Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 2
FÁIR miklir herforingjar munu hafa vakið jafn margar og sundurleitar skoðanir á persónuleik sínum og afrekum eins og Bernard Law Montgomery mar- skálkur, sigurvegarinn frá E1 Ala- mein. Hann hefur verið kallaður auglýsingamaður fyrir sjálfan sig, hégómlegur og umburðarlaus gikk- ur, ókurteis og ófær um að vinna með samstarfsmönnum sínum í hern um, hvað þá með stjórnmálamönn- um eða herforingjum bandamanna. Andstæðingar hans hafa haldið því fram, að hann hafi aldrei orðið að berjast við erfiðar aðstæður né með .ófullnægjandi liðstyrk eða vopnabúnað, og að varfærni hans hafi leitt til þess, að hann lét ónot- uð tækifæri sem skarpari og hugaðri herforingjar hefðu fært sér í nyt. Á hinn bóginn hefur hann einnig verið nefndur mesti herstjóri Breta síðan Wellington leið, snillingur á vígvellinum og maður sem hefði betri og djúptækari skilning á eðli nútímahernaðar en nokkur samtíð- armaður hans, brezkur eða banda- rískur. Kannski liggur sannleikur- inn einhvers staðar milli þessara öfga. E kki þarf mikla þekkingu í sálar- fræði til að gera sér ljóst, hversu mjög yngri ár Montgomerys mótuðu manninn á fullorðinsárum. Hann fæddist árið 1887, er kominn af skozkri prestaætt. Honum var meðfæddur sterkur vilji og einbeitni, enda komu leiðtogahæfileikar hans snemma í ljós. Hörð reynsla hans í fyrri heimsstyrjöld vakti metnað hans og efldi með honum þá eðlislægu til- hneigingu að vantreysta skoðunum yfir- boðara sinna og viðteknum reglum her- mennskunnar. Hann ákvað að helga sig gagngerðri könnun á eðli starfa síns, og þessi ákvörðun festi enn dýpri rætur þegar hann varð fyrir því mikla áfalli að missa eiginkonu sína. Honum fannst hann vera kjörinn til forustu og hófst þegar í stað handa um að gera sig hæf- an tii þess hiutverks sem hann var viss um að biði sín. Þegar hann hafði náð fimmtugsaldri hafði hann þroskað með sér þær eig- indir, sem hann lagði mest upp úr, hug- rekki og einbeitni, og hafði að auki öðl- szt djúptæka þekkingu á eðli og gangi styrjalda. Með strangri sjálfsögun og langri þjálfun hafði hann gert sjálfan sig algerlega óháðan stuðningi annarra og jafnvel kærulausan um hvað aðrir hugsuðu eða sögðu um hann. Hann var búinn að ná fullum tökum á þeirri erf- iðu list að stjórna öðrum, en hann hafði hins vegar ekki talið nauðsynlegt að skóla sig í þeirri list að koma sér í mjúkinn hjá starfsbræðrum sínum eða fá málum sínum framge.ngt með kænsku og málamiðlun. M if Jl ontgomery varð hershöfðmgi ar- ið 1938, en fyrsta stóra verkefnið fékk hann árið 1940, þegar Þjóðverjar hófu hina miklu herferð á vesturvígstöðvun- 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. MONTGOMERY um. Þá var hann yfirmaður þriðju deild- ar í öðrum her Breta, sem var undir yfirstjórn Sir Alans Brookes hershöfð- ingja. Sú skipan mála var mjög heppi- leg íyrir Montgomery, því hann stjórn- aði undanhaldi herdeildar sinnar til Dunkerque við mjög erfiðar aðstæður undir forustu fyrstaflokks herstjóra, sem ævinlega vissi hvað hann vildi og gat hagnýtt hæfileika og einbeitni Montgomerys til hins ýtrasta; Það var í þessum orustum sem Montgomery gat prófað og mótað herstjórnaraðferðir sín- ar, og Brooke kom fljótlega auga á verð- leika hans. Eftir nálega tveggja ára herstjórn í Evrópu, m.a. Englandi þar sem Mont- gomery hafði yfirumsjón með þjálfun nýrra hermanna, kvaddi Brooke hann til að taka við yfirstjórn áttunda hersins í Egyptalandi (Nílarhersins) árið 1942. Þar með hófst hin mikla framsókn frá Alam Halfa og E1 Alamein til Lune- berg-heiðar — tveggja og hálfs árs ná- lega óslitin sigurför. E ftirtektarverðasti þáttur þessa skeiðs og sá þáttur, sem ekki verður um deilt, var aðhaldið, sem Montgomery veitti undirmönnum sínum og hernum öllum, og það hvernig hann hafði öll atriði herferðarinnar örugglega í sinni hendi. lnnan viku eftir komu hans til eyðimerkurinnar hafði vaknað alnýr andi innan áttunda hersins. Allir höfðu á tilfinningunni að á vettvang væri kom- inn maður sem vissi hvað gera skyldi, sem gæti skýrt fyrir þeim hvað væri í vændufn, ng sem hefði fullan hug á að láta óvininn lúta vilja sínum. Ekki leið á löngu þar til hermennirn- ir komust að raun um, að það, sem þeim hafði verið sagt að gerast mundi, gerð- ist raunverulega. Að svo miklu leyti sem það er unnt í styrjöld hafði óvissunni verið útrýmt. Þar við bættist, að sigr- arnir voru unnir af útreiknaðri ná- kvæmni. Brátt höfðu hermenn áttunda hersins á tilfinningunni, að þeir væru færir í allan sjó og enginn hlutur væri þeim um megn. Montgomery hefur gefið ljósa skil- greiningu á kenningu sinni um herstjórn í orustu i endurminningum sinum. Fáir herforingjar hafa jafn rækilega hugsað kenningar sínar eða beitt þeim í veru- leikanum af slíkri einbeitni sem hann. Að gera hvert vandamál einfalt, að láta duglega undirmenn annast öll smáatriði, að láta ekki bægja sér frá þeirri leið sem ákveðin hefur verið, að gefa sér tíma til einbeittrar íhugunar — allt eru þetta atriði sem herforingjum er kennt, að séu æskileg. Montgomery gat hins vegar látlaust fært sönnur á gildi þeirra, og þau voru undirrót velgengni hans. JVtontgomery fékk vald yfir hugum hermanna sinna með aðferðum, sem mjög hafa verið misskildar og mistúlk- aðar og hafa leitt til þess, að margir hafa sakað hann um sýndarmennsku og fordild. An efa hefðu aðrir einstakling- ar getað beitt annars konar aðferðum með góðum árangri, og dæmi hertogans af Wellington sýnir, að ekki er endilega nauðsynlegt að umgangast menn sína al- þýðlega, klæðast skringilega eða hegða sér frumlega til að ná góðum árangri. Það sem máli skiptir er að vinna or- ustur og sanna mönnum sínum, að mað- ur búi yfir herstjórnarhæfileikum. En Montgomery hafði glöggan skilning á hermönnum nútímans og fann leiðina til hjartna þeirra fljótt og örugglega. Tilgangur hans með þessu var ekki sá að vekja athygli á sjálfum sér, heldur að styrkja samheldni og einbeitni hers- ins og herstjórnarinnar. Hvað eftir annað benti Moritgomery á nauðsyn þess að halda hernum ,,í jafn- vægi“ og dró líkingu af því, að hesta- maður gæti ekki gert sér vonir um sig- ur nema hann héldi hesti sínum ævin- lega „stilltum“ og undir sinni stjórru Með því að leggja áherzlu á þetta vakti hann gagnrýni þeirra, sem héldu því fram, að hann væri óeðlilega varkár og legði ekki út í aðrar orustur en þær, sem væru „eftir fyrirmyndum", og að hann drægi á langinn bardaga, sem hægt hefði verið að vinna með skjót- ari hætti og minna mannfalli, ef beitt hefði verið frjálslegri og óhefðbundnari að'ferðum. Ástæða þess, að Montgomery lagði svo ríka áherzlu á jafnvægið, var sú, að hann vildi tryggja það, að hvað sem ó- vinurinn tæki sér fyrir hendur, mundi það ekki hafa nein áhrif á fyrirætlanir hans, sem fara bæri eftir hvað sem á dyndi. Formælandi þess að innrásin i Þýzkaland væri gerð með einni öflugri sókn, en ekki breiðri víglínu margra herja samtímis upp með Rín, veröur varla sakaður um ófyrirgefanlega var- kárni. Meginhugsun hans eftir sigurinn i Normandy var sú að binda enda á styrj- öldina þegar árið 1944 og hlífa þannig íbúum Bretlands við öðrum löngum hörmungavetri. M ivailli hershöfðingja er ævinlega skoðanaágreiningur, ekki sízt milli hers- höfðingja af ólíku þjóðerni, sem byggja hugmyndir sinar á ólíkum sögulegum og þjóðernislegum grunni. Montgomery var oft ósammála Eisenhower hershöfð- ingja í veigamiklum atriðum og lét ekk- ert tækifæri ónotað til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri við yfir- boðarann. Það er erfitt að dæma um slíka hluti. Við vitum hvað gerðist, en við vitum ekki hvað kynni að hafa gerzt, ef sjónarmið Montgomerys, sem oftast nutu stuðnings brezka herforingjaráðs- ins, hefðu orðið ofan á. Margir herforingjar eru eindregið þeirrar skoðunar, að hugmyndir Mont- gomerys um eftirleik sigursins í Nor- mandy hafi verið réttar út frá herfræði- legum sjónarmiðum, þó sumir þeirra dragi í efa að þær hafi verið fram- kvæmanlegar. Hvort sem þær voru réttar eða rangar, gat Eisenhower ekki fallizt á þær af góðum og gildum ástæðum. Að stöðva bandaríska herinn og láta 21. her Breta ásamt bandarísku hjálparliði hefja eina öfluga sókn inn í Þýzkaland var óframkvæmanlegt af pólitískum ástæðum. Að stöðva 21. her Breta og láta bandarísku hershöfðingjana Brad- ley og Patton halda áfram sókninni, þegar ekki var búið að taka neinar hafn- arborgir handan við Cherbourg, hefði verið mjög áhættusamt. Reyndin var sú, að Eisenhower lét oft undan kvabbi Montgomerys, en treysti sér ekki til að síyðja hann af heilum hug og var því eins og milli tveggja elda. Framhald á bls. 15. Framkv.stj.: Sigías Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjávfk. 23. tbl. 1965 v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.