Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 10
■
W$3$Í$ÍÁ
nýjar kröfur til hæfiiedka hans, ekki
sízc hvað snerti alla stjórn biskupsem-
bættisins. Hann var fljótur að setja
sig inn í ailt, er laut að embættis-
færslu þessa umfangsmikla embættis.
Kom það sér nú vel, að hann var fróð-
ur usm kirkjusögu, en nú kynnti hann
sér allt, er laut að eignum kirkna og
prestssetra, og var . sjálfsagður ráðu-
nautur ríkisstjórnarinnar í öilum slík-
um málum og var til þess tekið hve
ailt var formlegt og vel rökstutt, er
hann lét frá sér fara, og mjög reglu-
samur og nákvæmur var hann í allri
embættisfærslu sinni.
í biskupstíð sinni vísiteraði hann
nærri allar kirkjur landsins og var þó
ekki hægt um vik, því að lengst af
þurfti hann að ferðast á hestum, en
alls staðar þar sem hann kom á þess-
um ferðum sínum var hann auðfúsu-
gestur, því að hann var manna glað-
astur, fróður og skemmtilegur, og þeg-
ar hann þurfti að finna að einhverju
gerði hann það á mildan og hvetjandi
hátt, — jákvæðan hátt.
Meðan hann var biskup vígði hann
75 presta og veitti 5 mönnum biskups-
vigslu. I»á vigði hann 16 nýjar kirkjur.
f»á hóf hann samskipti við kirkjur
Norðurlandanna og sótti marga biskupa-
fundi í hinum ýmsu löndum og á þeim
ferðum flutti hann fyrirlestra við ýmsa
háskóla og talaði í kirkjum. Alls stað-
ar þar sem hann kom vakti hann at-
hygli sökum iærdóms og virðulegrar
framkomu sinnar.
Stundum var að því fundið, að Jón
biskup Helgason hafi ekki verið nógu
ákveðinn við stjórnarvöldin og ekki
nógu skeleggur í baráttu sinni fyrir
bættum kjörum presta og ekki nógu
kröfuharður fyrir kirkjunnar hönd, til
þess að bæta starfsaðstöðu hennar.
En þá er því til að svara, að í em-
bættistíð hans var ekki venja að gera
miklar kröfur til ríkisvaldsins, enda
geta almennings ekki mikil að taka á siig
fjárhagslegar byrðar. Þeir þóttu því
beztir embættismenn, er gætnastir voru
í fjármálum.
En Jón biskup hafði alla tíð vahizt
að gera miklar kröfur til sjálfs sin.
Hann var frábær elju- og dugnaðarmað-
ur í störfum og fátt var honum verr við
en ef prestar vanræktu embætti sin og
gat þá orðið ærið þungorður og ekki
vildi hann, að prestar væru fjarri
prestaköllum sínum meir en góðu hófi
gegndi og ýmsar skemmtilegar sögur
eru til af viðbrögðum hans, ef prestar
voru t.d. óeðlilega oft á ferð í Reykja-
vik. Fáir kunnu hins vegar betur að
meta dugnað og skyldurækni í störfum
en Jón biskup Helgason, og ungum prest-
um ieiðbeindi hann og hvatti í störfum
og hikaði ekki við að fela þeim vanda-
sama þjónustu, ef hann bar traust til
þeirra.
Framhald á bls. 12.
BanUastræti 3, þar sem Jón Helgason ólst upp. Xeikningin er gerð 1893 af dr. Jóni sjálfum. I*ar er nú Bókaverzlun
Sigurðar Kristjánssonar.
ALDARMINNING
Framhald af bls. 1.
Þetta eru þær grundvallarhugsanir,
sem mótuðu viðhorf dr. Jóns til hinnar
nýju guðfræðistefnu og mótuðu guð-
fræðikennslu hans og vísindastörf, og
hygg ég enn séu þessi grundvallaratr-
iði almennt viðurkennd, hvort sem um
er að ræða rannsóknir á sviði guðfræði
eða annarra hugvísinda eða rannsóknir
á sviði raunvísinda.
Kennslustarfið lét honum mjög vel,
er fram í sótti. Hann var „aihliða vís-
indamaður“, eins og dr. Magnús Jóns-
son sagði um hann í eftirmælum.
Kennslugreinar hans voru aðallega trú-
fræði og Nýjatestamentisfræði, en
síðar gaf hann sig meir að kennslu í
kirkjusögu. Gat hann þess eitt sinn við
þann, sem þetta ritar, að kirkjusagan
hefði jafnan verið sitt uppáhaldsfag,
enda eru rit hans um kirkjusögu og
persónusögu mikil að vöxtum.
I&á þar sérstaklega nefna hina „Al-
mennu kirkjusögu" hans (4 bindi),
„Kristnisögu íslands (2 bindi), en sú
bók kom bæði út á íslenzku og dönsku.
Þá má einnig nefna bækur hans „Meist-
ari Hálfdan" (1935), „Hannes Finnsson“
(1936), „Jón Halldórsson í Hítardal“
(1939), „Tómas Sæmundsson" (1941).
Þá ritaði hann einnig fjölda ágætra
greina í tímarit um merkismenn ís-
lenzkrar kirkjusögu, í tilefni sérstakra
minningardaga, sem bundnir voru við
ævi þeirra.
Tii þess að ná sem bezt til þjóðarinn-
ar gaf hann út tímaritið „Verði ljós“
í nolckur ár (1896-1904) og var með-
ritstjóri „Nýs kirkjublaðs" um skeið
(1906-07).
Af ritum hans um hina nýju guð-
fræðistefnu má nefna bókina „Grund-
völlurinn er Kristur". Er það safn af
rjtgerðum er fyrst birtust í ísafold
og vöktu mikla athygli og líka tölu-
verðar deilur.
A. þessum árum var dr. Jón mik-
ill baráttumaður, gunnreifur og rök-
fastur, búinn vopnum lærdóms, mælsku
og víðsýni. Ýmsir urðu til þess að and-
mæla hínum nýju kenningum hans og
spunnust þar af rökræður og varð til
þess að hann gaf út rit, er hann nefndi
„Til andmælenda minna“ (1914).
Nú rökræða menn minna en áður um
trúfræði og trúmálastefnur og viðfangs-
efni guðfræðinga snerta nú meira önn-
ur verkefni. Margar af niðurstöðum
hinnar „nýju“ guðfræði eftir aldamótin
eru nú almennt viðurkenndar, en einn-
ig sjá menn nú margt. í öðru ljósi en
þa. Þannig hefur alltaf gengið til í
andlegri þróun mannsandans, stefnur
og straumar hafa komið og farið og
sett svip á samtíðina og mótað að
nokkru viðhorfin til framtíðarinnar.
Eins og áður var að vikið mun hug-
ur dr. Jóns hafa hneigzt mjög til prest-
skapar og prédikunarstarfs, áður en
hann varð Prestaskólakennari.
En á Prestaskólaárunum var pré-
dikunarstarfið svo ríkt í huga hans, að
bann bauðst til þess að flytja auka-
guðsþjónustur við Dómkirkjuna, án
sérstakra launa. Mun hinn ungi og
áhugasami Prestaskólakennari hafa
fundið þörfina á því að auka trúarlíf-
ið í hinum ört vaxandi söínuði Reykja-
víkur, enda Var þá aðeins einn starf-
andi prestur í Reykjavík.
Hallgrímur Sveinsson biskup tók
þessu boði hans mjög vel, og veitti hon-
um prestsvígslu þann 12. maí 1895.
Með því að hér stóð dálítið sérstak-
lega á, að bæði var hér um ólaunað
starf að ræða og vígsluþegi var ekki
vígður til neins ákveðins embættis,
skal til fróðleiks birt hér skipunarbréf
það, er hann fékk daginn áður en hann
var vígður, en það er dagsett 11. maí
1895:
„Með því að þér, herra dócent, góð-
fúslega hafið gefið mér kost á því að
halda eftirleiðis áfram þeirri aukaguðs-
þjónustu, sem þér næstliðinn vetur
hafið haldið hér uppi, án þess að óska
neinna launa fyrir þann starfa, og með
því að þetta góða tilboð yðar bætir úr
verulegri þörf hins fjölmenna dóm-
kirkjusafnaöar á aukinni guðsþjónustu,
þá er mér sönn ánægja með þessu
bréfi mínu að skipa yður, eftir að þér
hafið meðtekið prestsvígsluna, til þess
eftirieiðis að halda uppi fastri auka-
guðsþjónustu annan hvern sunnudag í
Reykjavíkur dómkirkju, þannig að staða
yðar sé að öllu leyti óháð dómkirkju-
prestinu.m og að söfnuðurinn hafi enga
heimtingu á þjónustu yðar til neinna
sérstakra prestsverka. Að öðru leyti
vænti ég þess, að þér, eftir samkomu-
lagi við dómkirkjuprestinn, munið góð-
fúslega veita honum í forföllum hans
þá aðstoð, sem hann kynni að þarfnast,
eftir því sem hentugleikar yða.r leyfa.“
Þessu starfi hélt dr. Jón áfram í
13-14 ár eða þangað til að annað prests-
embætti var stofnað við dómkirkjuna.
Hann var vinsæll kennimaður og vöktu
guðsþjónustur hans mikla athygii og
voru vel sóttar. Margar af ræðum hans
frá þeim árum voru síðar birtar i pré-
dikanasafni hans, „Kristur vort iíf“, er
kom út 1932.
Eru ræðurnar í safni þeissu skýrar og
skipulegar og iýsa oft mikium lærdómi
og mæisku.
Biskupsárin
Þegar Þórhallur, biskup, andaðist
í des. 1916 var dr. Jón Heigason skip-
aður biskup í hans stað og var vígður
22. apríl 1917 af Valdimar Briem, vígslu-
biskupi.
Með biskupsstarfinu hófst nýr þátt-
ur i ævi dr. Jóns Helgasonar, er gerði
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. júní 1966