Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 4
* *’
Sálm. 127:1.
ísland er ekki hálfkveðin vísa, held-
ur borg, sem stendur á stuðlum.
í>að er hljómur og kraftur í nafn-
inu. Og þótt landið sé ekki ísi þakið,
viljum við samt ekkert annað nafn.
ísland! Að vísu vekur nafnið kulda-
kennd. Landið hefur líka agað böm-
in sín við sín ísköldu él. En samt er
það svo, að við finnum ekki til kuld-
ans í nafninu, enda höfum við jafn-
framt fundið frá því streyma birtuna
og ylinn.
Á draumaför um tún og teiga
hvarf tími og rúm á braut.
Mín hugarblóm ég batt í sveiga —
— sem barn að kjöltu 'þér ég laut. —
Þá skildi’ eg hvað það er að eiga
sinn æskudraum við móðurskaut,
segir Sdgurður frá Arnarholti.
Við vitum, hve lanidið er fagurt. Við
vitum einnig, að land okkar á kosti,
sem gefa okkur trú á framtíðina. Þetta
em staðreyndir. Og við erum fóstruð
upp við þessar staðreyndir.
Um hug til þín, þótt fari eg fjærri,
það fær engu breytt.
Mér finnst þú vera kærri og kærri —
— sem kjörin mín og þín sé eitt.
Mín ástarskuld er orðin stærri
en að ég fái hana greitt,
segir Sigurður enn.
Landið okikar hefur jafnan átt góða
menn, jafnt kyrrláta bakhjarla sem
sterka og áberandi framverðd, sem
þannig hugsuðu og störiuðu. Menn,
sem byggt hafa upp menningu þess og
hafa gefið nútímanum arf ódauðlegra
forn- og miðaldabókmennta. En sé ein-
hver í vafa um ágæti þeirra bókmennta
skal honum tjáð, að ekkert rökstuddi
rétt okkar sem sjálfstæðrar þjóðar bet-
ur en einmitt þær. — Þessar bókmennt-
ir hafa sýnt lífskraft sinn fram tii þessa.
Enn les þær ungur sem gamall, því
að þær tala á sama máli sem við hér í
dag. Þær eru m.a.s. svo eftirtektar-
verðar, að sala eins handrits vakti
heimsathygli á liðnum vetri.
Ég sagði í upphafi, að ísland væri
ekki hálfkveðin vísa, heldur borg, sem
stendur á stuðlum.
En hér er þó ekki sagan ödl.
Þessa stuðlaborg byggir þjóð, yngri
öðrum þjóðum hins „gamla heims“ —
álfu vorrar yngsta land. — Þessi unga
þjóð er nú í örum vexti og er að byggja
sjálfa sig upp sem sjálfstæða þjóð. En
úr því áð við erum byggjendur erum
við jafnframt gjörendur og höfundar
hennar. Hvanær sem hugsun otokar og
þegnskapur er af ærlegum toga, erum
við hverja líðandi stund að leggja lif-
andi steina í byggingu nútíðar og fram-
tíðar okkar sjálfra og afkomenda,
lengra fram en nokkurn okkar varir.
Án manndóms og einkanlega án
mannkosta erum við etoki neinir lif-
andi steinar, heldur mornaðir og dauð-
ir, sneyddir burðanþoli, þótt þeir e.t.v.
séu hið ytra gljáandi og hrutokuilausir.
En meðan við erum að reisa þjóðfé-
lagsbyggingu okkar — treystir landið
hverjum syni og dóttur til þess að verða
sómi sinn, sverð og skjöldur eins og
óskasonurinn góði, allsgáð í allri hugsun
og hleypidómalaus, „bæði til að hafa
og hylla — og hafna því, sem reynt er
illa“.
Ég á ekki við, að landið geri kröfu
til okkar sem fullkominna manna, en
að við, þrátt fyrir veikleika, séum bún-
ir fúsleika, — að við þrátt fyrir ófull-
komleika og margvíslega galla, séum
búnir fegurðarsmekk og sannleiiksást,
sem leiðir af sér þá einlægu bæn að
mega fá að þjóna því fagra, sanna
og fullkomna, sjálfum Drottni.. En þetta
er einmitt leiðin, sem Ritningin bendir
á: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erf-
iða smiðirnir til ónýtis".
Því miður er margur, sem finnst þetta
marklaust og léttvægt, bara innantómt
hjal. Þeir eru svo margir meðal okkar,
sem telja sig hafa fulikomlega vit á
við Drottin, skapara sinn, og telja
réttara að segja honum fyrir verkum
en að hann segi sér. Og svo er annar
hópurinn, sem er hreint alveg sama,
hvernig allt ræðst, svo að oft læðist
sá grunur að heilskyggnum alvöru-
mönnum, að þeir, sem nú standa vörð
um fjöregg þjóðarinnar, kalli varnaðar-
orð sín fyrir lokuðum eyruim heyrn-
arlausum — en fjandsamleg öfl læði
því inn í slævða meðvitund hinna skoð-
analausu, að varðmaðurinn fari ekki
með satt, enginn þörf sé að hafa Drott-
in me'ð í neinu verki, hann sé ekki til,
— kirkjan þé óþurftarstofnun, frjálsri
hugsun fjötur og henni fjandsamleg.
Islenzka þjóðin hefur ekki látið
blekkjast. Enn þeíkkir hún tvenna tím-
ana. Nú er hún orðin auðug að fé og
það er vissulega hættulegt fyrir þann
einkanlega, sem er á gelgjuskeiði. En
hún er einnig auðug að dýrkeyptri
reynslu. Það er gamla sagan.
Enn muna menn fátækt og umkomu-
leysi hðinna alda, hvernig fólkið komst
til manns fyrir frábæran dugnað og
þolgæði, er sýndi oft hið dýra kosta-
gull, sem með þjóðinni bjó. Hvernig
neyðin getur kennt naktri konu þá
lífsspeki að nýta og spinna og komast
samt bærilega af. Og hvernig hand-
leiðsla Guðs er ávallt viðbúin og áþreif-
anleg og jafnvel og ætíð áþreifanleg-
ust, þegar virkilega syrtir í álinn. Og
meðan við gerumst ekki sljó dekur-
börn veltiára í velferðarríki, mun
Drottinn hjálpa okkur til þess að draga
sannar ályktanir af reynslunni. En það
er einmitt vegna margháttaðrar baráttu
og lífsreynslu við súrt og sætt, að þorri
íslendinga veit að meginstyrkur manns-
ins felst einmitt í guðlstrúnni.
Og hvar í heimi sem er, er trúar-
þöríin svo greipt inn í meðvitund
manna, að hugsun einstaklingsins og
lífsafstaða markast af því innra lífi,
sem trúin skapar.
Þetta sannar sig í ríkjandi hugsun-
arhætti og mennirvgu í löndum hinna
Eftir séra
Þorstein L. Jónsson
óliku trúarbragða, og hvort sem trúar-
brögðin eru grimm eða kærleiksrík eru
þau ávallt mipginaflið í lífinu. Á þessu
byggist innri og ytri menning þjóðanna.
Án trúarlegrar innri byggingar verða
einstaklingur, heimili og þjóð í rúst.
Séra Þorsteinn L. Jónsson
Hvergi sést þetta greinilegar en
meðal fámennra og einangraðra þjóða,
sem berjast hörðum höndum við veður
og vinda til sjávar og sveita.
Og þótt þvi sé stundum slegið fram,
að íslendingar hafi verið illa heiðnir
í heiðnum sið á landnámsöld og enn-
fremur illa kristnir í kristnum sið, er
ég samt í engum vafa um, að þeir eigi
heitari trúarmeðvitund en uppi er látið,
trú, sem gæti orðið að báli, ef fyrir-
skipað yrði almennt afnám kristninn-
ar — og þjóðkirkju íslands ætti að loka.
En þótt þetta sé sannfæring mín,
veit ég hins vegar, að í þessum efnum
getur fljótlega skipt sköpum. í mark-
vissri guðsafneitun og yfirlýstu trúleysi
á mátt drottinlegrar forsjónar býr og
þróast nefnilega hættulegasta sóttkveikj-
an að skefjalausri sjálfsdýnkun, sem
telur sig eiga heimtingu á að mega
óátalið forsmá allt nema sina eigin
duttlunga og fjarstæður.
En gagnstætt þessari sóttkveikju er
æskan næmust, vegna þess hve lífs-
reynslan hefur enn sem komið er lítið
kennt í byrjun ævinnar.
Hinn ólífsreyndi maður eða kona eru
því auðtekin bráð gáfuðum áróðurs-
mönnum guðleysingjanna, sem láta margt
köpuryi*ðið falla um heimsku og þröng-
sýni kristinna foreldra og presta —
kristinna trúmanna yfirleitt.
Það þarf sannarlega staðfasta lund og
heilbrigða karlmennsku til að standast
öll þeirra óvæntu og ótrúlegu spjótalög.
Það er ekki fallegt að taka þannig
brauðið frá börnunum og kasta því í
gin úlfsins. Það er kvíðvænlegt að sjá
úrvals byggingarefni fúna og spillast
til verra en ónýtis, af þvi að það vantar
hug og verkfúsar hendur til þess að
hafast rétt að, enda er átakanlegt að
sjá tápmikil mannsefni verða að ógerð-
um með því að blelakja þau svo, að
þau slíti tengslin við ætt sína og allan
andlegan uppruna.
Hér verður að spyma við fætL
Okkar ísland í dag er nefnilega okk-
ar óðal. — Óðalsréttur og yiirbragð
þjóðarinnar hefur innsiglazt að eilífu
í deiglu veruleikans brennd inn í með-
vitundina að landið og fólkið, móður-
málið og feðratungan sé órjúfanleg
samstæSa og sðgwleg samelgn, sem eng-
inn íslendingur kemst undan að eiga
sinn h-lut að.
Og hvernig þá?
Dagleg lífsbarátta þjóðarinnar hefur
jafnan verið háð við svipaða erfið-
leika alls staðar. Fólk hefur almennt
alizt upp við og búið við lík kjör, upp
til dala sem út við strendur.
Verkieg menning hefur alls staðar á
byggðu bóli verið hin sama um þvert
og endilangt landið. Yfirvofandi nátt-
úruhamfarir, fellar og faraldrar koma
alls staðar jafnt við kann. Áhrif er-
lends valds ristir öllum óafmáanlegar
raunarúnir. Og þá má ekki gleyma hin-
um íslenzka lýðháskóla, sem lifði og
andaði á kvöldvökum baðstofunnar,
þegar riman og stakan, þjóðleg fræði
og heimilisguðræknin héldust í hendur
og runnu fólki í merg og bein. — Hver
unni ekki Gunnari og Njáli eða Gretti
og Gísla Súrssyni, svo að nöfn séu
nefnd? Hver fann ekiki til með Auði
Vésteinsdóttur og Guðrúnu Ósvífurs-
dóttur, þessum ólíku kvénskörungum,
sem báðar unnu heitt, önnur studdi
mann sinn til hinztu stundar, en hin
var þeim verst, sem hún unni mest?
í þessum örfáu dæmum sjáum við
hinn stórkostlega þráð sögunnar, sem
bindur þjóðina saman inn að hjarta-
rótum.
Eins og kunnuigt er, er það trú margra
ágætra hugsjónamanna og mannvina,
að eitt alheimsmál þjappi mannkyninu
saman í eina heild og efli þannig skiln-
ing og bræðralag meðal hinna ólíkustu
kynstofna og geti orðið eitt sterkasta
aflið til þess að forða heiminum frá
böli styrjalda.
Hvílíkt sameiningartákn er þá efkki
móðurmálið okkur, lítilli þjóð.
Miklu fremur en fjarskyldum þjóð-
um hlýtur það að auðvelda gagnkvæm-
an skilning, ef við eigum hið innra fús-
ieika samúðarinnar til bræðralags og
þjónustu við aðra og fómfýsi til að bera
saman og sameiginlega byrðarnar og
uppfylla þannig lögmál lífsins, friðar
og samfélags.
En berið hver annars byrðar og upp-
fyllið þannig lögmái Krists. í þessum
orðum sjáum við kristinn mann í verki.
En kristin trú er einmitt okkar trúar-
brögð. Við erum kristin þjóð í hópi
annarra kristinna þjóða allt frá því, að
kristin trú var lögtekin á Alþingi. Nokkr
ir nútímamenn reyna að gjöra lítið
úr þeim atburði árið 1000, engu að síð-
ur er lögtaka kristinnar trúar einn
hinna mestu heimssögulegu viðbur'ða
sem mannssagan getur. — Og hvílík
breyting varð þá ekki hér í hvers-
dagslegum samskiptum manna. Sagn-
ritarar kalla árin sem á eftir komu
Friðaröldina. Vopnaburður lagðist niður
og mannhefndir. En það, sem gott er
og farsælt og kemur frá Guði föður,
það fær aldrei til lengdar að dafna
í friði vegna veldis vonzkunnar. Bráð-
lega birtust friðspillarnir og stofnuðu
til ógnaraldar með þeim afleiðingum,
sem kostaði þjóðina 656 ára kröm.
En Friðaröldin sannaði einmitt mátt
kristinnar trúar í því að lækna mein
þjóðfélagsins.
Og hvílikir leiðtogar og merkisberar
voru ekki meistari Jón og Haiigrknur
Pétursson í trúarleguim efnum fram
á þennan dag. — „Frá því barnið biður
fyrsta sinn — blitt og rótt við siinnar
móður kinn, — til þess gamail sofnar
síðstu stund — svala ljóð þau hverri
hjartans und“.
Það er sagt um hinn fyrsta kristna
söfnuð í Jerúsalem, að þeir hafi haldið
sér stöðuglega við kenningu postul-
anna, sem var vitnisburðurinn, sem þeir
höfðu numið af vörum Jesú um að
elska Guð af öllu hjarta. Þeir voru
líka bænarinnar menn og styrktu sam-
félagið við Krist og innbyrðis sín á
milli með brotningu brauðsins. Og þeir
höfðu allt sameiginlegt og höfðu vin-
sældir af öllum lýð.
Hér er fyrirmyndin að því samféiagi
Framhald á bls. 14.
„Ef Drottinn byggir ekki húsið,
erfiða smiðirnir til ónýtis"
Prédikun i Dómkirkjunni 17. júní
4 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS
26. júní 1966