Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Blaðsíða 14
við s'kulum bregða okliur niður til þeirra
og líta á það.
★ ★ ★
0 g þannig héldum við áfram að
skoða skemmtilega hluti á þessu heim-
ili. í hverju herbergi getur að líta falleg
málverk og teikningar. Hverju lista-
verki heimilisins eru tengdar minningar,
sem tilheyra sögu þess, sögu hjónabands
ins og börnunum. Við gætum reynt að
telja þau upp, litla vatnslitamynd úr
gamla naustinu eftir Snorra Arinbjarn-
ar, vatnslitamyndina „Geitlandsjökull"
eftir Ásgrím Jónsson, „abstrakt“málverk
eftir Valtý Pétursson, teikningar eftir
Þorvald, og afsteypur af höggmyndunum.
„Móðurást" og „Jónsmessudraumur“ eft
ir Ásmund — en sú upptalning yrði
lengri en svo að rúm Lesbókarihnar
leyfi. Þ-eim Hönnu og Stefáni hefur svo
sannarlega tekizt að prýða heimili sitt.
Og börnin þeirra fimm, Fjölnir, Hanna
Kristín, Elín, Sigríður og Árni Erlendur,
bera þess merki að hafa alizt upp í fall-
egu umhverfi.
— Okkur finnst að minnsta kosti dýr-
mætt, segja þau Hanna og Stefán, að
hafa getað látið börnin alast upp með
þessum yndislegu listaverkum, — og
vonum að það verði þeim gott veganesti.
mbj.
■—■■■! r. rXjTj-H
ÁRNI ÓLA
Framhald af bls. 13.
heimild til þess að sniðganga atvinnu-
réttindi bæarbúa og hún hefði enga
dómgreind á því að meta hvað þarna
væri í húfi. Skoraði hann á bæar-
stjóm að virða ævagamlan rétt út-
vegsbænda.
ar etta varð til þess að rætt var
um að vísa málinu til einihverrar ann-
arrar nefndar. En þó varð ekkert úr
því, heldur var gripið til þess ráðs
að leita úrskurðar stiftamtmanns. Og
úrskurður stiftamtmanns varð sá, að
bærinn mætti alls ekki missa þetta
skipauppsátur í Grófinni. Þar með
höfðu útvegsmenn unnið sigur í þessu
máli. Hin fornu réttindi þeirra voru
viðurkennd og staðfest af æðsta yfir-
valdi landsins.
Grófin hélt því áfram sínu hlutverki
að vera helzta útgerðarstöð Reykvík-
inga. Þarna stóðu bátarnir hver við
annan á landlegudögum, og svo þétt
að ekld. varð komizt þvert yfir Gróf-
ina nema með því móti að smeygja sér
á milli þeirra. En þegar vel aflaðist,
barst þarna mikill fiskur á land, og það
eru ógrynni af fiski sem þarna hafa
komið á land síðan á landnámstíð. Og
margir eru þeir menn, sem róið hafa
úr Grófinni á þessum langa tíma. Þegar
fram í sótti voru það eigi aðeins Reyk-
víkingar, heldur einnig fjöldi manna
utan af landi, því að hingað leituðu
vertíðarmenn eins og til annarra ver-
stöðva við Faxaflóa.
Venjulega höfðu þessir aðkomu-
menn aðsetur á heimilum útvegs-
manna. Þó er svo að sjá sem Víkur-
bóndi hafi haft sérstakt hús fyrir ver-
tíðarmenn sína, þar sem var Skálinn
gamli, eitt af seinustu bæarhúsunum í
Reykjavík. Slráli þessi hafði staðið
norðan við bæinn og verið sérstakt úti-
ihús, en slík útihús voru þá nokkuð
algeng í verstöðvum, eftir því sem
Skúli Magnússon segir í Lýsingu Gull-
bringusýslu, þar sem rætt er um húsa-
kynni. Hann segir að skálinn sé venju-
lega þrjú stafgólf; hann sé svefnher-
bergi vinnumanna, gesta og vermanna
á vetrarvertíðinni, og sé þar rúm-
stæði til beggja handa. Þannig mun
þessi skáli og hafa verið upphaflega.
En svo hafa einnig verið hér verbúðir
fyrir aðkomumenn, eins og Sjóbúðar-
nafnið ber vitni um. Hyggur Jón
biskup Helgason að þar muni upphaf-
lega hafa verið verbúð frá Grjóta. En
íslenzk heimili
Framihald af bls. 9.
Við höfðum fært okkur inn í stofuna
til að hlusta á Peter Pears og á meðan
hafði ég haft fyrir augum stórt mál-
verk eftir Gunnlaug Scheving, „Engja-
fólk“. Hanna sagði, að þau hefðu eign-
azt það fyrir 23 árum: „Stefán var fljót-
ur að sjá, að þetta var góð mynd.“
— O jæja, — Stefán hló við — ég fór
nú oft að sjá myndina áður en ég keypti
hana, en varð alltaf ástfangnari af henni
xneð hverjum degi.
— Fylgdist þú e.t.v. með þegar Gunn-
laugur málaði hana?
— Nei, nei, — ekki þessari mynd —
hinsvegar fylgdist ég með því, er Jón
málaði Grábrókarhraun. Ég kom oft til
hans og hafði gaman af að spjalla við
hann. Jón var lengi með myndina, það
var alltaf eitthvað, sem honum fannst
betur mega fara. Svo fór að lokum að
hann sagði: „Ég held þú verðir bara að
taka hana núna, ég er farinn að staðna
í henni.“
— En svo við snúum okkur aftur að
Engjafólkinu hans Gunnlaugs, þá mynd
höfum við tvisvar lánað á sýningu, ann-
að skiptið úr landi — til Finnlands. Og
við höfum verið beðin að lána hana til
ftalíu, en neituðum, því að hún laskaðist
smávegis í Finnlandsferðinni.
— Undir málverkinu sérðu frummynd
ina að „Móðir jörð“ eftir Ásmund Sveins
son, sem við eignuðumst fyrir u.þ.b. 24
árum, sagði Hanna. Við sáum hana fyrst
á sýningu 1935 eða ’36, að mig minnir,
og urðum altekin af hrifningu. Ásmundi
þótti svo vænt um, að hann lét okkur
hafa frummyndina. Hún hafði verið á
sýningu í New York 1930 að mi,g minnir
— þar sem nálin hans Kaldals glataðist.
— Nál?
— Hefurðu aldrei heyrt um hana? —
Þannig var, að Leifur Kaldal hafði gert
gullfallega gullbrjóstnál handa Ragn-
heiði Bjarnadóttur í Silkibúðinni, móður
Jóns Leifs. Nálin var send á sýninguna
og glataðist, var líklega stolið. Þetta
var listasmíð.
— Þú minnist á Ragnheiði í Silki-
búðinni, Hanna, þá ágætu hannyrða-
konu — bað minnir mig á þína eigin
Konumynd Þorvalds Skúlasonar.
Hanna við myndina „Engjafólk“ eftir Gunnlaug Scheving. Þar undir högg-
myndin „Móðir jörð“ eftir Ásmund Svei nsson.
handavinnu, meðal annars að í „gamla
daga“, þegar ég kom hér fyrst, varstu
að hnýta geysimikið gólfteppi — hvað
hefurðu gert af því?
— Börnin hafa fengið það hvert af
öðru, fyrst Fjölnir, nú Hanna Kristín,
en blessuð góða, það var nú svo ómerki-
legt. En stórt var það, 3 sinnum 4 metr-
ar. Það var afskaplega mikið verk að
hnýta það, en mynstrið var áteiknað, að-
eins bekkur. Ég get hinsvegar sýnt þér
annað, sem mér finnst miklu skemmti-
legra, það er veggteppi með höfðaletrinu
okkar íslenzka, sem ég veit ekki til að
hafi verið saumað með þessum hætti
fyrr. Ég fékk hugmyndina fyrir mörgum
árum, en hef ekki haft tíma fyrr en nú
Afsteypa af „Móðurást“ Ásmundar
Sveinssonar.
að koma henni í framkvæmd. Ég hef
varið miklum tima til að leita að hinni
réttu stafagerð. í þessu teppi verða 62
stafir, hver með sínum sérstöku lita-
samsetningum. Mynstrið hef ég gert sjálf
og einnig stækkað stafina. Þetta er mik-
ið verk, — en eftir því ánægjulegt. Og
dálætið á höfðaletrinu hefur búið um
sig hér á heimilinu, því að dóttir mín,
Hanna Kristín, sem gift er Lofti Gutt-
ormssyni, sagnfræðingi, tók sig til og
skar út með höfðaletrinu nöfnin þeirra
hjónanna í höfðagaflinn á hjónarúminu
þeirra. Það er ljómandi skemmtilegt —
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
23 tbl. 1965