Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 4
Bryggjuhúsið, Glasgow, Sjóbúð. Húsin við Hlíðarhúsastíg og fjaran vestur eftir,
Allar heimildir benda til þess, að
fiskveiðar hafi verið aðal'bjangræðis-
vegur Reykvíkinga frá upphafi byggðar
og fram á þenna dag. Hér var frá upp-
hafi góð höfn og góð lending, eða heim-
ræði, en það þótti stór kostvu- á hverri
jörð, að þar væri gott heimræði.
Vegna þess, að allir staðhættir eru nú
gjörbreyttir og óþekkjanlegir, er nauð-
synlegt að rifja upp hvernig hér var
umhorfs fyrrum og hver skilyrði voru
hér til sjósóknar.
Víkin, sem Reykjavík er kennd við,
skagaði inn í landið við Arnarhólsklett,
er var skammt fyrir norðan strætis-
vagnastöðína við Kalkofnsveg, eða við
endann á þeim vegi. Náði víkin þaðan
vestur að klettanefi, sem var nyrzt og
austast í Hlíðarhúsatúni. En fyrir botni
víkurinnar var „fjaran“, slétt sandfjara
fyrir framan Hafnarstræti, eða um það
bil sem nú liggur Tryggvagatan. Víða
var gott að lenda við fjöruna, en þó
langbezt vestast, í króknum innan við
Hlíðarhúsaklettana, þar sem hét Gróf-
in. Sennilega er þetta eitt af elztu ör-
nefnum hér um slóðir, og þama var
heimræði Reykjavíkurbóndans allt frá
dögum Ingólfs Arnarsonar. Löngu
seinna er þess getið, að í Grófinni sé
•naust Reykvikiniga og heiti Ingólfsnaust,
kennt við landnámsmanninn. Vel má
vera að Ingólfur hafi gert þar upphaf-
lega naust fyrir skip sitt, en þar svo
verið síðan aðalbækistöð útgerðarinnar.
Þegar fram í sótti og býlum fjölgaði í
Reykjavík, höfðu búendur í Grjóta,
Hlíórrhiústum, Götuhúsum og Landakoti
einnig uppsátur í Grófinni. Og enn
seinna komu tveir uppsátursstaðir í fjör
unni fyrir botni víkurinnar. Var annað
uppsátrið fram af þar sem Mjólkurfé-
lagshúsið var reist og þar höfðu Mels-
húsamenn og Hólakotsmenn bækistöð
sína. Hitt uppsátrið var rétt fyrir aust-
an þar sem Steinbryggjan kom seinna,
eða frain af verslunarhúsi O. Ellingsens,
og þar höfðu Þinghyltingar bækistöð
sina. Báðir þessir lendingarstaðir voru
kallaðir „í sandi“, og sagt var um báta,
sem þar héldu til, að þeir „reri úr sand-
inum“. Þessi orðtæki eru nú gleymd, og
það mun tæplega hvarfla að mörgum
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sem fara Tryggvagötuna, að þar hafi
áður verið sendin sjávarströnd. Þó
muna enn margir aldnir Reykvíkingar
fjöruna og bátamergðina, sem þar var,
slóg, dálka og fiskhausa sem veltust þar
í iandibárunni eða flóðið bar í rastir og
hlóð saman við þang og þara. Nú er
komin uppfylling þvert yfir víkina, horf
inn er Arnarhólsklettur, horfin er fjar-
an, horfnir eru klettarnir undan Hlíð-
arhúsatúni og horfin er Grófin, þar sem
opnir fiskibátar höfðu bækistöð sína
um þúsund ár. En þrátt fyrir það finn-
ast enn merki þess að þarna var útgerð-
arstöð, og exnx þar nakkrar götur helztu
vitnin.
F yrsti stígur í Reykjavík var sjáv-
argatan niður í Grófina, sem nú kallast
Aðalstræti. Eiríkur prófessor Briem
kom fyrstur manna fram með skýringu
á því, hvers vegna Aðalstræti og Suð-
urgata stæðist ekki á. Það var vegna
þesj, sagði hann, að af hlaðinu fyrir
bæardyrum í Vík lá bein gata niður
að sjóniuim, sjávargatan sem varð Aðal-
stræti. En frá eldhúsdyrum, sem voru að
húsabaki, lá stígur suður að vatnsból-
inu, Bruimtoúsalind. Sá stígur varð
seinna Suðurgata. Vegna þessa standast
göturnar ekki á.
Þetta er merkileg athugun, því að hún
bendir til þeirrar staðreyndar, að fyrstu
stígarnir í Reykjavík og götutroðningar
urðu seinna að götum og réðu nokkru
um skipulag gatna í bænum, þegar hann
fór að byggjast. Skal það athugað hér
betur.
Miklar líkur eru til þess að naustið,
sem sagt er frá í Grófinni, Ingólfsnaiust,
hafi staðið þar frá upphafi vega fram-
undir það er verslunarhúsin voru flutt
þangað frá örfirisey. Þetta naust mun
hafa staðið þar sem nú er Vei'ðafæra-
verslunin Geysir. Dreg ég þá
ályktun af því hvernig lá sjávar-
gatan frá Landakoti og Götohúsum,
sem kölluð var Götuhúsastíigur, en
bæði Landakot og Götuhús höfðu upp-
sátur í Grófinni. Götuhúsastígur lá
ekki skemmstu leið niður í Grjótaþorpið
og niður á sjávargötu Víkurmanna,
heldur tók hann stefnu beinit frá Götu-
húsum í Grófina. En þegar kom þar
niður undir, beygði hann skyndilega til
hægri og þvert niður á sjávargötu Víkur-
manna. Hvers vegna hélt hann ekki
beinni stefnu niður í Grófina?
Það hefir verið vegna þess að
þar varð naustið í vegi og ef
til vill sjóbú'ðir líka. Menn urðu
að krækja fyrir ofan naustið, og þess
vegna varð þessi hlykkur á stígnum.
Þennan hlykk má sjá enn í dag. Það er
neðri hlutinn af Fischersundi upp undir
Mjóstræti.
Gamlir stígar áttu rétt á sér, vegna
þess að þeir voru samgönguleiðir ákveð-
inna býla. Þess vegna mátti hvorki þver
•girða þá né afmá. Þangað er að rekja
það að þeir heldust svo lengi við og
urðu loks að götum. Götuhúsastígurinn,
með sínum hlykk, var jafn rétthár sem
sjávargatan frá Vík.
egar verslunarhúsin fjögur voru
flutt úr Örfirisey til lands, 1779-80, þá
er hlutverki gamla naustsins lokið.
Reykjavík var þá ekki lengur bústaður
sjávarbónda, heldur var hún orðin að
verksmiðjuhverfi, og þess vegna hafði
Reykjavík enga þörf fyrir sjávarnaust.
Þar sem það hafði staðið á mótum Götu-
húsastígs og sjávargötu Víkur, var svo
krambúðin reist, en hin húsin voru reist
þar á bak við, öll norðan Götuhúsa-
stígs. Þess hefir sýnilega verið vandlega
gætt, að stígurinn heldi sér eins og hann
áður var. Sjávargata þeirra Götuhúsa-
manna var friðhelg. Þetta kemur enn
betur í ljós þegar Sunckenberg, fyrsti
ki ’-.pmaðurinn í Reykjavík, reisti
fimmta hús verslunarinnar. Það var
íbúðarhús handa verslunarstjóranum.
Þetta hús var reist sunnan við Götu-
húsastíginn, þar sem áður hafði verið
einn af tarfkium/bölduim verkemiðjannia.
Var látið vera vænt bil milli þess húss
og krambúðarinnar, svo að umferð gæti
verið óhindruð um stíginn. Þar sem
verslunarstjórahúsið stóð, er nú Aðal-
stræti 4. Allt þetta má sjá á uppdrætti
Reykjavíkur 1836 eftir V. Lottin. En til
eru líka eldri uppdrættir. Sá elzti er
eftir Hoffgaard skipstjóra og er frá árinu
1715. Á þeim uppdrætti eru sýnd tvö
hús í Grófinni og virðist grjótgarður
vera á milli þeirra. Annað húsið er
sjáifsagt naustið, en hitt húsið mun
vera sjótoúð. Á uppdrætti þeirra Olsens
og Aanums 1801, eru, auk verslunarhús-
anna, sýndir tveir kofar í Grófinni og
eru það líklega tvær sjóbúðir. Önnur
sjóbúðin stóð alveg undir Hliðarhúsa-
túni. Úr henni gerði Ámi nokkur Þor-
steinsson bæ 1798, sem jafnan var kall-
aður Sjóbúðarbærinn og talið nyrzta
hús í Grjótaþorpi. Þarna bjó lengi Magn
ús Norðfjörð beykir, en að honum látn-
um lét ekkja hans reisa Hjallhúsið og
fluttist í það. Þá keypti Kristján sonur
Þorsteins lögregluþjóns í Brunnhúsum
Sjóbúðarbæinn. Kristján var kvæntur
Guðrúnu Sveinsdóttur, systur Jakoba
snikkara, sem gerði turninn á dómkirkj-
una. Kristján varð skammlífur og eftir
lát hans lét ekkjan rifa bæinn og reisa
þar einlyft timburhús. Um 1860 giftist
hún svo Geir Zoega útgerðarmanni.
Hann lét stækka húsið mikið og bjó
þar til æviloka, eða um nær 60 ár. Þá
var húsið alltaf kallað Sjóbúð og kann-
ast flestir Reykvíkingar við það. Nú
er Sjóbúð komin upp að Árbæ ásamt
fleiri gömlum og merkilegum húsunx.
17
mU n það voru fleiri stígar en Götu-
húsaslígurinn, sem urðu að götum. Upp
úr Grófinni lá stígur að Hlíðarhúsum,
sjávargata, og varð seinna upphafið að
Vecturgötu. Um Aðalstræti, sjávargötu
Víkur, hefir áður verið getið. Syðst úr
því stræti myndaðist seinna götu-
slóði vestur að Landakoti, og úr honum
varð Túngata. Stígur lá fyrrum frá
Stöðlakoti suður að Móhúsum og Félaga
garði, og úr honum varð Laufásvegur.
Stígur frá læknum upp að brauðhúsi
Bernhöfts varð seinna að Bankastræti.
Og svo var einn stígur enn suður frá Að-
alstræti, en stóðst ekki á við það frem-
ur en Suðurgata. Sá stígur er nú orð-
inn að Tjarnargötu, og um hann er líkt
að segja og Götuhúsastíginn. Á dögura
Orms sýslumanns Jónssonar voru tveir
bæir í Reykjavik. Jörðinni hafði verið
skift og var höfuðbólið þá metið til 40
hndr., en hinn hlutinn, svo nefndur
Austurpartur, var 20 hndr. Bærinn á
Austurparti stóð nokkru sunnar en hinn,
eða þar sem nú er vestasti hluti Von-
arstrætis. Heimreiðin þangað hefir ver-
ið írá kirkjuigarðinum og má sjá þa'ð
á því, að hús verksmiðjanna, sem þar
voru reist, hafa verið sett sitt hvoru-
megin við götuna. Vestan hennar voru
Litunarhúsið og Beykisíbúðin, en að aust
an Smiðjan, Kaðlarahúsið og Vefara-
sveinahúsið. Þegar þessi hús voru reist,
var bærinsn á Austurparti að vísu orð-
inn hjáleiga £rá Reykjavík, en gatan
heim a'ð honum var friðhelg, og húsin
eru sett beggja megin við hana, alveg
eins og hjá Götuhúsastígnum.
Þá er aðeins eftir að minnast á eina
götu enn. Frá alda öðli hafði verið grjót-
garður mikill norðan Austurvallar, allt
frá læknum og vestur undir Grófina.
Fyrir framan þennan grjótgarð var mal-
arkambur mikill og eftir honum lágu
reiðgöturnar til Víkur. Þegar einokun-
iniri lauk og kaupmenn tóku að reisa
verslunarhús og sölubúðir, þótti heppi-
legast að þeir væri sem næst höfninni.
Og þar sem grjótgarðurinn hafði verið,
myndaðist brátt röð af húsum. Þau voru
sett meðfram reiðgötunni, sem nú er
orðin að Hafnarstræti. En vegna þess
að víkurbotninn og sjávarkamburinn
þar upp af var dálítið bogadreginn, þá
er Hafnarstræti bogið enn í dag. Húsin
voru reist meðfram reiðgötunni, en
hvergi út í hana, og reiðgatan var auð-
vitað bogin, eins og sjávarkamburinn.
Þannig setja gamlar götur og stígar
svipmót sitt á gatnakerfi Reykjavikur
enn í dag.
Mr ótt Víkurmenn hafi frá önd-
verðu haft uppsátur sitt í Grófinni, hygg
ur próf. Ólafur Lárusson að þeir hafi
átt annað uppsátur og bendir þar á
Ánanaust. Hann segir svo um það:
„Nafnið Ánanaust sýnir, að þar hefir 1
fyrstu verið naust og skipsuppsátur.
Sjálfsagt hafa þau naust verið frá Vík,
og staðhættir skýra það, hvers vegna
þau naust voru þar vesturfrá. Auk
heimanaustanna, sem verið hafa í Gróf-
inni, hefir verið heppilegt að hafa önn-
ur naust fyrir vestan grandann, sem
nota mætti, er þannig stóð á sjó, að
ekki var skipgengt yfir grandann".
(Byggð og saga, bls. 121). En hver sá
Áni er, sem naustin eru við kennd, veit
Framhald á bls. 13.
23 thl 19(15