Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 15
eftÍT uppdrætti Aanums og Olsens virð- ast tvær vei'búðir hafa verið í Gróf- inni, og þá er ekkert líklegra en að Götuhiúsamenn hafi átt aðra þeirra. S kuggalegt þólti í Gi'ófinni á diminum vetrarkvöldum, þegar hvei'gi sást skíma í nánd, og vildu menn ógjarna vera þar einir á ferð, enda var talið að mjö.g væri þar reimt, og eins í Havsteensbúð þar rétt hjá. Sérstak- lega átti að vera mikið um sjódauða menn í Grófinni. Stóðu þeir við bát- ana þegar skyggja tók, og þótti mönn- um ógaman að rekast þar á þá. En svo voru þar einnig aðrar afturgöngur og uppvakningar, og verstur af þeim þótti Irafellsmóri, sem nafnkunnur er úr þjóðsögum. Þetta var upphaflega flæk- ingsdrengur, sem varð úti milli bæa, en var vakinn upp hálfvolgur og send- ur Xorti Þorvarðarsyni bónda á írafelili í Kjós. Þess vegna gekk draugurinn venjulega undir nafninu írafellsmóri. Það hefir verið seint á 18. öld að hann var vakinn upp, en honum var skipað ao fylgja Korti og afkomendum hans í níunda lið og vinna þeim allt mein er hann mætti. Afkomendur Korts hafa óreifzt um aiilt land o.g fyLgdi Móri þeim trúlega til skiftis og fékk hann |þá ýmis nöfn. Nokkrir afkomendur Korts fluttu í Reykjavík og grennd, og þess vegna var Mói'i hér alltaf með annan fótinn. Vann hann þá til að stelast í báta, sem fóru milli Kjalar- ness og Reykjavíkur, sjálfsagt til að spara sér hlaup umhverfis Kollafjöi'ð. En þetta var þó mikil raun fyrir hann, því að hann var ákaflega sjóveikur, og heyrðu sjómenn hann oft kúgast ógurlega í bátui.aim, enda þótt þeir sæi hann ekki. Hafa menn því búizt við að hann væri í iliu skapi, er hann komst á land í Grófinni eftir slíka sjó- hrakninga, og ekki þótt fýsitegt að verða fyrir honum. Þess vegna var hann svo mjög bendlaður við Grófina, þótt hann ætti þar ekkert athvarf. Nú er Grófin horfin og engin sýni- leg merki um þann stað, þar sem var útgerðarstöð Reykvíkinga um rúm þús- und ár. Þar sem árabátarnir stóðu áður í þéttum röðum á sjávarmölinni, æða nú bílar eftir malbikuðum götum tals- verðan kipp frá sjó. Þarna er allt upp- ljómað af götuljósum eftir að dimma tekur, og nú munu sennilega allir draugar vera flúnir þaðan, jafnvel íra- fellsmóri þótt harðskeyttur væri talinn, þvi að aldrei heyrist minnzt á að reimt sé á þessum slóðum. Einu minjarna-r um þennan sögu- fræga stað eru þær, að bæarstjórn hefir skírt tvær örstuttar götur þeim nöfn- um, er benda á forna frægð. Önnur heitir Grófin, hin heitir Naustin. Þær heita í höfuðið á gamla útgerðarstaðn- um og Ingólfsniausti, sem þar stó'ð. SVIPMYND Framhald af bls. 2. Bæði hann og Bradley mátu herstjórn- arhæfileika Montgomerys mikils, en treystust ekki til að eftirláta honum þau völd og áhrif, sem hann vildi fá, jafn- vel þótt hann hefði ótvírætt verið mesti hei-foringi sem þá var uppi. M ITJlontgomery gerði Bandaríkja- mönnum ekki auðvelt að skilja sig. Tak- markalaust sjálfstraust hans, klæðaburð- ur og skortur á tillitssemi við jafningja sína kastaði oft hættulegri rýrð á gildi hans sem herstjóra. Hann gerði sér lítið far um að halda vinfengi við Banda- ríkjamenn og sýndi þann skort á virð- ingu fyrir tilfinningum annarra sem síð- ar meir gerði hann mjög óheppilegan yfirmann brezka herforingjaráðsins. Af hans eigin frásögn er ljóst, að hann hafði til að bera fáa þá eigin- leika sem nauðsynlegir eru til að fá mál- um sínum framgengt við ráðherra og samstarfsmenn innan herforingjaráðs- ins. Hæfileiki hans til að gera vanda- málin óbrotin, taka ákvarðanir, gera á- ætlanir um hernaðaraðgerðir og hvarfla ekki frá þeim, gerði hann að einum mesta herforingja vígvallarins á þessari öld, en kom honum að litlum notum í hinu flókna völundarhúsi stjórnardeild- anna. Það er ekki oft að hæfileikarnir sem notadrýgstir eru á vígvellinum komi einnig að notum við samningaborðið. Alanbrooke (eins og Sir Alan Brooke nefndi sig síðar) hefur lýst þeim gífur- legu byrðum sem lagðar eru á herðar yfirmanns herforingjaráðsins og hinum endalausu samningsviðræðum sem nauð- synlegar eru til að allt gangi snurðu- laust í samstarfinu við stallbræðurna í hernum, herforingja bandamanna og rík- isstjórnina. Montgomery var að heita mátti alls ófær um að gegna slíku starfi. Þó hann gegndi alþjóðlegu starfi hjá SHAPE í París á árunum 1951—58, var það allt annars eðlis. M ITiargir brezkir sagnfræðingar telja, að Montgomery verði í framtíð- inni settur á bekk með fremstu herstjór- um Breta og muni sóma sér vel við hlið- ina á Wellington og Marlborougli, þó hann hafi ekki þá alhliða hæfileika sem þessir tveir heiðursmenn voru gæddir. Þeir voru jafn fimir í viðureign sinni við stjórnmálamenn og bandamenn eins og þeir voru á vígvellinum. Sagt hefur verið, að enginn hafi getað óskað sér betri yfirmanns en Montgomery var, en fáir hafi haft ánægju af samstarfi við hann. ' _ í stuttu máli var ..ferill Montgomerys í seinni heimsstyrjold sem hér segir: Hann stjórnaði sókninni 1942 frá El Alamein til Túnis, Sikileyjar og Ítalíu. í desember 1943 varð hann æðsti mað- ur brezka innrásarhersins í Evrópu. í ágúst 1944 tók hann við yfirstjórn 21. hersins og stjórnaði sókn hans inn I Þýzkaland eftir hina miklu orustu við Caen. í september 1944 varð hann mar- skálkur og í janúar 1945 yfirmaður fjög- urra innrásarherja bandamanna. Eftir Ardenna-orustuna um áramótin 1944-4S fór Montgomery með her sinn yfir Rín 26. marz 1945 og þvingaði Þjóðverja til uppgjafar í Norðvestur-Þýzkalandi, Nið- urlöndum og Danmörku 5. maí. í maí 1945 varð hann yfirmaður brezka her- námsliðsins í Þýzkalandi og átti jafn- framt sæti í eftirlitsnefnd bandamanna í Berlín. Árið 1946 varð hann yfirmað- ur brezka herforingjaráðsins og var sama ár gerður að greifa (af Alamein) og sæmdur sokkabandsorðunni. Hann gaf út endurminningar sínar árið 1958. Hagalagöar Dilk mun draga Á Alþingi 1863 var lögð fram bæn- arskrá frá mörgum Borgtirðingum um kaupstað á Skipaskaga. — — Pétur biskup var á móti málinu. Kvaðst að vísu ekki vefengja þann nafnafjölda, sem undir bænarskránni stæði, en þó mundu ekki allir Borg- firðingar vera þar á einu máli, sbr. vísuna: Kaupstaður á Skipaskaga skötnum verður mjög til baga. Eftir sig hann dillk mun draga, drykkjurúta og letimaga. (Alþt.) 23. tbL 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.