Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 6
BOKMENNTIR
Framhald af bls. 5.
ist nú vel hafa veitt, þar eð honum hafði
staðið stuggur af tilraunum Eiríks til að
eignast Hessensdrottin að bandamanni.
Afrit af bréfinu var þegar í stað sent
Filippusi Hessensgreifa, sem varð, eins
Oig gefur að skilja, bæði undrandi og
reiður. Hann bað um frumritið til að
geta gengið úr skugga um, hvort bréf-
ið væri ófalsað, og er svo reyndist, hafði
hann engar sveiflur á því, en vísaði á
brott samningamönnum Eiríks, sem
voru staddir hjá honum um þetta leyti.
Lét hann þau orð fylgja, að eftir þetta
vildi hann ekki einu sinni gefa Eiríki
hundinn sinn, hvað þá heldur meira.
Þar með var þetta mál úr sögunni, en Ei-
ríkur sat uppi drottningarlaus og banda-
mannslaus, og var hið síðarnefnda vafa-
laust alvarlegra, því að nú var stríðið
byrjað fyrir alvöru.
A þessum tima var landaskipun
þessara ríkja, Danmerkur og Svíþjóðar,
önnur en nú. StyrkleikahlutföH milli ríkj
anna voru lika önnur. Þetta hlaut að
hafa áhrif á stríðið. Þess vegna er nauð-
synlegt að líta nokkru nánar á þessi
atriði.
Ríki Danakonungs náði yfir Dan-
mörku eins og hún er núna. Auk þess
réð hann yfir Slésvík og Holtsetalandi,
Noregi, Færeyjum og íslandi. Og syðsti
hluti Skandinavíuskagans, sem nú til-
heyrir Svíþjóð og ber heitin Skáney, Hal
land og Bleking, tilheyrði þá Danmörku.
Ennfremur taldist þá til Noregs hérað
austan Oslófjarðar, sem til forna nefnd-
ist Ránríki (Báfhuslen). Svíar áttu því
ekkert land að Eyrarsundi, og nær öll
strandlengjan frá Málmeyjarborg syðst
á Skáni norður til Oslóar var á valdi
Danakonungs. Á þessu svæði áttu Svíar
aðgang að sjó einungis á mjórri spildu
þar sem Gautelfur fellur til sjávar. Þar
höí'ö'U þeir, skammt fyrir sunnan Kon-
ungahellu, reist kastala og kölluðu Elfs-
borg. Þar heitir nú Gautabong. Enn má
nefna það, að hénuð, sem nú tilheyra
Vestur-Sviþjóð, voru á þessum tíma
hluti af Noregi. Voru það Jamtaland og
Herdalur.
Það er augljóst af þessu, að hin eigin-
lega Sviþjóð var þá mun minni en núna,
og þá er hitt ekki síður Ijóst, að aðstaða
ríkisins hlaut að vera óhæg í styrjöld
við Danmörku, sem bæði réð yfir Eyrar-
sundi og nær allri Atlantshafsströnd
Skandinavíuskagans.
Við þetta bættist, að efnahagslegur
máttur ríkjanna var ójafn. Danmörk
stóð betur að vígi. Landbúnaður, sem
í báðum ríkjum var höfuðatvinnuvegur,
stóð í meiri blóma í Danmörku en Sví-
þjóð, og Danir voru lengra á veg komn-
ir í þróun verzlunar- og bæjarlífs en
Svíar.
Ut á við naut Danaveldi meira álits
en Svíaríki, sem vonleigt var, þar eð Dan
mörk var gamalt og gróið ríki, en Sví-
þjóð tiltölulega nýtt. Svíum hafði þá
heldur ekki enn tekizt að finna sér
neinn bandamann, svo sem þegar hefur
verið nefnt.
c
ás tyrjaldaraætlun Danmerkur og
Lýbiku beindist í fyrstu að því að rjúfa
öll sambönd Svía vestur á bóginn. Þess
vegna stefndi Friðrik II málaliðsmönn-
um sínum fyrst til Elfsborgar, og eftir
skamman tíma gafst kastalinn upp. Ár-
ið eftir, 1564, lokaði Danakonungur Eyr
arsundi. Var Svíþjóð þá innilokuð og
algerleiga einangruð að vestanverðu. Var
Svíum mikill bagi að þessu, er innflutn-
ingur á vörum vestan að stöðvaðist. Eink
um reyndist saltskorturinn erfiður, en
á þessum tíma hafði salt miklu meiri
þýðingu fyrir varðveizlu matvæla en nú
á tímum.
Viðleitni Eiríks beindist þess vegna
aðallega áð því að vinna Elfsborg aftur
eða einhverja aðra borg í staðinn. Þetta
heppnaðist árið 1565, en það ár tókst hon
um að vinna Varberg. Stendur sú borg
við Jótlandshaf. Hægðist þá um að-
drætti.
Auk saltsins, sem áður en nefnt, þurfti
að flytja inn hráefni í púður. Það er
gert af þrem efnum, viðarkolum, brenni-
steini og saltpétri.
N ú hagaði svo til, að ísland var
þekkt fyrir brennisteinsframleiðslu á 16.
öld. Eiríki var ennfremur kunnugt um
samband fslendinga við Noreg. Þar eð
hann vantaði brennistein og hafði hafið
sókn til að vinna Noreg árið 1567, semur
hann þetta ár bréf til íslands og býður
íslendingum að gerast þegnar sínir. Kon-
ungur fer í bréfinu hörðum orðum um
andstæðing sinn, Danakonung. Enda
þótt „Guð almiáttugur, sem réttvísina
elskar", hafi stillt svo til, áð Eiríkur
XIV hafi hingað til borið hærri hlut í
styrjöldinni, vill konungurinn í Dan-
mörku samt ekki víkja frá fúlmennsku
sinni og illsku, heldur auka sitt óréttláta
framferði með meiri vonzkuverkum
daglega sér og öllum þeim, sem með hon-
um halda, til enn meiri skaða og spjalla.
Eiríkur kveðst því vilja þjarma svo að
honum, að hann finni að Guð vilji ekki
láta órefsað slíku óréttlæti hans.
Þannig komust utanríkisfræðingar
(diplómatar) þessara tíma að orði.
Himnakóngurinn var með í ráðum.
En til þess kom aldrei, að Eiríki gæf-
ist kostur á að skjóta á Dani með íslenzk
um brennisteini. Válegir atburðir gerð-
ust nokkrum vikum síðar, sem ger-
breyttu lífi hans.
c
>Jamkomulag konungs og aðals
hafði ekki verið sérstaklega gott á stjórn
arárum Eiríks. Minna má á hlut bræðra
hans, einkum Jóhanns, sem sat enn í
fangelsi. Ennfremur sá Eiríkur um, að
lénstekjur aðalsins minnkuðu, og sam-
íímis gekk hann ríkara eftir því, að að-
alsmenn inntu af höndum herskyldur
sínar Konungsvaldið fór vaxandi og það
var reyndar samevrópskt fyrirbæri á 16.
öld. Norðurálfa sigldi hraðbyri í átt til
einveldis.
Eiríkur XIV hafði ennfremur komið
sér upp sérstökum dómstóli, sem var
skipaður löglærðum mönnum, sem ekki
voru eðalbomir. Þessi stofnun reyndist
konungi þægt verkfæri í viðskiptum
hans við aðalinn. Hafði þessi dómstóll
kveðið upp nokkra mjög harða dóma
yfir aðalsmönnum.
E n vorið 1567 stóð eitthvað meira
til en venjulega. í maí sátu margir helztu
aðalsmenn ríkisins í fangelsi í Uppsöl-
um. Þeir höfðu verið til yfirheyrslu hjá
fyrrnefndum dómstóli og vuru ákærðir
fyrir landráð. Þingið hafði og verið
kvatt saman. Var það ætlunin, að það
staðfesti dómana. Þetta gekk líka eftir
áætlun. Nokkrir hlutu dauðadóma og
þingið samþykkti þá, en þó hafði ekki
verið gengið formlega frá þeirri stað-
íestingu hinn 24. maí, er voveifilegur ait-
burður gerðist.
Fytir hádegi þennan dag gekk konung
urinn inn til eins fangans, Steins Eiríks-
sonar Ljónshöfuðs (Sten Eriksson Lejon
huvud). Eiríkur tók hann með sér inn
til annars fanga, Svante Sture. Þar féll
konungur á kné fyrir Svante Sture og
bað um vináttu hans. Síðan gekk kon-
ungur út. Þar hitti hann fyrst Jöran
Persson, aðalráðgjafa sinn, og síðan ann-
an af trúnaðarmönnum sínum, Pétur
Karlsson (Petrus Caroli) að nafni. Um
hvað þeir töluðu, vitum vér ógerla. En
hitt vitum vér, að allt í einu brá kon-
ungur við, dró hattinn niður í augu og
æddi inn tiil eins af föngunum, Nils Sture
að nafni. Eins og þeir fangar, sem þegar
hafa verið nefndir, var hann af mjög
háum aðalsættum. Inni hjá Nils Sture
áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti:
„Já, ertu nú hér, drottinssvikarinn
þinn“, segir Eiríkur XIV. Nils Sture
svarar: „Allranáðuigasti konungur! Ég
er enginn svikari, heldur hef ég þjón-
að dyggilega og lagt líf mitt í hættu fyr-
ir yðar konunglegu hátign. Þyrmið ungu
lífi mínu, því að ég veit ekki til að ég
hafi átt skilið ónáð“. Þessu svarar kon-
ungur svo: „Sjá, hvernig þrjóturinn sá
arna getur beðið fyrir sér.“ Síðan bar
konungur ásamt sveinum sínum vopn
á fangann, og særðu þeir hann til ólífis.
Samkvæmt skipun Eiríks drápu sveinar
han,s síðan alla hina fangana nema tvo.
Sjálfur hvarf konungur frá höllinni og
flýði út í skóg. Hans konunglega há-
tign Eiríkur XIV Svíadrottinn hafði
misst vitið.
c
Uu spurmng hefur valdið mönnum
miklum heilabrotum í sambandi við
þennan hryllilega atburð, sem hefir ver-
ið kalla'ður Sturemorðin, hvort Eiríkur
hafi framið morð, eða hvort hann hafi
einungis framkvæmt réttlætanlega af-
töku.
Helzti sérfræðingur í sögu Eiríks XIV,
Ingvar Andersson, fyrrum þjóðskjala-
vörður í StO'kkhólmi, hefur sýnt fram á,
að þær heimildir, sem til eru, veita ekki
nægilegar upplýsingar til að hægt sé að
kveða upp neinn fullnaðardóm um sekt
hinna vegnu. Sama er að segja um geð-
veiki Eiríks, sem talin er hafa verið svo-
kölluð „schizophreni.“ Vísindamenn
hafa ekki orðið á eitt sáttir um það,
hvort geðveiki hans hafi verið byrjuð
fyrir aftökurnar, en sennilegast virðist,
að svo hafi verið. Á hinu leikur ekki
vafi, að viss geðveila var í ættinni. Hjá
föður hans, Gústaf Vasa, kom þetta
fram sem bræðisköst. Nú stóð svo á, að
einmitt þetta ár, 1567, var mjög erfitt
fyrir Eirík XIV. Mörg vandamál köll-
uðu á lausn samtímis. Það þurfti mikla
vitsmuni og stillingu til að leysa þau öll.
Eiríki tókst það ekki. Verkefnin urðu
honum ofurefli. Hann missti stjórn á
sjálfum sér.
Ríkisráðið tók nú að sér stjórn
landsins næstu mánuðina, meðan Eirík-
ur var ófær um að gegna störfum sínum.
Hann var nú hættur í bili að lifa í heimi
veruleikans, trúði því að hann væri of-
sóttur, úthlutaði dýrgripum sínum, grát-
bændi um vernd og áleit, að hann væri
ekki lengur konungur. Meira en það:
hann taldi, að hann væri fangi. En hver
var þá koniungiur? Jú, það var líklega Jó
hann, bróðir hans. Til að fá botn í þetta
fóru fram viðræður á milli bræðranna
í október 1567. í dagbók sína hefur
Eiríkur m.a. skrifað eftirfarandi um
þennan fund: „Ég talaði við bróður minn
og bað hann auðmjúklegast að viður-
kenna sannleikann varðandi það, hvort
hann væri konungurinn, en ég gat með
engu móti fengið að vita það, nema með
óljósum undanfærslum. Hann og kona
hans fyrirgáfu mér mótgerðir við þau
af heilum hug.“
Fyrir Jóhann skipti nú mestu máli,
að hann var látinn laus úr fangelsinu,
og tók hann nú þátt í ríkisstjórninni
ásamt ríkisráðdnu. Enginn minntist á
að svipta Eirík konungstigninni. Reynt
var að bera í bætifláka fyrir hann eins
og hægt var og velta sökinni sem mest
yfir á Jöran Persson, sem var dæmdur
til dauða, en aftöku hans var þó frestað.
Leitað var sátta við ættingja hinna líf-
látnu og þeim goldnar bætur.
1 ársbyrjun 1568, eftir margra mán-
aða hvíld, var Eiríkur orðinn svo góð-
ur til heilsunnar, að hann gat tekið að
nýju við störfum sínum. Hann lét það
verða eitt af fyrstu verkum sínum að
taka aftur í þjónustu sína hinn forna
trúnaðarmann sinn, Jöran Persson, sem
aðallinn hafði ætíð haft illan bifur á,
en þó mest núna, er hann var látinn
bera ábyrgðina á Sturemorðunum að
miklu leyti. Túlkuðu aðalsmenn þetta
á þann veg, að stefna konungs væri
óbreytt í þeirra garð, og hugsuðu ráð
sitt. Var þess eigi langt að bíða, að þau
ráð kæmu fram.
Eiríkur lét nú loks verða af því að
kvænast. Hin útvalda var stúlka af
bændaættum frá Upplandi, Katrín Magn
úsdóttir (Karin Mánsdatter) að nafnL
Hafði hún þegar verið ástmær hans I
nokkur ár. Brúðkaupið átti að standa
sumarið 1568 og var boðið stórmenni
ríkisins, þ.á.m. bræðrum konungs, Jó-
hanni og Karli. En þeir komu ekki til
veizlunnar, heldur söfnuðu liði og hófu
uppreisn gegn bróður sínum. Varð þeim
gott til liðs, en fylkingar um Eirík
þynntust að sama skapi. Innan skamms
neyddist Eiríkur til að gefast upp fyrir
bræðrum s'ínum .Þingið var kvatt saman,
og það samþykkti að svipta Eirík kon-
ungstigninni. Settist þá Jóhann bróðir
hans í hásætið.
Hinn óhamingjusami konungur
átti nú það eitt eftir að lifa tæpan ára-
tug í fangelsi á ýmsum stöðum, þar
eð ekki þótti öruggt að geyma hann lengi
á sama stað í einu. Upp komst um áætl-
anir um að frelsa hann úr fangelsinu,
og íengu þá fangaverðir hans fyrirmæli
um, að heldur skyldu þeir stytta honum
aldur en horfa á eftir honum lifandi út
um fangelsisdyrnar.
Eiríkur var oft meira og minna rugl-
aður í fangelsinu, þoldi vistina ekki vel,
enda eins og hann orðaði þetta sjálfur,
er hann var að þjálfa sig andlega í
fangelsinu: „Maður er ekki nema mað-
ur. Sá sem lengi þjáist, verður af þeim
sökum ekki mjög glaður, útlitsfagur, né
sterkur. Ég, Eiríkur XIV, er ekki nema
maður og hef þjáðst mikið í sex og hálft
ár. Þess vegna get ég ekki verið eins
glaður, útlitsfagur eða sterkur og ég var
áður.“
f febrúar 1577 fékk hann hvíldina. Eitt
hvað hefur mönnum þótt dauðdagí hans
grunsamlegur, og hefur það verið mik-
ið rætt, hvort hann hafi dáið eðlilegum
dauðdaga eða honum kannski byrlað
eitur, og þá samkvæmt fyrirmælum
bróður hans, Jóhanns. Árið 1958 voru
leifar Eiríks teknar upp og efnarann-
sakaðar. Niðurstaðan varð sú, að arse-
nikmagnið í leifunum væri meira en
eðlilegt mætti teljast. Telja sumir þvl
næstum fullsannað, að Eiríkur hafi ver-
ið drepinn á eitri (Hjortsjö), en aðrir
eru ekki svona vissir (Andersson).
(Helztu heimildir: Ingvar Andersson:
Erik XIV (3. útg. 1948, 5. útg. 1963);
C. H. Hjoirtsjö (o.fl.); Eriik XIV. Graf-
öppningen 1958 i Vásterðs Domikyrka
(1962); Carlsson-Rosen: Svensk historia
(1961-1962); Jeriker Rosén: Studier kring
Erik XIV :s Höga námnd (1955); Páll
Eggert Ólason: Eiríkur XIV leitar yfir-
ráða á íslandi. (f Skírni 1937).
R A B B
Framhald af bls. 5.
vœri kynntur hér á landi, því fáa
menn ber hœrra í guöfrœöi og and-
legu lífi yfirleitt vestan hafs sem
uustan. Hann hefur gert meira en
flestir aðrir til aö gera boöskap
kristindómsins gildan og gjaldgeng-
an meöal nútímamanna. Hér er
hvorki staöur né stund til aö fjalla
um efni „Orösins“, en kannski er
leyfilegt aö láta í Ijós þá ósk, aö
þetta snotra tímarit veröi inngang-
ur vakningar innan íslenzku kirkj-
unnar, þannig aö hún fari aö táka
meiri þátt í andlegu lífi þjóöarinnar
og leggja eitthvaö af mörkum til
þeirrar „innri viöreisnar“, sem
nauösynlegt er aö hefjast handa um
hiö bráöasta, ef þjóöin á ekki aö
farga sjálfri sér í siöferöilegri sjtill-
ingu, andlegu makrœöi, félagslegri
uppdráttarsýki og trúarlegum fá-
vitahœtti.
Meöál annarra oröa, hvenær œtl-
ar Alþingi aö sýna þann manndú.n
aö afgreiöa frumvarpiö um afnám
hinna illrœmdu prestkosninga, sem
veriö hafa smánarbléttur á kirkj-
unni álltof lengi óg sett þjóna henn-
ar á bekk meö ómerkilegum at-
kvœöasnöpurumf s-a-m
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23 thl 19fi5