Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 13
Sögur cf ÁSA-ÞÓR. Úr Eddu Snorra Sturlusonar
Teiknmqar eftir Harald Guðbergsson
ÞflT ÞÓTTl LOKfl dOTT, l:R
NN 50TTI « FlÐUCjfl TIL
H4NÍ,0lf ÆTrifl 01
SrUUDfít FUVCfl EIQIUPP,
FVM ENHAHN Hflf01
FflRIT /UCT TORLEIÐIT.
4Ör-
//1
OK FÆfiðR dElRRÓOI JÓTNI.
HflM S'A AOCU HfiAl(t Þ'A
GRtfNflEH HANbl, AT MflÐR HYNOI VCfifi, OK &AÐ
HANN SYARfl, LN UJKI ÞfltJÐI.
ÁRNI ÓLA
Framhald af bls. 4.
nú enginn maður og ekki heldur hve-
nær þau muni hafa verið gerð. í Ána-
naastum var seinna hjáleiga frá Hliðar-
húsum.
I Grófinni var sjávarkambur nokkru
lægri heldur en þegar austar dró með
víkinni. Var því nauðynlegt að setja
báta þar hátt, þegar flóð, brim og sjáv-
arfylla var. Stóðu bátarnir þá skorðaðir
þar sem nú er endinn á Vesturgötu.
Voru bátarnir orðnir svo margir um
skeið, að þeim veitti ekkert af þessu
landrými, enda var kreppt að Grófinni
xneð byggingum er fram í sótti.
Sin _ af tekjulindum konungsvaldsins
hér á íslandi var að láta veiða fálka og
flytja þá lifandi til utlanda. Voru ís-
lenzkir fálkar þá taldir metfé meðai
þeirra höfðingja, sem töldu það göf-
uga íþrótt að ,,fara á veiðar með hauka
sína og hunda“. Fálkarnir þurftu mikla
umönnun eftir að þeir náðust, og hafa
varð þá í sérstökiu húsi. betta fálkahús
stóð lengi á Bessastöðum. Voru þá lagð-
ar þær kvaðir á Álftnesinga að bera
fálkana þaðan til Reykjavikur, þegar
senda skyldi þá út með skipi, en Víkur-
rnenn voru skyldaðir til þess að bera
fálkana af Vikursandi fram í Hólms-
kaupstað, og fengu ekkert fyrir. (Jarða-
bókin 1703). En þegar verksmiðjumar
Voru komnar í Reykjavík, þótti hent-
ugra að fálkahúsið væri þar. Var það
því flutt frá Bessastöðum árið 1763,
segir Skúli Magnússon landfógeti, og
sett niður á malarkambinn rétt austan
við Grófina. Þama stóð það lengi og
var alltai nefnt Fálkahúsið. En skömmu
síðar mun hafa dottfð botninn úr fálka-
versluninni og þá fekk kóngsverslunin
það fyrir vörugeymslu. Seinna byrjaði
Westy Petræus að versla þar og keypti
húsið 1820. Havsteen kaupmaður reif
Fálkahúsið og reisti þar fegurstu búð-
ina sem til var f Rey&javík um þær
mundir. Síðar lét J.P.T. 3ryde rifa það
hús og reisa annað, sem erm stendur
(Johnson & Kaaber). Á stöfnum þess
eru myndir af fálkum til minnis um að
þarna hafi Fálkahújsið verið.
Rétt fyrir vestan Fálkahúsið reisti
Þorkell Bergmann vörugeymslúhús
1796 og sneri það framhlið að Aðal-
stræti. Þetta hús hvarf úr sögunni þegar
Br;'de breytti verslunarhúsunum og
Vyggði upp að nýu á gömlu Fálkahús-
lóðinni. En fyrir vestan þetta hús og
nær sjónum, fekk Koch skipafélagsfor-
stjóri í Kaupmannáhöfn leyfi til að reisa
geymsluhús 1863. Var það rétt eftir
að stjórnin hafði gert satrming
við hann um póstferðir hingað með
gufuskipum. Vildi hann hafa eigin
bryggju og geymsluhús fyrir vörur.
Þetta hús var reist þvert fyrir Aðal-
stræti og lokaði því að norðan. En
þau skilyrði fylgdu byggingarleyfinu,
að opinn gangur skyldi þá og ævin-
lega vera í gegnum þetta hús, svo
að hægt væri að komast beint niður
á bryggju úr Aðalstræti. Þetta hús
fékk nafnið Bryggjuhús og var ólíkt
öllum öðrum húsum í bænum á sinni
tíð, vegna hins breiða gangs, sem lá
þvcirt í gegnum það, og muna margir
eftir þessu Bryggjuhúsi. Nú eru tím-
arnir breyttir. Þegar uppfylling var
gerð þarna fyrir framan og bryggj-
an hvarf, þótti eigi lengur þörf fyrir
þennan „ævarandi" gang um húsið
þvert. Var hann þá tekinn af, en húsið
stendur enn þvert fyrir Aðalstræti.
Seinna voru svo reist tvö hús syðst
i Grófinni, Glasgow og Liverpool. Þá
fór nú að þrengjast um, en þrátt fyrir
það helzt opið svæði fyrir bátaupp-
sátur og var nú nánast orðið eins og
litið torg. Nú var ekki hægt að koma
bátunum jafn langt frá sjó og áður
hafði verið. Var þá til öryggis fyrir
bátana gerður hinn svonefndi „Gróf-
arstokkur“ sumarið 1884. Þessi stokk-
ur var úr ferstrendum trjám, sem
voru 10 þumlungar á hvom veg. Vom
þau tengd saman á endunum með
sterfcum jámuan og ramlega fest níð-
ur. Stokkurinn lá eftir hákambinum
frá Bryggjuhúsi og vestur undir Hlíð-
arhúsabrekkuna, þar sem 3jöm Krist-
jánsson ífcaupmaður reist verslunar-
hús sitt fjómm árum seinna. Fyrir ofan
þennan stokk átti bátunum að vera
óhætt, þar gat sjór ekki grafið undan
þeim. En ekki reyndist þetta þó ein-
hlítt, því aðfaranótt 22. nóvember 1888
gerði stórbrim og sjávarflóð svo mikið,
að gekk yfir alla Grófina. Fjöldi báta
var þá fýrir ofan stokkinn og brotn-
uðu margir þeirra, en einn tók út og
sást hann aldrei síðan.
egar verslunin var komin í
Grófina, tók þegar að brydda á því,
að ekki gátu farið saman hagsmunir
hennar og útvegsbænda. Verslunin
þóttist þurfa að nota Grófina til sinna
þarfa og hafa þar uppsátur fyrir eigin
báta og svo var hentugast að skipa
þar út vöram og flytja vörur á land.
Kvað þó ekki mikið að árekstrum út
af þessu meðan Sunckenberg var eig-
andi verslunarinnar. En eftir að R. P.
Tærgesen var orðinn eigandi versiun-
arinnar, gerði hann sér allt far um
að leggja Grófina undir sig. Hafði hann
þar hina stóru uppskipunarbáta sína og
annað hafurtask, svo að útvegsbændur
gátu ekki komizt með báta sína upp
á malarkambinn. Þeir þóttust miklum
órétti beittir með þessu, því að lög-
venja helgaði þeim þennan stað sem
athafnasvæði fjrrir útgerðina. Þama
hafði verið bátalending og uppsátur
frá fyrstu byggð íslands, og hafði eng-
um komið til hugar að vefengja að
þeir hefði rétt til þessa atihafnasvæðis.
Það var helgað af fomri venju, líkt og
götuslóðarnir.
Þegar útvegsbændur fengu engu um
þokað við Tærgesen, kærðu þeir hann
fyrir stiftamtmanni. Tærgesen var
ósveigjanlegur. Hann taldi Grófina at-
hafnasvæði verslunarinnar. Leystist svo
deilan í það sinn með því, að kaup-
menn þar fyrir austan leyfðu uppsátur
báta á fiskreitum sínum, ef nauðsyn
krefði. Ekki vora útvegsbændur ánægð-
ir með það, en hugðust halda í réttindi
sín með því að hvika í engu og þjarma
að kaupmanni. Settu þeir báta sína upp
í Grófina eftir sem áður og var þar
svo þröngt stundum, að varla var fært
yíir Grófina. Eitthvað var þá tala'ð um
að fá leyfi Hliðarhúsamanna til þess að
brjóta niður klettana vestan við Gróf-
ina og fá þar aukið uppsátur, en lítið
mun hafa orðið úr því.
Ekki batnaði ástandið eftir að Glas-
gow var reist 1863. Verslunin lét gera
bryggju fram að Grófinni, og vsir það
til nokkurra hagsbóta fyrir útvegs-
bændur, en svo lét hún líka gera spor-
braut þvert yfir Grófina, frá verslun-
arhúsinu og niður á bryggjuna. Auk
þess vildi hún fá leyfi til þess að reisa
stórt vörugeymsluhús á sjávarkambin-
um í Grófinni, átti það að vera tveggja
hæða hátt, 40 álnir á lengd og 20 á
breidd og standa 10 álnir fyrir vestan
Bryggjuhúsið. Byggingarnefnd -sá ekk-
ert því til fyrirstöðu, að þetta leyfi
væri veitt. Þá átti Guðmundur Þórð-
arson á Hólnum sæti í bæjarstjórn og
mótmælti því harðlega að leyfðar væri
byggingar á þessum stað. Hann benti
á, að þama hefði verið uppsátur frá
fyrstu tíð, og þarna hefði Vesturbæ-
ingar enn uppsátur sitt. Til þess hefði
þeir ótvíræðan rétt samkvæmt gamalli
hefð, en væri þetta hús reist þarna,
yrði þeir að flæmast þaðan og hefði
ekki í annan stað að venda. Hann
benti á, að byggingarnefnd hefði enga
Framhald á bls. 14.
23. tbL 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13