Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Blaðsíða 6
Síðar sóttu á hann efasemdir, er hann
sá blindsker öfga og óskapa umlykja
sig. Að því hníga ummæli hans: „Ef
læknirinn fyrirskrifar sjúklingi vín til
heilsubótar, ætlast hann ekki til þess,
að hann þar með gerist. drykkjumað-
ur“. Busoni endurskoðaði því afstöðu
sína til framfara og nefndi takmarkið
„nýja klassík eða nýklassísisma". Upp
frá þessu herópi spratt ný aðdáun á
Bach, Haydn, Mozart og gömlum
ítölskum barokkmeisturum. Og á þeim
miðum sigldu frönsku sexmenningarnir
með Honegger og Milhaud. Þeirra víg-
orð var ánægjan, „faire plaisir“, með
laglínu og glettni og gáska að leiðar-
ljósi. Og angi þessarar fagurfræði Bus-
onis er hin „nýja málefnastefna", Neue
Sachlichkeit Hindemiths á umbrota-
tímum hans.
S em rithöfundur var Busoni af-
kastamikill. Frjótt hugmyndafar hans
spannaði öll svið tónlistar. Laglína í
músík var honum fyrsta boðorð, hún
á að hefjast til æðstu valda og yfir-
ráða í allri tónsmíði. Um hljómsveitar-
útsetningu segir hann: „Ekkert er ó-
hljómsveitarlegra en langir þættir
strokhljóðfæra eða langhundar með
tréblásurum, án þess að aðrir séu þátt-
takandi. Sérhvert hljóðfgeri, alveg
sama hvort það er eitt saman eða í
hóp með öðrum, á að upphefja mál sitt
skilmerkilega og ljúka því, svo að það
gefi heilsteypta mynd. Það er ekki
aðeins fallegra, heldur hljómar það
einnig betur“.
Andríkar eru margar athugasemdir
Busonis um önnur tónskáld. Hann líkir
list Debussys við skólastísk kvæði, þar
sem af leikaraskap sé forðazt að nota
bókstafina A og R. Mismunandi tilfinn-
íngar og atvik séu túlkuð með sömu
formúlum sí og æ. Um Bach farast
honum þannig orð: „í tónsköpun hvilir
list Bachs sem þungamiðja milli for-
sögulegs tíma og nútíma. Hjá honum
er allt fjölbreytt og blómstrandi, tækn-
in vandkvæðalaust tekin í þjónustu frá-
'bærra hugsana.“ Af frábærri skarp-
skyggni lýsir hann Mozart: „Hann
getur sagt mjög margt en segir
þó aldrei of mikið. — Með gátunni gef-
ur hann okkur líka lausn hennar. —
Hann á til ljós og skugga. En ljós hans
er aldrei ofbirta og í myrkrinu sjást
alltaf skýrar útlínur“.
X,
ri lit Busonis á Beethoven er sígilt,
er hann segir: „Mannleg hugsjón Beet-
hovens er háleit og göfug. Það eru hug-
sjónir hinna réttlátu meðal allra lýða
og landa á öllum tímum: sókn eftir
frelsi, endurlausn fyrir kærleik, bræðra-
lag allra manna. Hann vill, að listin sé
alvara, lífið gleði".
Þannig var Ferruccio Busoni túlkandi,
skapandi og hugsandi listamaður mik-
illa straumhvarfa. Að endingu skulu til-
færð orð hans er lýsa vel hugarfari
klassísks fagurfræðings í nærri því
kosmógónískum eða heimssköpunarleg-
um anda: „Tónlistin er ekki sendiboði
frá himnum eins og skáldið heldur
fram. Hins vegar eru sendiboðar frá
himnum einmitt þeir útvöldu, sem falið
er það háa hlutverk að leiða niður til
okkar fáeina geisla frumljóssins gegnum
ómælanlegan geiminn“.
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 3
kartöflurnar og laukarnir áttu að
leggjast í.
En nú voru öll þessi röggsömu, rauðu
andlit komin og höfðu troðið sér upp
á milli hans og hugsana hans, vegna
þess að hann gat ekki varizt því að sjá
þau, hvert svo sem hann leit.
au höfðu komið æðandi í bíln-
um, með bláa benzínsvælu á eftir sér,
og hemlað svo hvein í hjólbörðunum.
Jafnvel áður en bifreiðin stöðvaðist
voru þau öll komia út úr henni. Það
varð handagangur í öskjunni — hví,
hví — þar ruddist hver um annan þver-
an í ákafanum að komast fyrstur að.
Sá síðasti hafði rétt getað glennt svo
upp augun að hvítan var sjáanleg allt
í kring, keyrt niður handbremsuna og
forðað bílnum með mestu naumindum
frá því að aka inn í hlöðuvegginn.
Þau voru fjölskylda Ágústar og þau
liktust ekki Ágústi hið minnsta með
þessi rauðu, búlduleitu andlit sín sem
ekki urðu þekkt í sundur, nema þá
hann Níels, vegna þess að hann var
rjóðastur og búlduleitastur þeirra allra,
enda þótt hann væri aðeins sautján
ára.
Það var heldur ekki auðgreint á milli,
hverjir væru karlar og hverjir konur,
því að konurnar voru buxnaklæddar
vegna þess að þær voru í sveitinni. Það
var ekki fyrir gamlan mann að horfa
uppá. Og svo kölluðu þau hann Hinrik
gamla.
í þá daga, þegar hann var ungur og
hraustur og hafði enn ekki misst fæt-
urna undir bíl, hafði enginn nefnt hann
þannig. Þá átti hann virðingu allra. Þá
hafði hann skipað sinn sess sem faðir,
er ekki gerði Karenu neina skömm og
fjölskylda Ágústar tók ofan hattinn
fyrir. Nú var hann útbrunnið skar. Nú
var hann Hinrik gamli.
—• Hver skrattinn, er þetta ekki
Hinrik gamli í eigin háu persónu?
Hinrik gamli var ekki sérlega hár í
loftinu og hafði aldrei verið, en hann
átti ekki vel gott með að neita því að
þetta væri hann, svo hann kinkaði
kolli. Jú, víst var það. Og svo hafði
hann staðið og fundizt hann svo und-
arlega tómur í augunum. En skömmu
síðar sagði hann sem vináttuvott:
— Ég hjálpa til við að setja niður
kartöflur.
Þau einblíndu öll á hann stundar-
korn. Kartöflur? Svo hristu þau höf-
uðið utangátta og höfðu síðan snúið
sér að Karenu og Ágústi.
— Sæl verið þið bæði tvö.
A gúst og Karen höfðu heilsað
fallega og brosað í kveðjuskyni en það
hafði ekki verið litla snögga brosið
hennar Karenar heldur þetta stóra,
sparibrosið. Hann hafði líka sjálfur
staðið og brosað vingjarnlega með bak-
ið upp að veggnum. En það var eins og
brosið yrði eftir inni í munninum og
vildi ekki alveg koma fram á varirn-
ar, enda þótt hann teygði vel og vin-
samlega úr þeim. En þá hafði hann
þarna Níels spurt hvort hann kulaði í
tennurnar og þá hafði hann ekki leng-
ur neina löngún til að standa brosandi
og bjóða þau velkomin, heldur hafði
hann lokað munninum og staðið það
sem eftir var með sinn venjulega al-
vörusvip.
Og nú stóð hann og horfði á þetta
allt án þess að geta fyllilega fylgzt
með því hvernig fjölskyldan hafði þeg-
ar lagt eignina undir sig.
Einn þeirra fór til að athuga glugg-
ana í fjósinu. Hann barði á þá með
krepptum hnefa svo tvær rúðurnar
hrundu úr. Hann góndi forviða á tóm
götin og sparkaði í glerbrotin.
— Endemis rusl er þetta, sagði hann.
Það vantar allt kítti á það.
Gamli maðurinn ók sér órólegur.
Ágúst gæti þó liklega sagt að honum
hefði ekki gefizt tími til að kítta glugg-
ana og músarindlarnir hefðu étið nærri
allt gamla kíttið af. En Ágúst gat aldrei
komið orðum að neinu.
Hinrik gamli bærði á sér aftur. Hér
yrði hann víst heldur sjálfur að hafa
hönd í bagga. Hann opnaði munninn.
En þá gat hann allt í einu ekki munað
hvað það var, sem hann ætlaði að segja
og hvað hitt var, sem hann hafði viljað
að Ágúst segði. Það eina, sem dundi í
honum, var hönd í bagga, og því meir
sem hann reyndi að hugsa sig um, þeirn
mun oftar kom endurtekning á hönd í
bagga og að lokum gat hann ekkert
hugsað annað en hönd í bagga, hönd í
bagga í síbylju. Það vildu engin önnur
orð koma. Og hann sárkvaldist. Það
gerðist alltof margt og það gerðist alltof
ört fyrir hann. Nú voru þau að hrópa
hvert til annars um skranið inni í vagn-
byrginu og hann fann, hvernig brjóst
hans tættist. Þetta var ein af hugsunum
hans, sem þau voru að taká frá hon-
um. Skranið í vagnbyrginu, sem hann
hugsaði svo oft um, að það var orðið
hans innri eign. Ég á það. Ég á það,
ætiaði hann að segja. Ætlið þið að
eyðileggja allt fyrir mér?
Þau skröfuðu öll hvert upp í annað.
Hann gat hreint og beint fundið hljóð-
in frá röddum þeirra skella á hljóð-
himnunum. Rauð, búlduleit andlitin
þyrluðust fyrir augum hans og inni
í miðri þyrpingunni sat örvilnað fugls-
höfuð Ágústar með stóru, silalegu aug-
un.
E inn tók að sér forystuna. Rödd
hans yfirgnæfði hinar:
— Við komum hingað aðeins til að
hjálpa ykkur. Er ekki eitthvað, sem
við getum hjálpað ykkur með?
Hvers vegna þurfti fólk sífellt að
vera að snuðra í annarra málefnum?
Hvers vegna gátu þau ekki látið sér
nægja að hjálpa sjálfum sér?
Hér stóðu þau nú eins og herflokkur,
rjóðhöfða, gljáeygð og voru að springa
af ötulleik og athafnasemi, sem engin
þörf var fyrir. Einn þeirra kreppti og
opnaði lófana á víxl eins og hann væri
að liðka fingurna fyrir eina allsherjar
tiltekt og Níels þarna ók öxlum inn-
undir jakkanum svo ermarnar drógust
upp.
— Jú, sagði Ágúst. Þið vilduð kannski
hjálpa mér að bera brennið inn?
Það var gott að Ágúst gat loksins
leyst frá skjóðunni. Og það var góð hug-
mynd að láta þau burðast með brennið
inn. Þau gætu varla orðið til að eyði-
leggja neitt með því. Og svo gátu fljót-
lega orðið veðrabrigði og þá var gott að
hsfa brennið inni. Hann varð bókstaf-
lega harðánægður með Ágúst.
— Brenni? Það geturðu svei mér
sjálfur borið inn. Það getur varla verið
svo vandasamt. Nei, við skulum heldur
líta nánar á þetta héma.
Þau gengu hvert á eftir öðru inn í
vagnbyrgið og Hinrik gamli heyrði þau
fara að rassakastast þar ■ inni.
Litlu síðar stungu nokkur þeirra höfð-
inu út úr byrginu. Hár þeirra var fullt
af kóngulóarvef. Einn hafði auðsjáan-
lega farið upp á gamla, mölétna sófann.
Annars gæti höfuð hans ekki skagað
svo hátt upp.
Efsta höfuðið deplaði augunum upp-
örvandi, svo allt höfuðleðrið með hári
og kóngulóarvef bifaðist. Það var merki
til Ágústar, um að óttast hvergi. Þessu
myndu þau fljótlega kippa í lag. Það
var ekkert annað en að taka rækilega
til höndunum, þá skyldu þau ekki
verða lengi að lagfæra þessa rusla-
hrúgu.
__ Við verðum að fá það allt útfyrir.
Annars er ekki viðlit að glöggva sig á
því.
— Já en, sagði Ágúst.
að fór að glymja í Níels:
— Það er skrítið með þig, Ágúst.
Þú ert svei mér alltaf svo vænn og góð-
ur og við erum búin að segja þér, að
við komum aðeins hingað úteftir til
að hjálpa þér. En svo virðist, sem þú
sért nánast leiður yfir því að við gerum
eitthvað fyrir þig.
— Það er alveg rétt athugað, sagði
einn hinna og velti gömlu, rykföllnu
vagnhjóli út. — Hann er nánast móðg-
aður.
— Já en, sagði Ágúst aftur.
0 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS
Hinrik gamli bærði órólegur á sér
upp við vegginn. Ágúst var í lófa lagið
að segja, að hlutirnir væru nógu vel
komnir inni í vagnbyrginu og að hon-
um virtist hentugra að láta þá vera
þar um kyrrt þangað til hann gæti
fengið afurðasala til að koma og líta
á þá.
Hinrik gamli opnaði aftur munninn.
Neðri kjálkarnir hjökkuðu nokkrum
sinnum í ákafanum.
— Hlutirnir .... sagði hann.
En röddin var þróttlaus og þau heyrðu
ekki til hans.
— Hlutirnir, sagði hann aftur og benti
í átt til vagnbyrgisins. Hönd hans rið-
aði og því meir, sem hann reyndi að
halda henni stöðugri, þeim mun meira
skalf hún.
Einn þeirra sneri höfðinu og leit til
hans. Var Hinrik gamli eitthvað að
segja?
En Hinrik gamli hafði orðið svo
ringlaður og æstur yfir því að einhver
hafði loksins tekið eftir honum, að
'hann gleymdi því sem hann ætlaði að
segja. Hann gat aðeins munað að hann
hafði verið að segja: hlutirnir, vegna
þess að orðið lá honum enn á tungu,
svo hann hélt áfram að endurtaka það,
óafvitandi.
Og svo var höfðinu snúið burt aftur
og Ágúst stóð bara þarna með stór,
silaleg augun, sem liðu frá einum til
annars, og sagði: já en. Og hvert skipti
sem nýr hlutur var borinn út og fleygt
á hlaðið, gekk hann skref í áttina til
hans og sagði já en og hreyfði hend-
urnar eins og honum væri skapi næst
að tína hann upp og bera hann inn
aftur.
Á hálfri 'klukkustund hafði verið
rutt úr vagnbyrginu, en á bæjarhlað-
inu varð ekki þverfótað fyrir gömlu
skrani. Nú yrði Ágúst sjálfur að raða
skraninu inn aftur, þegar þau væru
farin.
— Hvað er það, sem þú ert með
þarna?
A gúst leit upp skelkaður á eld*
rautt höfuð og enni, sem svitinn perl-
aði á í þunnri slæðu. Silaleg augu
hans urðu snör. Augnaráð hans flökti
eins og hundelt milli andlitsins og
hænsnahússins.
— Þetta er hænsnahúsið mitt, sagði
Ágúst.
— Hænsnahús? Þú ætlar þó ekki að
segja, að þetta sé hænsnahús?
— Jú, sagði Ágúst.
Öldungurinn ætlaði aftur að reyna
að sletta sér fram í.
— E-he hæ, sagði hann.
Hann vildi láta Ágúst segja, að þetta
hænsnahús væri einungis til bráða-
birgða. Þau höfðu þegar rætt um að
fá sér nýtt hænsnahús, þegar þau gætu
fengið borð í það. Og á morgun kæmu
nokkur hænsni, sem ættu að vera í
gamla hænsnahúsinu, þar til Ágúst
hefði smíðað nýtt.
En einhver hafði þegar vopnazt kú-
beini og var farinn að rífa veggina í
gríð og ergi.
— Svona rottuhreiður, sagði hann.
— Já en, sagði Ágúst.
En við fyrsta brakið í brostnu tré
höfðu hin þrifið spaða, exi, járnkarl,
skóflu og hrífu og ráðizt til atlögu við
þak og veggi hænsnahússins og að
andartaki liðnu lá hænsnahúsið á jörð-
inni og var ólögulegt hrúgald af göml-
um fjölum og ryðguðum nöglum.
Hinrik gamli gat ekki afborið að
standa þarna við vegginn lengur. Hann
var vesall og volaður og það hring-
snerist allt i höfðinu á honum svo
hann botnaði hvorki upp né niður. Hann
varð að komast héðan. Burt frá öllum
andlitunum i þessari rauðu, búlduleitu
ringulreið. Eyru hans voru sundurtætt
af skvaldri, sköllum og köllum. Blóðið
dunaði um hann allan, hlaðið hávaða,
Framhald á bls. 14.
26. júní 1966