Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 8
ÍSLENZK HEIMILI
Það mætti ætla, að veðurguð
unum sé ekkert sérstak-
lega um það gefið, að íslendingair
haldi þjóðhátíðardag sinn hátíðleg-
an 17. júní. Hvem skyldi gruna, eft-
ir þá veðurblíðu sem verið hefur
síðustu mánuðina, að þjóðhátíðar-
dagurinn yrði svona hryssingsieg-
lu:? Og hefði þó reynslan svo sem
getað sagt okkxir að vera við öllu
búin-
Veðrið var ekki ósvipað og nú 17.
júní fyrir 12 árum, — þungbúið loft,
gekk á með skúrum og hálfkalt. Fólkið
reyndi þó að láta það ekki á sig fá, það
var 17. júní og allir áttu að vera glaðir
og reifir. Margir voru líka dálítið hreif-
ir, það gerði gjósturinn — og því meira,
sem lengra leið kvöldið.
Það var þetta kvöld, sem ég kynntist
fyrst heimili hjónanna Hönnu Guðjóns-
dóttur og Stefáns Kristinssonar full-
trúa Tollstjóra. Þau kynni urðu mér per-
sónulega ógleymanleg, enda átti ég eftir
að eiga þar marga ánægjustund.
”ið vorum eitthvað að burðast við
að dansa á malbikinu á Lækjartorgi
nokkrir unglingar, þegar við hittum í
mannþröniginni nokkra góða vini og
kunningja úr Tónlistarskólanum. Þeirra
á meðal var Fjölnir Stefánsson, tón-
skáld, sem þá var við nám í tónfræði í
skólanum. Þegar sá ágæti maður sá okk-
ur þarna rauðnefjuð og hrollstjörf, tók
hann af skarið og spurði hvort við vild-
um ekki hætta þessum vonlitlu tilraun-
um til að skemmta okkur og koma heim
til sín í hlýjuna. Boðinu var tekið með
miklum fögnuði og innan stundar sát-
um við í mjúkum hægindum með rjúk-
andi tebolla og gómsætar brauðsneið-
ar. Þriðja simfónía Brahms hljómaði í
stofunni, gluggatjöldin voru dregin fyrir
grámygluna úti fyrir og þess í stað
kveikt á einu litlu rauðu Ijósi — og fyrr
en varði seig á okkur draumkenndur
höfgi, þungur og hlýr. Þarf ekki að orð-
lengja það frekar, að Fjölnir losnaði
ekki við okkur fyrr en undir morgun.
Hanna og Stefán. Á veggjunum málverk eftir Þorvald Skúlason og Jón Stefánsson.
VIÐ VONUM AÐ ÞAÐ VERÐI
ÞEIM GOn VEGANESTI
Stefán viS myndina eftir Þorvald, sem
mælinu.
fjölskyldan gaf honum á sextugsaf-
Og það var ekki aðeins hann og tónlistin,
sem hélt í okkur, heldur heimilið allt,
málverkin, höggmyndirnar, bækurnar,
blómahafið, og síðast en ekki sízt hús-
ráðendur, sem bættust í hópinn, þau
Hanna og Stefán, síung og kát og höfðu
frá mörgu að segja. Átti ég eftir að kom-
ast að því síðar, að þetta var ekkert
einsdæmi, — að gestir þeirra yndu sér
svo við skemmtilegar samræður og tón-
list, að þeir kæmust þá fyrst til sinna
heimkynna, er sólin væri úr sæ risin
í morigunsárið.
★ ★ ★
slíku heimili, þar sem svo er
gestkvæmt, mætti ætla að húsmóðirin
hefði ærnu að sinna með húsverkum og
bakstri eingöngu. En Hanna Guðjóns-
dóttir lét sér ekki nægja svoleiðis smá-
muni — börnin voru bara fimm talsins
— heldur hefur hún auk þess stundað
píanókennslu meira eða minna sl. 30 ár,
sungið í flestum þeim stórkórverkum
tónbókmenntanna, sem hér hafa verið
flutt, og árum saman aðstoðað og æft
einsöngvara, bæði þá sem sungið hafa
með kórunum hennar og aðra. Var því
sannarlega ekki að ófyrirsynju, að söng-
sveitin Fílharmónía skyldi í árshófi sínu
í vetur færa henni sérstaka heiðursgjöf
fyrir það mikla og óeigingjarna starf,
sem hún hefur unnið fyrir kórinn þann
og aðra kóra. Því mætti svo bæta við
að „frístundirnar“ notar Hanna gjarna
til hannyrða.
* egar við á dögunum heimsóttum
þau Hönnu og Stefán á heimili þeirra
að Kjartansgötu 2, til þess að spjalla við
þau stundarkorn fyrir Lesbókina, barst
talið fljótlega að málverkunum þeirra,
hverju öðru fallegra og dýrmætara, sem
flest voru keypt á yngri árum listmálar-
anna, þegar ekki var ennþá komið i
tízku að kaupa málverk og þeir nánast'
sultu heilu hungri.
Við sátum yfir kaffi og krásum og á
veggnum beint á móti mér hékk mál-
verk eftir Þorvald Skúlason.
— Þetta er ein af mínum eftirlætis-
myndum, sagði húsbóndinn, — fjölskyld-
an gaf mér hana í afmælisgjöf árið
1956, þegar ég varð sextugur. Og Tón-
listarfélagið gaf mér myndina eftir
hann, sem hangir þarna inni í stofunni,
yfir flyglinum. Þorvaldur hefur alla tíð
verið okkur sérstaklega hugleikinn.
Fyrstu myndina eftir hann — konumynd
ina— eignuðumst við fyrir meira en
tveimur áratugum. Svona var nú Þor-
valdur í þá daga. En honum fannst
þetta víst of auðvelt. Ég man hann sagði
mér einhverntima, að það ylli sér ekki
nægilegum heilabrotuin að mála svona
fígúratívt.
— Ég hefði nú gjarna viljað hafa
hann í því fígúratíva svolítið lengur,
bætti Hanna við, eitt til tvö ár til við-
bótar, — hann var farinn að gera svo
margt fallegt.
— En landslagsmyndin þarna, er hún
ekki eftir Jón Stefánsson?
— Jú — Grábrókarhraun, séð frá
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23 tbl. 1965