Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 12
Á CRÆNLANDI Framíhald af bls. 1. til vinnu sinnar og við fengum hinn þráða forgangsrétt. Krýolít hélt t>annig áfram að vera fyrir hendi á Vesturlöndum og unnt var að fram- leiða alúmín. Vesturlönd gátu þess vegna haldið áfram að smíða flugvél- ar og þar kom, að sigur var unninn í styrjöldinni. Einhverjir ykkar munu ef til vill ekki fallast á þá ályktun, sem unnt er að draga af þessari sögu, að bjórinn hafi unnið stríðið, en ég hef hér skýrt frá staðreyndum og sérhverjum okkar er heimilt að hafa sína skoðun. riðja vandamálið sem blasti við okkur fyrstu dagana á Grænlandi voru upplýsingar um veðrið, en þær eru mjög þýðingarmiklar eins og þér vitið, til að unnt sé að spá um veðrið 1 Vestur-Evrópu, en það hefur aftur á móti mikið að segja varðandi góðan árangur allra hernaðaraðgerða úr lofti. Landsstjórn Grænlands kom mjög fljótlega upp kerfi, sem full- nægði þörfum hins vestræna heims. En Þjóðverjar voru ekki svo heppnir. Fyrsta tilraun þeirra var að senda norskan hvalveiðibát sumarið 1940, með þýzka veðurfræðinga upp að norðausturströnd Grænlands. Af til- viljun sá bandarískt strandgæzluskip veðurstöðina, þegar það var á venju- legri eftirlitsferð um þessi hafsvæði. Kafteinninn átti hér við viðkvæmt vandamál að glíma. Þar sem hann var hlutlaus aðili og útlendingur í þokkabót virtist lítið, sem hann gæti gert, og engir hlutdrægir Grænlend- ingar voru nærstaddir. Skeytasendingar þutu milli Godt- háb, Washington og Austur-Græn- lands, og eftir stutta töf, þegar yfir- maður strandgæzluskipsins hafði fengið fyrirskipanir sínar, snerist hann gegn stöðinni, beindi byssum sínum að henni og skipaði öllum að hafa sig aftur um borð í hvalveiði- skipið og ákærði þá, að ósk Lands- stjómar Grænlands, fyrir að hafa komið inn í landið á ólöglegan hátt. Hann setti því næst flokk manna um borð í hvalveiðiskipið og gaf skipun um að því yrði siglt til Boston innan skotmáls frá skipi hans. Þar var það svo bundið við bryggju. Bandaríska innflytjendaeftirlitið fór þegar um borð og handtók alla mennina og ákærði þá fyrir að koma á ólöglegan hátt inn í Bandaríkin án vegabréfs- áritunar. I refsingarskyni var þeim vísað úr landi tii Kanada, þar sem þeir voru settir í fangabúðir, og þar lifðu þeir kyrrlátu lífi það sem eftir var af styrjöldinni. ann 9. apríl árið 1941, þegar ár var liðið frá innrás nazista í Dan- mörku, undirrituðu Bandaríkin og Grænland varnarsáttmála. Danski sendiherrann í Washington, Henrik Kauffmann, annaðist samningagerð- ina og undirritaði sáttmálann með samþykki landfógetanna tveggja í Grænlandi, og gerði það í krafti þess að vera persónulegur fulltrúi kon- ungsins og vissu sinnar um, hvað konungurinn ætlaðist til af hon- um, þrátt fyrir þá staðreynd að ríkis- stjórn hans, sem var undir jámhæl nazista, afneitaði gerðum hans. Þessi nýi skilningur á valds-umboði sendi- herra hefur upp frá þessu að ég held orðið tilefni til margra ritgerða bæði með Og á móti af hálfu lögfræðinga í alþjóðarétti. I maímónuði kom hópur land- mælingamanna til Grænlands og fann nokkra staði, þar sem þeir töldu að unnt yrði að byggja flug- velli. Þann 4. júlí komu tvö eða þrjú skip inn í mynni Eiríksfjarðar með herdeild herverkfræðinga um borð til að hefja bygginu flugvallar við Bluie West I., eða svo við köllum það sínu rétta nafni, Narssarsuaq, sem er við fjörðinn andspænis hinum forna bæ Eiríks að Brattahlíð. Ég hitti þá úti fyrir ströndinni í litlumopnumbáti í fylgd með íslendingi, Ágústi Ólafs- syni, sem var á þeim tíma skipa- eftirlitsmaður á Grænlandi, og hann vísaði skipunum leiðina inn. Skömmu síðar var einnig hafin bygging flug- vallar að Bluie West 8, í Sönder- strömfirði og fyrir árslok voru flug- vélar farnar að lenda á báðum flug- völlunum. Sumarið 1942, ekki ári eftir að margir sögðu að aldrei yrði mögu legt að lenda flugvélum í Grænlandi, var það mjög spennandi að fylgjast með hundruðum orustuflugvéla af gerðinni P-38, fjórum og fimm í hóp undir forustu B-17 sprengjuflugvél- ar, lenda í Grænlandi á leið sinni til Evrópu, en eins og þér vitið voru þær rnikilvægur hlekkur í styrjaldar- sigrinum. í stuttu máli er þetta upphafið að hernaðarsögu Grænlands nútímans. Við munum nú sjá kvikmyndina „Arctic Vigii“, sem mun gefa yður lýsingu á hernaðarstarfseminni eins og hún er þar í dag og annars staðar í heimsskautslöndunum. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. alema eftir. Hún sikyldi ekki tala við þær frarnar. Hún gæti verið án þeirra. Hún gæti gengið niður að sjónum alveg ein. Það gat verið svo yndislegit úti við sjóinn á hljóðu og lognkyrru sumar- kvöldi. — Að sitja þar einn, — aleinn á steini og horfa út yfir víðáttur hafsins. Héma inni er aftur á móti þvílíkur hiti, reykjarsvæla og óhneinindi. M 1»A itt í þessum ljúfsáru hnglei'ð- ingum hrökk hún upp við það, að ung- ur herna stóð fyrir framan hana og hneigði sig. Hún iedt upp. Ungur herra í einkennisibúningi, — skipstjóraefni, — eina reglulega skipstjóraefnið í öllum bænum, stóð þarna og bauð henni upp. Hún flaug upp í einni svipan af langa bekknum, og þau dönsuðu út á gólfið. Ég stóð í dyrunum og horfði á þau, þar sem þau li'ðu fram hjá í hópnum. Faliegt par, sem einnig dansiaði faliega þessa nýju dansa unga fólksins. En það er kánnski af því að fagrar verur geta ekki hreyft sig leiðinlega. HJjóð og alvarleg, eins og lögin á- skilja, svífa þau leið sína yfir gólfið. Enginn ákafi, - engin æsing. Það er eins og þau dansi á mjúkum öldum, sem stíga og falla, unz þau allt í einu nema stað- ar, bæði samtímis — og standa hreyf- ingarlaus. Þau stönzuðu rétt hjá mér, og nú fóru þau að tala saman. Ekki um veðrið, heldur um siglingar, um tennis, um sjó böð, um gestina á hótelunum. Hún tal- aði um allt þetta, glöð og hamingjusöm í sínu unga hjarta með þennan yndis- legasta atburð sumarsins. Siðan heyrði ég hann segja: — Hver er þessi piltur þarna, þessi sem dansar svo vel? Og hún svaraði dálítið stutf í spuna: — Það veit ég ekki — þekki hann ekki. Hann heitir víst Henry . . . Þá gól haninn, en það var bara hún og ég, sem heyrðum það. Dö'ginn eftir hittumst við úti við ternisvöllinn. Hún var klædd síðum buxum, eins og stúlkur á hennar aldri eru vanar. Það klæðir þær vel, og það vúa þær. En þaer segja: — Það er mikilu betra að spila í bux- um en kjól. Miklu auðveldara að hreyfa s:g Hún stendur fyrir utan girðiniguna og rúilfr spa'ðainum milli fingranna. Bjarm- inn af hamingjunni miklu frá liðnu kvöldi lýsir ennþá í augum hennar. Ég stend þegjandi og horfi á hana, en segi síðan: — Það var gaiman á ballinu í gær. — Já, reglulega . . . — Þú dansaðir. — Já. Svo er þögn, þar til ég segi: — Ég tek aftur það sem ég sagði um eldabusku á gufuskipi. Ég held, að þú ættir að verða skiaipgerðanloikkona. Þig skortir ekiki hæfileika. Þá lítur hún á mig sínum fjórtán ára augum, sem. fyrirli'ta vísdóm hins aldr- aða, og síðan segir hún áðeins eitt ein- asta orð: — Bull! í crðaibók hennar merkir þetta orð eitthvað sem er afar heimskulegt, fjar- stæð'ukennt, lágreist og ógeðfelit. Bull — í þetta eina orð safnar hún saman öllum sikoðunuim sinum á mér og minni vesælu dómgreind. Þar með er máiið útrætt frá hennar hlíð. Og ég læð- ist þegjaindi í burtu, glaður yfir því að hún skyldi ekki eegja þvaður, sem er nokkrum gráðum sterkara en bull og naastum því eins gott og bjánaskapur, en það menkir hins vegar eitthvað sem er svo framúrskianandi vitiaiust og heimsku legt, að fólk með fuliu viti getur alla eklú skilið það. )2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.