Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 1
Dr. theol. Jón Helgason, ekildum prófum í hebresku, heirnspcki og kirkj'uréttarfræðum með góöum vitn- isbur'ðuim, Af þessum tíma bjó hann fjög- ur ár á Garði og nau.t þar Garðsstyrks, eins og títt var u;m ísienzka stúdenta. Oft minntist dr. Jón dvalar sinnar við hiáskóiann með hlýjum hiuga og fór lofsamiegum orðum um kennara sína þar, sem margir voru afburðamenn, þótt ekiki yrðd það hlutskipti hans að feta í fótspor þeirra í guðfræðiiegum efnum, þvi að í guðfræði ríkti ytfirleitt mikil íhaldssemi við háskóiann á náms- árum hans, en eins og kunnugt er átti hann sjáifur eftir að verða brautryðj- andi nýrrar guðfræðistefnu á ísiandi. Að loknu háskólanámi dvaldi dr. Jón í Reykjavík veturinn 18S)2-93 og aðstoðaði föður sinn nokkuð við guð- fræðikennslu hans í Prestaskólanum, en fór svo aftur til Danmerkur sumarið 1893 og var þá um nokkurra mánaða skeið óvígður aðstoðarmaður hjá sir. Pétri Dahl, sóknarpresti í Kallehave á biskup Eftír séra Óskar J. Þorláksson Æska ©g námsár Þann 21. júní s.l. voru liðin 100 ár frá fæðingu dr. Jóns Helgasonar, biskups, en hann var svipmikill kirkjuhöfðingi, fjöl- hæfur gáfu og fræðimaður og ó- venjulega mikill starfsmaður, enda mun hann jafnan verða talinn í hópi hinna merkustu biskupa ís- lenzkrar kirkjusögu. Dr. Jón fæddist að Görðum á Áitfta- nesi 21. júní 1866, en rúmum 260 ár- um áður fæddist þar Jón Vidalín, sáð- ar biskup i Skólholti, einn mesti mælsku- og kennimaður íslenzkrar kristni. Poreldrar dr. Jóns Heigasonar voru séra Helgi Hálfdanarson, þá sóknar- prestur í Görðum og síðar forstöðumað- ur Prestaskólans, og bórhildur Tómas- dóttir, kona hans frá Breiðabólstað í Pijótslhlíð. Paðir sr. Helga var Hál.fdan Einars- son, prótfastur að Eyri í Skutulsfirði, en kona séra Helga, var dóttir Tómasar lærða, að Möðrufelli í Eyjafirði, og var Jón Helgason látinn heita eftir þessum merka iangafa sínum. Frú Þórhildur, kona séra Helga, var dóttir Tómasar Sæmiundssonar, prests á Breiðabóistað í Fijótshlíð, Ögmundssonar Högnasonar, prófasts að Breiðabólstað (þess er nefndur var prestafaðjr, þar sem átta synir hans urðu prestar.) Af forfeðrum dr. Jóns Helgasonar á biskiupsstóli má nefna biskupana: Jón Arasonar (12. iið), Gísia Jónsson (11. Jið), Ddd Einarsson (10. lið), og Guð- 'brand Þorláksson (9. liö). Fyrstu spor sín átti dr. Jón að Görð- um, en árið 1867 var sr. Helgi faðir hans skipaður kennari við Prestasikól- ann og vorið eftir eða 1868 fluttist fjöl- skyldan þaðan til Reykjavíkur, var heimili hans síðan i Reykjavík, að und- antcknum þeim árum, er hann var við háskólanám erlendis. Hann tók inntöikuprótf í lærða skól- ftini 1880 og varð stúdent 1886 með 1. Dr. Jón Helgason biskup Aldarmmning 1866 —1966 eink. Að ioknu stúdentsprótfi, þegar á- kveðið var að hann legði inn á brau.t- ir guðtfræðinámsins, varð það að ráði, að hann sigldi til háskóians í Kaup- mannahöfn og læsi þar guðtfræði, en séra Helgi hafði sjálfur lokið prótfi frá Haínarháskóla 1854. Stundaði dr. Jón þar nám sitt af kappi og lauk embættisprófi þaðan árið 1892 með 1. eink., en hafði áður lókið til- Suður-Sjálanidi, en um veturinn 1894 tók hann próf í trúkennslu og prédik- unarfræði i Kaupmannahöfn, enda mun hann þá hafa hugsað sér að gerastf prestur í Danmörkiu. En honum var annað hlutskipti ætl- að, því að í ársbyrjun 1894 andaðist Helgi lektor, faðir hans, en sr. ÞónhaH- ur Bjarnarson, sem veri'ð hafði kennari viö Prestaskólann og varð fors'tööuniað- ur bans við fráfall Helga lektors, skrif- aði þá dr. Jóni og lagði mjög fast að honum að koma til Islands og taka að sér kennslu við skóiann, í trúfræði og öðrum skyldum greinum. Mun hann hafa ver.ið nokkuð tregur til þess í fyrstu, en úr því varð þó, að hann ákvað að koma heirn og taka að sér kennslu við Prestaskólann, en áður en hann hélt heimleiðis fór hann til Þýzka- lands og dvaldi um hríð við háskólana í Erlangen og Greifswald, en auk þess heimsótti hann aðrar borgir í Þýzka- landi og kynnti sér kirkjulegt starf og líknarstofnanir. 1 þessari ferð sinni til Þýzkalands kynntist dr. Jón fyrir alvöru þeim stefn- um í guðfræði og Biblíurannsókn- um, sem áttu eftir að móta guðfræði- skoðanir hans og kennslustarf hans við Prestaskólann og gera hann að braut- ryðjanda nýrrar trúmálastefnu á ís- landi. Að sjálfsögðu gerðist þetta ekki allt í einu, en etftir að hann var orðinn Prestaskólakennari hlaut hann að kynna sér aliar þær stefnur og strauma í andlegum efnum er þá voru áhrifa- mestir. Það voru einkum þýzku guð- fræðingarnir A. Ritzohl og A. Harnaek, sem mótuðu skoðanir hans í guðfræði á þessum árum. Kennsla og vísindastörf l> mJ r. Jon hafði á hendi kennslu við Prestaskólann frá 1894 til 1908, en varð iektor eða forstöðumaður skóians 1908, er Þórhailur lektor var skipaður bisk- up. Þegar Háskóli Islands var stofnað- ur 1911 varð dr. Jón prófessor við guð- fræðideildina, en rektor háskólans var hann 1914—1915, en tók við biskupsem- bættinu 1916 með fráfaili Þórhalls bisk- ups. Þau rúmlega 22 ár, sem dr. Jón gegndi kennslustörfum við Prestaskól- ann og Háskólann, voru umbrotatímar á sviði guðtfræðinnar. Áhrif hinnar þýzku „nýguðfræði" náðu víða, en vafa- samt er þó að áhrifa hennar hafi noikk- urs staðar gætt meira, tiltölulega, en einmitt hér á landi. Skeleggasti braut- ryðjandi hennar og baráttumaður var dr. Jón Helgason, meðan hann var guð- fræðikennari, og 2—3 næstu áratugina, eftir að hann hætti störfum, var hún niest ráðandi stefna við guðfræðideild háskólans. Hvað sem segja má um ein- stakar niðurstöður þessarar guðfræði- stefnu, þá hafði hún ákveðnu hlutverki að gegna, er hún kom fyrst fram. Hún gjörbreytti viðhorfum flestra hugsandi manna til Biblíurannsókna og skapaði meira víðsýni í andlegum efnum en áð- ur hafði þekkzt og vann markvisst gegn þeirri efnishyggju, sem þá var mjög tek- in að breiðast út meðal menntamanna. Fáir hafa gert skýrari grein fyrir eðli og stefnu hinnar „nýju guðfræði" en dr. Jón gerði í sumum ritgerðum sín- um um guðfræði og Biblíurannsóknir, er hann síðar safnaði og gaf út í bók sinni, „Grundvöllurinn er Kristur", er út kom 1915, en þar segir svo á blað- síðu 34: >,Nýja guðfræðin er vísindaleg hugar- stefna á sviði trúmálanna um allan heim, er 1. heimtar fullkomið hugsanafrelsi, að því er trúmál snertir, og rannsóknar- frelsi, ótakmarkað af sérhverju tilliti tii rannsóknarúrslita eldri tíma. 2. fylgir í öllu viðurkenndum hugs- anareglum vorra tíma vísinda, án þess hins vegar að ioka augunum fyrir tak- mörkiunum mannsandans og ófuilkom- leika mannlegrar þekkingar á þeim efn- um, seim liggja fyrir utan skynheim mannsins, og er 3. ávallt boðin og búin til að viður- kenna staðreyndir, sem í ljós koma, og taka tiJJit til þeirra, hve mjög, sem þær kiunna að ríða í báig við það, sem áður heiux verið talið satt og rétt“, Framhald á bls. 10.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.