Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 2
rSVIPl lmvndj Gladwyn lávarður, forseti ATA-samtakanna (Atl- antic Treaty Association), sem halda ráðsfund sinn í Reykjavík um næstu helgi, hefur til skamms tíma verið betur þekktur undir nafninu Sir Gladwyn Jebb. Hann er fyrrverandi diplómat, sem ný- lega hefur snúið sér að stjórnmál- um, og nýtur þess greinilega að vera ekki lengur bundinn þagnar- heiti diplómatsins. L ávarðurinn. er talinn hafa verið einn ágætasti og glaesilegasti starfs- maður brezku utanríkisþjónustunnar á síðari árum, og ef hann komst ekki al- veg upp á tindinn í starfsferli sínum (æðstu embætti hans voru staða fasta- fulltrúa Bretlands við Sameinuðu þjóð- irnar 1950—1954 og amibassadorsstað- an í París 1954—1960), mun því að nokkru leyti um að kenna, að ágæti hans og glæsileiki var oft á kostnað annarra. Hvasst háð hans og andríki kom honum eiginlega aldrei að notum á löngum starfsferli, nema um eitt skeið. í>að var á dögum Kóreustyrjald- arinnar, þegar sambúð vestrænna ríkja og kommúnistaríkjanna var með al- versta móti og Sir Gladwyn var íull- trúi Bretlands á þingi Sameinuðu þjóð- anna. Um þetta leyti var farið að sjón- varpa reglulega um Bandaríkin frá fundum Allsherjarþingsins og Öryggis- ráðsins. Á milljónum bandarískra heim- ila var fylgzt með umræðunum, og innan skamms var Sir Gladwyn orð- inn landsf ✓ gur fyrir vígfimi sína í kappræðunum, þekkingu, hárbeitt háð, andríki og rökfimi. 'Einkum líkaði Bandaríkjamönnum vel, að hann skyldi ekki láta fulltrúa Sovétríkjanna, Andrei Vyshinsky, sem áður var opinber á- kærandi, eiga neitt inni hjá sér. Bréf streymdu til skrifstofu hans, þar sem honum var óskað til hamingju með ræðusnilldina, og starfslið hans þurfti að sinna aðdáendum hans. Sagt er, að Sir GJadwyn hafi þótt alveg nóg um. Gladwyn lávarður er fæddur 25. apríl árið 1900. Sjö ára gamall var hann sendur í hinn þekkta Sandroyd-skóla, sem þá var í tízku að senda „heldri- mannabörn“ til. >ar kynntist hann næstu árin svo ólikum unglingum sem Terence Rattigan, Randoiph Churchill og Pétri Júgóslavíukonungi. Síðar hlaut hann menntun sína í Eton og Oxford (Magdalen College). í Eton stofnaði hann ásamt öðrum félagið „Eton Polit- ical Society", sem enn starfar. í Ox- ford lauk hann ágætu prófi í sagnfræði. Hann hlaut því dæmigerða menntun ensks „gentlemans" í samræmi við beztu erfðavenjur Breta, en sagt er, að til skólaáranna megi rekja þann snef- 11 af snobb-hugarfari, sem sumir telja að hann hafi aldrei getað losað sig al- veg við. Að námi loknu starfaði hann í nokkra mánuði við breaka sendiráðið í París, en árið 1924 gekk hann í brezku ut- anríkisþjónustuna og gerðist diplómat LORD GLADWYN að atvinnu og ævistarfi. Fáir diplómat- ar hafa verið þátttakendur í jafnmörg- um sögulegum atburðum og hann, en hæst ber hið mikilvæga hlutverk hans í mótun bandalags rikja Vestur-Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina og í mynd- un Sameinuðu þjóðanna, en hann var settur framkvæmdastjóri þeirra um tíma. F ram að heimsstyrjöldinn.i gegndi hann margvíslegum embættum í Róm, Teheran, við Þjóðabandalagið og heima í Lundúnum. Árið 1940 var hann skip- aður stjórnmálalegur ráðgjafi ráðherr- ans, sem fór með málefni „efnahagslegs hernaðar", en 1942 fluttist hann til ut- anríkisráðuneytisins, þar sem hann var deildarstjóri uppbyggingardeildarinnar. Á þessum árum var hann fulltrúi Bxæta við allar meiriháttar ráðstefnur, svo sem í Quebec, Kaíró, Teheran, Jalta, San Francisco og Potsdam. Hann tók þátt í mótun Sameinuðu þjóðanna allt fiiá upphafi, sat ráðstefnuna í Dum- barton Oaks 1944, þar sem fyrstu und- irstöðurnar voru lagðar, ráðstefnuna í San Francisco, sem fyrr segir, var fram- kvæmdastjóri fjórtán þjóða undirbún- ingsnefndarinnar 1945 (í Church House í Westminster), og þegar fyrsta Allsherj- aiþing SÞ kom sarnan í Lundúnum snemma á næsta ári, var hann settur framkvæmdastjóri samtakanna, unz Trygve Lie var kjörinn til starfans. Hann varð mjög vinsæll meðal full- trúa allra þátttökuiþjóðanna á þessu.m frumbernskuárum SÞ. Hæfileikar hans, samningalipurð, þekking, skilningur á sérsjónai-miðum, dugnaður, skipulags- gáfa og óbugandi gott skap, á hverju sem gekk, nutu sín vel í þessu vanda- sama starfi. Einkum þótti athyglisvert, hve fljótt og snurðulaust SÞ, nefndir þeirra og stofnanir, gátu hafið starf sitt, því að margir höfðu kviðið alls konar byrjunarörðugleikum. Lord Gladwyn ér aðathöíundur margra starfsregina SÞ og átti drjúgan þáfct í samningu stoínskrárinnar. Gladwyn lávarður var skipaður yfir- maður SÞ-deildar brezka utanríkisráðu- neytisins, og í marz 1946 var hann skipaður aðalaðstoðarmaður utanríkis- ráðherra Breta, sem þá var Ernest Bev- in, á utanríkisráðherrafundum banda- manna. Hann var og fulltrúi Breta á friðarráðstefnunni í París 1946. ÍNÍ ú tók við ákaflega mikilvægt starf, — undirbúningur að stofnun Vest- ur-Evrópu-bandalagsins, sem var fyrir- rennari Atlantshafsbandala.gsins. Glad- wyn Jebb (Sir Gladwyn Jebb varð hann ekki fyrr en 1949) samdi og var ábyrgur fyrir tillögu Breta að tilhögun bandalagsins, 'og hann átti þátt að saran- ingu Brússelssáttmálans í marz 1948, þegar Western European Union var stofnað. Hann var síðan skipaður full- trúi Bi-eta í fastanefnd bandalagisins með ambassadorstitli, en hélt áfram að stjórna SÞ-deild utanríkisráðuneytis- ins. Á árunum 1948 og 1949 var hann margsinnis sendur til mikilvæigra samn- ingagerða í Kanada, Bandaríkjunum og Frakklandi, og um sama leyti tók hann þátt í undirbúningi undir stofnun NATO og Evrópuráðsins. Upp frá þessu hafa aðaláhugamál hans verið samein- ing Evrópu, efling NATO og Atlants- nugmyndin, þ.e. hugmyndin um mjög náið samstarf og hugsanlega „samein- ingu“ ríkja Norður-Ameríku og Vestur- Evrópu, sem smám saman gæti leitt til víðtæks heimsbandalags og að lokum til heimsstjórnar. Á árunum 1950-1954 var hann fasta- fulltrúi Breta hjá SÞ, eins og fyrr seg- ir, en 1954—1960 ambassadior Bretlands í Frakklandi. A Frakiklandsárum hans var Bfnahagsbandalag Evrópu, sem Frakkland er aðili að, stofnað, og Frí- verzlunarsvæði Evrópu, sem England er aðili að. Hann tók mikinn þátt í tilraun- um til að tengja þessar tvær viðskipta- heildir. A þessum árum komst de GauIIe aftur tii valda, fimmta lýðveldið franska var stofnað og frans'ka ríkja- sambandið. Gladwyn lávarður beitti sér nijö'g fyrir auknum skilningi og nánara samstarfi milli Breta og Frakka. Hann fylgdi de Gaulie, þegar hann fór í op- inbera heimsókn til Bretlands árið 1960, og þegar hann lét af embætti sama ár, hélt de Gaulle honum kveðju- veizlu í forsetahöllinni, en mjöig sjald- gæft er, að forsetinn geri það. E ins og sjá má af þessari upp- talningu, var ferill hans í utanríkis- ríkisþjónustunni glæsilegur. Enginn dró hæfileika hans, gáfur og þekkingu í efa, og ekki dáðust menn minnst að dugnaði hans. Samt sem áður hafði hann eignazt óvini í æðstu stöðum. Því olli m.a. óþolinmæði han-s vegna skiln- ingsleysis eða seinlætis yfirboðara hans og örlítill vottur af yfirstéttarhroka eða aristókratísku yfirlæti, sem suimlr gátu ekki með nokkru móti þolað. Þeg- ar honum varð ljóst, að hann yrði ekki ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sagði hann stöðu sinni lausri og hélt út í lif viðskipta og stjórnmála. Hann var ekki nema sextugur að aldri og fullur af starfsorku. Hann var aðlaður (lst Baron of Bramfield), og tilikynnt var, að hann hefði fallizt á að taka að sér sérstök verkefni fyrir brezku ríkisstjórnina. Hann varð foi’stjóri hins öfluga banka „S.G. Warburg & Co. Ltd.“, en jafnframt fór hann að sinna helztu áhugamálum sínum, samvinnu Evrópuríkjanna og eflingu Atlantshafs- ríkjanna. Hann rak áróður fyrir því, að Bretland gengi í Efnahagsbandalagið, og var kosinn formaður „Common Market Campaign“ árið 1962. Síðar var hann kjörinn forseti „Britain in Europe“-hreyfingarinnar. Hann er for- seti Atlantic Treaty Association, ai- þjóðasamtaka áhugamanna um vest- ræna samvinnu og stuðningsmanna Atl- antshafsbandalagsins, og varaforseti Atlantic Institute, stofnunar, sem sam- ræmir pólitískar og efnaihagslegar at- huganir á sameiningu Evrópu. M eðan hann var í þjónustu ut- anríkisráðuneytisins, hafði hann orðið að tala með rödd húsbænda sinna. Nú, þegar hann var orðinn frjáls, gat hann tætt í sig þá stefnu, sem hann hafði áður verið skuldbundinn til þess að styðja, og sérstaklega gagnrýndi hann harðlega hik Breta á því að tengjast meginlandsþjóðunum traustari bönd- um. Til þess að hafa meiri áhrif á stjórn- málasviðinu, þurfti hann að ganga i einhvern flokkanna. Hann valdi Frjáls- lynda flokkinn, sem fylgt hefur sömu stefnu og hann gagnvart Evrópu Oig hugmyndinni um Atlantsihafssamfélag- ið. Hann er nú aðalmálsvari flokksiris í utanríkismálum í lávarðadeild brezka þingsins. Nú í ár hefur hann verið full- trúi Frjálslynda flokksins við Evrópu- ráðið í Strassburg og setið ráðstefnur Vestur-Evrópu-bandalagsins í París. L ord Gladwyn þykir nakkuð kuldalegur í viðmóti, svo að sumir verða feimnir í návist hans eða háLf- Fra.mhald á bls. 15. Framkv.stj.: Slgíns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá V’ieur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristlnsson. Ritstjórn: Aðalstræti B. Sími 224Ö0. Utgefandi: H.t, Arvakur. Reykjavilc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.