíanus lifði breytingatíma, veldi
Rómverja var hnignandi og ann-
arleg trúarbrögð gripu hugi
manna og voru viðurkennd af rík
isvaldinu og hampað á kostnað
heiðninnar og heiðinnar menning
ar. Frekja og yfirgangur krist-
inna manna er áberandi á þeim
árum þegar Julíanus kemur til
ríkis. Hybris parvenusins er áber
andi í fari þeirra. Ofstæki og
frekja, æsingar og massahystería
einkenna þá. Þeir vaða um,
brenna bækur og eyðileggja forn
listaverk, fordæma hinn heiða
gríska heim og hóta mönnum
kvölum og pínu. Þessir skitnu of-
stækismenn eiga í stöðugum deil
um sín í milli um útlistanir á
biblíutextum og trúaratriði. Þann
ig hafa þessir mannkynsfrelsarar
komið siðuðum heiðnum mönn-
um fyrir augu. Julíanus var vel
menntaður í grískum og latnesk-
um bókmenntum og heimspeki,
hann þekkti fjölda trúarskoðana
Og geðjaðist sizt að þeim kristnu.
Hugmynd hans var að endurreisa
heiðnina, blása í hana lífi og vekja
. upp fornar dyggðir og heiðinn
hellenisma. Hann varð kristninni
svo hættulegur að þeir nefndu
hann Apostata eða trúníðing.
Saga þessara átaka milli Julíanus-
ar og hinna kristnu verður aldrei
fullvituð, kristnir menn sáu fyrir
því, með eyðileggingu þeirra
heimilda, sem þeim kom illa. Um
tíma hefur kirkjan verið einn
stórvirkur sögufalsari, því ber að
taka heimildir úr þeirri átt var-
lega, en því miður er oft lítið til
annarsstaðar frá.
Höfundur þessarar bókar hefur
aflað sér þeirra gagna við ritun
þeSsarar bókar, sem tiltæk eru,
og á þeim heimildum byggir
hann sögu sína. Þetta er ákaf-
lega lifandi og vel rituð saga og
minnir um margt á „Ég Claudíus"
eftir Robert Graves.
Nátlúrufræði.
Tlie Oxford itook of Birds. Bruce
Campbell, Donald Watson. Oxford
University Press 1964. 35s.
Bók þessi fjallar um þá fugla,
sem byggja Bretlandseyj ar að
staðaldri, og einnig ýmsa sjald-
séðari. Bókin er prýdd 96 heil-
síðu litmyndum, ágætlega teikn-'
u'ðum. Þar eru fuglarnir sýndir
1 eðlilegu umhverfi sínu, fjöllum,
heiðum, mýraflákum og björgum.
Bókin flokkast í kafla. Fyrst er
lýst flokkun fugla, síðan líkams-
byggingu, þar næst kemur höfuð-
efni bókarinnar, um brezka fugla,
og svo kaflar um flug, tímgun,
farfugla og loks bókalfsti fyrir þá,
sem vilja afla sér frekari fræðslu,
og nafnaskrá._
Áhugi manna' á fuglum hefur
alltaf verið mikill frá því fyrsta.
Ýmsar fuglategundir voru haldn-
ar spádómsgáfu að fyrri manna
skoðun, og kemur þetta glöggt i
ljós í þjóðtrúnni. Rómverjar
höfðu mikið dálæti á gæsum og
hænsfuglum, og höfðu jafnan með
sér hænsn þá þeir fóru í her-
ferðir. Hér á landi er hrafninn
mikill spáfugl og vissuléga má
nokkuð marka veðurfar af hátt-
erni fugla. Sem bráð voru ýmsir
fuglar og eru eftirsóttir og sem
yrkisefni voru þeir mjög hafðir
á oddi á vissu tímabili. Skáldin
ortu grátklökk ljóð um þessa dýra
tegund. Náttúruunnendur hafa
mikið yndi af að fylgjast með
fuglalífi og allri þeirra art. ís-
land er mikið fuglaland, hérlendis
verpa margar fuglategundir eða
hafa hér viðkomu til og frá varp-
stöðvum. Og lifa hér ennþá marg-
ar sjaldgæfar anda og gæsategund
ir. Með aukinni 'tækni þrengist á
ýmsan hátt að fuglalífi og það er
hætt við því að fuglaparadísin við
Mývatn standi ekki lengi undir
nafni, þegar öllu náttúrulegu hlut
falli þar verður raskað mcð
skammsýnum fabrikkubygging-
um. Það er hætt við að smágróði
af einni fabrikku verði dýrkeypt-
ur ef fuglalíf við vatnið afleggst.
íslendingar virðast ekki átta sig
á því að slíkur staður sem Mý-
vatn er einstakur og myndi víð-
ast hvar verða friðaður fyrir nátt-
úruspjöllum. Frumstæðar þjóðir í
Afríku skilja slíkt og friða sam-
svarandi staði, en hér ræður á-
kaflega skammsýn aurahyggja.
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
VÆRX EKKI 'heilnaemt að láta hugann tafca sér nokkra hvíld
frá stéttabaráttu, öfund, krörfum, óánægju og samkeppni og
hiugsa hlýlega til nokkurra stétta, og gera tilranm til að meta
hið góða, sem þær leggja fra.m? Áhætta af þessu er ekki mikil,
þegar lanigt er til kosninga. Undanfarna daga hef ég hugsað til
þriggja stétta sérstaklega: Strætisvagnstjóra, blaðamanna og
stjórnmólaimanna — en þar fyrir tefl ég hvorki að hér við skuli
staðar numið né gleymt verkalýð, X>ændium, sjómönnum og
húsmæðrum.
Vagnstjórar eru hér í borg ómissandi mörgum mönnum, sem
þurfa að komast úr einum stað í annan, og meðal þeirra er
ég sjálfur. Ástæða er til að dást að snilli vagnstjórainna þagar
þeir aka vögnum áfram í ófærð og hríð eftir mjóum götum.
Blaðamenn segja ekki aðeins tíðindi, góð og ill og stunduim
hégámíleg, stundum þýðingarmikil, heldur hugsa þeir einnig
fyrir fjölda manna, reyna að gera fyrir sálina það sem vagn-
stjórairnir gera fyrir líkaimann, það er að fiytja hugann úr
einum stað í annan, út til Mars eða upp tit mánans ef á þarf
að halda. Einnig reyna þeir sig oft á því erfiða verki að yfir-
færa sálimar úr einni pólitík í aðra, lílkt og austrænir meistar
ar, sem reyna að leiða menn upp frá ófullkomnu þekkingar-
stigi á æðri stig, í von um að menn hafi nokkurt gagn af því.
En í landi eins og voru, þar sem pólitík og pólitísk hugsun
gengur að erfðum, líkt og háralitur eða augna, er þetta erfitt
verk, og fyllsta ástæða ti'l þess að hafa samúð með blaðamönn
um út af erfiði þeirra.
Hvað mó svo þakka stjórnmálamöninunum? Það er ekki lít-
ið, ef allt væri upp talið, og á vorurn tímum bætist stöðugt
nokkuð nýtt við, af því að ríikið skiptir sér af sífelit fleiri
máium, og er ekiki erfitt verk að finna út hvóða mál haifa
bætzt við á síðari áratugum, svo sem iþróttir, nýir skattar,
listir, bókaútigáfa uirn menningairmáJ, nýjar ráðstefnur, rann-
sóknir og ýmislegt fleira, þar á meðai fjödi alils konar vel-
ferðanmála. Frá fomu fari hafa stjórnmálamenn stjórnað,
oft með misjöfn-um árangri, en nú fer stöðugt meira og meira
af þeirra tírna og starfsorku í þá íþrótt að bjarga rnálum, og
stundum jafnvel mönnium. Þó er þetta ekki alveg nýtt, þvi
rómverskir keisarar hlutu sutmir titib'nn SOTEER, það er
frelsari, og þykir kristnuim mönnum of langt genigið, enda
ekki langt um liðið síðan Mussolini nefndi Hit'er „Sailvatore“.
í lýðræðinu nægir að talla um nýskömmármenn, bjargráða-
menn, viðreisnarmenn o.fl. til þess að heiðra stjómmálamenn
vora fyrir verk þeirra.
í bókinni „Politeia“ lætur Platón Sókrates viðhaifa orð, sem
fræg eru orðin í hugsjónasögunni. „Nema heimspekingar
verði l/onungar eða konungar og höfðingjar þessa heims ei'gn-
ist anda heimspekinnar og kraft, og pólitísk upphefð sameinist
í eitt, en hinir venjulegu menn, sem leitast við að keppa eftir
öðru hvoru á þann'hátt að útiloka hitt, verðt að víkja, mun.u
borgirnar aldrei fá hvídd frá i'iilverkum þeirra — og mannkyn
ið ekki heldur að mínu áiliti — þá fyrst mun ríki vort hafa
lífsmöguleika og ltía dagsins ljós.“ (V bck).
Sókraties er við því búinn að menn kunni að skopast að
þessari hugmynd. En samhengið sýnir að nann áleit tilgamg
heimispekinnar vera þann að veita st'órnimálamönnum svc
mikinn skilning á réttlætinu að þeir settu bað ofar öllu öðm
í stjórnun ríkisins. Konfúsíus endar bók sína uim hinn mikla
lærdóm með þeirri huigsun að rétt æti skuli sett ofar efna-
hagsmáluim í stjórn ríkisins. — Kant var á öðru máli en Platón
u-m saimbaind stjórnm^la og heimspeki. Harn óttaðist að vald-
ið myndi spilla hreinleik heimspekilegrar hugsunar ef heim-
spekingar hlytu æðstu völd.
Hið mikla annríki sitjórnimálamianna v'fj að b;arga nrálum
getur leitt þá í þá freistni að bjarga málum sekra manna og
heimtufrekra á kostnað sak' ausra manna og hctgværra. Heil-
lög lcirkja minnist eins siíiks stjómmálrmanns með því að
hafa nafn hans í trúarjátningunni, og þa'ð naifn er Pontíus
Pílatus. Hér kemur fram hið átakanleigasta við stjórnmálin,
ekki aðeins í sögu ríkisins, heldur einnig í sumum köflum
kirkjusögunnar, að rétti og réttilæti er fórnað til að bjarga
máluim og fullnægja kröfum. En sterkir og réttlátir stjórnmála
menn þurfa ekki að leggjast svo lágt, enda iætur endurgjald-
ið ekki á sér standa í mynd stöðugs óróa og kvíðni meðai
lýðsins. Þess vegna er þess að óska til handa stjórnmálamöan
um vorra tíma í öllum löndum að þeir beri gæiflu til þess að
hafa jafnan lifandi skilning á því hvað réttiæti er.
2. tM. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSI^TS U