Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 7
erðamenn íéSlettir
Birgir Þorgilsson ræðir um áhrif verðlags
á ferðamálin á Islandi
i
I g hefi tekið að mér að hafa
framsögu á þessari Ferðamálaráð-
stefnu um hættu þá, sem steðjar
að hmum unga atvinnuvegi, mótt-
töku erlendra ferðamanna, sökum
hækkandi verðlags á hvers konar
þjónustu, svo og hvert skuli stefnt
í landkynningarmálum. Mál þessi
eru svo fjölbreytt og margslungin,
FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA
var haldin á Akureyri í vor.
Lesbókin birtir í dag tvær
framsöguræður, sem þar
voru haldnar. Birgir Þorgils-
son, sölustj. Flugfélags ís-
lands, fjallaði um verðlags-
þróunina og alvarlegar horf-
ur varöandi móttöku er-
lendra ferðamanna. Konráð
Guðmundsson, framkvstj.
Hótels Sögu, ræddi um hin
ýmsu vandamál, sem veit-
ingahúsin eiga við að etja í
hráefnaöflun.
að fullt tilefni væri til lengri fram-
sögu en hér gefst tækifæri til. Ég
mun samt leitast við að drepa á þá
þætti málanna, sem hæst ber að
minum dómi.
Ji. yrir skömmu var þess getið í
einu af dagblöðunum, að 16 daga
íerðalag með flugvéium til Kaup-
mannahafnar og Mallorka mætti nú
kaupa hjá ferðaskrjfstoíum á íslandi
fyrir 500 kr. iægri upphæð en far frá
Reykjavík hingað til Akureyrar með
jafnlangri dvöl hér i hóteli. Til við-
bótar þessum mikla kostnaði hér innan-
lands þarf svo hinn erlendi ferðamað-
ur að bæta við allverulegri upphæð, til
þess að komast til og frá landinu. Þetta
dæmi sannar ef til vill betur en langur
fyrirlestur, að ferðamenn eru hér fé-
fiettir umfram það, sein þekkist annars
staðar.
Okkur, sem daglega á nokkuð mörg-
um undanförnum árum höfum unnið að
því að laða erlenda. ferðamenn til ís-
lands, er það stöðugt og vaxandi
áhyggjuefni, og vekur vissulega einnig
undrun í okkar hópi, að þeir aðilar, sem
liílu eða engu hafa tilkostað af pen-
ingum né tíma í þessum tilgangi, skuli
ætla sér þá dul að líta á ferðamanna-
slrauminn sem nokkurs konar síldveiði-
hrotu, sem um sé að gera að nota sér
til hins ýtrasta hvað tekjuöflun snertir.
Holiara væri að hugleiða, að í þessum
málum er ekki verið að tjalda til einn-
ar nætur, heldur er nm að ræða fjár-
frekt og jafnframt erfitt uppbyggingar-
starf á sviði, sem vissulega getur orðið
þjóð okkar mikilvæg atvinnugrein á
ókomnum árum, ef rétl er á haldið. Það
er staðreynd, sem við stöndum nú aug-
liti til auglitis við, að ef ekki verður
breytt um stefnu við verðlagningu
þeirrar þjónustu, sem gisti- og veitinga-
a ari svo, sem ég hér hef lýst,
gagna iítið glæst salarkynni gistihúsa,
góður matur á veitingastöðum, né held-
ur aimenn uppbygging ferðamála með
milljóna-lánum úr ferðamálasjóði. Til
skýringar skal ég nefna nokkrar tölur
varðandi hækkanir á gistikostnaði og
mat, er glöggt sýna, hvert steínir: Ég
mun aðeins geta þeirra hækkana, sem
orðið hafa frá því vorið 1962 og þar
til vorið 1966, eða með öðrum orðum
síðastliðin fjögur ár. Samanburður
er ekki raunhæfur lengra aftur í tím-
ann sökum þeirra gengisbreytinga, sem
urðu fyrir 1962, en eins og kunnugt er,
hefur ekki verið um gengisbreytingar
að ræða á umræddu tímabili. Ennfrem-
ur vil ég taka fram, að þjónustugjöld
og söluskattur er ekki innifalinn í töl-
um þessum, en þessi gjöld námu árið
1962 15% og 3%, en árið 1966 15% og
10% eða samtals 25%.
Verð er gefið upp á eins manns her-
bergi án baðs ásamt morgunverði.
Einsm.
Birgir Þorgilsson.
hús bjóða ferðamönnum, munu mörg
þeirra standa hálftóm yfir það tímabil,
sem við köllum ferðamannatímabilið,
þ.e.a.s. júní -— september, sökum þess,
að erlendir ferðamenn þola hvorki
okkur né öðrum þjóðum stöðugt hækk-
andi verð á óbreyttri þjónustu. heldur
ieita þeir á þær slóðir, þar sem sann-
girni og framsýni ríkir í verðlagi, og
tillit er tekið til þess, hvað viðkomandi
dvalarstaður, borg eða land, hefur upp
á að bjóða fyrir utan hótelherbergið og
matinn.
án baðs M.v.l
Hótel Borg ’62 165,- 30,-
— — ’66 260.- 66,-
— Saga ’63 285,- 35,-
— ’66 285.- 48,-
— Garður ’62 130,- 32,-
— — ’66 195.- 45,-
— Reynihl. ’62 90,- 30,-
— — ’66 175.- 50,-
— Blönduós ’62 100.- 30.-
— — ’66 175.- 50,-
— City ’62 125,- 30,-
— — ’66 240,- 60-
— Bifröst ’62 140.- 35-
— — ’66 275,- 60-
— K E A ’62 160,- 30-
— — ’66 240,- 60,-
Verð á öðrum máltíðum en morgun-
verði hefur hækkað a.m.k. tiisvarandi.
Oft er gripið til þess að afsaka hátt
verðlag á herbergjum og máltíðum á
beztu hótelum okkar með því, að það
sé hreint ekki hærra en á beztu hótel-
um í stórborgum Evrópu. Hér er vissu-
lega um varasaman misskilning að ræða,
þvi að vitaskuld verður þá um leið að
taka tillit til gæða þeirrar þjónustu,
sem gestum er boðin, en við, sem hér
Framhald á bls. 12.
Frjáls alagníng á áfengi
Konráb Guðmundsson ræbir um hráefnaoflun veitingahúsa
Konráð Guðmundsson.
Asíðustu Ferðamálaráð-
stefnu var lítilega rætt
um ýmsa hráefnaöflun til veitinga-
húsa. Hefur það sjálfsagt þótt tíma-
bært, og þess vegna verið beðið um
að hreyfa þessu máli lítillega aftur,
þó svo að sá skortur, sem hér er á
hráefnum til matargerðar, sérstak-
lega hvað alla fjölbreytni og gæða-
val snertir, sé ykkur sjálfsagt öllum
kunnur. Því að þótt ekki sé annað
en kaupa í matinn handa fjölskyld-
unni, getur það valdið ótrúlegustu
heilabrotum.
s\ stand það, er rikir í dag í þess-
um maium, heíur náttúriega skapazt af
mjög auknum ferðamannastraumi til
landsins, sem kallar á mun meiri fjöl-
breytni í mat en hér hefur þekkzt, og
svo stóraukið veitingahúsalíf lands-
manna sjálfra. Þeir aðilar, er hafa átt
að sjá okkur fyrir hráefnum, hafa ekki
getað fylgt þessari öru þróun og dreg-
ízt töluvert aftur úr. Útkoman er sú,
að í dag búum við við mjö.g tilfinnan-
legan hráefnaskort til matargerðar á
ýmsum sviðum, sérstaklega hvað alía
fjölbreytni, flokkun og gæði snertir.
Tilfinnanlegast hefur þetta verið
hvað varðar allar kjötvörur, enda þörf-
rn mest, og má segja, að oft sé gripið
tif óæskiiegra ráðstafana til að bjarga
yfirvofandi vandræðum og tekið við
vörum, sem eru að gæðum fangt und-
ir því, er krefjast verður. Það er ekk-
ert einsdæmi, að kasta þurfi 20 til 40%
af ýmsum þeim vörum, er við fáum;
það er liðinn sá tími, sem gæði kjöts
var eingöngu metið eftir fitumagni.
Margar tegundir kjöts er þykja sjálf-
sagðar á matseðli allra veitingahúsa,
eru hér alls ekki fáanlegar nema endr-
um og eins og sumar aldrei, og þær
tegundir, sem fáanlegar eru, fást þá
á uppsprengdu verði, og ekki óalgengt,
að þeir, sem með þær eru, hringi á
milli veitingahúsanna og láti bjóða í
þær hverju sinni.
Það er staðreynd, að það bezta, sem
FramhaJd á bis. 14.
26. júní 1966
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7