Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 7
Undirbúningur útvarpseínis ^tcsbóh tuuin ax J e n k a Margir hafa eflaust áhuga á að vita, hvernig útvarpsefni er undirbúið. Undirbúningur ým- issa iiða í dagskrá útvarpsins er oft og tíðum mjög umfangs- mikill og að baki klukkustund- arþætti getur oft verið sólar- Ibringsvinna. Sumir þættir út- varpsins eru „sendir beint út“, ®em kallað er, þ.e. stjórnandi þáttarins flytur þáttinn úr þul- arherbergi á þeirri stundu, sem fconum er útvarpað. Sem dæmi má nefna þáttinn „Með hækk- andi sól“ eða Lög unga fólksins í umsjá Gerðar Guðmundsdótt- ur. Bergur Guðnason, sem einn ig sér um þennan sama þátt, les hins vegar kveðjurnar á segul- band, en síðan bregður þulur ihljómplötunum á plötuspilar- ann. Sami háttur er einnig hafð ur á, þegar þátturinn „Þetta vil éig heyra“ á í hlut. Fyrir þá, eem ekki eru of öruggir fyrir iraman hljóðnemann, er þetta mjög hagstætt, því að stundum getur það komið fyrir, að menn mismæli sig, og þegar slíkt er lesið inn á segulband, er hæg- ur vandi að klippa það í burtu. Enn eru þættir, sem eru í heilu lagi á segulbandi. Má þar nefna Danskennslu Heiðars Ást valdssonar, sem að vísu er að- eins í vetrardagskránni, og þátt inn „Efst á bau,gi“. Um3jónar- menn þess þáttar lesa efni þátt- arins inn á segulband samdæg- urs og hann er fluttur. Síðan er músik á segulbandi sett inn á milli, en um það sér magnara vörður, og þá er þátturinn til- búinn til útsendingar um kvöld ið. Hinir viðameiri þættir krefj- ast mikils undirbúnings, og upp taka á efni þeirra stendur yfir- leitt yfir í marga daga. Tökum sem dæmi þáttinn „Með ungu fólki“, sem undanfarin tvö ár fcefur verið á dagskrá í útvarp- inu. Eins og nafn hans bendir til, er efni hans valið með un,gt fólk í huga. Hið fyrsta, sem stjórnendur þáttarins gera, er að sjálfsögðu að ákveða efni til ílutnings. Fljótt á litið gæti smölun efnis í slíkan þátt, sem ílj'tur mjög fjölbreytt efni, ver ið vandasöm, en ef betur er að gáð, er sú ekki raunin. Á hverju strái er ungt fólk, sem fcefur eitthvað til brunns að bera. Stjórnendur komast oft í hinn mesta vanda, þegar ékveða skal, hvaða hljómsveit- ir skuli koma fram í þættinum, því að beiðnir um slíkt berast úr öllum áttum, bæði frá að- dáendum vissra hljómsveita og fcljómsveitunum sjálfum. Og þá vaknar þessi spurning: Á að gefa öllum tækifæri til að leika í þættinum eða á að velja hljóm sveitir eftir gæðum? Það liggur í augum uppi, að ekki er hægt að bjóða upp á hvað sem er í útvarpinu, þannig að stjórnend ur þáttarins mörkuðu þá stefnu þegar í upphafi að þræða milli- veginn í þessum efnum; öllum var gefinn kostur á að koma fram, en að misjafnlega miklu leytj þó. Hijóðritun á allri tónlist fer íram í stórum sal á 5. hæð út- varpsins, salnum þar sem Kvavar Gests hefur stjórnað eínum vinsælu þáttum. Oft verða magnaraverðir að vera þolinmóðir, þegar bítlahljóm- sveitir eiga í hlut, því að marg- ir hinna yngri hljóðfæraleikara eru ekkj allskostar ánægðir með árangurinn, ef einhver tónn er ekki „eins og á plöt- unni“. Stundum er sama lagið tekið upp fimm og sex sinnum, áður en allir meðlimir hljóm- sveitarinnar eru fullkomlega á- nægðir með árangurinn. Það skal þó tekið fram, að þetta gildir ekki um allar hljómsveit ir. Það færist nú mjög í vöxt, að sama lagið sé tekið upp í tvennu lagi: þá er undirleikur- inn fyrst hljóðritaður, en að því loknu er söngurinn tekinn upp sér. Viðtöl og -upplestrar eru hljóðritaðir í litlum upptöku- herbergjum. Stundum þarf að sækja útvarpsefni út í bæ eða jafnvel út á land og þá er magn aravörður yfirleitt með í för- inni. Efni í þátt eins og t.d. „Með ungu fólki“ er þannig viðað að úr ýmsum áttum, en þegar öllum upptökum er lok- ið, eru lesnar inn kynningar á hvert atriði í þættinum og þær tengdar framan við viðkom- andi atriði. Síðan eru öll at- riðin límd saman á heila spólu, og þá er þátturinn tilbúinn. NÝJASTA fyrirbrigðið í dans- listinni heitir Jenka. Jenka- dansinn er þó ekki alveg nýr af nálinni, því að hér er greini- lega um að ræða afbrigði af bandaríska dansinum „húlli- gúllí“. Jenka hefur náð miklum vinsældum á Norðurlöndum, en fyrst náði hann almennum vin- sældum í Finnlandi, og nafnið Jenka er finnskt. í Noregi hefur þessi dans átt miklum vinsæld- um að fagna um langt skeið, og það er ekki aðeins unga fólkið, sem dansar Jenka, heldur einn- ig hinir eldri. Á morgnana dansa allir Jenka, því að ákjós- anlegri morgunleikfimi er vart hægt að hugsa sér. Þetta er keðjudans, þ.e. þátt- takendur í dansinum mynda samhangandi halarófu. Að öðru leyti er dansinum þannig lýst, að fyrst er vinstra fæti vings- að tvisvar til hliðar (menn geta ímyndað sér að þeir séu að sparka í eitthvað), síðan er þetta endurtekið með hægra fæti. Þessu næst er stutt hopp áfram, stutt hopp aftur á bak og síðan þrjú stutt hopp áfram. Þessi dans er þegar farinn að sjást í danssölum höfuðborgar- innar, en því miður hafa þeir, sem framleiða tónlistina, ekki fylgzt með í þessum efnum sem skyldi. Þegar einstaka sálir hafa beðið um Jenka, hafa hljóðfæraleikarar verið sem álf- ar út úr hól. Hvernig væri að bæta úr þessu? Fyrir skitmmu voru hér á ferð tvær danskar skátastúlkur, en þær liöfðu hér sólarhringsviff- dvöl á leið sinni til Bandaríkjmna. Fulltrúar íslenzkra skáta sáu um það, að hin skamma viff- dvöl stúlknanna á íslandi yrði þeim ánægjuleg. Stúlkunum voru sýndir ýmsir markverðir stað ir í höfuðborginni, m.a. fóru þær í Alþingishúsiff, Þjóðminjasafniff og Dómkirkjuna. Þau heimsóttu líka Morgunblaðiff og gengu þar um alla sali og urffu margs vísari um þaff, hvernig dagblaff verður til. Þessa mynd tók ljósmyndarinn okkar, Sveinn Þormóffsson, af hópnum á rit- stjórn blaffsins. Frá vinstri: Eggert Lárusson, Stella Gísladóttir, Anne Gretha Gissemann, Inge borg Olesen, Sigríffur Jóliannsdóttir otg Sveinn Jónsson. sem sagt var. Væri ekki at- hugandi, að yngja dálítið upp þá, sem þarna koma fram? Vinsælustu atriðin eru jafnan, þegar börn eða unglingar koma fram. Hitt vekur ekki eins mikla gleði, þegar gamalreyndir leikar- ar hafa í frammi sprell með fáránlegum tilburðum. Hvernig má það svo vera, að leyfð er sala á þessum hvimleiðu ýlublöðrum, sem ætla alla lifandi að æra, þeg ar þær eru settar í gang? Ög ekki er það nú beint viðeig- andi að ganga með fígúru- hatta á höfði á þessum degi, en sala þeirra var sem betur fer stöðvuð áður en lauk. Að lokum verður að telja það mjög óhagstætt að láta dagskráratriði fara fram við styttu Ingólfs Arnarsonar. Þeir, sem af gömlum vana fylgdust með dagskrá, sem fram fór á Arnarhólnum, urðu frá að hverfa von bráð- ar, því að hálsrígur var far- inn að gera vart við sig. Eða þannig var því að minnsta kosti farið um okkur, og við segjum að lokum, að þessi þjóðhátíðardagur hafi ekki verið eins skemmtileg- ur og oft áður. Á þjöðhátíðardaginn ÞAÐ var ánægjuleg ný- breytni á þjóðhátíðardaginn, að tekinn skyldi upp dans fyrir „börn og unglinga“ um miðaftanbil, einmitt um það leyti, þegar fólk fer að ráfa um miðborgina frá einu sölu tjaldi í annað að loknum skemmtiatriðum á Arnar- hóli. Hermann Ragnars, dans kennari, stjórnaði þessari samkomu með ágætum og hljómsveitin, J.J. og Einar stóð vel í sínu stykki, lék lög við allra hæfi. Þótt fólk virt ist hálf feimið við að stíga dans á Lækjargötunni svona um hábjartan daginn, rætt- ist úr því, er á leið, en það merkilega var, að það voru hinir eldri, sem stigu dans- inn, en síður börn og ungling ar. Barnaskemmtunin á Arn- arhóli var misheppnað fyrir tæki, og má segja með tals- verðum sanni, að flest af því, sem þar var flu+.t, hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum, há- talarakerfið virtist ekki í góðu lagi, og ekki bætti úr skák, að á Hólnum var gjall arhornunum þannig fyrir komið, að einn óskiljanlegur hrærigrautur varð úr öilu 23. tbl. 1965 -—--------------------------------------------------------LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.